Morgunblaðið - 29.01.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 29.01.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR1995 B 19 Atvinna (formax) Óskum eftir að ráða starfsmann við ryðfría smíði. Aðeins vanur maður kemur til greina. Upplýsingar hjá Formax hf. í síma 562-6800. „Au pair“ - Kalifornía „Au pair“ óskast til að gæta tveggja lítilla barna í 1 ár. Þægilegt heimili og fjölskylda. Veiður að tala ensku, vera reyklaus og barngóð. Reynsla æskileg. Skrifið til: Moralis, 7136 Rocksprang Lane, Highland, California 92346. Mynd fylgi ásamt símanúmeri. Laus staða Staða flugvallarvarðar á Bíldudalsflugvelli hjá Flugmálastjórn er laus til umsóknar. Umsækjendur hafi meirapróf bifreiðastjóra og réttindi á þungavinnuvélar. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 6. febrúar 1995. Forritari VKS hf. óskar eftir að ráða vanan forritara til starfa. Viðkomandi þarf að hafa menntun og/eða reynslu af forritun undir Windows, helst í Visual Basic eða C + +. VKS hf. var stofnað árið 1979 og hefur ætíð verið í fararbroddi íslenskra hugbúnaðarfyrir- tækja. Fyrirtækið hefur með höndum fjöl- breytt og áhugaverð verkefni. Sérstök áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð og er um þessar mundir unnið að því að fá vottun skv. ISO 9001 fyrir starfsemi fyrirtækisins. Þeir sem áhuga hafa vinsamlega komi upp- lýsingum um menntun og reynslu til Ágústar F. Hafberg á skrifstofu fyrirtækisins að Bílds- höfða 14. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og verður öllum umsóknum svarað. VKS VERK- OG KERFISFRÆÐISTOFAN HF. Launafulltrúi Starfsmannahald Reykjavíkurborgar óskar að ráða launafulltrúa til starfa. Um er að ræða framtíðarstarf. Aðalverksvið launafulltrúa er alhliða þjón- usta við starfsmenn Reykjavíkurborgar, umsjón og afgreiðsla launa fyrir stofnanir Reykjavíkurborgar. Leitað er að nákvæmum og töluglöggum einstaklingi. Góð undirstöðumenntun er nauðsynleg. Þekking/kunnátta á þessu starfssviði er æskileg. Launakjör samkvæmt kjarasamningi St.Rv. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigs- vegi 7, Reykjavík og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 8. febrúar nk. ftJÐNT TÓNSSON RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Hjúkrunarfræðingar Óskum að ráða aðstoðardeildarstjóra á vist- deild. 80-100% vinna. Hjúkrunarfræðing á kvöldvaktir á vistdeild. Vinnuhlutfall eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri á staðn- um eða í síma 26222. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. w Leikskólar Reykjavíkurborgar Stuðningsstarf Óskum að ráða þroskaþjálfa eða annað upp- eldismenntað starfsfólk í stuðningsstarf frá 1. mars nk. í leikskólann Leikgarð, Eggerts- götu 14. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 551-9619. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Grafískur hönnuður Öflugt og vaxandi þjónustufyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu óskar að ráða grafískan hönnuð. Um er að ræða fjölbreytt starf í krefjandi umhverfi. Viðkomandi þarf bæði að geta unnið sjálfstætt og með öðrum að margvíslegum skapandi verkefnum. Vinsamlegastsendið umsóknir, merktar: „BK - 1000“, til afgreiðslu Mbl. fyrir 6. febrúar. Kvöldvinna - aukatekjur Getum bætt við okkur sölufólki í símasölu. Vinnutími frá kl. 17.00-22.00. Upplýsingar gefur Edda Hrafnhildur í síma 581 1743 mánudag og þriðjudag milli kl. 10 og 12. Skjaldborg hf. Tollstjórinn í Reykjavík auglýsir Laus eru til umsóknar störf endurskoðenda í tollheimtudeild. Laun samvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Skilyrði fyrir fastráðningu er að umsækjendur hafi lokið prófi frá Tollskóla ríkisins. Frekari upplýsingar gefur starfsmannastjóri á skrifstofu embættisins í Tryggvagötu 19, Reykjavík, fyrir 23. febrúar nk. Reykjavík, 23. janúar 1995. Tollstjórinn í Reykjavík. Kerfisstjóri Við óskum eftir að ráða starfsmann til að hafa daglega umsjón með tölvu- og upplýs- ingakerfi Húsasmiðjunnar hf. ásamt því að aðstoða notendur kerfisins við ýmis verkefni tengd því. Skilyrði er að viðkomandi hafi ménntun sem tölvunarfræðingur, aðra menntun tengda tölvufræðum eða mikla starfsreynslu við fjöl- notendatölvukerfi. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmannahaldi Húsasmiðjunnar hf. fyrir 4. febrúar 1995. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og öllum svarað. Ert þú góður sölumaður? Áskriftardeild Fróða hf. getur bætt við sig duglegu og áhugasömu sölufólki til að selja áskriftir að tímaritum í gegnum síma á kvöldin. Fast tímakaup auk mjög góðs og hvetjandi launaprósentukerfis í boði en það hefur gef- ið sölufólki okkar allt að 100.000,- króna laun á mánuði fyrir aðeins 4 kvöld í viku. Vinnutíminn er frá kl. 18.00-22.00 mánu- dags-, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtu- dagskvöld. Ef þú ert eldri en 20 ára og hefur reynslu af sölustörfum, þá er þetta vissulega eitthvað fyrir þig. Nánari upplýsingar gefur Unnur í síma 987-5380 mánudag og þriðjudag á milli kl. 9.00 og 12.00. FROÐI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Ármúla 18, 108 Reykjavík Hf. Olgerðin Egill Skallagrímsson óskar eftir starfsmanni við útibú fyrirtækisins á Reyðarfirði. Starfið felur í sér útkeyrslu, lagerhald og annað er snýr að starfsemi Ölgerðarinnar á svæðinu. Þar sem starfsemin er gerð út frá Reyðar- firði er nauðsynlegt að starfsmaður búi á Reyðarfirði eða nágrenni. Leitað er eftir starfsmanni á aldrinum 20-35 ára sem hefur meirapróf og metnað til að standa sig vel í starfi. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Ölgerðin, Reyðarfirði“ fyrir 7. febrúar 1995. ÖLFUSHREPPUR Byggingafulltrúi Staða byggingafulltrúa Ölfushrepps er laus til umsóknar. Próf í byggingatæknifræði, byggingaverk- fræði eða sambærileg menntun er nauðsyn- leg auk reynslu við umsjón og eftirlit með verklegum framkvæmdum. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf í lok apríl eða byrjun maí. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigs- vegi 7, Reykjavík og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk. GUÐNIIÓNSSON RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKjAVÍK, SÍMI 62 13 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.