Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 B 3 gætu síðar tekið við stjórn og rekstri skipsins. Mun íslendingum á skipinu fækka um næstu áramót þegar Namibíumenn taka þar við stjórnunarstöðum. Gunnar Harðarson, yfirstýrimað- ur Welwitschiu er um þessar mund- ir afleysingaskipstjóri á skipinu í sumarleyfi Sigurðar Hreiðarssonar skipstjóra. Gunnar segir að áætlun- in fyrir úthald rannsóknarskipsins á þessu ári hljóði upp á 240 daga á sjó. Gunnar var stýrimaður á frysti- togaranum Sléttanesi árið 1993 þegar honum bauðst að halda til Namibíu. Hann er einhleypur og býr í Walvis Bay. Hann segir að sér líki mjög vel að starfa í Afríku. „Eg get vel hugsað mér að vera hér einhver ár til viðbótar. Kostirn- ir við að búa hér eru margir. Veðr- áttan hefur sitt að segja og hér eru gífurlega miklir möguleikar fyrir menn með menntun og reynslu til að stunda sjóinn. Namibíumenn eiga nánast enga vel menntaða skipstjórnarmenn," segir hann. Islensk kona stýrimaður á rannsóknarskipi Inga Fanney Egilsdóttir er stýri- maður á Welwitschiu, Stefán Gunn- arsson er yfirvélstjóri, Friðrik Már Jónsson 1. vélstjóri og Magnús Sig- fússon útgerðarstjóri skipsins. Inga Fanney hefur verið í Namibíu frá í febrúar á þessu ári. Hún starfaði áður hjá Hafrannsóknastofnun á íslandi og hefur verið stýrimaður á flutningaskipum í mörg ár. Hún segir að skipið fari um alla land- helgi Namibíu og jafnvel upp í land- helgi Angóla „Mér líkar mjög vel hérna og þetta hefur verið skemmti- legur tími. Ég er hér með eigin- manni mínum Sigurði Arasyni skip- stjóra og syni okkar Sigurði Agli. Við búum í Swakopmund en það hefur orðið til stórt samfélag íslend- inga á þessu svæði,“ segir hún. I byijun þessa árs tók til starfa sjávarútvegsskóli í Walvis Bay og eru þar nú starfandi fjórir íslenskir Hafa ferðast víða um sunnanverða Afríku Fjölskyldan hefur notað frítíma sinn vel til ferðalaga og hafa ekið um alla Namibíu, gist á afgirtum tjaldsvæðum og farið til nálægra landa, s.s. Suður-Afríku og Zimbabwe. Þau segja að fátt sé að óttast á ferðalögum um Namib- íu, enda sé landið mjög öruggt og lítil sjúkdómahætta á þeim svæð- um sem þau fara yfirleitt um. Friðrik og Birna segjast ekki fylgjast vel með fréttum frá ís- landi en segjast halda ýmsa ís- lenska siði í heiðri. „Við borðum til dæmis alltaf klukkan sex á aðfangadag, þó það sé óneitanlega skrítið að halda jólin hátíðleg um hásumarið þegar hitinn er mest- ur,“ segja Birna. Rótgrónir siðir og venjur heima- manna hafa hins vegar oft komið þeim undarlega /yrir sjónir. „Sjó- mannskonur á íslandi eru vanar að sjá um fjármál heimilisins og vera með peningavöldin þegar eig- inmennirnir eru á sjó. Þegar við fluttumst hingað héldum við upp- teknum hætti, en það mæltist ekki vel fyrir,“ segir Friðrik. „í bönkun- um þótti þetta hin mesta firra og vildu starfsmennirnir fá að eiga viðskiptin við eiginmennina. Is- lensku konurnar fengu í fyrstu hvorki greiðslukort né að opna bankareikninga nema eiginmenn- irnir skrifuðu upp á það, en þetta hefur nú verið að breytast," segir hann. Ráðningarsamningur Friðriks rennur út um næstu áramót og ætlá þau þá að snúa aftur til ís- lands. Þau ráðgera að láta gamlan draum rætast og aka á eigin bíl heim til íslands frá Namibíu í vet- ur með börnin og fá gott tækifæri til að skoða Afríku. Þetta er gróf- lega áætlað 20-25 þúsund kíló- metra leið norður alla Afríku og upp Evrópu og gera þau ráð fyrir að verða þijá til fjóra mánuði á leiðinni. b kennarar en þeim mun fjölga í sex á komandi mánuðum. Grétar Hjart- arson er aðstoðarskólastjóri skólans og Guðmundur S. Karlsson vél- fræðikennari en hann hefur lagt mikla vinnu í undirbúning skóla: starfsins á undanförnum árum. I opinberri