Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 6. MAl 1995 MORGUNBLAÐIÐ HM I HANDKNATTLEIK Bjartsýni og ákveðni höfðu betur gegn úrtölum og áföllum Það er eitt að láta sig dreyma stórt og annað að sjá drauminn rætast. Það er eitt að segjast ætla að halda eitt stykki heims- meistaramót í handknattleik og annað að fá slíka hugdettu samþykkta hjá innlendum sem erlendum yfírvöldum. Það þarf kraft og þor til að halda settu marki þegar forsendur fyrir keppnishaldi virðast brostnar rúmum þremur árum áður en viðburðurinn á að hefjast. En eins og Steinþór Guðbjartsson ■ ' 5 rifjar nér upp létu forystumenn Handknattleikssambands Is- lands úrtölur og áföll ekki á sig fá heldur tóku á vandanum, öðluðust traust og trú á ný, unnu sig út úr skuldunum og geta borið höfuðið hátt í dag, daginn áður en 14. Heimsmeist- arakeppnin í handknattleik verður sett í Laugardalshöll. Morgunblaðið/RAX LAUGARDALSHÖLLIN hefur tekið miklum breytingum eins og sjð má á myndinni sem var tekin í gær, breytt og bætt Höll, sem verður þéttsetin á morgun en þá mætir ísland Bandaríkjunum. Islenska landsliðið fékk óvænt að vera með á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 og fylgdi sjötta sætinu eftir með því að ná sama sæti í Heimsmeistarakeppninni í Sviss 1986. Þessi árangur vakti óneitanlega athygli en Jón Hjaltalín Magnússon, þáverandi formaður HSI, vildi fara alla leið með því að sælq'a um að halda Heimsmeistara- keppnina 1994. Honum tókst ekki aðeins að sannfæra aðra forystu- menn innan hreyfingarinnar um ágæti hugmyndarinnar heldur fékk ýmsa áhrifamenn í lið með sér og var sérstök undirbúningsnefnd vegna umsóknarinnar tilnefnd í apríl 1987. Stuðningur ríkisstjómarinnar vóg þyngst og sendiherrar íslands áttu stóran þátt í að kynna væntanlega umsókn og afla henni fylgis. Ríkis- stjómin lýsti því yfir að áætlanir væru um byggingu nýrrar hallar fyr- ir um 8.000 áhorfendur og gefínn var út kynningarbæklingur þar sem m.a. borgarstjóri, ráðherrar og for- seti íslands lögðu sitt af mörkum. HSÍ vann ötullega að því að fá sam- bönd Alþjóða handknattleikssam- bandsins, IHF, á sitt band og var engu til sparað, tugum milljóna var varið í verkið. Samþykkt og dregiö í land ísland og Svíþjóð sóttu um að halda keppnina 1994 en haustið 1987 komu fram hugmyndir um að halda HM annað hvert ár frá og með 1993. Bæði samböndin einbeittu sér að keppninni 1993 og studdi ríkisstjóm íslands umsókn HSÍ áfram. Barátta frændþjóðanna var mikil en á þingi IHF í Seoul fyrir Ólympíuleikana 1988 komust Islendingar og Svíar að samkomulagi og var varpað hlut- kesti um hvor þjóðin fengi HM 93. Svíar hrósuðu happi og þingið sam- þykkti jafnframt að HM 95 yrði á Islandi. Kostnaðaráætlanir vegna bygg- ingu nýrrar hallar fóru fyrir bijóstið á stjómvöldum en 1990 gerði Kópa- vogsbær samning við ríkisvaldið um byggingu skóla-, íþrótta- og menn- ingarmiðstöðvar í Kópavogsdal. Áætlaður kostnaður var 954 milljón- ir og skyldi framlag ríkisins vera 300 milljónir. Skömmu síðar tók nýr meirihluti við í bæjarstjóm Kópavogs og sætti hann sig ekki við framlag ríkisins, þótti hlutur þess of lítill. I nóvember 1991 var gert samkomu- lag þess efnis að Kópavogur hætti við fyrirhugaðar framkvæmdir og fengi 10 milljónir úr ríkissjóði upp í útlagðan kostnað og ríkisvaldið Ios- aði sig frá frekari skuldbindingum gagnvart HSÍ í ársbyijun 1992 með 20 millj. kr. greiðslu. Á þessum tíma voru bókfærðar nettóskuldir HSÍ um 70 milljónir