Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAU MAR SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1995 B 7 TÆIiNIÆr búiö aö leysa tceknivandamál samrunans um miöja næstu öld/f _ Kjamasamruniorku- gjafiframtíðar ÞAÐ sem sést utan að í aðaleiningunni eru einkum hinir risa- stóru seglar með rafstraum um ofurleiðandi leiðslur, sem skapa segulsviðið, búrið sem villidýrið er hamið í. í LEIT að orkugjafa framtíðarinn- ar er nú æ skýrar að koma í ljós að kjarnasamruni með þátttöku tvívetnis og litíums er það sem koma skal. Nú þegar hefur tekist að koma samruna af stað, í þeim skilningi að miklu meiri orka komi frá samrunaofninum en dælt er inn í hann. Þetta tókst í Englandi árið 1991 og á enn miklu meir sann- færandi veg í Bandaríkjunum í fyrra. Aþetta ber að líta sem stórtíð- indi, en fer þó heldur lítið fyrir því, þó svo að hér sé einn hinna jneiri örlagavalda mann- kyns. Þessar fréttir verða að telj- ast góðar, því að hér er um að ræða takmarka- lítinn orkugjafa. Tvívetnið er sótt í vatnsforðabúr úthafanna, og mengunarvanda- málið sem alltaf fylgir, er að verða yfirstíganlegt. Kjarnasamruni felst í því eins og flestir vita, að litlir kjarnar renna saman í stærri. Það efni sem er framleitt hefur minni massa en „hráefnið". Orkan myndast úr massanum sam- kvæmt formúlu Einsteins um jafngildi massa og orku, rétt eins og í kjarnasprengjunni. Allmörg ferli koma til greina. Það kjarna- ferli sem fyrst kæmi upp í hugann er ummyndun vetnis í helíum. Margs konar ferli hafa verið at- huguð í þessum tilgangi. Vanda- málin eru fleiri en menn grunar, enda er þessum rannsóknaráætl- unum ætlað að standa yfir hátt í öld, uns full tök yrðu fyrir hendi á kjarnasamruna í stórum stíl. En hið stórkostlega er, að þessi áætlun gengur hraðar fram en reiknað hafði verið með, og meng- unarvandinn er ekki verri en svo, að því er nú virðist, að um er að ræða hreint hátíðarástand miðað við þá hættu sem fylgir illa rekn- um hefðbundnum kjarnorkuver- um. Tæknivandamál Því heyrðist lengi haldið fram, að kjarnasamruna fylgdi engin mengun. Eins og mál hafa legið fyrir undanfarna áratugi, er þó af og frá að svo sé í þeim ferlum sem hafa verið til athugunar. Ferl- in hafa nefnilega látið eftir sig hraðfara nifteindir. Þær gera a.m.k. tvennt. Þessar óhlöðnu kjamaeindir smjúga afar vel um fast efni, rekast á kjarna þess á e.t.v. 10 cm millibili. En tvenns konar skaði verður. Hraðfara nif- teind slær í burtu frumeindir fasts efnis, og þær lenda á nýjum stöð- um, e.t.v. á milli frumeinda sem hafa setið á „rétturn" stöðum ann- ars staðar í efninu. Afleiðing þess er veikt og stökkt efni. { efninu myndast holrúm, og það þenst út. Það fasta efni sem er næst bruna- holinu ónýtist og er einnig geisla- virkt. Það er geislavirkt af þeirri einföldu ástæðu að kjarnar fasta efnisins sem fyrir er gleypa nif- teindirnar, og oft myndast af því geislavirkur kjarni. Miklu púðri hefur verið eytt í það undanfarna áratugi að reyna að komast fyrir þennan vanda. Nú virðast menn komnir fyrir hann. Annars vegar er vitaskuld notað tvívetni unnið úr takmarkalausum birgðum út- hafanna, en hins vegar litíum, sem gleypir þær nifteindir sem koma frá ferlinu og ummyndast við það í þrívetni. Saman renna svo tví- og þrívetnið og mynda helíum, líkt og myndast í sólinni við það ferli sem heldur í okkur lífínu. Litíum- birgðir heims eru að vísu takmark- aðar, en þó ekki meira en svo, að ef þessi framleiðsla stæði undir allri orkuframleiðslu mannkyns, sem stendur, myndi litíumið nægja í árþúsund. Löngu áður en það er uppurið hér á jörðu er fyrisjáan- legt að hægt sé að auka við birgð- ir þess með aðföngum utan úr sólkerfinu. Framleiðsluaðferðinni hefur ver- ið lýst oft, en hún var öll meir á stigi tilgátunnar áður en menn fóru að geta framleitt orku. Halda þarf svokölluðu plasma sem er orðið til úr hlutaðeigandi efnum við ákveð- inn þéttleika í ákveðinn tíma við ákveðið hitastig. í reynd var hitinn í ensku og bandarísku tilraununum um eitt hundrað milljón gráður. Aðeins hefur verið framleitt í nokkrar sekúndur, en aflið sem náðist var afar hátt, þ.e. einhvers- staðar á