Morgunblaðið - 29.01.1995, Síða 13

Morgunblaðið - 29.01.1995, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 B 13 Morgunblaðið/Kristinn tilstuðlan stjómvalda. Rúmlega 4.000 manns eru í samtökunum hér og fer starfið fram innan átta hópa sem hafa mismunandi verk- svið.“ Ranglaeti lifsafneitunar Ungur að árum tilheyrði Sigurð- ur öðmm samtökum, KFUM, þar sem hann naut handleiðslu læri- sveina séra Friðriks Friðrikssonar og seinna Friðriks sjálfs. Hann stofnaði síðan Kristileg skólasam- tök, var fyrsti formaður þeirra og ritstýrði fyrsta blaði samtakanna. En rás atburða og efínn sem koll- varpar þúsund ára ríkjum, forðuðu honum frá því að ganga í þjónustu kirkjunnar eða vera leiðtogi trú- aðra leikmanna. Hann minnir á að hann hafí aldrei getað gengið einni ákveðinni stjómmáiastefnu eða stjómmálaflokki á hönd, slíkt sé einfaldlega óhugsandi í hans aug- um. Ástin kom líka við sögu. „Ég lenti í ástarraunum og fór úr landi tuttugu og tveggja ára gamall. Þessi útlegð stóð í sex ár. Eg endaði í klaustri í Grikklandi og fékk þar allt aðra sýn á trúmál- in en ég hafði áður haft. Ég er miklu hallari undir grísk-orthodox kirkjuna en lútersku kirkjuna eða rómversk-kaþólsku kirkjuna og fínnst hún manneskjulegri en hinar tvær, sem em bundnari við ströng lög um meðal annars synd, sekt og sýknu. Áherslumar eru allt aðrar en hjá grísk-orthodox kirkj- unni sem leggur áherslu á líf og dauða; allt er lifandi og jafn heil- agt, náttúra sem mannheimur. Heilagur andi er mjög virkur í austurkirkjunni en heyrist varla nefndur á nafn í vesturkirkjunni. Viðhorf mín breyttust alveg, enda átti þessi þrönga trú KFUM- manna ekki við mitt skapferli, þó að ég sé eilíflega þakklátur fyrir að hafa_ verið innan þeirra vé- banda. Án KFUM hefði ég varla komist í gegnum skólann, því að ég var svo snauður og hafði enga lesti nema þá sem vora innan í mér. Ég drakk hvorki né reykti og fór ekki á böll, hvað þá annað. Grikkland gerbreytti mér. Ég end- urfæddist þar í veraldlegum skiln- ingi. Mér fannst ég upplifa bestu stundir bemskunnar í sólskininu þar og í samvistum við allt skemmtilega fólkið sem þar býr. Ég fékk nýja sýn á lífið hérna megin. Áður hafði ég lifað meira og minna í voninni um frelsunina hinum megin grafar, ásamt þeirri meinlætatilhneigingu sem henni fylgir og er mjög áberandi í boð- skap hreintrúarhópa. Ég uppgötv- aði að afneitunin gat ekki verið rétt, það hlyti að vera guðs vilji að við lifum lífínu hérna megin grafar eins vel, eins djúpt og eins ákaft og við getum. Þessi uppgötv- un beindi lífí mínu á glænýjar brautir og ég hef aldrei orðið sam- ur.“ Allt sem lifsanda dregur Þegar reynt er að finna einhvern þráð — annan en ritstörf og þýð- ingar — sem tengir Sigurð A. Magnússon, James Joyce og Walt Whitman, kemur Grikkland upp úr dúmum. James Joyce starfaði í Trieste þar sem hann kynntist og komst í náið vinfengi við gríska ÞAÐ ER KANNSKI EITTHVERT LEIK- ARAEÐLI í MÉR AÐ GETA GENGIÐ INN í GJÖRÓLÍK HLUTVERK, ÉG VEIT ÞAÐ EKKI. ÞEGAR ÉG TEK AÐ MÉR VERK NÆR ÞAÐ TÖKUM Á MÉR OG ÉG FÆ Á TILFINNING- UNA AÐ ÉG SÉ TVÍFARI . HÖFUNDARINS útlaga. Hann var auk þess afar upptekinn af grískum bókmennt- um, eins og uppbygging, titill og skírskotanir Odysseifs gefa vís- bendingar um. Walt Whitman var sjálfmenntaður og steig aldrei fæti á gríska grand, en Sigurður segist skynja í ljóðum hans afar sterka gríska tilfinningu. Kennd sem sam- sett er úr lífsjátningu eða líf- snautn; ástinni á því að vera til og vera hluti af hinu smæsta og stærsta í alheiminum. „Ég fínn sömu kennd í grísku harmleikjunum, sömu hugsun sem reynir að tjá að allt sem lífsanda dregur er ein heild. Þannig ber að skilja heiminn en ekki í aðskildum brotum. Heildarhyggja þessi er í senn mjög grísk og mjög í anda Whitmans. Tengslin að þessu leyti eru kannski óbein, en þetta er í samræmi við mína eigin skynjun. Veröldin er samofín, og það er nautn að vera til þrátt fyrir allt.