Morgunblaðið - 19.02.1995, Síða 9

Morgunblaðið - 19.02.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR1995 B 9 IBIO • MYNDIR Friðriks Þórs Friðrikssonar geyma allar stök atriði sem sitja eftir í minn- ingunni og svo er einn- ig um þá nýjustu, Á köldum klaka. • I fyrstu bíómyndinni, Skyttunum, er atriðið með Cohen-tónlistinni ógleymanlegt. • í Börnum náttúrunn- ar er minnisvert atriðið þegar Gísli Halldórs- son dregur kistuna upp að kirkjunni. • í Bíódögum atriðið þegar Jón Sigurbjöms- son berst við drauga í svefni. • í Á köldum klaka er eftirminnilegasta atr- iðið fyrir utan lokasen- una það þegar Álfrún Ornólfsdóttir sprengir ísinn með yfirnáttúm- legum hætti. Þetta eru dæmi um myndabrot sem ekki gleymast svo auðveld- lega. KVIKMYNDIR Hvemigfcerdu 1000 svín í myndina? HÁLFGERÐUR GOSI; úr myndinni Ein stór fjölskylda. Brennandi áhugi „Ef ég ætti að flokka þessa mynd myndi ég segja að hún væri í léttari kantinum en fjallaði samt um alvarlega hluti, eins og t.d. barnsfæðingar,“ segir Jó- hann Sigmarsson leikstjóri, framleiðandi og handrits- höfundur myndarinnar Ein stór fjölskylda, sem frum- sýnd verður í Háskólabíói þann 17. mars nk. Hún íjall- ar um mann sem lendir upp á kant við tengdafjölskyld- una og „fer að vera með hinum ýmsu konum,“ eins og Jóhann segir. eftir Arnald Indriðoson Jóhann réðst í gerð Einnar stórrar fjölskyldu án styrkja og var hún á sínum tíma hugsuð sem dansa- og söngvamynd. Handritið er unnið upp- úr öðru sem Jó- hann átti og fjallaði um klæð- skipting en lokaútgáf- an var mjög ólík þeirri upprunalegu. „Ég vona að myndinni verði vel tekið,“ segir Jóhann en treystir sér ekki til að spá í hvernig viðtökurnar verði. „Það er mjög erfitt að segja til um því sagan er mjög sérstök og fjallar ekki um neitt venjulegt málefni þótt hún sé tjm hálfgerðan gosa.“ Jóhann segir að hann sé ekki að flytja neinn sér- stakan boðskap í myndinni heldur hafi hann gert hana af því hann langaði til þess. Að baki hennar lægi einfald- lega brennandi áhugi. „Ég held að væntanlegir áhorf- endur verði í góðu skapi þegar þeir eru búnir að sjá hana. Ég vil koma þeim í gott skap.“ Og Jóhann heldur áfram: „Af einhveijum ástæðum leist mér vel á þessa hug- mynd og þess vegna gerði ég myndina. Ég var ekki að bíða eftir styrkjum. Ef mig langar að gera mynd þá geri ég hana. Maður á ekk- ert að bíða eftir styrk úr sjóðnum heldur skella sér í það meðan áhuginn er fyrir hendi. Seinna er hann horf- inn og þú kannski búinn að fá styrk.“ Jóhann segir myndina aðeins kosta á bilinu 15 til 20 milljónir og það hafí ver- ið erfitt að vinna einn við þær kringumstæður. „Það var mun erfiðara en þegar við gerðum Veggfóður því þá voru þrír framleiðendur. Ég seldi íbúð til að eiga fyr- ir tökum, fékk tveggja millj- ón króna styrk úr sjóðnum þegar ég klippti og gerði samning við Friðbert Páls- son í Háskólabíói uppá fyrir- framgreiðslu og þá tókst mér að ljúka myndinni. Ég held ég sé búinn að yfirstíga mestu erfiðleikana. Ég er viss um að þetta er alódý- rasta mynd sem gerð hefur verið. Ég varð að skera nið- ur allt sem ég gat. Síðasti söludagur var t.d. runninn út á filmunni sem ég not- aði. Ef ég þurfti 1.000 svín til að hlaupa fýrir myndavél- ina leigði ég þau ekki heldur vingaðist við svínabóndann. Þannig er myndin gerð mik- ið til á góðvilja." Með helstu hlutverk fara Jón Sæmundur Auðarson, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Kristján Amgrímsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Eiríkur Thorarensen, Sigrún Hjálm- geirsdóttir, Nína Björg Gunnarsdóttir, Sara Dögg Meulenbroek og María Hjálmtýsdóttir. Tökumaður var Guðmundur Bjartmars- son, tónlist var i höndum Skáira en