Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR6.JANÚAR1995 B 19 FJÖLEIGNAHÚS (F) = A + B + C + D + E Öll hús sem skiptast í sameign og a.m.k. tvo séreignarhluta í eigu mismunandi aðila Fjölbýlishús (með íbúðum eingöngu) Atvinnu- húsnæði Húsnæði til annarra nota (t.d. tómstunda- og félagsstarfsemi, hesthús o.fl.) Blandað húsnæði (A + B + C) Raðhús og önnur sam- tengd byggð og samtengd hús GILDISSVIÐ nýju laganna er mjög víðtækt og rúmt og þau hús, sem falla undir ákvæði þeirra, eru mjög mismunandi að stærð, eðli og gerð. Lögin eiga jafnt við um tvíbýlishús og stórhýsi upp á marga tugi hæða og allt þar á milli, auk þess sem þau eiga við atvinnuhúsnæði, húsnæði til annarra nota og blandað húsnæði. Þannig ná þau einnig til húsa, sem nýtt eru til annars en íbúðar, svo sem fyrir atvinnustarfsemi eða tómstundaiðkun eins og hesthús. Þau taka einnig til raðhúsa og annarra sambyggðra og samtengdra húsa, bæði þeirra, sem notuð eru eingöngu til íbúðar og að einhverju leyti eða öllu til annarra nota. þá er kominn á samningur. Hvað ákvarðanir snertir, er meg- inreglan sú, að til flestra ákvarðana nægir samþykki einfalds meiri hluta eigenda miðað við hlutfallstölur á löglega boðuðum húsfundi. Jafn- framt eru tilgreindar þær ákvarðan- ir, sem samþykki allra eigenda þarf til, einnig þær ákvarðanir, sem 2/3 eigenda, bæði miðað við fjölda og hlutfallstölur, þurfa að samþykkja og loks er mælt fyrir um þær ákvarð- anir, sem einfaldur meiri hluti, bæði miðað við fjölda og eignarhluta, þarf að greiða atkvæði með. Meginreglan er jafnframt sú, að húsfundur getur tekið ákvarðanir án tillits til þess, hversu margir eru mættir, svo fram- arlega sem fundurinn er löglega boð- aður. Það er nýnæli, að ekki þarf að hafa sérstaka stjórn, þegar íbúðir í húsi eru færri en sex. Þá fara eigend- ur saman með stjórnunarmálefnin, en einnig má fela einum eiganda að fara með verkefni stjórnar í slíkum húsum. Loks eru ákvæði um sérstak- ar húsafélagsdeildir, þegar svo hátt- ar til, að um sameign sumra en ekki allra er að ræða, nokkurs konar sam- eign innan sameignarinnar er að ræða. Þetta á t. d. við um innri málefni í einstökum stigahúsum, þegar fjöleignarhús samanstendur af mörgum stigahúsum. Réttur eigenda tíl að vera með í ráðum Settar eru reglur um, hvernig með skuli fara, ef eigandi er ekki hafður með í ráðum og ekki boðaður á hús- félagsfund, þar sem ákvörðun er tek- in um sameiginleg málefni. Þessar reglur eru nokkuð frábrugðnar því, sem gilti samkvæmt eldri lðgum. — Meginreglan er þó eftir sem áður sú, að eigandinn er ekki bundinn af ákvörðun, sem tekin er á slíkum fundi og getur neitað að greiða hlut- deild í kostnaði vegna hennar eða stöðvað framkvæmd, segir Sigurður Helgi. — Þessi regla hefur samt þótt einstrengingsleg og sætt gagnrýni fyrir það að slá of