Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ (L t > LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 B 15 HM í HANDKNATTLEIK Morgunblaðið/Rúnar Þór Stefán Arnaldsson við snjómokstur við helmili sitt á Akureyri á flmmtudaginn. Skrýtið að vera á heimavelli Stefán Arnaldsson milliríkjadóm- ari dæmir á sínu sjöunda stór- móti með Rögnvald Erlingssyni á heimsmeistarakeppninni. Þeir félagar hafa oft verið á löngum ferðalögum og Stefán sagði að þeir væru rúmlega tvo mánuði á hveiju ári erlendis. „Það verður óneitanlega skrýtið að vera á heimavelli. Þegar maður dæmir erlendis heyrir maður aldrei sitt eigið tungumál og þetta verður því svolitið sérstakt. Fyrir fjölskyldu mína verður þetta hins vegar alveg eins og hver önnur ferð til útlanda. Ég kem lítið sem ekkert til með að sjá hana á meðan mótinu stendur." Stefán sagði að heimavöllurinn kæmi ekkert til með að hjálpa þeim við dómgæsluna. „Við höfum reynt að byggja okkur upp andlega og lík- amlega. Við tökum einn leik fyrir i einu og stefnum ekki á að fá að dæma úrsliialeikinn né neitt annað. Við viljum ekki hafa neinar vænting- ar, það sem vinnst getum við litið á sem p!ús.“ Hieypur 5 tll 6 km daglega Að sögn Stefáns er undirbúningur hans fyrir þetta mót svipaður og á öðrum stórmótum. „Éjg tók mér nokk- urra daga frí eftir Islandsmótið en byijaði síðan að æfa. Ég hleyp í það minnsta fimm til sex kílómetra dag- lega og er í eins góðu formi og ég get verið. Ég er 65 kiló og örugglega einn af léttari mönnum keppninnar," sagði hann. Stefán býr á Akureyri og er líklega sá dómari sem ferðast hefur mest í vetur. Auk dómgæslu erlendis hefur hann yfirleitt þurft að fljúga til Reykjavíkur til að dæma leiki í 1. deildinni. Fjölskylda hans mun ekki hafa mikið við hann að sælda, öðru vísi en í gegn um símalínur næsta hálfan mánuðinn þar sem allir dómar- ar mótsins dveljast á Hótel Sögu meðan á keppninni stendur. Dómar- amir munu halda fundi, raða niður á leikina og fylgjast með leikjum keppninnar til að meta dómgæsluna í þeim og hvað betur hefði mátt fara. Aðspurður um áherslur í dóm- gæslu á mótinu sagði Stefán að þær mundu skýrast í dag laugardag, þeg- ar Dómaranefnd IHF heldur fund með dómurum. Líklega verða þó svip- aðar áherslur og á HM í Svíþjóð fyr- ir tveimur árum. „Þá var lagt mikið upp úr því að dómarar væru vel vak- andi fyrir skrefum og sóknarbrotum. Ég á von á því að það verði brýnt fyrir dómurum mótsins að fylgjast vel með því. Eins með liðsbekkina, menn eiga helst að sitja á þeim,“ sagði hann. „Ég er búinn að undirbúa fjöl- skyldu mína undir það að við munum lítið sjást þann tíma sem keppnin stendur yfir. Fyrir hana er þetta eins og ég sé að dæma erlendis, það væri helst ef við fengum að dæma leiki fyrir norðan, þá gæti ég læðst heim í kaffí. Því er ekki að neita að maður hefur oft „móral“ út af fjölskyldunni og vinnunni vegna þessa áhugamáls og þeirra fjarvista sem því fylgir. En meðan að þetta gengur þokkalega og við erum sáttir við okkar útkomu er erfítt að slíta sig frá þessu.