Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SMIÐJAN FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 B 27 é 8kipulag Hvers vegna hefur ekki veríð opnuð ökuleið frá Hjónagörðum um gömlu Njarðargötu? Það er mik- ið nauðsynjamál, segir Bjarni Olafsson, þar sem hann fjallar m. a. um skipulag háskólahverfísins. HORFT frá Ingólfstorgi til austurs á vetrarsíðdegi. AUGU okkar eru næm fyrir fögru umhverfi, það verður huga okkar sem kærkomin næring er við lítum bjarta og fagra fjallasýn eða fjarlægð sem ljómar í birtu þannig að fegurðin njóti sín með viðeigandi skuggum og litrófi. Fólk sem býr utan þéttbýlis nýtur stöðugt þeirrar sálar næringar sem náttúrufegurð og víðátta veitir okkur.Trúlegt er að við í þéttbyggðu bæjunum höfum ríkari þörf til þessa en aðrir sem hafa þá fegurð sífellt fyrir augum. Ég hygg að af þessari ástæðu veiti það mér meiri á nægju að ganga eftir einni götu en eftir annarri. Ég get nefnt sem dæmi hve það gleður mig ávallt að ganga Suðurgötuna. Þar blasir við augum Reykjanesfjallgarður með Keili fyrir miðju og þegar komið er á Grímsstaðaholtið bætist útsýn út á fjörðinn við þessa dýrð. Allir hljóta að skilja það að ekki geta allar götur legið þannig að við augum blasi fögur fjallasýn eða önnur náttúrufegurð. Sumar götur geta verið fallegar vegna þeirra bygginga og mann- virkja sem við þær eru eða garð- anna og gróðurs- ins. Það er t.d. fallegt að horfa eftir Laugavegin- um í Reykjavík, þ.e.a.s. frá vissum sjónarhornum. Á sama hátt þykir mér fallegt að ganga upp Skóla- vörðustíg þegar rokkið er og kirkj- an blasir við augum upplýst efst á holtinu. Ég get nefnt fleiri dæmi máli mínu til stuðnings, t.d. ef horft er frá Laugavegi niður Vatnsstíg, þar sér til Esjunnar og út á sundin og er það víðar við ströndina t.d. þar sem Snorrabraut liggur í átt til sjávar, Kringlumýr- arbrautin, Ægisgatan og Hring- brautin. Mér varð einnig litið frá Ingólfstorgi á björtum vetrardegi austur eftir Austurstræti, þá fannst mér blasa við augum falleg gata með nokkrum fallegum hús- um og á miðri myndinni stóð hlað- ið steinhús úr tilhöggnum grá- steini. Hvað hafði þau áhrif á mig að mér skyldi fínnast þessi sjón falleg? Var það e.t.v. af því að ég hefí búið hér alla ævi? Þetta er bærinn minn og ég hefi séð hann vaxa. Innilokun Sum hverfi eru skipulögð með það fyrir augum að þau séu lok- uð, götur e.t.v. lagðar í bogum og svonefndir botnlangar útfrá meiri umferðaræð. Ég skil tilganginn sem liggur að baki þess skipulags. Þar er stefnt að því að veita fjöl- skyldunum friðsælt umhverfi, fjarri umferðaþunga og mengun. Víða hefur þetta þó mistekist, að nokkru sökum nálægðar mikilla umferðaræða sem eru stundum aðeins handan við limgerðið sem er umhverfis íbúðahúsin. Sjálfum er mér þannig farið að mér líður ekki vel í slíku íbúðahverfi, fínnst of langur krókur að aka heim. Þar kemur á móti að mér fínnst leiðin betri þegar ég er fótgangandi, þá er oftast gönguigið út úr hverfinu, sem er mun styttri en akleiðin. Þetta snertir e.t.v. eitthvað þá til- fínningu að vilja nota bíl sem minnst, sökum mengunar. í mörgum íbúðahverfum er tek- ið tillit til ýmissa þátta