afgerandi og ein- hliða skjaldborg um rétt viðkomandi eiganda. Hún hefur oft leitt til óeðli- legrar og ósanngjarnrar niðurstöðu, þegar eigandi hefur vegna smávægi- legra ágalla á ákvarðanatöku skýlt sér bak við hana og neitað að greiða hlutdeild í sameiginlegum kostnaði. Þetta á einkum við, þegar um nauðsynlegar framkvæmdir, viðhald og viðgerðir, er að ræða, sem yfir- gnæfandi meiri hluti er fyrir og á raunar einnig við um aðrar fram- kvæmdir, sem auka verðmæti sam- eignarinnar og þar af leiðandi allra eigna í húsinu, líka þess sem neitar að greiða hlutdeild sína. Sú skylda er lögð á eiganda, að hann hafi strax og tilefni er til uppi andmæli við framkvæmd, sem hann . telur, að ekki hafí verið ákveðin með löglegum hætti. — Hér er á því byggt, að ekki sé ástæða til þess að virða og vernda hagsmuni eiganda, sem situr aðgerðarlaus með hendur í skauti, eftir að hann verður þess var, að framkvæmdir eru hafnar, segir Sigurður Helgi. Reglur um skiptingu sameiginlegs kostnaðar eru ótvírætt ein mikilvæg- ustu atriðin í samskiptum eigenda í fjöleignarhúsi. — I nýju lögunum eru miklu skýrari og ítarlegri reglur um sameiginlegan kostnað og skiptingu hans en í gömlu lögunum, segir Sig- urður Helgi. — Eftir sem áður er þar meginreglan sú, að sameiginlegur kostnaður skiptist eftir hlutfalls- tölum, en í lögunum er samt þeim kostnaðarliðum fjölgað, sem á að skipta að jöfnu. Byggist sú breyting á eðli máls og sanngirnissjónarmið- um. Þá hafa lögin einnig að geyma það mikilvæga nýmæli, að heimil eru innan vissra marka og í vissum til- vik, frávik frá fyrirmælum þeirra um kostnaðarskiptinguna. Gömlu lögin voru hins vegar algjörlega ófrávíkj- anleg og ósveigjanleg í þessu efni. Kærunefnd leysi úr deilumálum í nýju lögunum er mælt fyrir um, að sett skuli á fót sérstök kærunefnd fjöleignarhúsamála, sem eigendur geta leitað til með ágreiningsmál sín og fengið frá henni rökstutt álit. Kærunefnd þessi er með líku sniði og verður í húsaleigumálum sam- kvæmt nýju húsaleigulögunum. Fyr- irmyndin að þessum nefndum er að sumu leyti Kærunefnd jafnréttis- mála. — Það er álit mitt, að brýn þörf sé á slíkum opinberum álitsgjafa á þessu sviði og fannst mér jafnvel koma til greina að ganga lengra og veita nefndinni úrskurðarvald í til- teknum málum, en að svo stöddu þótt mér það ekki rétt og fært, seg- ir Sigurður Helgi. — Eigendur eru í engum tilvikum skyldugir að leita til nefndarinnar og geta jafnan snúið sér til dómstóla með ágreining sinn. Ég hef samt trú á því, að eigendur telji nefndina góðan kost, því að þar munu deilumál væntanlega fá nokk- uð skjóta afgreiðslu hjá aðila með sérþekkingu og reynslu í þessum máíaflokki. Ef vel tekst til, má jafn- vel reikna með, að aðilar komi sér saman um að hlíta niðurstöðu nefnd- arinnar og hún hafi þá þýðingu, sem nokkurs