ekkert og um hljóð sá Jóhannes Bjarnason. MEnn ein saga eftir Step- hen King hefur verið kvikmynduð vestra, í þetta sinn „Dolores Clairborne“ sem segir frá blaðakonu er fréttir að móðir hennar hafi ver- ið sökuð um morð. Leik- stjóri er Taylor Hack- ford en með aðalhlutverk fara Jennifer Jason Leigh og Kathy Bates, hjúkrunarkonan væna í Eymd. MLítíð hefur spurst til frska leiksljórans Pats O’Connors en hann hefur nú sent frá sér nýja mynd sem heitir „Circle of Friends". Hún er með Chris O’Donnell f aðal- hlutverki en handritið gerði Andrew Davies. Myndin segir af þremur stúlkum sem alast upp á írlandi og kynnast strák- um, kynlífi og lffínu í stór- borginni. UNýjasta myndin um Hálendinginn byrjar f Japan og þangað er Christopher Lambert aftur kominn í nýjustu mynd sinni, sem heitir „The Hunted“. Mótleik- arar hans eru John Lone og Joan Chen en sagan segir af Lambert sem verður vitni að morði og leggur á flótta en ninja- krimmar elta hann uppi. MNýjasta myndin sem Robin Williams leikur í heitir „Jumaiyi” og er leikstýrt af Joe Johnston („Honey, I Schrunk the Kids“). Myndin segir af ungum dreng sem situr fastur í frumskógarspili en losnar mörgum árum seinna ásamt ýmsum dýr- um merkurinnar. GUMP KALLAR JÖRÐ, HALLÓ; Kevin Bacon Hanks í „Apollo 13“. og HANKS GEIMNUM Tökur hafa nú um nokk- urt skeið staðið yfír á nýrri mynd Ron How- ards(„„The Paper“) sem segir af heldur dapurlegum kafla í geimferðasögu Bandaríkjanna og heitir einfaldlega „Apollo 13“ eftir samnefndu geimfari. Tom Hanks fer með að- alhlutverkið og leikur geimfarann James A. Lo- vell sem ásamt tveimur öðrum sat fastur í geimfari sínu langt fíarri heimahög- um eftir að bilun gerði vart við sig. Með önnur hlutverk fara Bill Paxton, Kevin Bacon og Gary Sinise. Síðast lék Hanks Forrest Gump og veðja menn á að þessi mynd verði ekki síður vin- sæl en sagan af einfeldn- ingnum. 52.000 hafa séð Gump Alls höfðu um 52.000 manns séð Forrest Gump á landsvísu eftir síð- ustu helgi. Þá höfðu um 5.000 manns séð myndimar Skuggalendur, Þrír litir: Rauður og Pricillu drottn- ingu eyðimerkurinnar í Há- skólabíói. Um 12.000 manns Ógnarfljótið, sem einnig er í Sambíóunum, og um 3.000 manns höfðu séð Nostradamus. Næstu myndir Háskóla- bíós eru „Nell“ með Jodie Foster, danska teiknimynd- in Skógardýrið Hugo, sem er með íslensku tali, Ein stór fjölskylda eftir Jóhann Sigmarsson,„Nobody’s Fo- VÆNTANLEG UM PÁSKA; „Star Trek: Generations". ol“ með Paul Newman, „The Browning Version" með Al- bert Finney og spennu- myndin „Drop Zone“ með Wesley Snipes. Aðrar væntanlegar myndir í Háskólabíói eru „Specchless" og „Star Trek: Generations" og í sumar verður m.a. Kongó eftir sögu Michael Crichtons á dagskrá og „Waterwoiid" í haust. CONNERY OG GERE í RIDDARAMYND Bandaríski leikstjórinn Jerry Zucker er frægast- ur fyrir að vera hluti af ZAZ — grínþríeykinu sem gerði myndirnar „Airplane" og Beint á ská. Hann gerði líka met- sölumyndina „Ghost“ og hefur nú lokið tökum á sinni nýjustu mynd, „First Knight", með Sean Connery og Richard Gere í aðalhlutverkum. Connery leikur Artúr kóng en Gere er Lancelot og var myndin tekin í Bretlandi í sumar og haust. Vöktu tökumar mikla athygli, ekki vegna myndarinnar sjálfrar heldur nærveru Geres og hjónabandserfíðleika hans og Cindy Crawford. Zucker segir Gere hafa staðið sig sérlega vel við tökumar, en hann lenti í minniháttar slysi á hest- baki. Af Zucker er það hins vegar að frétta að hann vill reyna að komast í hóp alvarlegri leikstjóra í Hollywood og er ridd- aramyndin hans skref í þá átt. RIDDARAR HRINGBORÐSINS; Zucker hefur tal af Connery við gerð „First Knight".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.