Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fast- eígna- sölur Agnar Gústafsson 7 Ás 8 Ásbyrgi 10 Berg 21 Borgareign 15 Borgir 9 Eignaborg 15 Eignamiðlunín 3 Eignasalan 7 Fasteignamark. 4 Fasteignamiðstöðin 12 Fasteignamiðlun 17 Fjárfesting 7-9 Fold 11 Framtíðin 17 Garður 10 Gimli 6-7 i Hátún 20 AHóll 22 Hraunhamar 5 Húsakaup 10 Húsvangur 13 Kjörbýli 23 Kjöreign 19 Laufás 16 Óðal 14 SEF hf. 16 Séreign 9 Setrið 17 Skeifan 24 Stakfell 20 Wngholt 14 Markaðurinn Breytingar í húsnæó- ismálum viö áramót eftir Grétar J Guðmundsson Töluverðar breytingar verða í húsnæðismálum á því ári sem hafið er. Af því sem nú þegar ligg- ur fyrir má nefna að ný húsaleigu- lög og ný lög um fjöleignarhús hafa tekið gildi. Á árinu verða í fyrsta skipti greiddar húsa- leigubætur. Gjald- dagar í húsnæðis- lánakerfinu verða mánaðarlega í stað ársfjórðungs- lega áður. Ekki kæmi á óvart ef væntanlegir kjara- samningar á vinnumarkaði muni koma til með að hafa í för með sér enn fleiri breytingar í húsnæðismál- um er líða tekur á árið. Húsnæðis- mál hafa víðtæk áhrif á kjör al- mennings, hvort sem um er að ræða íbúðareigendur, kaupendur byggjendur eða leigjendur. Því er ekki undarlegt að þau komi inn í viðræður um kjarasamninga. Ný húsaleigulög Nýju húsaleigulögin leysa af hólmi eldri lög frá árinu 1979. Margt er líkt með þeim en sumt breytist. Nefna má að ákvæði um sérstaka fardaga eru felld niður en uppsagnarfrestur er hins vegar lengdur. Sett verður á fót sérstök kærunefnd húsaleigumála, sem bæði leigjendur og leigusalar geta leitað til, og ætlað er að skila álits- gerðum varðandi deilumál og vafa- atriði sem upp kunna að koma. Húsnæðisnefndir taka við hlutverk- um húsaleigunefnda áður. Þær skulu veita leiðbeiningar um ágreín- ingsefni leigjenða og leigusala og leitast við að sætta slíkan ágrein- ing. Skýrar er kveðið á um húsa- leigumiðlanir og starfsemi þeirra. Ný lög um fjöleignarhús Við gildistöku nýrra laga um fjöl- eignarhús féllu úr gildi lög um fjöl- býlishús frá árinu 1976. Breytingin er fyrst og fremst sú, að hin nýju lög eru mun ítarlegri en þau eldri. Hugtakið fjöleignarhús er nýtt og á við um 611 hús sem skiptast í sam- eign og a.m.k. tvo séreignarhluta í eigu mismunandi aðila. Það nær Húsbréfaviðskipti Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. L Landsbankí íslands Bankl allra landsmanna i LANDSBRÉFHF. Löggilt veröbréfafyrírtœki. Aöili aö Veröbréfaþingi islands. Ný húsaleigulög, lög um fjöleignarhús, húsaleigu- bætur og fjölgun gjalddaga á húsnæðislánum koma til framkvæmda á þessu ári. Grétar J. Guðmundsson gerir hér grein fyrir, hvaða breyt- ingar þetta hefur í för með sér. jafnt yfir fjölbýlishús, raðhús, at- vinnuhúsnæði og húsnæði til ann- arra nota. Hin nýju lög gera það að verkum að húsfélög verða að breyta ýmsum atriðum, svo sem varðandi skiptingu á kostnaði, hús- sjóðsgjöldum o.fl. Eins og varðandi hin nýju húsaleigulög þá verður sett á laggirnar sérstök kærunefnd, sem eigendur geta leitað til með ágreiningsmál og fengið rökstutt álit. Með lögum um húsaleigubætur er í fyrsta skipti hér á landi jafnað- ur munur á milli íbúðareigenda og leigjenda. íbúðarkaupendur og hús- byggjendur hafa lengi vel haft for- gang fram yfir leigjendur hvað varðar aðstoð hins opinbera. Vaxta- bætur hafa verið greiddar úr ríkis- sjóði til að auðvelda íbúðarkaup og húsbyggingar. Með tilkomu húsa- leigubóta eru leigjendur aðstoðaðir á samsvarandi hátt. Fjölgun gjalddaga Frá og með áramótum verða öll ný skuldabréf byggingarsjóðanna og húsbréfadeildar með tólf gjald- dögum á ári. Jafnframt hefur greið- endum eldri lána Byggingarsjóðs ríkisins frá og með 1. september 1986, Byggingarsjóðs verkamanna frá og með 1. júlí 1980 og greiðend- um fasteignaveðbréfa húsbréfa-~ deildar verið gefinn kostur á mán- aðarlegum afborgunum. Fjölmargir íbúðareigendur hafa á hverjum tíma óskað eftir mánaðarlegum afborg- unum af húsnæðislánum sínum. Sú ráðstöfun að fjölga gjalddögum í húsnæðislánakerfinu mun án efa auðvelda mörgum að fá betri yfir- sýn yfir fjármál sín. Hins vegar er hætt við að þeir sem eru með mörg húsnæðislán, e.t.v. allt að fimm eða sex, muni ekki notfæra sér þann kost að