konar gerðardómur. Sameignin í fjöleignarhúsum kall- ar á mikla samvinnu og hefur í för með sér mikið samneyti eigendanna. Þar er því sérstök þörf á að skjótur endi sé bundinn á deilumál og þræt- ur. Að öðrum kosti er voðinn vís, ósættið getur magnast upp og eyði- lagt alla samvinnu og gert öll sam- skipti óþolandi fyrir aðila. — Með gildistöku fjöleignarhúsa- laganna er miklum áfanga náð, seg- ir Sigurður Helgi Guðjónsson að lok- um. — Þau eru frumsmíð en byggð á íslenzkum aðstæðum og á fenginni reynslu af eldri lögum og ábending- um frá fjölmörgum aðilum, lærðum og leikum, sem búa yfir þekkingu og reynslu á þessu réttarsviði. Vegna þess hve nýju lögin eru ítarleg, er í þeim tekið á flestu því, sem fjöleign- arhús varðar. Því vil ég hvetja sem flesta til þess að kynna sér þessi lög sem bezt. S: 685009- Ármúla 21 Fax 888366 - Reykjavík DAN V.S. WIIUM, HDL, LÖGG. FASTSALI, SÖLVI SÖLVASON, HDL, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÖRI, BIRGIR GEORGSSON, SÖLUM. FASTEIGNASALA Traust og örugg þjónusta Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-12 og 13-18 og laugardaga 11-14. Þjónustuibuðir aldraðra GRANDAVEGUR - F. 60 ÁRA OG ELDRI. Vönduð 2ja herb. íb. á 1. hæð. Parket. Gott útsýni. Ýmis þjón. í húsinu. Ekkert áhv. Laus strax. Verð 5,8 millj. 4731. HJALLASEL. Einnar haeðar parhús v. elliheimilið Seljahlíð, Breiðholti. Húsið er 70 fm. Hellulögö bílastæði framan við húsið. Laust strax. Áhv. 1,7 millj. Verð 7,5 millj. 4400. 2ia herb. íbúðir DALATANGI - MOS. Gott 2ja herb. endaraðh. á einni hæð. Glæsil. stó'r suður garður. Gróðurskáli. Laust fljótl. Áhv. byggsj. 2,5 millj. Verð 7,2 millj. 6010. GRETTISGATA - „STÚDÍÓ- "ÍB. 62 fm „stúdíó"íb. á 2. hæð í þríb. íb. er öll frekar opin og skemmtil. innr. Parket. Suðursvalir. Verð 4,7 millj. 4810. AUÐBREKKA - KÓP. 2ja herb. íb. á 2. hæð. Stærð 50 fm. Sérinng. frá sameiginl. svölum. Parket. Geymsla og þvhús á hæðinni. Laus strax. Áhv. byggsj. 1,4 millj. Verð 5,0 millj. 4845. SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR. Mikið endum. 2ja herb. ib. á 3. hæð. Stærð 51 fm. Lagt fyrir þvottavél á baði, ný tafla, rafl. o.fl. Verð 4,8 millj. 6012. VESTURGATA „PENTHOUSE". rúmg. 2ja herb. íb. á 4. hæð í nýl. fjorbhúsi. Glæsil. útsýni. Tvennar stórar svalir. íb. er til afh. strax tilb. u. trév. Ver» 7,7 millj. 4978. VESTURBERG. Rúmg. 2ja herb. íb. á 4. hæð. Stærð 58,4 fm. Fallegt út- sýni. Laus strax. Áhv. byggsj. + húsbr. 2,8 millj. Verð 5,2 millj. 2743. RAUÐARÁRSTÍGUR. Mjög góð 2ja herb. íb. á 1. hæð ásamt íbherb. í kj. Góð staðsetning. í hjarta borgarinn- ar. Laus fljótl. Verð 4,9 millj 5143. HVAMMABRAUT - HF. Ný 80 fm íb. á jarðhæð í fjólb. Opið bíl- skýli. Laus strax. Áhv. byggsj. o.fl. 2,9 millj. Verð 6,1 millj. 5086. BARMAHLÍÐ. Kjib. í góðu húsi. Nýtt rafm. Aukaherb. fylgir. Áhv. byggsj. 