Morgunblaðið - 29.01.1995, Side 14
14 B SUNNUDAGUR 29. JANÚAR1995
MORGUNBLAÐIÐ
NÁTTÚRUGRIPASAFN ÍSLANDS
ÚR NÁTTÚRUGRIPASAFNINU á neðri hæð Safnahússins, þar sem því var ætlaður staður og það flutti inn um leið og húsið var tekið í notkun 1908.
AFTURA
BYRJUNARREIT
Náttúrugrípasafnið sækist eftir að fá aftur
inni í Safnahúsinu þar Sem því var ætlaður
staður á byggingarteikningum 1906. Yrði
safnið vel staðsett og yki líf í Miðbænum
ekki síst með vaxandi straumi ferðamanna,
sem sækjast eftir að kynnast náttúru ís-
lands, að því er forstjórí Náttúrufræðistofn-
unar tjáði Elínu Pálmadóttur, sem hér rek-
ur hrakningasögu eins elsta safns landsins.
Á FYRRI hluta aldarinnar komu um áratuga skeið börn og full-
orðnir í Náttúrugripasafnið á sunnudögum og skoðuðu uppstopp-
uð dýr, tvíhöfða lamb og furðufugla í spritti.
NATTURU-
GRIPASAFN
íslands á sér
langa sögu,
glæsta framan
af, en hörmung-
arsögu síðustu
50 árin, frá því
ríkið tók við safninu, innlimaði sjóð
þess og flutti það svo til bráða-
birgða í lítið húsnæði uppi á þriðju
hæð í lyftulausum stigagangi við
Hlemm. Ferill safnsins og Náttúru-
fræðistofnunar er löng saga svik-
inna samþykkta og loforða. Háskól-
inn fékk í eina tíð framlengingu á
einkaleyfi Happdrættisins til að
byggja yfir það á Háskólalóðinni
og ófáar eru þær teikningar og lóð-
ir sem ætiaðar hafa verið fyrir safn-
ið þar, en ætíð aðrar byggingar
fengið forgang, Háskólabíó, Áma-
safn, Þjóðminjasafn o.s.frv. Fjár-
munir hafa verið ætlaðir til þess,
en þá ætíð komið eitthvert babb i
bátinn. Síðast samþykkti Alþingi
að nú yrði byggt og frumvarp sam-
þykkt 1992. Var ákveðin bygging
yfir náttúrufræðistofnanir skammt
frá Norræna húsinu, en nú er búið
að ákveða að byggja þar yfir Nor-
rænu eldfjallastöðina og jarðfræði-
og líffræðikennslu Háskólans, en
Náttúrugripasafnið situr eftir.
Umhverfisráðherra skrifaði því
menntamálaráðuneytinu í haust, að
tillögu stofnunarinnar, og spurðist
fyrir um möguleika á því að Nátt-
úrugripasafn íslands, sem nú sé í
allsendis ófullnægjandi húsnæði við
Hlemm, verði flutt í Safnahúsið við
Hverfisgötu þegar það losnar. Sagði
Ossur Skarphéðinssson ráðuneyti
sitt þeirrar skoðunar að hér kunni
að vera um fýsilegan kost að ræða
með hliðsjón af staðsetningu húss-
ins, virðuleik þess og sögulegum
tengslum við Náttúrugripasafn ís-
lands. Það hafi verið keppikefli ná-
grannaþjóðanna að hýsa slík söfn
í áberandi húsum á góðum stað og
með góðu aðgengi.
Menntamálaráðherra hefur skip-
að nefnd þriggja ráðuneytisstjóra
sem á að skila áliti fyrir 20. mars
um notkun hússins, sem fleiri eru
að bera víumar í. Formaður er
Guðríður Sigurðardóttir frá
menntamálaráðuneytinu, en aðrir í
nefndarmenn eru Magnús Péturs-
son frá fjármálaráðuneytinu og Ól-
afur Davíðsson frá forsætisráðu-
neytinu. Menntamálaráðherra hef-
ur svo skipað málum til bráðabirgða
að Landsbókasafn og Þjóðskjala-
safn, sem enn eru þar með star-
semi, nýti húsið.