en greiðsla ríkissjóðs gerði HSÍ kleift að helminga skuldimar. Umræðan var neikvæð í garð sambandsins og var hart lagt að mönnum að gefa HM frá sér í ljósi breyttra aðstæðna. En forysta HSÍ var ekki á því og þó IHF legðist gegn mótshaldi á ís- landi vegna þess að ekki átti að standa við gefin loforð um byggingu nýrrar hallar sem tæki a.m.k. 7.000 áhorfendur staðfesti þing IHF í júlf 1992 áður samþykkta umsókn ís- lands. Hins vegar var IHF ekki tilbúið að kyngja því að úrslitaleikurinn færi fram í höll sem tæki aðeins 4.200 áhorfendur og dró á langinn að staðfesta fyrri samþykktir. Mótshaldið hékk á hálmstrái Fyrir tveimur ámm, nánar tiltekið 13. maí 1993, fékk HSÍ bréf frá IHF þar sem farið var fram á að ábyrgð- um vegna sjónvarpsútsendinga, stækkun Laugardalshallar og trygg- ingafés yrði skilað fyrir lok júní 1993. Fram kom að íslenska Sjónvarpið yrði að ábyrgjast útsendingar frá öllum umbeðnum leikjum og það eða mótshaldari að greiða kostnað við uppsetningu tækjabúnaðar, en IHF hafði selt svissneska fyrirtækinu CWL sjónvarpsréttinn. Ásteytingar- steinninn var hver ætti að greiða tæplega 60 millj. kr. framleiðslu- og útsendingarkostnað sjónvarps. Allir sögðu ekki ég og stóð lengi í stappi. Frestur til að ganga frá sjónvarps- málinu var gefinn til 30. september sama ár en endanleg lausn lá ekki fyrir fyrr en 28. febrúar í fyrra, þeg- ar IHF bauðst til að borga um 10 millj. kr. af fyrmefndum kostnaði en HSÍ sat eftir með afganginn, um 42 milljónir. Hinn kosturinn var að hætta við keppnina. Haustið 1993 var hins vegar fallist á tillögur ís- lendinga um breytta tímasetningu mótsins. Grœnt Ijós - en víöa rautt 2- maí í fyrra fékk HSÍ loks lang- þráð bréf frá IHF þar sem staðfest var að undirbúningur vegna HM 95 mætti byija en þá voru tæplega sex ár liðin frá því þing IHF samþykkti fyrst að keppnin yrði á íslandi. En ekki var sopið kálið þó í aus- una væri komið. Að vísu voru nettó- skuldir HSÍ komnar niður í 13 millj- ónir en HM-nefndin hafði ekkert ráðstöfunarfé ári fyrir mót og dýr- mætur tími hafði auk þess farið til spillis. En framkvæmdanefndin var starfinu vaxin og eftir að samið hafði verið um sölu aðgöngumiða birti til á ný, fjárhagslegt öiyggi var tryggt. Umræður um byggingu fjölnota íþróttahúss voru teknar til alvarlegr- ar athugunar en tíminn var of naum- ur. Hins vegar ákvað borgarstjóm Reykjavíkur að gera gagngerar breytingar á Laugardalshöll og reisa viðbyggingu og er mannvirkið, sem tekur ;um 5.000 áhorfendur, nú hið glæsilegasta. ' Þrátt fyrirgóðan vilja allra hlutað- eigandi undanfarin misseri hafa ýmis utanaðkomandi áhrif truflað annars markvissan undirbúning. Bókunarmiðstöð hótela vegna vænt- anlegra erlendra gesta gerði það að verkum að markaðssetning erlendis hófst mun seinna en talið var æski- legt. Órói skapaðist í síðustu viku þegar flugfreyjur boðuðu verkfall og boðað verkfall rútubflstjóra í næstu viku getur sett strik í reikninginn. Góður undirbúningur En eftir stendur að 14. Heimsmeist- arakeppnin í handknattleik hefst i Laugardalshöll á morgun. „Ég full- vissa alla um að undirbúningurinn á íslandi verður í alla staði mjög góð- ur, margar góðar hallir verða til stað- ar og eins margir áhorfendur og mögulegt er,“ sagði Matthías A. Mathiesen, þáverandi samgönguráð- herra og samstarfsráðherra Norður- landa, m.a. á þingi IHF í Seoul 1988 eftir að umsókn íslands hafði verið samþykkt. Það em orð að sönnu. Trúin alltaf fyrir hendi MAÐURINN