Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 C 3 MORGUNBLAÐIÐ Viógeróir Viðgerðir á húsum eru vandasöm verkefni, sem þarfnast góðs undirbúnings, segir Bjami Olafs- son. Til þess að þær takist, þarf kunnáttumenn. SÍÐASTA smiðjugrein í Morgunblaðinu bar yfirskrift- ina „Vorverk“ og ræddi ég þá um undirbúning gluggaviðgerða og þess ef skipta þarf um glugga í húsi. Við finnum það á lyktinni úti og birtunni að vorið er að nálg- ast. Þó vitum við að enn eiga eft- ir að koma hörð og köld hret, þannig er veðráttan hér. Þessir mánuðir sem framundan eru nú munu vera hentugir til þess að gefa gaum hvar helst er þörf á viðgerðum og lagfæringum á hús- um okkar. Það er hentugra að líta á staði þar sem leka hefur e.t.v. orðið vart. Vorið er oft þurrviðra- samt og því hentugt til þess að fást við viðgerð sem kann að verða ónýt sé hún framkvæmd í rigningu eða þegar allt er renn- blautt þar sem gera þarf við. Þegar svo viðrar grípa lím og þéttiefni illa og viðgerðin getur orðið lítils virði. Svipaða sögu má segja af viðarklæðningu utanhúss eða gluggum og útidyrum. Sumt þarf að fúaveija, sumt olíubera og annað þarf að mála eða lakka o.s.frv. Múrskemmdir Múrskemmdir eru mörgum húseigendum mikið áhyggjuefni og er það skiljanlegt. Það er óskemmtilegt að sjá múrhúðun springa og flagna af húsi sínu utanverðu. Sjá vatnsbretti undir gluggum losna og molna niður eða svalahandrið og palla springa og molna, eins og sést á myndum er fylgja þessari grein. Þegar um er að ræða viðgerðir á steypu svo sem að bijóta þurfi niður svalir og steypa þær að nýju þarf ekki að vera þurrviðri en ekki má það gerast í frosti. Svona viðgerð veldur allmiklu umróti. Það þarf loftpressu til að mölva niður ónýtu steypuna. Síðan þarf að flytja múrbrotin burtu og slá upp steypumótum fyrir nýjum svölum, leggja járnagrind og tengja inn í gömlu járnin eftir því sem hægt er og panta síðah steypu. Til þess að sjá um steypuvinnuna og járnalögnina þarf að fá múrara sem hefur iðnréttindi og kann þessa hluti. Að öðrum kosti getur illa farið. Ég á við að illa steyptar eða illa og ranglega járnbentar svalir geta bilað. Víða gefur að líta svipaðar múrskemmdir á hús- um eins og eru sjáanlegar á myndinni af svölunum. Útitröpp- ur eru víða að molna niður og algeng bilun þessu lík er t.d. á húsum sem hafa steyptar þak- rennur. Slikar þakrennur hafa víða reynst illa og hafa þó marg- ir húseigendur verið iðnir við að tjarga eða bika rennurnar að inn- anverðu, mála þær og þétta árum saman. A fjölmörgum húsum hef- ur verið komist fyrir svona skemmdir á þakrennum með því að byggja þakið út fyrir steyptu rennurnar og setja síðan blikk-, plast- eða eirrennur fyrir utan steyptu rennurnar. Ónýt múrhúð Á annarri mynd gefur á að líta mikið sprungna og ónýta múrhúð undir glugga og utaná burðarsúlu. Við skoðun þessarar myndar læðast að mér grunsemdir um að þarna kunni að hafa vantað niður- fallsrör einhvemtíma og að mikill vatnsstraumur niður súluna hafí átt þátt í þessum skemmdum. Ég vil ekki fullyrða þetta en það gæti verið ástæðan. Þama þarf að fjar- lægja skemmdan múr og steypa að nýju. Ef skemmdir súlunnar ná inn í jámagrindina hefur súlan misst burðarstyrkleikann og verð- ur þá að steypa hana upp áð nýju. Það koma víða fram skemmdir í steinsteypu sem eru þessu líkar. Þær geta verið í ýmsum hornum og kverkum, í köntum við glugga. Algengt er að brúnir yfir gluggum taki að springa og molni síðan niður. Sem betur fer má oftast steypa að nýju í hina molnuðu hluta. Það er til lýta að yfírborð hinna viðgerðu svæða verður með öðmm lit