“ í febrúar árið 1985 var Grikk- landsvinafélagið Hellas stofnað að undirlagi Sigurðar og fleiri Grikk- landsvina, og hefur starfað af mikl- um krafti í áratug. Fróðlegir fyrir- lestrar og litríkar árshátíðir hafa einkennt starfíð. Sigurður lét þá ósk í ljós við stofnun félagsins, að þeir fyrirlestrar sem haldnir yrðu meðan það starfaði, myndu rata í bók í fyllingu tímans. Ósk sú rættist árið 1991 þegar safnritið Grikkland ár og síð kom út á vegum félagsins í ritstjórn Sigurðar og annarra, og kveðst hann afar stoltur af því verki. Grikkland er ein langlífasta ást , hans eins og áður var vikið að, en hann hefur einnig verið óþreytandi við að kynna land og þjóð fyrir löndum sínum. Ljóðaþýðingar hans úr grísku era orðnar allmargar, auk þess sem leiðsögumaðurinn Sigurður A. Magnússon hefur kynnt mörgum íslendingum grísk- ar söguslóðir frá því að hann tók að sér fararstjóm 1962 að áeggjan Ingólfs Guðbrandssonar. Honum líkaði vel þetta nýja hlutverk og hélt leiðsögninni áfram mörg næstu árin. Grikklandsgaldur „Fyrsti hópurinn var skipaður fólki sem hafði ekki áhuga á að sóla sig og verða brúnt, heldur hafði virkilegan áhuga á menningu Grikklands og þjóð. Hópurinn gleypti í sig allt sem bar fyrir augu og eyra, og mér þótt einstaklega gefandi að leiðbeina honum um fomar slóðir og veita honum nýja innsýn. Kannski er ég haldinn ein- hverri kennaraáráttu, því þótt ég hafí ekki eirð í mér til að kenna í skólum fínnst mér gaman að fræða og víkka út sjóndeildarhring ann- arra. Mér finnast íslendingar yfírleitt mjög þröngsýnir, eins og kemur fram þegar deilur standa yfir, ekki síst um stjórnmál. Þessi þáttur í lundarfari þjóðarinnar er kannski eðlilegur með hliðsjón af sögu okk- ar og einangrun í gegnum aldirn- ar, en sem betur fer er þetta að breytast hægt og sígandi. Þessi áður einsýna og einangraða þjóð hefur tekið stakkaskiptum á aðeins þijátíu árum. Ég vona að ég hafi lagt mitt lóð á þær vogarskálar, enda var það gamall draumur minn. Ferðin árið 1991, sem ég skrif- aði um ári síðar í Grikklands- galdri, átti að binda enda á þessi hópferðalög. Skólafólk og fleiri áhugasamir komu þá að máli við mig og báðu mig endilaga að fara í síðasta skiptið. Ég lofaði að reyna það í lok maí 1995. Ferðin verður stór í sniðum fyrir vikið, það verð- ur farið um allt meginlandið og nokkrar eyjar til að skoða alla helstu sögustaði, þannig að ferðin kemur til með að kosta um 200 þúsund krónur. Við munum notast við feijur, flugvélar og bíla og ég neita að hleypa fleiram en 49 manns með i ferðina. í fyrstu ferð- unum var hópurinn kominn upp í 150 manns og mér fannst illmögu- legt að leiðbeina svo mörgum í einu, ekki síst þar sem hópurinn komst ekki í eina hópferðabifreið. Fólkið er frá táningsaldri og upp í áttrætt, sem sýnir að kynslóðabil- ið er markleysa ein þegar áhuginn er fyrir hendi.“ írland og minningar Þýðingastörf berast aftur í tal og ég spyr hvenær lesendur megi vænta frumsamins skáldskapar frá hendi Sigurðar. Hann kveðst telja að einhver bið verði á að framsam- in skrif birtist, enda hafi hann lof- að að skrifa bók um írland. Honum hafi rannið blóðið til skyldunnar því hann telji íra vera yndislegt fólk og líklegast skemmtilegasta fólk i Evrópu, næst Grikkjum. „Ég hafði verið í vinfengi við nokkra íra í Bandaríkjunum en aldrei kynnst þjóðinni náið fyrr en ég tók að mér að þýða Joyce og heimsótti landið. Þjóðin er okkur nákomin hvað varðar skyldleika og menningu, og synd að ekki er meira fjallað um hana hérlendis en raun ber vitni. Ekki síst þar sem íslendingar eru miklu keitneskari að mínu mati en norrænir,“ segir Sigurður. Vinnunni við írsku bókina á hins vegar að ljúka með vorinu og þá hefur hann heitið sjálfum sér að snúa að eigin skrifum að nýju. Tölvan geymi þó nú þegar býsn af efni sem hann hafí safnað að sér. „Ég held að þetta sé einhvers konar feimni eða kjarkleysi, að minnsta kosti hef ég veigrað mér við að birta eigin skáldskap sein- ustu ár. Nauðsynin á að halda sér á réttum kili með þýðingastörfum hafði þar líka áhrif.“ Sigurður segir sitja í sér að botna uppvaxtarbálkinn og í bígerð sé framhald á honum í einhverri mynd. Formið breytist þó væntan- lega frá fyrri bókum. Honum finn- ist mikilvægt að koma reglu á eig- in reynslu og minningar, en líti þó á uppvaxtarsögurnar sem skáld- verk þrátt fyrir að þær styðjist við sanna atburði. „Bækur mínar eru að því leyti skyldar skrifum Whit- mans og Joyce, að þær eru meira og minna byggðar á eigin lífs- reynslu. Ég er einn þeirra höfunda sem finnst erfitt að búa til persón- ur sem hafa aldrei verið til. Þór- bergur sagðist aldrei hafa skáldað persónu frá grunni, hann hefði aðeins smækkað eða stækkað per- sónur sem hann þekkti. Sama máli gegnir um mig, ég verð að hafa annan fótinn í veruleikanum. Þegar ég lauk seinustu bókinni um Jakob var hann að hefja nýtt líf,í fjarlægu landi, og aðeins hálf sag- an sögð. Mér fínnst tímabært að halda áfram.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.