2,7 millj. Verð 5,4 millj. 5096. REKAGRANDI. Mjög góð íb. á 3. hæð ásamt bílskýli. Vandaðar innr. Park- et. Laus fljótl. Áhv. veðd. 3,5 millj. Verð 5,7 millj. 5068. NÆFURÁS. Ib. á 1. hæð með miklu aukarými. Stærð alls 108 fm. Tengt f. þvottav. á baði. Verönd. Laus strax. Verð 6,2 millj. 4729. 3ja herb. íbúðir ALFTROÐ - KOP. 91 fm neðri sérhæð í tvíb. ásamt sólstofu og 34 fm bílsk. Gott ástand. Stór sameiginl. lóð. Laus fljótl. Áhv. byggsj. 3,4 millj. Verð 7,8 millj. 5052. MARIUBAKKI. Góð 3ja herb. íb. á 1. hæð 78 fm. Fallegt útsýni. Þvhús inn- af eldh. Falleg sameiginl. lóð m. leiktækj- um. Ekkert áhv. Verð 6,3 millj. 4920. KÓNGSBAKKI - LAUS STRAX. Vel skipul. endaíb. á 3. hæð (efstu). Þvhús innaf eldhúsi. Suðursvalir. Falleg sameiginl. lóð. Áhv. húsbr. ca 2,0 millj. Verð 5,7 millj. 4336. KIRKJUBRAUT - SELTJNES. Góð 65 fm íb. á jarðhæð í tvíb. Ekkert niðurgr. Allt sér. Nýtt gler, Ekkert áhv. Laus strax. Verð 5,5 millj. 4984. HVERAFOLD - M. BILSKYLI. Mjög góð 3ja herb. enda- íb. á 1. hæð. Stærð 89 fm. Þvhús í íb. Parket. Laus strax. Áhv. húsbr. m. 5% vöxtum 3,5 millj. Verð 8,5 millj. 4536. SKÚLAGATA. Mikið endurn. 3ja herb. íb. á 3. haeö. Stærð 76 fm. Flisal. baðherb. Nýtt gler og gluggar. Áhv. húsbr. ca 3,0 millj. Verð 6,3 millj. 5134. AUÐARSTRÆTI. Nlikið endurn. 73 fm íb. á jarðhæð. Sérinng. Áhv. byggsj. kr. 3,2 millj. Verð 5,9 millj. SLÉTTAHRAUN - HF. Rúmg. íb. á 2. hæð. Þvhús á sömu hæð. Sérl. gott fyhrkomulag. Áhv. hagst. lán 4,3 millj. Bflsksökklar. Verð 6,6 millj. 5065. ENGJASEL. Góð 2ja-3ja herb. íb. á efstu hæð tæpir 70 fm. Gott útsýni. Sérþvhús. Lítið barnaherb. u. súð. Bfl- skýli. Áhv. veðd. 2,3 millj. Verð 6,3 millj. 4668. LAUGARNESVEGUR LAUS. Rúmg. íb. á efstu hæð. Suður- svalir. Gott fyrirkomulag. Þarfn. endurn. Ekkert áhv. Verð 5,3 millj. 4979. HAFNARFJÖRÐUR - NYTT. Fullb. og góð 108 fm íb. á 1. hæð í litlu fjölb. við Bæjarholt. Þvottah. i íb. Suð- ursv. Verð 7,6 millj. 4698. FURUGRUND. 3ja herb. íb. á 1. hæð 85 fm. íbherb. í kj. ásamt sér geymslu. Áhv. veðd. 1,6 mlllj. Verð 6,8 millj. Laus strax. 2541. RAUÐÁS - LAUS. Mjög góð 80 fm íb. á 3. hæð. Rúmg. svefnherb. Vand- aðar innr. Parket. Tvennar svalir. Fallegt útsýni. Laus strax. Áhv. 1,7 millj. Verð J,7 millj. 4129. HÁALEITISBR. - M/BÍL- SKÚR. Rúmg. endaíb. á 1. hæð (jarðh.) um 81 fm. Sérþvottah. Góð staðsetn. Bilsk. Laus strax. Verð 7,3 miilj. 4961. 4ra herb. íbúðir SUÐURBRAUT - HF. Rúmg. 4ra herb. endaíb. á efstu hæð. Þvhús innaf eldh. Fallegt útsýni. Laus strax. Verð 7,6 millj. 6036. LINDARSMÁRI. Nýfullg. néðrisér- hæð ca 108 fm í 2ja hæða tengibygg- ingu. Björt íb. Hús, lóð og bílastæði fullfrág. Verð 9,2 millj. 6011. AUSTURBERG M/BILSK. Rúmg. 4ra herb. íb. á 4. hæð Suðursvalir. Parket. Bilskúr. Laus strax. Verð 7,5 millj. 7011. s KLAPPARSTÍGUR SKULAGATA . 