Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 4
4 B LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HM I HAIMDKNATTLEIK Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari Markatalan getur ráðið ÞJÓÐIRNAR SEM LEIKA í KÓPAVOGI Fyrsti leikur íslands á heimavelli í úrslitakeppni heimsmeistara- mótsins í handknattleik verður í Laugardalshöll annað kvöld. Opn- unarleikur mótsins verður á milli Sviss og Túnis í Höllinni kl. 15, Ungveijaland og Suður-Kórea mæt- ast klukkan 17, opnunarhátíð keppn- innar verður klukkan 19 og að henni lokinni eða kl. 20 hefst viðureign íslands og Bandaríkjanna. „Það er ekkert auðvelt í þessari keppni,“ sagði Þorbergur Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari, við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Vissulega reikna ekki margir með miklu frá Banda- ríkjamönnum en það er oft svo að lið sem eru ekki líkleg til stórræða geta sérstaklega reynst erfið í fyrsta leik og síðan fjara þau út. Við gerum okkur grein fyrir þessu og mætum af fullum krafti í fyrsta leik enda getur markatalan ráðið úrslitum og hver einasti leikur telur.“ Fjögur efstu lið hvers riðils fara í 16 liða úrslit og ráða stig röð lið- anna. Verði lið jöfn að stigum þá gilda fyrst úrslit úr innbyrðis leik eða leikjum. Sé enn jafnt ræður marka- tala úr innbyrðis leik eða leikjum og síðan fleiri mörk gerð úr þessum við- ureignum. Ef lið eru enn jöfn gildir markatala úr öllum leikjum og ef hún nægir ekki er litið á ijölda marka sem liðin gera. „Það er ómögulegt að spá í ein- stök úrslit," sagði Þorbergur. „Við tökum einn leik fyrir í einu með því markmiði að sigra í riðlinum og höf- um ekki áhrif á úrslit í öðrum leikj- um. Þegar riðlakeppninni fer að ljúka geta menn betur spáð í spilin og það má vera að sú staða komi upp að einhver lið telji betra að tapa síðasta leik með væntanlega mótheija í 16 liða úrslitum í huga en samt held ég að menn hugsi ekki svo þegar á reynir því enginn veit hvernig úrslit annarra leikja á sama tíma verða." Áhorfendur mikilvægir Þorbergur sagði það skemmtilega tilbreytni að leika á heimavelli og það hefði oft sýnt sig að íslenskir áhorfendur gætu gert gæfumuninn. „Við erum ekki að fara í æfíngaleiki heldur skiptir öllu að vel gangi," sagði landsliðsþjálfarinn. „Fyrsta sætið í riðlinum er því gífurlega mikil- vægt og það getur ráðið því hvort við eigum möguleika á að leika til verðlauna eða ekki. Hins vegar vil ég ítreka að markmiðið er fyrst og fremst að vera í einu af sjö efstu sætunum til að tryggja sæti á Ólympíu- leikunum 1996. Ef það tekst bjóða Bandaríkja- menn okkur til Atlanta í haust þar sem boðið verð- ur upp á fímm leiki. Síðan eru sex leikir í Evrópu- keppninni í haust og tak- markið þar er að komast í úrslitakeppnina á Spáni að ári. Ef við náum fyrrnefndu markmiði bjóða Svíar okkur á heims- bikarkeppnina í janúar á næsta ári og síðan yrði undirbúningur fyrir Ólympíuleikana og leikarnir sjálfír á kostnað Ólympíunefndar. Þetta sýnir að eitt af sjö efstu sætunum skiptir öllu fyrir liðið og er um leið gífurlegt peningaspursmál fyrir sambandið." Hann sagði að liðið vissi að hveiju það gengi og sagðist vona að áhorf- endur gerðu það sem þeir gætu. „Markviss hvatning hefur gífurlega mikið að segja og síðan skiptir miklu máli að gera andstæðingum okkar lífíð leitt. Það.gera áhorfendur best með því að baula á þá eftir að þeir hafa verið 10 til 15 sekúndur í sókn því þá fínnst þeim eins og þeir hafi verið í tvær til þijár mínútur og gera frekar mistök. Ef áhorfendum tekst þetta er það á við mörg mörk fyrir okkur.