fjölga gjalddögum, því kostnaður fylgir fjölguninni. Fleiri breytingar? Afkoma almennings og ástand á húsnæðismarkaði hafa gagnkvæm áhrif. Erfitt atvinnuástand og minni greiðslugeta dregur t.d. úr sölu dýrra íbúða en getur jafnframt auk- ið eftirspurn eftir ódýrari íbúðum. Þannig getur það gerst, að fleiri lendi í greiðsluerfiðleikum en þeir einir, sem verða fyrir því að greiðslugeta þeirra minnki. Stöðug- leiki á húsnæðismarkaði eykur jafnt öryggi íbúðareigenda, kaupenda, byggjenda og leigjenda. Þess vegna má gera ráð fyrir að húsnæðismál verði hluti af væntanlegum kjara- samningum aðila vinnumarkaðar- ins, og að fleiri breytingar í hús- næðismálum séu væntanlegar. Húsaleiga • • ©11 ákvæöi um ffar- daga felld nföur Forgangsréttur leigjenda tek- ur nú til allra leigusamninga Landsbréf hf. cni viðsklptavaki húsbréfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. NÝ húsaleigulög gengu í gildi um áramótin. Helztu breytingar frá fyrri lögum eru þær, að forgangs- réttur leigjenda tekur nú til allra leigusamninga, en áður gilti hann aðeins um tímabundna samninga. Jafnframt eru öll ákvæði um far- daga felld niður. Til þess að þetta leiði ekki til verri réttarstöðu leigj- enda, er uppsagnarfresturinn jafn- framt lengdur. Ennfremur er sett á stofn sérstök kærunefnd húsa- leigumála, sem bæði leigjendur og leigusalar geta leitað til. Nýju húsaleigulögin eru um margt skýrari en gömlu lögin og það er auðvitað til bóta, sagði Jón Kjartanssoh, formaður Leigj- endasamtakanna, er hann var sj>urður álits á nýju lögunum. — Eg held samt, að lögin muni ekki hafa nein áhrif á leigumarkaðinn fyrir íbúðarhúsnæði, þar sem það er enginn róttæk breyting á þeim frá fyrri lögum. Helzta breytingin er sú, að fardagaákvæðin, sem áður voru, falla nú niður og í staðinn ketnur gagnkvæmur 6 mánaða upp- sagnarfrestur. — Ég tel þó, að það verði erfítt fyrir leigjendur að halda fast við þennan uppsagnarfrest, ef þeir þurfa að fara úr íbúð áður en leigu- tíma lýkur út af starfi eða öðrum perónulegum ástæðum, sagði Jón ennfremur. — Því finnst mér það röng hugsun, að hafa uppsagnar- frestinn þarna gagnkvæman. Jafn- framt finnst mér sá forgangsréttur leigjenda, sem til staðar var sam- kvæmt fyrri lögum, ekki nægilega vel tryggður samkvæmt nýju lögun- um. Skattlagning húsaleigu- bóta ranglát Jón kvaðst álíta, að tilhneiging yrði til þess að hækka húsaleigu á þeim forsendum, að nú fá leigjend- ur húsaleigubætur. — Enn hef ég þó ekki orðið var við mikla breyt- ingu til hækkunar, sagði Jón_ — Það fólk, sem býr of þröfigt, r*nir nú að stækka við sig og taka áleigu dýrara húsnæði og gerir þa ráð fyrir, að húsaleigubæturnar greiði mismuninn. En margir vara sig ekki á því, að húsaleigubæturnar eru skattlagðar, sem að mínu mati er afar ranglátt. Mér skilst, að skatturinn verði tekinn af húsa- leigubótunum síðustu mánuði árs- ins og þá kann svo að fara, að bæturnar nægi í sumum tilvikum ekki fyrir skattinum. Jón kvaðst álíta, að það ætti eft- ir að valda miklum vandkvæðum, að húsaleigulögin og þó einkum lögin um húsleigubæturnar hefðu ekkert verið kynnt. — Ég óttast það, að margir verði fyrir fjárhags- legu tjóni sökum skorts á kynningu þessara laga, sagði hann. — Sam- kvæmt lögunum á félagsmálaráðu- neytið að kynna þau, en það hefur ekki sinnt þessu verkefni. Jón kvað eftirspurn eftir leigu- húsnæði vera að aukast og hún væri meiri nú en á sama tíma í fyrra. — Húsaleigubæturnar eiga eftir að auka á eftirspurn eftir leiguhúsnæði, þar sem fólk gerir sér vissar vonir vegna bótanna, sagði hann. Ég er ekki heldur frá því, að fleiri muni reyna að selja, sem eiga í erfiðleikum með að halda íbúðum sínum, til þess að komast út á leigumarkaðinn. i Að sögn Jóns hefur húsaleiga að mestu staðið/í stað í haust og það, sem af er vetri. — Það hefur verið aðeins tilhneiging til þess að hækka hana en gengið illa, þar sem mark- aðurinn hefur ekki tekið við neinni hækkun, sagði hann að lokum. — Sömuleiðis eru nokkur dæmi um leigusala, sem hafa ætlað að hækka húsaleiguna út af hölræsagjaldinu, en það veitir að sjálfsögðu engum heimild til þess að breyta leigu- samningi. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.