5 íbúðir af ýms- um stærðum og geröum til afh. strax. tilb. u. innr. Stærðir og verð: 91,9fm kr. 6.850 þús. 109fm kr. 7.500 þús. 115fm kr. 8.250 þús. 136fm kr. 9.100 þús. 140 fm kr. 9.500 þús. Glæsileg staðsetn og gott útsýni. KLEPPSVEGUR. Mikið endurn. íb. á 2. hæð. Stærð 108 fm nettó. Sérþvhús innaf eldh. Parket. Tvennar svalir. Gott útsýni. Verð 7,9 millj. 5138. BLÖNDUBAKKI. 4ra herb. íb. m. íbherb. í kj. Stærð 103 fm. Þvhús innaf baöherb. Fallegt útsýni. Laus fljótl. Verð 7,1 millj. 5129. DALSEL - M/BÍLSKÝLI. Falleg 4ra-5 herb. endaíb. á 3. hæð ásamt merktu stæði í bílgeymslu. Stærð 108 fm. Laus strax. Verð 7,8 millj. 4864. FÍFUSEL - M/BÍLSKÝLI. Góð 104 fm íb. é 1. hæð í góðu fjölb. Stæði i bilgeymslu. Litil útb. Áhv. hagst. lán 4,9 millj. Verð 7,7 millj. 4724. ÍRABAKKI - LAUS STRAX. 4ra herb. íb. á 2. hæð. Stærð 83 fm. Tvennar svalir. Þvottah. i íb. Áhv. hagst. lán ca 4,0 millj. Verð 7,4 millj. 4740. KAMBASEL. 105 fm 4ra-5 herb. endaib. á 2. hæð (efstu) í 6 íb. húsi. Borðst., stofa og 3 svefnherb. Parket. Nýir skápar og sólbekkir. Húsið er gott að utan. Verð 8,3 millj. 4834. BOÐAGRANDI - M/BÍLG. Glæsileg 95 fm endaíb. á 3. hæð í litlu fjölb. Suðursvalir. Fallegt úts. Bílskýli. Laus strax. Áhv. 3,7 millj. Verð 8,7 millj. Ath. skipti á minni eign mögul. 4917. ESPIGEROI. (b. á 2. hæð f litJu : fjölb. Sérþvhús ifb. Suðursv. Falfegt rutsýrti. Hús nýi. viðgert að utan. Lítið áhv. Laus strax. Verð 8,3 mlHj. 4608. SAFAMYRI - M/BILSK. Góð endaíb. á 2. hæð. Gott úts. Nýl. innr. i eldhúsi. Suðvestursvalir. Húsið nýl. viðg. og málað að utan. Lítið áhv. Laus fljótl. Verð 8,5 millj. 5078. 5-6 herb. HAFNARFJORÐUR við Suður- hvamm. 5 herb. 104 fm á 2. hæð auk 40 fm innb. bílsk. Tvennar svalir. Fallegar innr. Þvhús í íb. Glæsil. útsýni. Laus strax. Áhv. byggsj. 3,7 millj. Verð 9,9 millj. 4166. Sérhæðir VALHÚSABRAUT - SELTJN. Neðri sérhæð í þríbhúsi ásamt stóru ib- herb. i kj. Stærð alls 133,9 fm ásamt 27 fm bílsk. Laus strax. Áhv. byggsj. 2,4 millj. Verð 8,7 millj. 4998. GARÐABÆR - SÉRHÆÐ. Glæsil. innr. neðri sérhæð í tvfb. Stærð 142 fm. Vandaðar innr. Flísar, parket á gólfum. Falleg suðurverönd. Áhv. byggsj./húsbr. 6,0 millj. Ath. skipti mög- ul. á minni eign. 5125. VALHÚSABRAUT - SELTJN. Neðri sérhæð í tvíb. ásamt 45 fm bílsk. Eignin er mikið endurn. m.a. þak, gler og póstarJLaus strax. Verð 8,8 millj. 4946. HÁTEIGSVEGUR - RVÍK. Rúmg. 5 herb. þakíþ. mikið endurn. m.a. parket, nýl. eldhinnr., ofnakerfi og lagnir. Suðursvalir. Fallegt útsýni. Áhv. byggsj. 3,4 millj. Laus fljótl. Verð 9,0 millj. 4918. SILFURTEIGUR. Efri sérhæðásamt risi. Sérinng. Bílskúr. I risi eru tvö ágæt herb. og geymsla. Þak og rennur nýl. við- gert. Ekkert áhv. Verð 8,9 millj. 