Morgunblaðið - 29.12.1994, Side 35
r
MORGUNBLAÐIÐ
Krossgátu-
bók ársins
komin út
KROSSGÁTUBÓK ársins
1995 er komin út á vegum
ÓP-útgáfunnar. Þetta er í 12.
sinn sem krossgátuhandbókin
kemur út. í bókinni er að finna
yfir 60 krossgátur af margvís-
legum gerðum. Prentstofa
G.Ben-Edda annaðist prentun
og bókband en Jens Kr. Guð.
teiknaði kápumynd.
Opið hús
FÉLAGSHEIMILI Sjálfs-
bjargar í Hátúni 12 verður
opið á morgun, föstudag 30.
desember, frá klukkan 13 til
21. Á dagskrá verður ljóðalest-
ur, tónlist, miðlar og í lokin
fer fram heilun. Aðgangur er
ókeypis, en samkoman er á
vegum hóps fólks með áhuga
um betra mannlíf.
Jólaball
Kvennakórs
Reykjavíkur
KVENNAKÓR Reykjavíkur
heldur jólaball föstudaginn 30.
desember kl. 16-18. Jólaballið
verður haldið í húsakynnum
Kvennakórsins á Ægisgötu 7
og er öllum heimill aðgangur.
Aðgangseyrir er 300 krónur.
Jólasveinninn mætir á staðinn
og að sjálfsögðu verður mikið
sungið.
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 35
FRÉTTIR
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Leyfi þarf fyr-
ir bálköstum
í borginni
HEILBRIGÐISEFTIRLITIÐ vill að
gefnu tilefni benda á að skv. 13.
gr. lögreglusamþykktar fyrir
Reykjavík er óheimilt að kveikja í
bálköstum nema að fengnu leyfi
lögregluyfirvalda. Með stoð í 29.
gr. mengunarvarnareglugerðar nr.
48/1994 hvetur Heilbrigðiseftirlitið
alla þá sem leyfí hafa fyrir brennum
að gæta fyllstu varúðar við val á
brennuefni og við íkveikju þess.
Við brennur þarf að hafa eftir-
farandi í huga:
1) Óheimilt er að kveikja í
brennunni ef vindátt er óhagstæð
að mati slökkviliðs.
2) Sé olía notuð við brennuna
ber að halda notkun hennar í lág-
marki. Við venjulegar aðstæður er
hæfílegt að nota 400 lítra af dísel-
olíu á stóra brennu (500-1000 m3.
Ekki skal hella olíu á brennuna
fyrr en rétt áður en kveikt er í.
Eingöngu má nota olíu sem afhent
er beint frá olíufélagi; Óheimilt er
að brenna úrgangsolíu þar sem í
henni geta verið hættuleg spilliefni.
3) Á brennustæði skal vera þétt-
ur jarðvegur sem dregið getur úr
mengun af völdum olíu og annarra
spilliefna. Skylt er að sjá svo um
að á brennuna fari ekki sorp, plast-
og gúmmíefni (t.d. plastkassar,
fiskkör, netaafskurður, bíldekk og
þess háttar), ílát undan eða með
eldfimum efnum eða annað sem
gæti valdið sprengingu. Þess vegna
þarf að vakta brennusvæðið og
takmarka aðganga að því á meðan
safnað er í brennuna.
5) Vegna fokhættu er óheimilt
að hefja söfnun fyrr en einni viku
áður en brenna fer fram.
6) Brennusvæðið skal hreinsað
sem fyrst að brennu lokinni og
ösku og öðrum úrgangsefnum farg-
að í samráði við hreinsunardeild
Reykj avíkurborgar.
Flugfreyjufélag
íslands 40 ára
FLUGFREYJUFÉLAG íslands
verður 40 ára á morgun, föstu-
daginn 30. desember. Af því til-
efni verður haldinn afmælisfagn-
aður í efri þingsal á Scandic Hót-
el Loftleiðum klukkan 18-20. Til
fagnaðarins er boðið bæði núver-
andi og fyrrverandi flugfreyjum
og flugþjónum. Myndin sýnir
flugfreyjur Loftleiða á Kennedy-
flugvelli í New York á dögum
DC-8 þotnanna. Þær eru frá
vinstri: Suzette Carlén, Nína Birg-
isdóttir og Erna Hrólfsdóttir.
Borðdagatal
Búnaðar-
bankans
Abendingar frá lögreglunni
Meðferð flugelda o g blysa
BÚNAÐARBANKI íslands hefur
gefið út borðdagatal fyrir árið 1995.
Myndirnar á dagatalinu eru hluti af
myndlistaverkefni ungra íslendinga
á vegum ferðaátaksins „íslandsferð
fjölskyldunnar" og Félags íslenskra
myndlistarkennara. Markaðsdeild
bankans hafði umsjón með gerð
dagatalsins en hönnun og prent-
vinnslu annaðist Prentsmiðjan Oddi.
Búnaðarbankinn er stuðningsaðili
við átakið „ísland, sækjum það
heim“ og styrkti sérstaklega mynd-
listaverkefnið, þar sem yrkisefnið
var „fjölbreytileiki íslands sem
ferðamannalands“. Um 20.000 ung-
menni tóku þátt í verkefninu. Haldin
var sýning á 130 myndum í Ráðhús-
inu og víðsvegar um landið. Auk
þess stóð Búnaðarbankinn fyrir sýn-
ingu á um 100 myndum í Kringlunni.
SKOTELDA má einungis selja
á stöðum sem staðbundin leyfi
lögreglustjóra segja til um að
uppfylltum ákveðnum skilyrð-
um. Þannig er óheimilt að bera
út og selja skotelda í heimahús
og á vinnustaði.
