Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 8
8 B LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 B 9 HM I HANDKNATTLEIK HM I HANDKNATTLEIK Bangt Johansson, þjálfarl Svía, fagn- ar helntsmeistaratitlinum í Tékkó- slóvakíu 1990. Sjálfstraustið kom með heimsmeist- aratitlinum EFTIR HM í Sviss gerðu Svíar mark- vissa áætlun sem miðaði að því að Svi- þjóð yrði heimsmeistari 1990 og það gekk eftir. Staffan Olsson sagði að þessi kaflaskipti hefðu haft mikið að segja fyrir sænska landsliðið. „Heimsmeistaratitillinn veitti okkur aukið sjálfstraust sem er nauðsynlegt í þessari stöðu og eftir að hafa náð á topp- inn hefur okkur reynst auðveldara að halda okkur þar en vissulega verðum við að leggja meira á okkur en áður. Hins vegar vitum við hvað þarf og það er allt auðveldara fyrir vikið.“ Staffan sagði að Sænska handknatt- leikssambandið hefði alltaf unnið sam- kvæmt skipulagðri áætlun. „Áætlun er eitt en heppni er nauðsynleg til að dæm- ið gangi upp, leikmennimir þurfa að ná vel saman og ekki síst verða hæfíleikam- ir að vera fyrir hendi. Hjá okkur kom upp samhentur, samstiga og hæfiieika- ríkur hópur leikmanna á sama tíma sem hefur ráðið úrslitum. Okkur hefur liðið vel á toppnum en við höfum líka fengið að finna fyrir því að önnur lið leggja allt í sölumar til að sigra okkur og við vitum það. Þess vegna verðum við stöðugt að bæta við, leggja meira á okkur, og það höfum við gert. Þess vegna höfum við ekki þurft að vera Iengi saman í æfinga- búðum, við æfum vel með félagsliðum okkar, höfum leikið lengi saman og ski\j- um veí hvem annan en ég held að marg- ir í hópnum hætti eftir Ólympíuleikana t Atlanta 1996, jafnvel ég, þó ég hafi ekki ákveðið það ennþá.“ Hvað gerist þá varðandi sænska lands- liðið? „Þegar em komnir nokkrir yngri menn inn I hópinn og fleiri bætast að sjálfsögðu við en ég vona að þeir haldi merkinu áfram á lofti." Staffan sagði að alþjóða handboltinn hefði tekið miklum breytingum síðan hann byrjaði með landsliðinu. „Nú eiga miklu fleiri leikmenn en áður möguleika á því að leika sem atvinnumenn. Iþróttin er tæknilegri og ég vona að hún haldi áfram á þeirri braut Eins er mikilvægt að hún haldi vinsældum hjá stórþjóðum eins og Þýskalandi og Frakklandi vegna þess að þar em peningamir, mun öfiugri styrktaraðilar og fyrirtæki en I minni löndum eins og Svíþjóð og íslandi þar sem fjármagn er ekki fyrir hendi til að gera það sem æskilegt er að gera. Hins vegar er ánægjulegt að stöðugt bætast fleiri handboltaþjóðir I hópinn og ég held að handbolti eigi eftir að ná meiri vinsældum í enn fleiri löndum." ÞJÓÐIRNAR í D-RIÐLI $ Staffan, sem er 31s árs síðan í mars, var valinn í sænska landsliðið eftir Heimsmeistara- keppnina í Sviss 1986 og hefur verið sterkur hlekkur í nær óijúfanlegri keðju æ síðan. Allir handboltaunnendur þekkja hæfni hans inni á vellinum en hvernig stóð á því að handbolti varð fyrir valinu hjá honum sem íþróttagrein og síðar lifibrauð, hvernig hefur ferillinn þróast úr einföldum leik á skólalóð í hinn harða heim at- vinnumennskunnar? Reyndi allt „Þegar ég var 10 ára var skipu- lögð bekkjakeppni í skólanum og ég var með eins og hinir strákarn- ir. Á þessum tíma skar ég mig á engan hátt úr hópnum nema hvað ég var örvhentur sem var langt því frá að vera algengt. Næstu ár reyndi ég allt, var í tennis, fót- bolta, íshokkí en svo fór að ég fann mig best í handboltanum. Eg byijaði að leika með Skánela en þegar ég var 15 ára stækkaði ég ört og skipti yfir í 'Cliff í Stokk- hólmi sem var með mjög gott lið í mínum aldursflokki. Þar efldist ég og styrktist en 1989 flutti ég til Þýskalands og lék með Hútten- berg í tvö ár. Þá meiddist ég á hné og var frá í átta mánuði en fór síðan aftur til Cliff þar sem ég var í nokkra mánuði. Eftir Ólympíuleikana í Barcelona 1992 gerði ég samning við þýska félag- ið Niederwúrzbach og hef verið þar síðan.