eins og alltaf hlýtur að vera þörf á að gera en ég verð að segja að mér finnst ég innilokaður í einangruð- um íbúðahverfum. í þessu sam- bandi vil ég t.d. nefna vel og fal- lega skipulagt svæði út frá Haga- torginu. Geislar Ef við lítum t.d. á Hagatorgið á korti, eða út um glugga á Bændahöllinni, blasir við augum sérlega fallegt og vel heppnað skipulag. Nokkrar götur ganga eins og geislar út frá hinum stóra hring sem myndar Hagatorgið. Næst þessum hring eru stórar byggingar, Bændahöllin næst torginu að austanverðu, suðuraf torginu Háskólabíó og byggingar Raunvísindadeilda Háskólans, suðvestur af torginu Hagaskóli, Neskirkja og síðan norðuraf því Melaskólinn. Göturnar sem ganga út frá torginu eins og geislar eru Nes- hagi, Hagamelur, Espimelur, Birkimelur, Dunhagi sem nær nið- ur að Ægissíðu með sveig og Forn- hagi, sem hægt er að horfa eftir alla leið út á sjóinn, út á Skeija- fjörðinn. Við götumar eru byggð stór og smá íbúðahús, háar ibúðablokkir næst torginu og lækkandi íbúðahús eftir því sem nær dregur ströndinni við Ægis- síðu. Það eykur mikið gildi þessa svæðis að lagður hefur verið gang- stígur meðfram sjávarbakkanum all langa leið svo að hægt er að ganga með sjónum alla leið að Nauthólsvík. Hinsvegar er ekki mikið af göngu- og hjólastígum innan þessa svæðis, en þeir eru nokkrir, þar sem gangandi eða hjólandi vegfarendur geta stytt sér leið á milli húsa. Umferð Einn þáttur er illa leystur eða e.t.v. óleystur enn varðandi þetta sérstaka svæði sem ég hefí talið ýmislegt til ágætis, það er umferð í gegnum þetta svæði, sem er of mikil. Vel má vera að menn þeir sem skipulögðu háskólasvæðið og Nessókn hafi ekki getað séð fyrir þá þróun sem hefur átt sér stað varðandi bílafjölda og umferðar- þunga. Hvernig átti menn að gruna að Háskóli íslands mundi þurfa allt það svæði sem nú þarf undir bílastæði stúdenta sem nám stunda þar? Ég minnist þess að þegar Miklabrautin var í byggingu svona breið og dýr urðu margir til að hneykslast. Til hvers að grafa svo djúpt fyrir undirstöðum götunnar? Hversvegna að hafa fjórar akreinar á götunni? Þetta er eins og í stórborg í útlöndum. Það var upp úr 1960-62. Ég hygg að ekki hafí verið hugsað nógu vel fyrir akbrautum fyrir allt svæðið vestan Kapla- skjólsvegar. Þar hefur risið mikil íbúðabyggð, Skjól og Grandar og þar við bætist fjölmennt bæjarfé- lag, Seltjarnamesið. Þegar komið er inn á bæjarmörk Seltjarnamess verða á vegi okkar öflug fyrirtæki á Eiðistorgi með Hagkaup og svo Bónus. Þangað og þaðan rennur þung umferð. Umferð til og frá Seltjarnarnesi og Skjólum hefur runnið um Mela- og Hagasvæðið, mikið af þeirri umferð liggur með Ægissíðu og um íbúðahverfin. Ég vil með þessum orðum benda á að betur þarf að sjá fyrir umferð að og frá Háskóla íslands, það vita þeir sem þurfa að fara vestur Hringbraut um klukkan átta á morgnana. Ég spyr: Hversvegna hefur ekki verið opnuð ökuleið frá Hjónagörðum um gömlu Njarðar- götu þar sem eitt sinn var starf- rækt Tívolí? Það er mikið nauð- synjamál. Háskólasvæðinu fylgir ótrúlega mikil bílaumferð. Þegar sú umferð bætist við umferð auk- innar íbúðabyggðar vestar á nes- inu hljóta menn