Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 18
18 B FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Vislvænar íbúOir viú Lindasmára i Kónav 17-M VIÐ Lindasmára í Kópavogi er verið að byggja þijú fjölbýlishús með 56 íbúðum. Þessar íbúðir eru að mögu leyti hefðbundnar, ýmist 2ja, 3ja eða 4ra herbergja og þær stærstu 6 herbergja. Eitt vekur þó athygli, þegar þessar íbúðir eru skoðaðar, en það er gifsið. Allir milliveggir eru úr gifsi og í stað þess að vera múraðar að innan eru íbúðimar gifsaðar eins og kallað er á fagmáli. pyrsta húsið er þegar risið og ■ íbúðimar þar tilbúnar til inn- réttinga, en þær eru 13. Annað húsið er vel á veg komið og verið að steypa það þriðja upp. Að þess- um umfangsmiklu íbúðabyggingum standa Þorsteinn Sveinsson múrara- meistari, Davíð Guðmundsson ;W,. múrarameistari og Gifspússning hf. — Þetta eiga að vera vistvænar eftir Magnús Sigurðsson Gifsið hefur ekki notið sannmælis hér á landi, segir Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Gifspússningar hf. í Hafnarfirði. Þetta er samt afar vistvænt efni og mjög hentugt til margvís- legra nota inni í byggingum. íbúðir, segir Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Gifspússningar hf., sem leggur til allt það gifs, sem notað er í þessar íbúðir. Gifsið er ýmist notað sem þunn húðun á veggi eða sem milliveggjaplötur 7-10 cm. á þykkt. Þær eru léttar en sterkar og hafa þá fíngerðu áferð, sem einkennir gifsið. — Með vistvænum íbúðum er átt við, að íbúðimar séu hollar til þess að búa í, segir Guðmundur enn- fremur. — í þeim mega ekki vera mengandi efni, hljóðeinangmn verður að vera mjög góð og raki og hiti við hæfi. í stuttu máli er við það miðað, að vistvænar íbúðir auki og efli heilsu þeirra, sem í þeim búa, á allan hugsanlegan hátt. Fjölhæft efni — Gifs er mjög vistvænt efni, enda notað á margvíslegan hátt, heldur Guðmundur áfram. — Þegar við burstum í okkur tennurnar á morgnana, þá er gifs í tannkrem- inu, sem við notum. Þegar lyf eru steypt í pillur, er notað gifs og það er gifs í ýmissi matvöru, sem við látum ofan í okkar. Og ef það brotn- ar á okkur fótur, þá er hann settur í gifsmót, því að gifs er efni, sem húðin þolir afar vel svo nærri sér. Það er ekki eitrað né mengandi á neinn hátt. — Það hefur orðið framþróun í uppsteypu bygginga hér á landi og utanhúsfrágangi á ýmsan hátt, bætir Guðmundur við. — Framþró- un í innanhúsfrágangi hefur hins vegar setið á hakanum. Það sem er kannski alvarlegast er, að hér er ekki til nein byggingarlíffræðileg úttekt. Samt erum við háðari hús- unum okkar og dveljum meira inn- andyra en flestar aðrar þjóðir vegna loftslagsins. Afleiðingin er sú, að öndunarsjúkdómar eins og astmi fara hér ört vaxndi og eiga örugg- lega eftir að verða mikið heilbrigðis- vandamál, ef ekkert verður að gert. Frændþjóðir okkar á Norðurlönd- um hafa gert sér grein fyrir þessu vandamáli. Danir hafa t. d. gripið Morgunblaðið/Sverrir GUÐMUNDUR Davíðsson, framkvæmdastjóri Gifspússningar hf., ásamt syni sínum, Davíð Guð- mundssyni, múrarameistara fyrirtækisins. Mynd þessi er tekin fyrir framan íbúðir þær, sem í smíðum eru við Lindasmára 20-47 í Kópavogi. til róttækra ráðstafana og hafizt handa við að innrétta skóla, dag- vistarheimili og sjúkrahús auk íbúð- arbygginga með gifsi og nú hafa Svíar fylgt í kjölfarið. En gifs er ekki bara notað í veggi heldur einnig í gólf og í loft. — í gólf er fyrst sett einangrun og síð- an 3 cm gipsflot yfir hana, segir Guðmundur. — Fyrir bragðið verður verður hljóðeinangrun á milli hæða miklu betri en ella. Léleg hljóðein- angrun er víða mikið vandamál í fjölbýlishúsum hér. Einn kunningi minn tjáði mér vandræði sín fyrir skömmu, en hann býr á fyrstu hæð. í fjórðu hæð í sama húsi býr bakveik kona, sem samkvæmt læknisráði þarf að ganga á trékloss- um heilsu sinnar vegna. En þegar hún gengur um, heyrist fótatak hennar á milli margra hæða. Allir hafa samúð með konunni, en engu að síður er þetta afar óþægilegt fyrir aðra íbúa hússins og raunar óviðunandi að þurfa að búa við vandamál af þéssu tagi. Með gifs- floti er hægt að draga verulega úr slíkum vanda. Þetta er t. d. gert í vandaðri fjölbýlishúsum bæði í Frakklandi og Þýzkalandi, en þar er enn meira um flísar og parkett á gólfum en hér. Að mati Guðmundar hefur gifsið alls ekki’fengið þá viðurkenningu hér á landi, sem það á skilið. — Kunnátta í meðferð þess hefur ver- ið lítil fram að þessu, segir hann. Önnur vinnubrögð Vinnubrögðin eru önnur en í múrverki, þegar gifs er notað. Hraðinn er meiri enda vélvæðingin meiri. — Þetta er mun nákvæmari. vinna og vandmeðfarnari en múr- verkið, segir