í reglugerð um sölu og með-
ferð skotelda segir m.a. að bann-
að sé að selja eða afhenda þá
barni eða unglingi innan 16 ára
ef slíks er getið í leiðbeiningun-
um. Öll sala á skoteldum til
barna yngri en 12 ára er óheim-
il. Þá segir í sömu reglum að
óheimilt sé að flytja inn og selja
svokallaða kínverja, reyk- og
lyktarsprengjur ýmis konar og
sprengikúlur. Óheimilt sé að
breyta á nokkurn hátt skoteldi,
þannig að hann hljóti aðra eigin-
leika en framleiðandi hans ætl-
ast til. Innflytjandi skotelda
skuli sjá um að allar tegundir
skotelda, sem hann flytur inn
og hefur leyfi fyrir, séu með
álímdum eða áprentuðum leið-
beininguin á íslensku. Lögreglu-
stjóri getur þó heimilað að
minnstu og einföldustu tegundir
skotelda verði ekki merktar enda
verði dreift vönduðum og skýr-
um leiðbeiningarbæklingi til
kaupenda. Með skoteldum er átt
við flugelda, reyk- og hvell-
sprengjur og ýmis konar skraut-
elda.
Lögreglan vekur athygli fólks
á að fara varlega í meðferð flug-
elda og blysa um áramótin.
Börnin eru stundum áköf og vilja
gleyma sér við spennandi að-
stæður og vilja þá stundum
ganga lengra en æskilegt er.
Fullorðnir þurfa að hafa vit fyr-
ir börnunum og gæta þess að
þeim stafí ekki hætta af flugeld-
um og blysum. Allflest slys er
hægt að koma í veg fyrir með
aðgæslu.
Lesið leiðbeiningarnar, sem
fylgja flugeldum og blysum og
umfram allt: farið eftir leiðbein-
ingunum.
Lögreglan óskar öllum gleði,
farsældar og friðar á nýju ári.
Morgunblaðið/Amór Ragnarsson
VERÐLAUNAHAFARNIR i Keflavíkurverktakamótinu, sem haldið var sl. þriðjudagskvöld í Stap-
anum. Talið frá vinstri: Margrét Karlsdóttir, Kári Ölversson, Ragnar Ragnarsson, Erla Siguijóns-
dóttir, Þorsteinn Kristmundsson, Guðjón Jensen og Gísli Hauksson. A myndina vantar Arnór
Ragnarsson af skiljanlegum ástæðum.
BRIPS
Umsjón Arnðr G.
Kagnarsson
Góð þátttaka í
Keflavíkurverk-
takamótinu
Mjög góð þátttaka var í Kefla-
víkurverktakamóti Bridsfélags
Suðurnesja, vanir/óvanir, sem
haldið var í Stapanum sl. þriðju-
dagskvöld. Liðlega 70 manns spil-
uðu á 18 borðum og var spilaður
9 umferða Mitchell. Veitt voru
verðlaun fyrir tvö efstu sætin í
hvorum riðli.
Keppnin í báðum riðlum var
jöfn og spennandi og réð síðasta
spilið úrslitum í báðum riðlunum.
í N/S riðli sigruðu Erla Siguijóns-
dóttir og Þorsteinn Kristmunds-
son, hlutu 257 stig, en meðalskor
var 216.
Næstu pör í N/S:
Kári Ölversson - Margrét Karlsdóttir 254
Kristján Kristjánss. - Gunnar Guðbjörnsson 239
Kristín Andrewsdóttir - Hulda Hjálmarsd. 238
KjartanSævarsson-SigfúsIngvason 235
í A/V riðlinum sigruðu bræð-
urnir Ragnar Ragnarsson og Arn-
ór Ragnarsson eftir hörkukeppni,
hlutu samtals 258 stig.
Næstu pör í A/V:
Guðjón Jensen - Gísli Hauksson 253
Óli Þór Kjartanss. - Björn Stefánsson 245
Grethe Iversen - Guðjón Guðjónsson 244
Valur Símonarson - Birna Valdimarsd. 244
Þetta er þriðja árið í röð sem
Bridsfélag Suðurnesja heldur
Keflavíkurverktakamót milli jóla
og nýárs, en verktakarnir eru
helstu styrktaraðilar félagsins.
Mótið tókst vel í alla staði. Keppn-
isstjóri var ísleifur Gíslason.
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Lokastaðan í stigamótinu sem
staðið hefir yfir frá 4. ágúst til
15. des. sl.
Þórarinn Árnason 223
Bergur Þorvaldsson 223
Sigurleifur Guðjónsson 198
Eysteinn Einarsson 198
Eyjólfur Halldórsson 162
VilhjálmurGuðmundsson 104
Ragnar Halldórsson 101
Baldur Helgason 100
Haukur Guðmundsson 100
Ingunn Bernburg 88
Vigdís Guðjónsdóttir 88
Þórólfur Meyvantsson 79
Alls hafa 76 einstaklingar feng-
ið stig í þessari keppni, en það er
mikil aukning frá fyrra ári.
Byijum aftur á nýju móti 5.
janúar eftir gleðilega jólahátíð og
nýár.
Gleðilegt ár - þökkum liðið.
Bridsdeild
Barðstrendingafélagsins
Starfsemi deildarinnar á nýju ári
hefst mánudaginn 2. jan. kl. 19.30.
Þá verður spilaður 1 kvölds tvímenn-
ingur Mitchell. Spilað í Þönglabakka
1. Mánudaginn 9. jan. hefst Aðal-
sveitakeppni deildarinnar.
Sem fyrr stjómar Isak Örn. Hann
veitir upplýsingar og tekur á móti
þátttökutilkynningum í síma
632820. Það gerir líka Ólafur í síma
71374.