á bak við HM 95 á íslandi er Jón Hjaltalín Magnús- son, fyrrverandi formaður HSÍ. Hann fékk hugmyndina, fylgdi henni eftir og stóð sem klettur í hafí þegar mestu áföllin dundu yfir. „Ég er ánægður með að keppnin sé komin á framkvæmda- stig og ég veit að hún gengur mjög vel auk þess sem ég er viss um að liðið okkar stendur sig mjög vel,“ sagði Jón við Morgun- blaðið í gær. „Ég hef alltaf haft trú á þessu og vissi að þetta yrði framkvæmt þó ýmislegt hefði gengið á. Eg vil þakka öllum þeim sem höfðu trú á þessu og stóðu með okkur og fyrirgef þeim sem voru á móti þessu. Auk þess óska ég þjálfaranum og liðinu alis hins besta." Ólafur B. Schram, formaður Handknattleikssambandsins Vinnugleði starfs- manna stendur upp úr Olafur B. Schram tók við for- mennsku í HSl fyrir tveimur árum og nú sér hann fyrir endann á þrotlausri vinnu. Eins og gefur að skilja hefur formaðurinn þurft að taka á mörgum málum varð- andi Heimsmeistarakeppnina en ekki stóð á svarinu þegar hann var spurður um hvað væri ánægjulegast nú þegar keppnin væri að verða að veruleika. „Vinnugleði starfsmanna, það er engin spuming. Við höfum verið undirmönnuð vegna þess að við höfum ekki haft efni á því að greiða fleiri starfsmönnum laun, en við erum með úrvalslið og eng- inn hefur talið eftir sér að vinna langan vinnudag, jafnvel langt fram á nótt og byija jafnframt árla morguns. Enda er afskaplega gaman að vinna við svona átaks- verkefni. Þetta er rispa, svo er kvittað undir og búið á ákveðnum tíma. Þetta er allt annað um- hverfí en ég hef áður- unnið við. Eins er ég ánægður með það að almenningur virðist hafa áttað sig á því að það verði mót héma sem sést best á því að miðasalan hefur aukist gífurlega dag frá degi. Kynningin og auglýsingar okkar hafa heppnast vel, mark- aðssetningin á mótinu hefur verið mjög góð sem hefur gert það að verkum að öll aðstoð sem við þurf- um að leita eftir er auðfengin, allt í þá veru hefur tekið miklum stakkaskiptum." Þrátt fyrir fyrrnefnda þætti sagðist Ólafur hafa orðið fyrir vonbrigðum með ýmislegt. „Framkoma erlendra sam- banda og virðingarleysi þeirra gagnvart skipulagi hefur valdið mér mestu vonbrigðum. Ókunn- ugleiki þeirra á ísiandi og íslend- ingum. Skipunartónn IHF. En þrátt fyrir að oft hafi syrt í álinn hef ég innst inni aldrei misst von- ina. Utlitið hefur oft verið'dökkt og þess vegna má segja að undir- búningurinn hefur ekki verið eins og ég hefði allra helst óskað mér.“ Aðspurður um hvað helst skyggði á nefndi Ólafur sjón- varpsmálið. „Sú þvingun sem var sett á okkur þess efnis að við yrðum sjálfir að standa undir kostnaði við sjónvarpsútsendingar kom mjög illa við okkur. Að litla HSÍ skuli eitt hafa þurft að standa undir öllum kostnaði. Þetta hefði aldrei verið hægt nema með ífrustu hagsýni RUV en þó er um að ræða 42 milljónir sem við álít- um áfrávíkjanlegan og óumdeilan- legan kostnað sem við véfengjum ekki en það er mjög hart að við Morgunblaðið/Stcinþór Ólafur B. Schram þurfum að borga hann. Þessar 42 milljónir hefðu komið sér afskap- lega vel.“ Ólafur sagði að framundan væri einstakur viðburður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. „Þetta er algjör veisla og það að koma í Höllina og vera við- staddur svona heimsviðburð, heimsmeistarakeppni í ólympíu- grein, á að vera jafn heilagt ís- lendingum eins og að fara á Þing- völl 17. júní. Þetta gerist ekki nema einu sinni á mannsævi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.