“ rangur þeirra hverrar gegn annarri í HM RÚMENÍA - DANMÖRK RUMENIA - FRAKKLAND /Unnið 3 Jafnt Tap Frakkland vann Rúmeníu 23:22 í HM í Svíþjóð 1993 Leikir 7 i ■ Unnið 5 Jafnt 0 Tap 2 DANMORK - FRAKKLAND Leikir 3 Rúmenía - Japan Leikir U 2 2 J T Árangur 0 0 100% Danmörk - Alsír 1 1 0 0 100% Frakkland - Japan 1 1 0 0 100% Frakkland - Alsír 1 1 0 0 100% Japan - Alsír 2 2 0 0 100% KÓPAVOGUR Árangur Þjóðverja gegn öðrum þjóðum í C-riðli ÞÝSKALAND V-Þýskaland og sameinað landslið, 1938,1958,1961 og 1993 Leikir U J T Árangur Danmörk 6 4 1 1 75% Frakkland 4 4 0 0 100% Japan 2 2 0 0 100% Rúmenía 3 2 1 0 83% Þýskaland og Danmörk gerðu jafn- tefli 20:20 í HM í Svíþjóð 1993 A-ÞÝSKALAND, 1964-90 Leikir U J T Árangur Rúmenía 5 1 1 3 30% Danmörk 1 1 0 0 100% Japan 3 3 0 0 100% Frakkland 1 1 0 0 100% Morgunblaðið/Sverrir ÞORBERGUR þjálfari leggur á ráðin á síðustu æfingu og Berg- sveinn Bergsveinsson, markvörður, fylglst einbelttur með. Beinar útsendingar hjá RÚVfrá HM SJÓNVARPIÐ sýnir þrjátíu og fimm leiki beint frá HM og „veislan" hefst strax og fyrsti leikur verður flautaður á kl. 15 á sunnudaginn. í dag kl. 17:20 -18:20 verður þátturinn A lokasprettinum sýndur beint úr Laugardalshöll. Rifjuð verður upp saga landsliðsins frá 1984 og spjallað við núverandi og fyrrverandi landsliðsmenn. Eftirtaldir leikir verða sýndir beint á sunnudag og mánudag. Sunnudagur 7. mai: Sviss-Túnis................14:55 Ungveijaland - Suður Kórea.16:55 ísiand - Bandaríkin........19:55 Mánudagur 8. maí: Rússland - Kúba............14:55 Þýskaland - Rúmenía........16:55 Strákarnir töpuðu fyrir Alsír PILTALANDSLIÐIÐ (U-21) lék við A-landslið Alsír í Smár- anum í gærkvöldi og tapaði 23:20 í jöfnum leik eftir að hafa verið marki yfir í hléi, 11:10. Á miðvikudagskvöldið unnu strákamir Kúvæt, sem leikur í D-riðli á HM, 27:25 en töpuðu 26:22 í fyrrakvöld. Fyrri leikurinn fór fram í Kaplakrika en sá seinni í Laug- ardalshöll. Tarkett ver tæp- lega níu millj. kr. í markaðssetningu - vegna heimsmeistarakeppninnar í handknattleik á íslandi SÆNSKA fyrirtækið Tarkett ver tæplega níu milljónum ís- lenskra króna [1,2 milljónum sænskra króna] í markaðs- setningu vegna heimsmeist- arakeppninnar í handknatt- leik. Tarkett gaf Reykjavíkur- borg gólfdúkinn sem spilað verður á í Laugardalshöll og fyrirtækið kostar jaf nf ramt ferðir, uppihald og miða á leiki HM fyrir 25 starfsmenn sína. Skrifað var undir samning á milli Reykjavíkurborgar og umboðsaðila sænska fyrirtækisins í desember sl. Tarkett skuldbatt sig til að gefa gólfefni og sjá um lagningu þess. Alls fóru 1144 fer- metrar af dúk í handknattleiksvöll- inn 'og svæðið í kringum hann. Að sögn Gunnars Þórs Jóhannes- sonar, markaðsstjóra Harðviðarv- als sem er umboðsaðili Tarkett hér á landi er sú gjöf að verðmæti 6,2 milljónir. Eina ósk fyrirtækisins í staðinn var að fá kynningarbás I Laugardalshöllinni á meðan að keppninni stendur. Hugmyndin um að gefa keppnisgólf á heimsmeistara- keppnina kviknaði sl. vor, en einn stjórnenda sænska fyrirtækisins, Orvar Barthelson gaf umboðaðil- um sínum hjá Harðviðarvali heim- ild til að bjóða keppnisgólf á heimsmeistarakeppnina. Gólfið er að gerðinni „Tarkett combi sport elite,“ og stenst þær kröfur sem Alþjóða handknattleikssambandið, IHF setur. „Það var horft á það að hér er um einfalda og þægilega lausn á vandamálum sem voru uppi um keppnisgólf í Laugardalshöll og ég hef ekki heyrt annað frá leik- mönnum en að allir séu ánægðir með að spila á gólfinu,“ sagði Gunnar Þór. Samningar voru síðan undirritaðir í desember og dúkurinn var lagður á nú fyrir skömmu. Hann var lagð- ur beint ofan á parketið sem fyrir var í höllinni. Gunnar sagði að íþróttagólfið væri mýkra en par- ketið sem fyrir væri og því ætti að vera minni hætta á meiðslum. Alls starfa 3600 manns hjá Tarkett þar af 1400 í Ronneby í Svíþjóð þar sem dúkurinn var framleiddur. Fyrirtækið hefur lagt mikið upp úr kynningu á heims- meistarakeppninni. Það stóð fyrir samkeppni á meðal starfsmanna sinna um sölu á mismunandi markaðssvæðum og þeir starfs- menn sem stóðu sig best fengu ferð á Heimsmeistarakeppnina á íslandi að launum. ICELAND 1995 t>U FÆRÐ UPPLYSINGAR UM HM'95 k mALDARVEFNUM //www.handball.is CDFÍACZLG W o r I d W i d e W e b I n I e r f a c e K i I TEYMI ORACLE HUGBÚNAÐUR Á ISLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.