Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 6
6 B LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HM I HANDKNATTLEIK REYKJAVÍK Svisslend- ingar sterk- ari en áður Svisslendingar, sem eru í A-riðli ásamt íslendingum, eru sterk- ari en fyrir ári síðan er dregið var í riðla, að sögn Þorbergs Aðalsteins- sonar, landsliðsþjálfara. „Það er al- veg ljóst að Svisslendingar eru sterk- ari núna en þegar við völdum okkur riðil, en það er ekki þar með sagt að við hefðum átt að velja annan riðil. Eftir að Martin Rubin kom aft- ur inn í lið þeirra hefur það styrkst. Eins vissum við ekki að Kórea yrði í okkar riðli þegar dregið var,“ sagði Þorbergur. Hann sagðist ánægður að mæta ekki Túnismönnum í fyrsta leik því þeir væru óskrifað blað. # ÁRANGUR ÍSLANDS GfGN ÞJÓÐUM í A-RIÐLI UNGVERJALAND Leikir 20 H|fej| Unnið 7 BANDARIKIN SVISS Síðast 25:21 í HM ' í Svíþjóð 1993. ísland hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum gegn Ungverjalandi Síðast \ r. 28:26 í \ Frakklandi 1993 S-KOREA TUNIS Siðast 25:151 Bratislava 1989 Slðast \ 26:24 áól. \ í Barcelona 1992 REYKJAVÍK Árangur þjóðanna hver gegn annarri í HM ÍSLAND Leikir U J T Úrslit UNGVERJAL. I u , Sviss 1 10 0 14:12 S-Kórea 1 0 0 1 21:30 Bandaríkin 1 1 0 0 34:19 Ungverjaland 5 1 0 4 82:101 S-Kórea 2 2 0 0 61:52 Bandaríkin 1 1 0 0 33:18 Sigmundur Ó. Steinarsson tók saman/Morgunblaðið GÓI S-Kórea 2 10 1 44:43 S-KÓREA Leikir U J T Úrslit Bandaríkin 1 1 0 0 35:28 Úrvals- lið Viggós gegn Rússum I irvalslið Viggós Sigurðssonar mætir landsliði Rússa í hand- knattleikshátíð í Garðabænum í dag, laugardag. Hátíðin hefst í klukkan 15.15 í Ásgarði þegar yngri flokkarnir spreyta sig en klukkan 16.00 fer lið Viggós gegn rússum. Eftirtaldir leikmenn leika með úrvalsliðinu: Markverðir eru Ás- mundur Einarsson úr Aftureld- ingu, Magnús Sigmundsson úr ÍR og Ingvar Ragnarsson úr Stjöm- unni. Utileikmenn eru Sigurður Bjamason, Skúli Gunnsteinsson, Einar Einarsson og Sigurður Við- arsson frá Stjörnunni. Júlíus Gunn- arsson og Ingi Rafn Jónsson frá Val, Jason Ólafsson og Páll Þó- rólfsson úr Aftureldingu, Víking- urinn Rúnar Sigtryggsson, Magn- ús A. Magnússon úr KR og Sigurð- ur Sveinsson úr FH. Nú er komið að okkur - segirGeirSveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins Morgunblaðið/Þorkell ÓTTARR Magnl ióhannsson, fró Sláturfólagi Suðurlands, af- hentl í gær landsllðmönnunum og þjálfurum fulla körfu af pasta frá fyrirtækinu. Hver leikmaður og þjálfararnlr fá eina slíka körfu á mann frá SS. Hér taka þeir Þorbergur Aöal- stelnsson og Qelr Svelnsson vlö gjöf fyrirtæklslns. GEIR Sveinsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins, er að taka þátt í heimsmeistarakeppni í fjórða sinn. „Þessi keppni verður allt öðruvísi en hinar sem ég hef tekið þátt f. Nú er maður heima hjá sér og spilar í sínu eigin landi. Auðvitað er mikil pressa frá landanum en allir eru jákvæðir og tala vel um þetta mót. Þó svo að fólk sé að spá okkur þriðja til fjórða sæti held ég að það sé frekar óskhyggja heldur en hitt,“ sagði fyrirliðinn. Geir sagði að leikmenn væru örlftið spenntir og nú biðu þeir bara eftir fyrsta leiknum, gegn Bandaríkjamönnum á morgun. „Eg hlakka mikið til og það gera allir. Það er rosalega mikilvægt að við byrjum vel í fyrsta leik og náum þannig góðu starti í keppninni," sagði Geir. - Hvað geríð þið leikmenn til að undirbúa ykkur sem best fyrir fyrsta ieikinn á morgun? „Þessi viku hafa leikmenn aðal- lega verið að hugsa um að ná úr sér þreytunni. Við höfum verið í nuddi og farið klippingu og reynt að sofa vel, borða vel og hugsa eins vel um okkur og hægt er þannig að við séu vel stemmdir fyrir átök- in. Við reynum líka aðeins að dreifa huganum og hafa fjölbreytileika í öllu sem við erum að gera til að halda spennustiginu aðeins niðri.