Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 B 5 HM I HANDKNATTLEIK Níu lið koma til ís- lands í dag FIMM HM-þjóðir komu með landsliðs sín til'íslands í gær; Brasilía, Egyptaland, Japan, Ma- rokkó og Túnis. Áður höfðu Kú- veit, Rússland, Alsír og Suður- Kórea mætt með lið sín. í dag mæta níu landslið til íslands; Kró- atía, Danmörk, Frakkland, Þýska- land, Ungverjaland, Slóvenía, _ Sviss, Svíþjóð og Bandaríkin. Á morgun koma síðustu liðin; Hvíta- Rússland, Spánn, Kúba, Tékkland og Rúmenia. Tékkar og Rúmenar koma síðastir HM-liða til landsins, með Flugleiðavél frá London kl. 23.50 annað kvöld. Vísa greiðir 10 þúsund á hvertís- lenskt mark VÍSA ísland hefur heitið því að greiða íslenska landsliðinu í hand- knattleik tíu þúsund krónur fyrir hvert mark sem það skorar í heimsmeistarakeppninni. Þessu má líkja við að fyrirtækið hafi lagt fé til höfuðs andstæðingum íslands á HM. En hvað þýðir þetta fyrir HSI sé miðað við að íslenska landsliðið skori nú í keppninni jafn mörg mörk í að meðaltali í leik eins það hefur gert á síðustu þremur heimsmeistaramótum? Skoðum tölur. Þegar keppnin fór fram í Sviss árið 1986 lék Island sjö leiki og skoraði í þeim 155 mörk. í Tekkó- slóvakíu árið 1990 lék íslenska landsliðið einnig sjö leiki og gerði 151 mark. Síðasta keppni fór fram í Svíþjóð árið 1993, lék íslenska liðið sama fjölda leikja og í fyrri mótunum tveimur sem getið er um og þá skoruðu það 158 mörk. Meðaltalið úr þessum þremur heimsmeistaramótum er rétt rúm- lega 22 mörk í leik. Sé tekið mið af því að íslenska landsliðið leiki sjö leiki nú og skori 22 mörk að jafnaði þá verða mörkin samtals 154 og áheitagreiðslan frá Vísa 1.540.000 krónur. Leiki ísland átta leiki og áfram miðið við sama markafjölda, 22, þá verða mörkin 176 og upphæðin frá Vísa 1.760.000 kr. Ef svo fer að íslenska liðið komist alla leið í úrslitleikinn og leiki þar með níu leiki og enn er reiknað með sama fjölda marka að eðaltali þá verður markafjöldin 198 og Vísa þarf að leggja út 1.980.000 kr. Það er því Ijóst að umtalsverðir peningar eru í pottinum hjá ís- lenska landsliðinu og forráða- mönnum þess og hvert mark verð- ur umtalsverður búhnykkur og ætti að koma sér vel eftir kostnað- inn sem var samfara undirbúningi liðsins fyrir heimsmeiarakeppn- ina. ^>hve*^ I heimsmeistarakeppni má ekkert út af bregda 20 eintök á mínútu. 50 blaða frumritamatari (aukabún.). 10 hólfa afritaraðari (aukabún.). Ljósritar í tveimur litum. Sjálfvirkur skerpustillir. Stækkun og minnkun 50-200% í I % þrepum. Heppileg mánaðarnotkun: 4.000-20.000 eintök. Mjög hljóðlát. Myndvinnsla. Aðgangsnúmer fyrir notendur. Við bjóðum Xerox 5320 Ijósritunarvélina á sérstöku HM-verði meðan á keppni stendur! v Með hverri Ijósritunarvél j fylgja 2 miðar á einn leik íslands í heimsmeistarakeppninni. RANK XEROX RANK XEROX ÖLL LJÓSRITUN Á HM'95 SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 569 7700 Alltaf einu marki yfir The Document Company / / - Utbreiddasti gagnagrunnur Islands á UNIX STRENGUR hf. - í stöðugri sókn Stórhöfða 15, Reykjavík, sími 587 5000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.