Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 1
?°<U lAM 9 51" &S BLAÐ ALLRA LANDSMANNA *KtwM$útfb 1995 LAUGARDAGUR 6. MAÍ BLAÐ B HM I HANDKNATTLEIK kv Kátt í Höllinni Morgunblaðið/RAX OPNUNARHÁTIÐ Heimsmeistarakeppnlnnar í handknattlelk verður í Laugardalshöll klukkan 19 á morgun og bygglst hún fyrst og fremst á fjörugrl hreyflngu um 400 barna úr íþróttafélögunum á Stór-Reykjavíkursvæð- Inu. Krakkarnir æfðu atriðin í gær og var þá kátt f Hðlllnnl en á morgun verður dagskráln örlítlð alvarlegri með stuttum ávörpum áður en Erwln Lanc, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, setur mótlð. Sigurður tekurviðHK SIGURÐUR Sveinsson, landsliðsmaður í hánd- knattSeik, hefur gengið frá þríggja ára samningi sem leikmaður og þjálfari 2. deildarliðs HK í Kópavogi. Sigurður, sem lék með Víkingum í vetur, og er nú sem kunnugt er í landsliðshópn- um sem tekur þátt í heimsmeistarakeppninni. „Við eigum mjög efnilega stráka — þrjá í unglingalandsliði 21 árs og yngri, og líka menn í yngri landsliðunum. Nú ætlum við að byggja á ungu strákunum okkar, og auðvitað lika þeim reynslumönnum sem eru í liðinu. Þeir verða áfram," sagði Rögnvaldur Guðmundsson, for- maður handknattleiksdeildar HK við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Slgurður Falur Falur fer aftur til Keflavíkur F ALUR Harðarson gekk í gær frá félagaskiptum úr KR í Keflavík þar sem hann lék áður en hann var rúmt ár í herbúðum körfuknattleiksdeildar KR. „Mér líst mjög vel á Keflavíkurliðið en fannst vanta meirí ógnun frá bakvörðunum í fyrra og ég get vonandi bætt eitthvað við hana," sagði Falur við Morgunblaðið. Hann hefur búið í Kefla- vík frá þvi hann kom frá námi í Bandaríkjunum en stundár vinnu í Reykjavik og segir að það muni verða minni bið eftir æfingum. „Ég lék síðast með Keflavík 1991og var með félaginu í öilum yngri flokkunum. Ég er og verð Keflvík- ingur og það hefur alltaf verið mitt félag. Hins vegar fannst mér rétt að reyna eitthvað nýtt þegar ég skipti yfir í KR og ég hef kunnað ágæt- lega við mig hjá f élaginu." Sófus Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði að KR hefði viljað hafa Fal áfram. „Hann er frábær leikmaður og góður félagi," sagði Sófus. Svíþjóð og Finnland leika til úrslif a á HM Svíar sem hafa sex sinnum orðið heimsmeistarar í íshokkí eiga nú möguleika á því að krækja í titilinn í sjöunda skipti og í fyrsta skipti á heima- velli. Þeir lögðu Kanadamenn 3:2 í undanúrslitum í gær. Daniel Anderson skoraði sigurmark Svía í framlengingu, en leikurinn var jafn og hörkuspenn- andi og minnti um margt á úrslitaleik þessara þjóða um gullið á Ólympíuleikunum í fyrra, en þá sigruðu Svíar einnig. Mótherjar Svía í úrslitunum verða Finnar sem sigruðu lið Tékklands 3:0 í hinum leik undanúrslitanna. Frá og meo 1. leik HM 95 bjóoum við öllum sem ekki geta mætt í höllina og notio veitinga okkar þar, meiriháttar pizzaíiíboo. M ÞÚ KAUPIR PIZZU MEÐ ÁLEGGI OG FÆRÐ ADRA EINS FRÍTT PIZZAHÚSBE) 6 Tilboð þetta gildir í Taktana heim og Fáðan'a heim, á meoan HM 95 stendur yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.