að sjá að þar er þörf á að opna fleiri æðar og greið- færari. OPIÐ og skemmtilegt skipulag bæjarhverfis, Hagatorg. eftir Bjorna Olafsson Byggmga^rirtækí flýju (i'á Rússlandi Önnur verða um kyrrl, en draga úr iimsvifliim Vín. AUSTURRÍSK bygginga- fyrirtæki voru fyrstu vestrænu fyrirtækin, sem notfærðu sér hrun járntjaldsins til þess að tryggja sér markaði í austri. Nú hafa erfiðleikamir í Rússlandi komið hart niður á þessum fyrir- tækjum og nokkur þeirra eru að flytja starfsemi sína úr landinu. Vegna upplausnarinnar og vegna áhrifa mafíunnar, verður æ erfiðara að reka fyrirtæki þar með hagnaði,. rjú stærstu austurrísku bygg- ingafyrirtækin eru á förum. Bau-Holding hyggst auka umsvif sín í Póllandi og hinum nýju fylkj- um Þýskalands. Maculan er í þann veginn að ljúka við umfangsmesta verkefni sitt: byggingu um 4.500 íbúða handa hermönnum úr Rauða hern- um og fjölskyldum þeirra. Porr hyggst fara vegna þess að lítið er orðið um vinnufrið í Rússlandi. Verndargjald Fyrirtækin draga ekki dul á að rússneska mafían sé orðin hættu- leg. Að sögn eins byggingafyrir- tækisins fékk það tilboð um að eitt vinnusvæði þess yrði „vernd- að.“ Talsmaður fyrirtækisins segir að ekki sé lengur hægt að komast hjá að greiða verndargjald, því að ella sé lífi verkamannanna stefnt í hættu og erfitt geti reynst að ljúka verkefnum sem unnið er að. Þó segir Thomas Winkler, upp- lýsingafulltrúi Maculan-fyrirtækis- ins, að fyrirtækið hafí ákveðið að verða um kyrrt. „Maculan hefur hingað til kom- ist hjá því að greiða verndargjald, því að fyrirtækið hefur starfað fyrir herinn og ekki verið með umsvif í stórborgum á borð við Moskvu, St. Pétursborg og Kíev, þar sem mafían lætur einkum að sér kveða.“ Fyrirtækið vill ekki fórna þeirri miklu reynslu sem það hefur aflað sér síðan það tók til starfa í Rússlandi 1985. En Maculan býst einnig við því að verulega muni draga úr umsvif- um þess í Rússlandi á næstu árum. Staðan gæti breyttst ef í boði verða verkefni, sem aðilar í Vestur-Evr- ópu greiða beint. Þannig greiddu Þjóðvetjar til dæmis fyrir íbúðirnar handa Rauða hernum til þess að losna við rúss- neska hermenn frá Þýskalandi. Einnig væri hugsanlegt að al- þjóðlegar tryggingar væru veittar fyrir íjárfestingum í Rússlandi. Horft í austur í fyrra voru 9% allra umsvifa Maculans í Rússlandi og tekjurnar af þeim námu 1,4 milljörðum aust- urrískra schillinga. Framvegis verða þær 300-500 milljónir á ári. Maculan beinir einnig sjónum sínum að nýju þýsku fylkjunum í austri. Þar hefur fyrirtækið haft um 52% af verkefnum sínum, en það beinir einnig athyglinni að Ungveijalandi og Slóvaitíu - þeim mörkuðum sem mestar vonir eru bundnar við. Winkler leggur þó áherslu á að fyrirtækið muni ekki hörfa frá lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi. „Næsti bær í Úkraínu er nær Vín en næsti bær í Sviss,“ sagði hann. „Við höfum eðlilegan mark- að í austri og einnig í Rússlandi og nágrannalöndum þess. Hingað til hafa hráefnaskortur, birgða- erfiðleikar og seinkanir valdið okk- ur meiri vandkvæðum en starfsemi mafíunnar og það mun varla breytast á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.