Aðdráttarafl í Miðbænum
Ástæðan fyrir því að Náttúm-
fræðistofnun Islands sækist nú eft-
ir því að koma Náttúrugripasafninu
aftur fyrir í gamla Safnahúsinu er
ekki einungis óbrúkleg aðstaða til
margra ára og vonleysi um að úr
verði bætt, heldur engu síður að
náttúrugripasafn nýtist í Miðbæn-
um og verði aðdráttarafl fyrir ferða-
mennskuna í landinu, um leið og
það sé aðgengilegt skólunum til
fræðslu svo og almenningi. Akur-
eyringar hafa áttað sig á þessum
þætti og hafa fest húsnæði við aðal-
Þar er einnig fullt
af öórum verum af
ýmsu kyni sem
liggja andaóar i
brennivini um aldur
og æfi: þaó eru fisk-
ar, ormar, krabbar
og margskonar
önnur sækvikindi
götuna til að flytja með haustinu í
sitt náttúrugripasafn, sem þegar
sækja 100 manns daglega á sumr-
in. En eins og Jón Gunnar segir
þá er stærstur hluti ferðamanna að
sækja ísland heim til að skoða nátt-
úmna og við auglýsum landið sem
slíkt. Það sem fólk gerir þá gjarnan
er að leita fyrst uppi náttúrufræði-
safn og setja sig inn í hvað hér er
að finna og afla sér fróðleiks áður
en lagt er í skoðunarferðir út á land.
Hér í Reykjavík er það eins óað-
gengilegt og fátæklegt og hugsast
getur, samt kemur alltaf reytingur
af fólki í þetta litla safn á þriðju
hæðinni við Hlemm, þar sem ekki
eru bflastæði og vart hægt að finna
það í símaskrá. Þangað var það flutt
í 100 ferm skonsu 1967. Ferða-
málaráð hefur ályktað að æskilegt
sé að fá náttúrugripasafn í Miðbæ-
inn og mundi færa líf í hann.
Ógurleg er andans leið
Riíjum upp hrakfallasögu þessa
safns, sem fyrst var til húsa á Vest-
urgötunni í núverandi húsi utanrík-
isráðherra, en Hið íslenska náttúr-
fræðifélag var stofnað 1889 að
fmmkvæði Stefáns Stefánssonar
skólameistara „með það fyrir mark
og mið að koma upp náttúmgripa-
safni hér í Reykjavík, því vér erum
sannfærðir um, að slíkt safn hlýtur
með tímanum að verða aðalupp-
spretta alls náttúrufróðleiks hér á
landi og fá stórmikla vísindalega
þýðingu, auk þess sem það yrði til
mikils sóma fyrir land og þjóð“,
eins og segir í áskomn félagsins frá
9. júlí 1889. Safnið var í eigu Hins
íslenska náttúrufræðifélags þar til
í ársbytjun 1947 að ríkið tók við
rekstri þess. Fyrstu lögin voru sett
1951 og hlaut Jjað þá nafnið Nátt-
úmgripasafn Islands, en nafninu
breytt í lögum í Náttúmfræðistofn-
un íslands 1965 til samræmis við
það markmið að safnið skyldi vera
miðstöð almennra náttúrurann-
sókna, þ.e. undirstöðurannsókna í
dýrafræði, grasafræði ogjarðfræði.
Samkvæmt lögunum var stofnun-
inni einnig falið að koma upp vís-
indalegu safni náttúrugripa og sýn-
ingarsafni sem opið sé almenningi
og veiti sem gleggst yfirlit um nátt-
úm landsins. Sögunni hefur verið
skipt upp í 4 tímabil: tímabil Bene-
dikts Gröndals 1889-1900, tímabil