Guðmundur. — Gifs er svo fínt efni, að allar misfellur koma þar strax fram, ef þær eru einhverjar. Sjálfír skilum við íbúð- unum yfirleitt tilbúnum undir máln- ingu og þá þarf lítið sem ekkert að sparsla veggina. Víða um lönd er gifs notað afar mikið bæði í íbúðarbyggingar og atvinnuhúsnæði. Þar er líka lögð miklu meiri áherzla á flokkun íbúða eftir gæðaflokkum og verð þeirra miðað við það, í hvaða flokki þær eru. Hér er ekkert til, sem heitir flokkun húsa og það fer ekki fram nein fagleg úttekt á húsnæði, hvað varðar gæði. Það er bara verðið sem ræður. Allir segjast vera að byggja íbúðir í 1. flokki, en gæðin eru samt afar mismunandi. Það er því mikil þörf á að taka hér upp flokkun íbúða, svo að fólk geti gert sér betur grein fyrir því, hvað verið er að kaupa. — Ég tel, að margt af því, sem sett er inn í íslenzk hús, bæði nú og undanfarna áratugi sé meira eða GEGNHEILL gifsveggur í íbúð í smíðum við Lindasmára. — IVflög auðvelt er að festa innréttingar í vegg af þessu tagi, segir Guðmundur Davíðsson. fer engin vinna út úr landinu, þar sem öll vinnan er unnin hér heima. Þá má ekki gleyma því, að það þarf líka gjaldeyri til þess að fram- leiða önnur byggingarefni, þó að þau séu kölluð innlend. Það þarf gifs í sementið okkar auk fleiri inn- fluttra aukaefna. Það þarf einnig að kaupa olíu erlendis frá til þess að knýja vélar þeirra skipa, sem vinna hér skeljasand úr sjónum til sementsframleiðslu eða þann sand, sem unnin er hér á hafsbotni og notaður er hér í steypu. Svona mætti lengi telja. Að mati Guðmundar kostar inn- flutt gifs 300-500.000 kr. í nýja fullbúna 4ra herb. íbúð, efni og vinna. — Að mínu mati er það ekki hár kostnaðarliður, allra sízt miðað við gæði, segir hann. — Inni í þeirri flárhæð er uppsetning á einangrun með 2,5 cm gifslagi yfir, uppsetning á öllum milliveggjum með 1 cm gifslagi utan á og einnig er sama gifslag sett neðan á loft og enn- fremur ílagning á gólfum og pússn- ing á loftum og veggjum. A móti þessu kemur líka sparnaður, því að með því að nota gifs, fæst svo fín áferð, að það þarf ekki að sparsla. — Kostirnir við að nota gifs eru margvíslegir, segir Guðmundur ennfremur. — Það verður ekki bara miklu betri hljómburður í öllu hús- inu, heldur öndum við að okkur mun heilnæmrara lofti. Það verður alltaf rétt rakajöfnun í íbúðunum og ekkert rakaflæði út í einangrun- ina. Húsin verða hlýrri og hljóðein- angrun á milli hæða miklu betri en ella. minna heilsuspillandi, heldur Guð- mundur áfram. — Það var þarft átak, þegar asbestið var gert út- lægt, en asbestið var ekki nema lít- ill hluti af öllu vandamálinu. Það þarf miklu meira til. Nú keppum við íslendingar að því að framleiða ómengað kjöt, hreint vatn og hreint loft og mikil auglýsingaherferð í gangi í þá veru. Við erum jafnvel farnir að flytja út hreinni ís en til á að vera annars staðar. En við erum eftirbátar margra annarra þjóða í heilsufarslegu tilliti, þegar kemur að húsnæði okkar. Úr þessu verðum við að bæta, ekki hvað sízt í ferðaþjónustunni, ef aðrar þjóðir eiga að taka okkur alvarlega. Áróður gegn gifsinu Gifspússning hf. hefur aðsetur að Dalshrauni 9 í Hafnarfirði. Fyrir- tækið var stofnað 1988, en hjá því starfa nú tólf manns. Eigendur eru auk Guðmundar múrarameistararn- ir Davíð Guðmundsson og Ásgeir Guðmundsson. Guðmundur segir, að uppi hafi verið hér á landi töluverður áróður gegn gifsinu, vegna þess að það er innflutt og bætir við. — En gifs er afar ódýrt efni og því ekki stór kostnaðarliður í hverri byggingu, þar sem það er notað. Vinnan er langtum stærri þáttur. Gjaldeyri- seyðslan er því ekki mikil og það Þróunarstarf í samvinnu við Frakka En með því að hagnýta sér gips- ið telur Guðmundur, að vel megi nota íslenzka vikurinn og hraun- gjallið sem byggingarefni jafnt til útflutnings sem hér heima. — Þetta er mjög mikilvægur möguleiki, seg- ir Guðmundur. — Hjá Gifspússn- ingu hefur verið unnið að um- fangsmiklum tilraunum með milli- veggi, þar sem blandað er saman gifsi og vikri, segir hann. — Þessar tilraunir lofa mjög góðu og kannski má fá fram beztu milliveggi í heimi á þennan hátt, vegna þess að þá eru þeir með meiri hljóðeinangrun og fínni áferð en ella vegna gifsins en engu að síður mjög léttir og sterkir vegna vikursins. Þetta þróunarstarf hefur staðið yfir í hálft annað ár í samvinnu við Frakka. Miðað er við að framleiða hér gifssteina, sem yrðu holir að innan, en hlaðið upp eins og kubb- um í milliveggi. Prófanir hafa stað- ið yfír á þessari framleiðslu okkar út í Frakklandi og niðurstöður þeirra rannsókna hafa verið mjög jákvæðar. Því gerum við okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.