Morgunblaðið - 06.05.1995, Page 1

Morgunblaðið - 06.05.1995, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fHffrgttitliIsiMfc 1995 LAUGARDAGUR 6. MAI BLAD HM I HANDKNATTLEIK Morgunblaðið/RAX Kátt í Höllinni OPNUNARHÁTIÐ Helmsmelstarakeppnlnnar í handknattlelk verður í Laugardalshöll klukkan 19 á morgun og bygglst hún fyrst og fremst á fjörugrl hreyfingu um 400 barna úr íþróttafélögunum á Stór-Reykjavíkursvæð- Inu. Krakkarnir æfðu atrlðin í gær og var þá kátt ( Hölllnni en á morgun verður dagskráln örlítið alvarlegri með stuttum ávörpum áður en Erwln Lanc, forsetl Alþjóða handknattleikssambandsins, setur mótið. Sigurður tekurvið HK SIGURÐUR Sveinsson, landsliðsmaður í hánd- knattleik, hefur gengið frá þriggja ára samningi sem leikmaður og þjálfari 2. deildarliðs HK í Kópavogi. Sigurður, sem lék með Víkingum í vetur, og er nú sem kunnugt er í landsliðshópn- um sem tekur þátt í heimsmeistarakeppninni. „Við eigum mjög efnilega stráka — þijá í unglingalandsliði 21 árs og yngri, og lika menn í yngri landsliðunum. Nú ætlum við að byggja á ungu strákunum okkar, og auðvitað líka þeim reynslumönnum sem eru í liðinu. Þeir verða áfram,“ sagði Rögnvaldur Guðmundsson, for- maður handknattleiksdeildar HK við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Sigurður Falur Falur fer aftur til Keflavíkur FALUR Harðarson gekk í gær frá félagaskiptum úr KR í Keflavík þar sem hann lék áður en hann var rúmt ár í herbúðum körfuknattleiksdeildar KR. „Mér líst nijög vel á Keflavíkurliðið en fannst vanta meiri ógnun frá bakvörðunum í fyrra og ég get vonandi bætt eitthvað við hana,“ sagði Falur við Morgunblaðið. Hann hefur búið í Kefla- vík frá því hann kom frá námi í Bandaríkjunum en stundar vinnu í Reykjavík og segir að það muni verða minni bið eftir æfingum. „Ég lék síðast með Keflavík 1991 og var með félaginu í öllum yngri flokkunum. Ég er og verð Keflvík- ingur og það hefur alltaf verið mitt félag. Hins vegar fannst mér rétt að reyna eitthvað nýtt þegar ég skipti yfir í KR og ég hef kunnað ágæt- lega við mig hjá félaginu." Sófus Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði að KR hefði viljað hafa Fal áfram. „Hann er frábær leikmaður og góður félagi,“ sagði Sófus. Svíþjóð og Finnland leika til úrslita á HM Svíar sem hafa sex sinnum orðið heimsmeistarar í íshokkí eiga nú möguleika á því að krækja í titilinn í sjöunda skipti og í fyrsta skipti á heima- velli. Þeir lögðu Kanadamenn 3:2 í undanúrslitum í gær. Daniel Anderson skoraði sigurmark Svía í framlengingu, en leikurinn var jafn og hörkuspenn- andi og minnti um margt á úrslitaleik þessara þjóða um gullið á Ólympíuleikunum í fyrra, en þá sigruðu Sviar einnig. Mótheijar Svía í úrslitunum verða Finnar sem sigruðu lið Tékklands 3:0 í hinum leik undanúrslitanna. Frá og með 1. leik HM 95 bjóðum við öllum sem ekki geta mætt í höllina og notið veitinaa okkar þar, meiriháttar pizzatílboð. ÞU KAUPIR PIZZU MEÐ ALEGGI OG FÆRÐ AÐRA EINS FRÍTT PIZZAHÚSIÐ Tilboð þetta gildir í Taktana heim og FáSana heim, á meðan HM 95 stendur yfir,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.