“ Hann bætti við að tilviljun hefði ráðið hvernig veður hefðu skipast á lofti. „Draumurinn var auðvitað að vera atvinnumaður í hand- boltanum en ég átti ekki von á að hann yrði að veruleika.“ Börnin „þýsk“ Eitt af einkennum atvinnu- mennsku í íþróttum er löng fjar- vera frá fjölskyldunni en Staffan segir þetta ekkert vandamál því góður tími gefíst inni á milli til að vera með fjölskyldunni. Hann er kvæntur Marie og eiga þau tvö börn — Hanna er fjögurra og hálfs árs og Henrik eins og hálfs árs. „Marie vissi að hveiju hún gekk fyrir 13 árum. Hún skilur þetta vel og stendur heils hugar á bak við mig. Meðan við vorum tvö ein í kot- inu var þetta í raun ekkert mál en aðstæður breyttust þegar dóttirin kom í heiminn. Vissulega hef ég ekki mikinn tíma með fjölskyldunni en ég hefði ekki meiri tíma ef ég væri í öðru starfí. Ef ég væri ekki í handbolt- anum yrði ég að vinna átta til 10 tíma í dag þannig að þegar öllu er á botninn hvolft hef ég ekki aðeins meiri tíma með fjölskyld- unni heldur örugglega meiri pen- inga. Ég get leyft mér að gera það sem ég vil og það er ánægju- legt að geta unnið við það sem ég er bestur í og leikið mér að spila tennis með hægri þó ég sé langt því frá að vera góður í þeirri grein.“ Hann sagði samt að þó gott væri að vera í Þýskalandi væru tvær hliðar á málinu. „Dóttirin var aðeins eins árs þegar við fluttum og því hefur hún að mestu alist upp í þýsku umhverfí en strákur- inn fæddist í Þýskalandi. Þó sænska sé okkar mál á heimilinu talar hún þýsku óaðfinnanlega og í raun eru börnin „þýsk“ en ég STAFFAN Olsson er öilum íslensk- um handknattleiksunnendum kunnur. Þessi síðhærði, örvhenti Svíi hefur hvað eftir annað gert íslenska landsliðinu lífið leitt og lengi vel var honum illa tekið af íslenskum áhorfendum en hann svaraði ávallt að bragði með snilld- arleik. Fyrir vikið hefur hann unn- ið áhorfendur frekar á sitt band eins og glöggt mátti sjá og heyra á Opna Reykjavíkurmótinu fyrr í vetur. Það kann hann vel að meta eins og kemur fram í viðtali við Steinþór Guðbjartsson en Staff- Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Á leiðinni ÍSLAND og Svíþjóð mættust á alþjóðamótinu í Danmörku í liðinnl viku og að sjálfsögðu var Staffan Olsson í sænska llðlnu. Rútuferðin frá hótell lelkmanna að lelkstað tók vel á aðra klukkustund og nýttl kappinn tímann til að sinna mikll- vægi símtall við samstarfsmann hjá Rehband. Svíar unnu Spánverja síðast fyrir 37 árum - SVIÞJOÐ Ár Úrsl HM1958 Spánn - Svíþjóð 11:2 HM1974 Spánn - Svíþjóð 15:1 HM1982 Spánn - Svíþjóð 23:2 „Þýskir“ Svíar Morgunblaðið/Sverrir SÆNSKU landsliðsmennirnir hafa ekki aðeins verið sigursælir með lands- liðinu heldur hafa margir þeirra fagnað glæstum sigrum með félagsliðum sínum. Magnus Wislander varð Þýskalandsmeistari með Kiel og Staffan Olsson fagnaði Evrópumeistaratitli með Niederwiirzbach í borgarkeppni Evrópu en hér leggja Staffan og Magnus á ráðin. boltann. Hann segir að öll mennt- un sé góð og hann hafí lært mikið vegna starfs síns sem atvinnumað- ur í handbolta. „Ég hef kynnst siðum annarra þjóða, lært að lifa í erlendu landi. Eg hef fengið tækifæri til að kynn- ast fólki af öðru þjóðerni og ekki síst fólki utan handboltans, hugs- un þess og lífsháttum. Ég hef eign- ast marga nýja vini og allt er þetta mjög mikilvægt, uppbyggjandi. Það eykur víðsýnina og hjálpar við að skilja aðra betur. Eins hef ég lært þýskuna og hún kemur mér að góðum notum þegar ég sný aftur heim til Svíþjóðar. Með spila- mennskunni hef ég verið að selja vörur fyrir Rehband og kem til með að halda því áfram. Þá þarf ég að vera í stöðugu sambandi við menn í Þýskalandi og þá nýtist þýskan vel.