megavattasviðinu. Hitinn næst í byijun með að láta marga leysigeisla skerast í plasmanu, en eftir að samruninn er hafínn, helst hann við að sjálfu sér. Brennsluefn- ið er lokað inni í sterku segulsviði sem heldur inni öllum rafhlöðnum ögnum. En efni við slíkan hita eyða öllu öðru efni sem reynt væri að loka það inni í. En segulsvið getur eðli sínu samkvæmt ekki bráðnað. Vitað er að nifteindageislunin yrði einhver, sem veldur aftur hægfara uppsöfnun geislavirkni í efnum umhverfís samrunaofninn. Þannig yrði að endumýja ofna á einhveij- um fresti, og notaðan ofn með þannig uppsafnaðri geislavirkni yrði ekki hægt að flytja, heldur yrði að loka hann inni í geislaheld- um hlífum, uns geislavirknin dæi út. Rannsóknaráætlunin Ekki er björninn unninn, þótt búið sé að hemja hann a.m.k. tvö örstutt augnablik. Ekki er vitað í smáatriðum hvernig sjálft ferlið gerist. Næstu tveir áratugir fara í að rannsaka það. Eftir það yrði byggð fmmgerð orkuvers og hún rekin alllengi, til að rekast á ófyrir- séð tæknivandamál sem vitað er að verða fyrir hendi og finnast aðeins við rekstur. Rekstrarörygg- ið er ekki talið gulltryggt fyrr en önnur framgerð hefur verið keyrð, sem reynt yrði að hafa sem lík- asta endanlegri gerð orkuveranna. Þannig yrði komið fram um miðja næstu öld þegar fyrstu raunveru- legu orkuverin fara að senda raf- magn inn í orkukerfi heimsins. Ef þetta gengur allt eftir, yrðu þau börn sem eru að fæðast nú ekki nema um fímmtíu til sextíu ára þegar þau fara að njóta góðs af þessari e.t.v. metnaðarfyllstu rannsóknaráætlun mannkyns á okkar tímum. eftir Egil Egilsson ætla að fara að vígja er leiddur að völundarhúsinu og innsæi henn- ar/hans á að leiða hann í gegnum húsið rétta leið: Vígslan leiðir til meðvitundarbreytingar og að end- ingu til hins eina sannleika. Bimini-vegurinn var sem sé ein af heilögum miðstöðvum jarðar- innar eins og kirkjan í Chartes, Machu Picchu í Perú eða Teotihu- acan í Mexicó. Sjáandinn sagði ennfremur að nú væri aðeins einn þriðji til einn fjórði af upphafsstærð mann- virkisins fyrir hendi. Þegar hún var spurð um hver hefði byggt þetta nefndi hún til sögunnar þjóð- flokk með mjög dökka húð: „En það eru ekki indíánar — sennilega Atlantis-búar. Hinir sömu og gerðu nazca-línurnar í Perú.“ Ennfremur nefndi hún tvær ald- urstölur mannvirkjanna: 7500 f.K. og 21000 f.K. Héí eru komnar niðurstöður fram á sjónarsviðið, sem raunar samræmast ekki þeim viðteknu skoðunum, sem við búum að, enda þótt tilvera Atlantis sé fyrir mörg- um söguleg staðreynd. Fyrir lærð- an fomleifafræðing, sem um leið er opinn fyrir möguleikum hins yfirskyggða, getur verið forvitni- legt að kanna, annaðhvort fá stað- fest eða afsanna, hæfileika sjá- enda. Sé niðurstaðan jákvæð má ennfremur lífga upp atburðina sem áttu sér stað í heiminum, þegar fomleifarnar voru í daglegri notk- un. Það ætti í raun ekki að koma neinum á óvart, þó að með þessum hætti mætti t.d. finna fornleifar frá atlantis-tímabilinu úti fyrir Lóni á Austfjörðum á um 15 metra dýpi ... Hvern langar til að kanna það nánar? Blómastofa Friófinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 BLÓMVÖNDURINN TILBÚINN FYRIR KONUDAGINN. SIEMENS Cd LU NY ÞVOTTAVEL A NYJU VERÐI! • 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ull • Vinduhraði 500 - 800 sn./mín. • Tekur mest 4,5 kg • Sparnaðarhnappur (1/2) §|ig|f • Hagkvæmnihnappur (e) • Skolstöðvunarhnappur • Sérstakt ullarkerfi • íslenskir leiðarvísar Og verðið er ótrúlega gott. Siemens þvottavél á aðeins kr. 59.430 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 LU Q CG Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur. Skipavík Búðardalur: Ásubúö ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Siglufjörður: Torgio Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: Öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaðun Rafalda Reyðarfjörður Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guömundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík; Ljósboginn Hafnarfjörðun Rafbúð Skúla, Álfaskeiöi VíljjSr þú endingu og gæöi ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.