en gamli múrinn og enda þótt múrhúðað sé yfir nýju steyp- una með sömu efnum og notuð vom upphaflega utan á húsið ber töluvert á hinum nýsteyptu blett- um. Hvað er þá til ráða? Það virð- ist vera algengast að húsin séu máluð að utan. Húsið fær þá frísklegra yfirbragð og litaval getur einnig heppnast vel. Víða má einnig sjá að fólk hefur gripið til þess ráðs að láta klæða húsið að utan með plötum, annaðhvort eina eða tvær hliðar, eða húsið allt. Málun úti Á þriðju myndinni sjáum við opnanlegt gluggafag þar sem málningin er flögnuð af vissum flötum gluggans og er þörf á að skrapa burtu lausa málningu og mála yfír glugga þessa húss, fyrst svona er komið með einn af glugg- unum. Mörgum fínnst það vera lítið vandaverk að „klína lit á gluggana", eins og menn segja stundum í hálfkæringi. Það er þó staðreynd að fá þarf góða fag- menn til þess að vinna slík verk. Þeir hafa haldgóða þekkingu á meðhöndlun efnisins og hvaða efni muni vera best til árangurs, þ.e. svo að sem best not verði af því að veija viðinn og að málningin haldi í sem lengstan tíma. Sumir málarameistarar hafa í vinnu hóp skólafólks yfir mesta annatíma sumarsins og veltur þá mikið á að verktakinn, málara- meistarinn, fylgist vel með verkinu og noti þekkingu sína til hins ýtr- asta. Þeir vita best hvaða efni ber að nota í hveija umferð, hvaða efni ber að nota í grunn svo að síðari yfirferðir festist vel og haldi lengi. Þetta á einnig við um það þegar bera skal á viðarklæðningu utanhúss, bera á bflskúrshurð eða olíubera eða lakka útidyrahurð. Sama máli gegnir um þakmál- un, þá vinnu þarf að vanda sem best og velja réttu efnin. Ef við ætlum að láta mála steinhús að utan, t.d. hraunpússað hús eða hús með ílagðri kvars- eða skelja- pússningu er vissulega þörf á stað- góðri kunnáttu og að efnisval sé heppilegt svo að vel dugi. Fagmenn Til þess að viðgerðir takist sem best á húsum er vissulega nauð- synlegt að stuðst sé við þá þekk- ingu sem kunnáttumenn búa yfir. Þetta á við um hina ýmsu þætti eins og að skipta um gler eða um gluggakarma, járn á þakinu, múr- viðgerðir, viðgerðir á niðurföllum og rennum. Hversvegna er ég að benda á alla þessa þætti nú sein- ustu viku marsmánaðar? Ég er að benda ykkur, ágætu lesendur Smiðjunnar, á að kominn er tími til að semja við iðnaðarmenn um NOTA þarf rétt bindiefni undir málun og nauðsynlegt er að vanda verkið. Mörgum finnst það vera lítið vandaverk að „klína lit á gluggana", eins og menn segja stundum í hálfkæringi. Það er þó stað- reynd að fá þarf góða fagmenn til þess að vinna slík verk. þær viðgerðir sem aðkallandi er að framkvæma í sumar. Allar þessar framkvæmdir þarfnast undirbúnings. Segjum t.d. að skipta þurfí um glugga, þá getur hafa komið í ljós að æskilegt væri að flytja til pósta í gluggum eða að breyta gerð glugganna á ein- hvern hátt, þá þarf að teikna breytinguna og sækja um leyfi til breytingarinnar hjá byggingafull- trúa. Svona koma ávallt fram efn- hver atriði sem þarfnast e.t.v. lengri undirbúnings en við höfðum, reiknað með. Gangi ykkur vel. SMIÐJAN BURÐARSÚLA missir styrkleika við múrskemmdir. Þarna þarf að fjarlægja skemmdan múr og steypa að nýju. Ef skemmdir súlunnar ná inn í jámagrindina hefur súlan misst burðarstyrkleikann og verður þá að steypa hana upp. Ljósmyndir/Bjami Ólafsson SVAX.IR sem springa og molna niður eru hættulegar og geta valdið slysum.Það er óskemmtilegt að sjá múrhúðun springa og flagna af húsi sínu utanverðu og sjá vatnsbretti undir gluggum losna og molna niður eða svalahandrið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.