“ Atvinnumennskan kom óvænt Staffan á tvo bræður. Sá eldri er 38 ára og hefur ekki verið í íþróttum en sá yngri, Niklaus, sem .er 27 ára, er rétthentur línumaður hjá 2. deildar liði Skánela þar sem ferill skyttunnar hófst. Niklaus fékk tækifæri með landsliðinu fyr- ir tveimur árum „en þá var ekki teflt fram sterkasta liði,“ sagði Staffan. Hann sagði að atvinnumennsk- an hefði borið óvænt að og aldrei hefði verið um neinn þrýsting að ræða heiman frá enda enginn sér- stakur íþróttaáhugi í fjölskyld- unni. „Pabbi var reyndar að gutla í marki í fótbolta í 5. eða 6. deild og mamma var aðeins í handbolt- anum á sínum yngri árum en það verður varla sagt að þau hafi ver- ið sérstaklega íþróttalega sinnuð.“ Sem fyrr sagði byijaði Staffan að leika í Þýskalandi 1989, „ein- faldlega vegna þess að ég fékk bestu tilboðin þaðan. Tækni leik- manna er ekki eins mikil í Þýska- landi og í Svíþjóð en baráttan er meiri sem hefur kennt mér að beijast fyrir hlutunum. Eins er andrúmsloftið í höllunum annað og skemmtilegra, það er alltaf fullt hús í Þýskalandi." Svíar urðu í fjórða sæti á Heimsmeistarakeppninni í Sviss 1986 og eftir keppnina urðu an, eins og aðrir lykilmenn í sænska landsliðinu sem kemur til landsins í dag, íhugar að hætta eftir Ólympíuleik- ana í Atlanta síðsumars 1996. AKUREYRI vona að þau verði sænsk á endan- um.“ Mlkilvægur lærdómur Staffan lauk öðrum bekk í menntó en fór síðan á fullt í hand- Síðhærður ísextán ár Ár Úrslit HM1964 Svíþjóð - Egyptaland 26:11 H M 1993 Spánn - Egyptaland 17:14 Hvíta-Rússland tekur þátt í sinni fyrstu HM Brasilía lék síðast fyrir 37 árum, 1958 í A-Þýskalandi Kúveit lék síðast fyrir13árum, 1982 í V-Þýskalandi nokkrar breytingar á hópnum og þá kom Staffan m.a. inn. „Ég hafði leikið með yngri landsliðun- um og sá fljótt að til að komast í landsliðið varð ég að leggja mik- ið á mig og ég gerði það. Það hjálp- aði mér að vera örvhentur því að því leyti var engin samkeppni. En jafnframt voru strax gerðar miklar kröfur til mín og minna löngu arma. Stundum gerði ég einfalda hluti flókna en landsliðsþjálfararn- ir, fyrst Roger Carlsson og svo Bengt Johansson, hafa ávallt stað- ið vel við bakið á mér og varið mig, sagt mér að leika eins og ég væri vanur.“ Síðhærður í 16ár Það er auðvelt að þekkja Staff- an úr hópi manna. Hann er hávax- inn og sennilega síðhærðasti landsliðsmaður heims í handbolta um árabii. „Ég hef verið svona síðan ég var 15 ára. Ég veit ekki af hveiju. Örugglega ekki til að vekja at- hygli eða til að njóta vinsælda en sennilega er það vegna þess að mér líkar það vel.“ Hann bætti við að síða hárið hefði hvergi vakið athygli nema á íslandi og aðeins þar hefði hann verið kallaður „Faxi“. „Ég hef lit- ið svo á að þetta uppnefni væri meint í niðrandi merkingu en það hefur engin áhrif á mig, truflar mig ekki, og reyndar þegar ég var á Islandi í vetur fann ég fyrir meiri vinsemd en áður.“ í fótspor Hansa Schmidt RÚSSINN Talant Dujshebaev, sem leikur með Teka á Spáni, hefur fetað í fótspor Rúmenans Hans-Gunther „Hansa“ Schmidt, með því að gerast ríkisborgari í öðru landi, eftir að hann varð heimsmeistari. Dujshebaev, sem var leik- sijórnandi Rússa í HM1993 í Svíþjóð — fagnaði þar heimsmeistaratitli sem fyrirliði, hefur gerst spænskur ríkisborgari og leikur með Spánveij- um hér á landi. Hansi Schmidt, sem er af þýsku bergi brotinn, var í heimsmeistarahópi Rúmena í HM 1961 i V-Þýskalandi — gerðist síðan flótta- maður og þýskur rikisborgari og lék með lands- liði V- Þýskalands. TVEIR HM-GETRAUNASEÐLAR SEÐILL 1: LAUGARDAGUR 6. MAÍ KL. 20:20 SEÐILL 2: LAUGARDAGUR 13. MAÍ KL. 13:55 NOTIÐ NÝJU SEÐLANA ÞEIR GEFA KOST A 14 LEIKJUM (Einnig er hægt að nota Eurotips seðla) MUNiÐ AÐ MERKJA í AUKASEÐIL ^ ^ o JHV ^ ;yi LJ iX! i { (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.