Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 14
14 B LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
KÓRFUKNATTLEIKUR
Þrír lands-
leikir gegn
Hollend-
ingum
Íslenska landsliðið í körfuknatt-
leik spilar þrjá æfingaleiki gegn
Hollendingum um helgina. Leik-
imir eru liður í undirbúningi lands-
liðsins fyrir Evrópukeppnina sem
hefst í Sviss í lok mánaðarins. ís-
land lék fyrst gegn Hollendingum
árið 1981 og mættust liðin þá fjór-
um sinnum hér á landi. Allir leik-
imir töpuðust.
Alls hafa liðin mæst 11 sinnum
og hefur ísland aðeins unnið eina
viðureign. Hollendingar hafa
undanfarin ár átt á að að skipa
mjög sterku landsliði, en em nú
að undirbúa sig fyrir Evrópu-
keppni landsliða eins og íslenska
liðið.
Fyrsti leikur liðanna verður í
Borgarnesi í dag kl. 16.00. Á
morgun verður leikið á Sauðár-
króki kl. 18.00 og á mánudag í
Njarðvík og hefst hann kl. 20.00.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
NBA-úrslitakeppnin
Austurdeild:
Cleveland - New York...........80:93
■New York vann samanlagt 3:1.
Chicago - Charlotte.......... 85:84
■Chicago vann samanlagt 3:1.
Vesturdeild:
LA Lakers - Seattle..........114:110
■Lakers vann samanlagt 3:1.
Simanúmer: .........
Vinnusími:.........
***
Vinur/svslkini heilir:
kt:.................
Reuter
DEREK Harper lék mjög vel fyrir IMew York gegn Cleveland
og geröl m.a. sjö þriggja stiga körfur. Hér rennir hann sér
framhjá Mark Price, lelkmanni Cleveland, í lelknum í fyrra
kvöld sem New York vann 93:80.
HM í handknattleik
Sunnudagur:
Laugardalshöll - A-riðill:
Sviss - Túnis................kl. 15.00
Ungveijal. - Kórea...........kl. 17.00
ísland - Bandaríkin.............kl. 20
Mánudagur:
Kaplakriki - B-riðill:
Rússland - Kúba..............kl. 15.00
Tékkland - Marokkó...........kl. 17.00
Króatía - Slövénía...........kl. 20.00
Smárinn - C-riðill:
Frakkland-Japan..............kl. 15.00
Þýskaland - Rúmenía..........kl. 17.00
Danmörk - Alsír..........,...kl. 20.00
Akureyri - D-riðill:
Spánn-Kúveit.................kl. 15.00
Svíþjóð - H-Rússland.........kl. 15.00
Egyptaland - Brasilía........kl. 20.00
Knattspyrna
M&nudagur:
Reykjavíkurmótið - úrslitaleikur
Gervigras: KR-Þróttur........kl. 20.00
Hlaup
■Víðavangshlaup íslands fer fram í Mos-
fellsbæ í dag og hefst kl. 14.00. Mæting
40 minútum fyrir ræsingu.
■Vímuvarnarhlaup Lions verður á Víðistað-
atúni i Hafnarfirði í dag og hefst kl. 13.00.
Götuhlaup fyrir almenning hefst kl. 14.00.
Golf
■Opna Endurvinnslumótið verður haldið á
Strandavelli í dag.
■FVrsta LEK-mótið í golfí verður haldið á
Húsatóftavelli við Grindavík á morgun og
verður ræst út frá kl. 08.00.
Klifurkeppni
Klifurkeppni fsalps og Fiskakletts verður
haldið á morgun, sunnudag, í húsnæði
Fiskakletts í Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.
Keppnin hefst kl. 14.00.
INNRITUNARKORT
í Lftla íþróttaskólann Laugarvatni
Stórkostlegt tækifæri fyrir 9 til 13 ára stelpur og stráka
fyrir aðeins 16,100,- krónur
Kostnaður er 16100,-. Vinir scm skrá sig saman fá 1000 - kr
afslátt Systkini fá 10% afslátt (1610 kr. hvcrt).
Scndu skráningarkortið til:
Litli íþróttaskólinn
íþróttamiðstöö íslands
840 Laugarvatni ...eöa faxar í 98-61255
Ég heiti:.................................Námskcið:
kl:................-.......... 1.) 18.-24. júní ( )
Heimili:.................................. 2.) 25.-01. júlí ( )
Póstnúmer:............................. 3.) 02.-08. júlí ( )
Nafn ábyrgðarinanns (grciðanda/forcldris): 4.) 09.-15. júlí ( )
UM HELGINA
Harper með
sjö þriggja
stiga körfur
Knicks, Bulls og Lakers í aðra
urmferð úrslitakeppninnar
NEW York Knicks, Chicago
Bulis og Los Angeles Lakers,
sem öll eiga það sameiginlegt
að hafa orðið NBA-meistarar,
tryggðu sér í fyrra kvöld sæti
í 2. umferð í úrslitakeppni NBA-
deildarinnar í körf uknattleik.
Tveir leikmenn afrekuðu það
að gera sjö þriggja stiga körf-
ur, þeir Derek Harper hjá New
York og Nick Van Exel hjá LA
Lakers.
Derek Harper var í miklu stuði
hjá New York gegn Cleve-
land. Hann gerði sjö þriggja stiga
körfur og setti niður alls 30 stig
er Knicks sigraði 80:93 á útivelli.
New York vann því samanlagt 3:1
og leikur gegn Indiana í 2. umferð.