“ - Finnst þér umgjörðin um liðið fyrír keppnina hafa heppnast vel? „Já, alveg útrúlega vel. Allt sem snýr að okkur hefur staðist fullkom- lega. Ég verð að segja eins og er að ég er alveg gáttaður á því hversu vel hefur til tekist og hvað við fáum mikinn stuðning. Það liggur við að það sé sama hvað við höfum beðið um, við höfum fengið það. Nú er komið að okkur — við þurfum að sýna hvað við getum í handbolta." - Hverjar eru væntingarnar hjá leikmönnunum? „Markmiðið er að vera á meðal sjö efstu og ná þannig að tryggja okkur sæti á Ólympíuleikunum í Atlanta. Ef þetta markmið næst erum við allir sáttir. En ég og hin- ir strákamir gerum okkur auðvitað vonir um að ná enn lengra. Við náðum að spila um bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Barcelona, en töpuð- um. Við fengum þar þefínn af því hvað það er að spila um verð- laun og auðvitað langar manni að komast aftur í þá aðstöðu, en það er langur vegur þangað og of snemmt að hugsa um það núna. Ég neita því þó ekki að þessari hugsun skýtur upp í kollinum annað slagið," sagði Geir. Sunnudagur til sigurs ÍSLENSKA landsliðið leikur sinn fyrsta leik á morgun, sunnudaginn 7. maí, gegn Banda- ríkjunum í Laugardalshöllinni kl. 20. Dagur- inn verður þannig hjá landsliðsmönnunum, sem búa að Hótel Örk í Hveragerði: kl. 9 Leikmenn ræstir í morgunverð. kl. 10 Æfíng í íþróttahúsinu á Selfossi kl. 12 Hádegisverður. kl. 13 Fundur. kl. 17.45 Haldið á stað til Reykjavíkur. kl. 20 ísland - Bandaríkin í Laugar- dalshöll. kl. 00.15 Komið aftur að Hótel Örk. SPENNA Stóra stundiii í handknattléiks- sögunni á íslandi er að renna upp — heimsmeistarakeppnin er haldin á íslandi 37 árum eftir að íslendingar tóku fyrst þátt í keppn- inni í Austur-Þýskaiandi 1958. Spennan hefur verið að magnast jafnt og þétt hjá hand- knattleiksunnendum og það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að spenna er komin $ landsliðshóp íslands. Það er eðli- legt, því að pressan er alltaf mest á þeim sem eiga að halda merki heimaþjóðar- hefur vantað ferskleika f sóknar- sem stjóma landsliðinu er að láta léttleikann ráða rílqum — innan sem utan vallar. Fá leikmenn til að skemmta sér og hafa gaman að þvf sem þeir eru að fást við. Ekki er hægt að loka augunum fyrir því, að á undanfömum árum Islenskir landsliðs- menn fá ad kynnast nýjum „heimi“ í HM innar á lofti — það má ekkert útaf bera. Það hefur oft verið mikil pressa á landsliðsmönnum íslands — menn hafa ekki gleymt ólympíu- leikunum f Seoul 1988 og heims- meistarakeppninni f Tékkóslóvakíu 1990, þar sem leikmenn „Draumal- iðsins" og þjálfarinn Bogdan þoldu ekki álagið og brotnuðu þegar á hólminn var komið. Leikmenn ís- lenska liðsins í dag fá nú að kynn- ast miklu meiri pressu og spennu, en nokkuð annað íslenskt landslið hefur fengið að kynnast — það er að leika á heimavelli, þar sem öll allar þjóðarinnar hvíla á þeim. Þeir verða í sviðsljósinu í þjóðarsálinni — og miklar væntingar og kröfur verða gerðar til þeirra. Islenskir landsliðsmenn fá að kynnast nýjum „heimi“ í HM. Svfar fengu að kynn- ast honum í HM f Svíþjóð 1993, þegar þeir áttu að veija heims- meistaratitlinn. Svíar urðu að 9ætta sig við þriðja sætið. Það þarf að leita allt aftur til ársins 1954 til að finna heimaþjóð, sem fagnaði sigri; Svíþjóð. Aðalatriði leikmanna og þeirra leik íslenska liðsins — ferskleika eins og var í B-keppninni 1989, þegar íslenska liðið tók á móti gullverðlaununum í París. Sá ferskleiki sást ekki f HM 1990 í Tékkóslóvakíu, B-keppninni í Aust- urríki 1992, Ólympíuleikunum f Barceiona 1992, HM í Svíþjóð 1993 og undankeppni Evrópukeppni landsliða 1993-1994. Vonandi verður breyting þar á í HM, sem er að hefjast. íslenska liðið er skipað reyndum leikmönnum, sem þekkja hvem annan vel. Það er þó iangt frá því að það sé öruggt að strákamir nái góðum leiHjum, þó að reynslan sé fyrir hendi. Það hefur sýnt sig áður — þegar ísland átti eitt reynslu- mesta lið heims f HM 1990. Ljóst er að leikmenn, þjálfarar og lisstjórar verða að bretta upp ermamar, mæta ti) leiks fullir lffs- þróttar, þjappa sér saman á erfíð- um stundum og leggja allt í sölum- ar til að skemmta sjálfum sér og Öðrum. Ef það tekst, næst árangur. Sigmundur Ó. Steinarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.