Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 1
HEIMIU flforgiisstMitftifr iB FOSTUDAGUR17. FEBRUAR1995 BLA Meðal-fermetraverð í fjölbýlishúsaíbúðum á höfuðborgarsvæðinu janúar-desember 1994 Vislvænar ibúöir VIÐ Lindasmára 20-47 í Kópavogi standa yfir mikl- ar byggingaframkvæmdir, en þar er verið að byggja 56 íbúð- ir. Fyrsta húsið er þegar risið og íbúðirnar þar tilbúnar til inn- réttinga, en þær eru 13. Annað húsið er vel á veg komið og verið að steypa það þriðja upp. Þessar íbúðir eru að mörgu leyti hefðbundnar, ýmist 2ja, 3ja eða 4ra herbergja og þær stærstu 6 herbergja. Eitt vekur þó athygli, þegar þessar íbúðir eru skoðaðar, en það er gifsið. Allir milliveggir eru úr gifsi og í stað þess að vera múraðar að innan eru íbúðirnar gifsaðar eins og kallað er á fagmáli. — Þetta eiga að vera vist- vænar íbúðir, segir Guðmund- ur Davíðsson, framkvæmda- stjóri Gifspússningar hf. í Hafnarfirði, íviðtali hér íblað- inu t dag, en fyrirtæki hans leggur til allt það gifs, sem notað er í þessar íbúðir. — Gifsið hefur ekki notið sann- mælis hér á landi. Þetta er samt afar vistvænt ef ni og mjög hentugt til margvíslegra nota inni i byggingum. Stöðugl vcrðlag BREYTINGAR á fermetra- verði í íbúðum f fjölbýlis- húsum á höfuðborgarsvæðinu, sem skiptu um eigendur á síð- asta ári, voru ekki miklar, ef litið er á árið í heild. Þannig var fermetraverð í 2ja herb. íbúðum nánast það sama íjan- úar og í desember, en eigenda- skipti að íbúðum í þeim flokki eru hvað örust. Þær breytingar, sem urðu á fermetraverði frá mánuði til mánaðar, má sennilega skýra að verulegu leyti með því, að íbúðir í fjölbýlishúsum eru að sjálfsögðu mjög mismunandi að gerð og stærð, þó að her- bergjafjöldi sé sá sami og ástand þeirra auðvitað mjög mismunandi. Yfir- leitt falla íbúðir í fjölbýl- ishúsum mun betur að húsbréfakerfinu en stóru eignirnar og hafa haldið sér betur í verði. A SÍÐUSTU 5 ÁRUM HAFA UM 1 200 AÐILAR GERST FÉLAGAR í ALVÍB VlLT ÞÚ EKKI BÆTAST í HÓPINN? Almennur lífeyrissjóður VÍB, ALVÍB, er séreignarsjóður þar sem framlög sjóðfélaga eru eign hans og færast á sérreikning hans. • 8,7% ávöxtun frá upphafi. • Persónuleg ráðgjöf til sjóðfélaga um lífeyris- og eftirlaunamál. • ítarleg ársfjórðungsleg yfirlit. • Félagar í ALVÍB vita alltaf nákvæmlega hver inneign þeirra er og hvaða eftirlaunum þeir geta átt von á. • Avöxtun hvers sjóðfélaga er reiknuð út sérstaklega. • Inneign í ALVÍB erfist. • Allir geta greitt viðbótariðgjöld í ALVÍB. • Þeir sem ekki eru skyldugir til að greiða í annan lífeyrissjóð geta greitt öll sín iðgjöid í ALVÍB. • Lágur rekstrarkostnaður. • Örugg eignasamsetning. Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um ALVÍB í afgreiðslunni í Ármúla 13a eða í síma 560-8900. Verið velkomin í VÍB. FORYSTAIFJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, slmi: 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.