“ Dæmdu einnig í HM í Svíþjóð NÍU af þeim dómarapörum,sem dæmdu í heimsmeistarakeppn- inni í Svíþjóð, dæma í HMI á íslandi: •Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. •Miguel Zaworotny og Eduardo Brosio, Argentínu •Svein Olnv Öie og Björn Högsnes, Noregi •Marek Szajna og Jacek Wroblewski, Póllandi •Fritz Rudin og Roger Schill, Sviss •Ramon Gallego og Victor Pedro Lamas, Spáni •Bo Johansson og Bernt Kjellqvist, Svíþjóð •Hans Thomas og Jlirgen Thomas, Þýskalandi •Krister Broman og Kent Blademo, Svíþjóð Önnur dómarapör, sem dæma hér eru: NUlow og LUbker, Þýskalandi Brussel og Van Dongen, Holiandi Dancescu og Mateescu, Rúmeníu Elbrond og Lovqvist, Danmörku Masi og Di Piro, Italíu Borresen og Strand, Noregi Varadómarai- eru Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson. Lífsreynsla Stránds ÞAÐ má kannski kalla það kraftaverk að norski dóm- arinn Ole Strand skuli dæma á heimsmeistara- keppninni í handknattleik hér á landi. Strand lenti í þeirri lífsreynslu, þegar hann var að dæma leik í HM kvenna í Noregi fyrir einu og hálfu ári að hjarta hans hætti að slá i tvær mínútur. Norðmaðurinn sem er rúmlega fertugur, hncig niður í gólfið eftir aðeins nokkra mínútna leik en það varð honum til lífs að fjórir læknar voru á staðnum og einum þeirra, lækni þýska liðsins tókst að lífga hann við með hjartahnoði. Eftir þetta atvik hugðu margir að Strand mundi ekki verða fær um að dæma fleiri handboltaleiki. Annað kom á daginn, eftir að hafa gengist undir stóraðgerðir og endurhæfingu hefur hann náð sér vel á strik og hefur dæmt leiki í norsku deildinni í vetur. Morgunblaðið/Knstinn Rögnvald Erlingsson dómari lyftir lóðum í líkamsræktarstöð- inni Mœtti í gœrmorgun. Hann mun verða í eldlínunni ásamt Stefáni Arnaldssyni næstu vikurnar. Dómarar undir smá- siá læknanefndar LÆKNANÉFND alþjóða hand- knattleikssambandsins (IHF) fylgist mjög náið með dómur- um á heimsmeistarakeppninni hér á landi og er það í fyrsta skipti sem vísindalega er fylgst með dómurum með þessum hætti, meðan á keppni stendur. Upphaf þessa starfs lækna- nefndarinnar má rekja til at- viksins á HM kvenna í Noregi, sem greint er frá hér neðar á síðunni — er Norðmaðurinn Strand hné niður í leik, og naumlega náðist að bjarga honum frá dauða. Hollendingurinn Gijs Langevo- ort, sem er skurðlæknir í heima- landi sínu og formaður lækna- nefndar IHF, sagði við Morgun- blaðið að eftir það atvik hefði mik- il umræða farið í gang um heilsuf- ar og líkamlegt ástanda dómara, og hvernig hægt væri að mæla og fylgjast með því. Þó dómurum hefði verið gert að fara í þolpróf væri ekki hægt að segja að neinar regl- ur hefðu verið til um hvernig þeir yrðu að vera á sig komnir. I ljós kom, þegar menn fóru að bera sam- an bækur sínar, að Erik Elias og félagar hans í dómaranefnd IHF höfðu áhyggjur af ásigkomulagi sumra dómara, og úr varð að nefndirnar tvær hófu skipulagt samstarf. Átta dómarapör voru prófuð samfara Evrópukeppninni í Portúgal í vor, og nú verður í fyrsta skipti fylgst náið með þeim í keppni. Fyrir keppni fara allir dómararn- ir í hlaupapróf, til að læknanefndin geri sér grein fyrir ástandi þeirra. Fyrir leiki verður svo tekið mjólkur- sýrupróf af dómurunum, annað í leikhléi og það þriðja að leik lokn- um. Þá verður hjartslátturinn einn- ig mældur. Vert er að geta þess að allir leikirnir í Laugardalshöll verða teknir upp á myndband af læknanefndinni — með einni vél sem nær mynd af öllum vellinum — og þannig ætlar nefndin að kom- ast að því hve mikið dómararnir hlaupa. „Þegar við höfum safnað öllum þessum upplýsingum saman getum við sagt í hvernig ásigkomu- lagi alþjóðlegir dómarar þurfa að vera — hvað sé eðlilegt í þeim efn- um,“ sagði Langevoort. Dómararnir verða