„Eg fann mig vel og hafði þörf
fyrir að hitta á leik eins og þenn-
an,“ sagði Harper, sem hitti úr sjö
af tíu þriggja skotum sínum. „De-
rek átti sannkallaðan stórleik,"
sagði Pat Riley, þjálfari New York.
Cleveland hafði forystu í upphafi
leiks en eftir að New York náði að
gera 13 stig gegn fjórum var ekki
aftur snúið og mestur var munurinn
20 stig í fjórða leikhluta. Charles
Smith var með 17 stig fyrir New
York og John Starks 15. Bobby
Phills var stigahæstur í liði heima-
manna með 20 stig og Mark Price
kom næstur með 18.
Jordan réð úrslitum
Michael Jordan hitti úr fjórum
vítum undir lok leiksins og tryggði
þannig sigur Chicago gegn Charl-
otte 85:84 og um leið sæti í 2.
umferð þar sem liðið mætir annað
hvort Boston eða Orlando. Jordán
gerði 24 stig í leiknum eins og
Scottie Pippen. Charlotte fékk tæki-
færi á að næla sér í sigurinn á loka-
sekúndunum en Larry Johnson hitti
ekki af stuttu færi og Hersey
Hawkins var við það að blaka bolt-
anum ofan í er lokaflautið gall, en
Jordan kom í veg fyrir það með því
að slá í handlegg hans og ekkert
dæmt.
Toni Kukoc var með 21 stig fyr-
ir Chicago og Alonzo Mourning
gerði 20 stig fyri Charlotte og tók
auk þess 13 fráköst og Larry John-
son var með 18. Bulls hafði 54:44
yfir í hálfleik en Charlotte gerði
fyrstu 12 stigin í þriðja leikhluta
og þá skyndilega allt á suðupunkti.
Þegar 3,18 mín. voru eftir kom
Jordan liði sínu yfir í fyrsta sinn í
15 mínútur og spennan hélst út
leikinn.
Van Exel í stuði
Nick Van Exel setti niður sjö
þriggja stiga körfur og gerði alls
34 stig fyrir Los Angeles Lakers
er liðið sigraði Seattle 114:110.
Lakers er komið áfram og mætir
San Antonio í 2. umferð. Vlade
Divac var með 23 stig og Cedric
Ceballos 17 fyrir Lakers, sem komst
nú í 2. umferð úrslitakeppninnar í
fyrsta sinn síðan 1991.
„Stuðningsmenn okkar hafa
staðið hundrað prósent á bak við
okkur og við erum ánægðir að hafa
komist í aðra umferð fyrir þá,“
sagði Van Exel, sem lék allar 48
mínúturnar þriðja leikinn í röð.
Þetta er annað ári í röð sem Se-
attle nær ekki að komast áfram í
2. umferð, en í fyrra tapaði liðið
fyrir Denver. Gary Payton var með
27 stig og Shawn Kemp 26 fyrir
Sonics.
■ PAUL Gascoigne, sem hefur
leikið með Lazíó, gæti verið á för-
um frá Italíu ef marka má fréttir
þar í iandi. Hann var aðeins vara-
maður hjá Lazíó gegn Cagliari um
helgina. Nokkur ensk félög hafa
sýnt áhuga á að fá Gazza til sín.
■ ROMARIO, HM-stjarna Brasil-
íu, lék með Flamengo í fyrsta sinn
í fjórar vikur eftir meiðsli á sunnu-
daginn var. Hann skoraði ekki og
Flamengo tapaði 4:3 fyrir Flumin-
ense í Rio de Janeiro. Flamengo
er nú í 4. sæti deildarinnar en Bot-
afogo er efst, einu stigi á undan
Fluminense.
■ OKTÓ Einarsson hefur tekið
við formennsku hjá handknattleiks-
deild Stjörnunnar af Bergþóru
Sigmundsdóttur sem verið hefur
formaður sl. tvö ár.
■ BJÖRN Sigurðsson og Davíð
Löve, KR náðu þeim einstaka ár-
angri nýlega að verða mánaðar-
meistarar í tvíkeilu í sjöunda skipti
í röð. KR-ingarnir léku við Lær-
leingana Jón H. Bragason og
Valgeir Guðbjartsson í úrslitum
og endaði leikur þeirra 391 gegn
357 Lærlinga.
■ ÞETTA var síðasta tvíkeilumót
vetrarins og hafa því Björn og
Davíð unnið öll mótin í vetur og
þar með sett met senv ekki verður
slegið, einungisjafnað. Besti árang-
ur tvímennings til þessa var tveir
mánðartitilar í röp.
HM-tilboó á Tul&p tölvum
ulip SX/33 4-210 Tulip SX/66 4-270 Tulip DX2/66 4-540
92.911199.9991114.999
rum ■
<o> I
NÝHERJI
SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 569 7700 fl
Alltaf skrefi á undan
■ DIDIER Auriol, heimsmeistari
frá Frakklandi sem ekur Toyota
Celicu, sigraði í sjötta sinn í Ko-
rísku-rallinu sem lauk í gær. Belg-
inn Bruno Thiry sem ekur Ford
Escort var með forystu í rallinu frá
upphafi og hafði 40 sekúndur á
Auriol fyrir síðustu tvær sérleiðirn-
ar, en braut legu í framhjólabúnaði
bílsins og varð að hætta. Frakkinn
Francois Delecour á Escort varð
annar, aðeins sjö sekúndum á eftir
heimsmeistaranum. ítalinn
Andrea Aghini á Mitsubishi varð
þriðji, 42 sekúndum á eftir og Spán-
verjinn Carlos Sainz ijórði á Su-
baru.