4887. Raðhús - parhús GUUFRASEL. Hús á þremur hæð- um með rúmg. innb. bilsk. Séríb. á jarðh. Laus strax. Fráb. útsýni. Mjög stórar suð- ursv. Þarfnast utanhússviðgerða. Verð aðeins 11,9 millj. 6032. Hrauntunga - Kóp. Rúmg. og vel umgengið raðh. á tveimur hæðum ásamt stórum innb. bílsk. Stærð alls 214 fm, 40 fm svalir. Gott útsýni. Verð 12,9 millj. Ath. skipti á minni eign. mögul. 2156. BRÚARÁS. 230 fm raðhús á þremur hæðum ásamt tvöf. sérbyggðum bílsk. Mogul. á tveimur íb. Sérinng. i kj. Tvennar svalir. Ath. skipti á minni eign mögul. Verð 13,9 millj. 4108. BRAUTARÁS. Fallegt pallaraðh. ca. 190 fm. Góðar innr. Arinn. Góð staðsetn. Rúmg. Tvöf. bílskúr. Verð 13,9 millj. 5114. KAMBASEL. 186 fm raðh. m. innb. bílsk. Húsið er tvær hæðir, 5 svefnherb. og 2 stofur. Áhv. byggsj./húsbr. 5 milij. Verð 12,5 millj. 4941. HJALLALAND. Nýkomið í sölu rúmg. endaraðhús ásamt bílsk. 6 svefn- herb. Fallegt útsýni. Suðursv. Verð 13,8 millj. 5137. ENGJASEL. Raðhús á tveimur hæð- um ásamt kj. með sórinng. Bílskýli. Gott fyrirkomulag. 4 svefnherb. Gott útsýni. Ahv. hagst. lán 2,8 millj. Verð 10,9 millj. Ath. skipti á hæð i' Vesturbæ. 5105. Einbylishús HRAUNFLOT V. ALFTANES- VEG. Nýtt einbhús á einni hæð ásamt sérb. tvöf. bílsk. Marmari á gólfum. Arinn. Flísal. baðherb. Bílsk. innr. sem íb. Laust strax. Verð 18,5 millj. BLEIKÁRGRÓF - EINB. Mikið " uppgert timburh. um 220 fm ásamt sér- byggðum bílsk. um 70 fm. Góð staðsetn. Afh. samkomul. Verð 10,5 millj. 4832. ÞINGASEL. Nýl. hús á tveimur hæð- um. Rúmg. innb. bílsk. Arinn í stofu. Góð staðsetn. Laust strax. Verð 16,5 millj. 103*3. ARNARHRAUN - HF. Virðul. eldra einbhús ca 200 fm m. innb. bílsk. Talsv. endurn. Laust strax. Verð 13,2 millj. 5117. SMÁRAFLÖT. Einb. á einni hæð ca 180 fm auk þess innb. bílskúr. Húsið er fráb. vel staðs. við lækinn. Arinn. Gott fyrirkomul. Húsið er í góðu ástandi. Verð 15,2 millj. 5122. I smíðum LINDARSMÁRI 83 - KÓP. Endaraðhús tilb. u. trév. sem er hæð og ris ásamt innb. bílsk. Stærð samt. 232,6 fm. Afh. strax. Áhv. húsbr. 5,5 millj. Verð 11,8 millj. 5083. EYRARHOLT - HF. Neðri hæð í tvfb. ásamt stórum bílsk. á jarðhæð samt. um 144 fm. Eignin selst fokh. til afh. strax. Verð 5,5 millj. 4720. VESTURGATA - M/BÍLSKÝLI. Ný íb. á 2. hæð í fjórb. Stærð 102 fm. Ib. er tilb. til innr. Hús og sameign fullb. Áhv. húsbr. 3 millj. Verð 7,9 millj. 3837. HRÍSRIMI - PARHÚS. Nýtt parhús um 170 fm á tveimur hæðum ásamt innb. bílsk. Afh. fullb. að utan en fokh. innan. Teikn. á skrifst. Verð 8,7 millj. 5088. BAKKASMÁRI. Vel staðsett raðh. á byggstigi. Teikn. á skrifst. Atvinnuhúsnæði KÓPAVOGUR. Gott iðnaðarhús- næði 125 fm m. góðum aðkeyrsludyrum. Laust strax. Hagst. kjör. SMIÐJUVEGUR - KÓP. Nýl. skrifstofu- og atvinnuhúsn. stærð alls 97 fm. Stórar innkeyrsludyr. Gott út- sýni. Allar nánari uppl. á skrifst. Verð 5,8 millj. 5131.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.