í góðum hönd- um meðan á keppninni stendur'því læknir og sérstakur þjálfari verða með hópnum allan tímann, og er það einnig í fyrsta skipti sem þeir njóta slíks. „Islenska HM-nefndin hefur stutt okkur heilshugar í þessu máli. Við stungum upp á þessu fyrir löngu en dómarar spurðu þá til hvers! Eftir atvikið í Noregi átt- uðu menn sig hins vegar fljótt á nauðsyn þessa og samkomulag náðist fljótt við dómaranefndina eftir að við fórum að tala saman," sagði Langevoort. Sjaldan æft jafn stíft Eg held að ég hafí sjaldan æft jafn stíft og þennan síðasta mánuð og það hefur skilað árangri. Ég er sex kílóum léttari og kominn í ákaf- lega gott þrek,“ sagði Rögnvald Erl- ingsson, annar helmingurinn af ís- lenska dómaraparinu á HM, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans til að forvitnast um undirbúning hans fyrir keppnina. Rögnvald hefur mætt í líkams- ræktarstöðina Mátt snemma á morgnana og eftir vinnu tekur hann stundum fram hlaupaskóna og hleyp- ur hring í Kópavogi. Mataræðið hefur einnig verið tekið til endurskoðunar og árangurinn var fljótur að koma í ljós. Kröfur til dómara um gott líkam- legt þrek fyrir heimsmeistaramót hafa líklega aldrei verið jafn strangar á neinni heimsmeistarakeppni eins og þessari. Á síðustu dögum hafa dómararnir þurft að gangast undir fjölmargar prófanir til að skera úr um það að heilsa þeirra og þrek sé í góðu lagi. „Þessar kröfur eru af hinu góða. Það er mikið álag og stress sem fylg- ir því að dæma leiki í stórmótum og eins gott að dómarar séu við góða heilsu,“ sagði Rögnvald. Fyrst saman fyrir tíu árum Rögnvald og Stefán Amaldsson, meðdömari hans byijuðu fyrst að dæma saman fyrir tíu árum og dæmdu þá saman um tíma. Þeir fóru síðan í sitt hvora áttina. Stefán flutti til Akureyrar og byijaði að dæma með Ólafí Haraldssyni og Rögnvald dæmdi með Gunnari Kjartanssyni, núverandi formanni dómaranefndar HSÍ. Þeir Stefán og Rögnvald tóku síðan upp þráðinn aftur fyrir rúmum fínim árum og hafa gengið í gegn um mörg stórmótin saman. HM á íslandi er það áttunda sem þeir dæma í og annað A-heimsmeistaramótið í karlaflokki. Þeir dæmdu fímm leiki á mótinu í Svíþjóð fyrir tveimur árum. „Það má segja að það hafi verið viss stígandi í þessu, fyrsta stórmótið var C-keppni kvenna fyrir tíu árum síðan og hápunkturinn var A-keppnin í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Það eina sem okkur vantar uppá er að fá að dæma á Ólympíuleikum. Við vorum við þröskuldinn síðast en komumst ekki inn.“ Rögnvald hefur gífurlega reynslu, milliríkjaleikir hans eru um 180 tals- ins, tuttugu fleiri en hjá Stefáni. Hann tók fyrsta dómarapróf sitt fyr- ir 23 árum og tók milliríkjaprófíð 1986 en Stefán á hins vegar 20 ára dómaraafmæli á þessu ári. Rögnvald sagði að langur tími þeirra Stefáns hlið við hlið í dómgæsl- unni komi þeim til góða. „Dómgæsla byggir geysilega mikið á samvinnu, að menn þekki inná hvorn annan og viti hvemig félaginn kemur til með að bregðast við undir mismunandi kringumstæðum. Okkur hefur gengið vel að vinna saman, samkomulagið er prýðilegt og eins og það þarf að vera þegar menn eyða svo miklum tíma saman á keppnisferðum. Það er vissulega mikill spenningur að takast á við þetta verkefni en ég veit að það verður líka léttir þegar þessu er lokið eins og verið hefur á öllum stórmótum," sagði Rögnvald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.