heimsókn Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra til Namibíu greindi hann frá því að íslendingar ætluðu að gefa skólanum fullkomið kennslutæki fyrir kælitækni. Guð- mundur segir að um verði að ræða fyrsta kennslutækið í kælitækni sem tekið sé í notkun í Namibíu. Miklar breytingar eigi sér nú stað á fiskiskipaflota landsmanna og skipin sæki æ lengra út til veiða. Þau sigli stundum í allt að 30 klst. með fiskinn og því sé oft fast að 40% aflans skemmdur þegar hann berst að landi. Hann segir mjög mikilvægt að namibísku sjómenn- irnir læri að tileinka sér kælitækni. Hafvísindamenn í Namibíu starfa í nýlegu húsnæði Hafrannsókna- stofnunar í Swakopmund. Þar hefur m.a. verið komið upp rannsóknar- stofum og tækjabúnaði. Meðal vís- indamannanna eru tveir íslending- ar, Hrafnkell Eiríksson fiskifræð- ingur og Stefán Kristmannsson haffræðingur, og gerir samstarfs- samningur landanna ráð fyrir að þeir verði þar áfram við störf til 1998. Stefán er bjartsýnn á framtíð starfseminnar. Að hans sögn hefur verið tekinn í notkun eftirlitsbúnað- ur um gervitungl í stofnuninni, sem er sambærilegur og setja á upp á Islandi í stað tilkynningaskyldu fiskiskipa. Búnaðurinn gerir vís- indamönnum kleyft að fylgjast sjáv- arhita í landhelgi Namibíu og býður upp á möguleika á að fylgjast með veiðum skipa. Stefán hefur búið í Namibíu í á þriðja ár og annast m.a. haffræðinámskeið hjá stofnun- inni. Sambýliskona hans er Johanna Joey og er namibísk. Eiga þau einn son, Sólmund Stefánsson, sem fæddist í mars sl. og er yngsti ís- lendingurinn í afríkulýðveldinu Namibíu. Mikil upp- sveifla í sjávarútvegi EINAR Aðalsteinsson er yfirverkstjóri í fyrir- tækinu Northern Fishing Industries í Wal- vis Bay, sem er eitt stærsta sjávarútvegsfyr- irtækið sem starfrækt er í Namibíu. Tveir íslensk- ir skipstjórar starfa um borð í ísfisktogurum sem fyrirtækið gerir út. Einar hóf störf hjá fýrirtækinu árið 1993 en þá keypti fyrirtækið tvo togara frá Frakklandi og hóf veiðar og vinnslu á lýsingi af fullum krafti. Fyrir skömmu bættust þijú verksmiðjuskip frá Kanada við flota fyrirtækisins sem gerir nú út fimm ísfisktogara og einn stóran verksmiðjutog- ara. Aætlað er að útflutningstekjur fyrirtækisins á yfirstandandi ári verði um 65 millj. namibískir dalir eða tæplega einn milljarður ísl. kr. „Vinnslan hjá okkur er einkum tvíþætt, frysting og ferskfiskútflutningur. Við erum að setja upp tvær flökunarlínur og stefnum á að framleiða 11-12 tonn af ferskum og frosnum lýsingsflökum á dag,“ segir Einar en afurðirnar eru aðallega seldar til Spánar. „Við erum með sjö undirverkstjóra og um 250 verkamenn. Ég sé aðallega um ferskfiskútflutning Northern Fishing. Fyrir tveimur árum voru unnin hér 12 til 15 tonn á viku en í dag framleiðum við að jafnaði 25 og allt upp í 55 tonn á viku,“ segir hann. Ætlaði aðeins að vera í nokkrar vikur Áður en Einar kom til Northem Fishing starf- aði hann við sjávarútveg í Garði og var einnig um EINAR Aðalsteinsson fyrir utan verksmiðju- hús Northern Fishing Industries í Walvis Bay. tíma í Bremerhaven þar sem hann aflaði sér reynslu við meðhöndlun og sölu á ferskum físki. „Ástæður þess að ég kom hingað voru þær að ég hitti eiganda fyrirtækisins sem var staddur á íslandi og hann bauð mér að koma út. Ég fór fyrst til Frakklands og var í áhöfn sem sótti tog- ara þangað og kom með honum hingað niður eft- ir. Ég ætlaði í fyrstu aðeins að dvelja hér í nokkr- ar vikur en hef ílenst hér og líkar það mjög vel,“ segir Einar. Northern Fishing Industries er almennings- hlutafélag en tilheyrir eignarhaldsfélagi sem á nokkur fleiri fyrirtæki í Namibíu. Stærstu eigend- ur þess eru frá Namibíu, Suður-Afríku og Nor- egi. Einar býr í Walvis Bay ásamt unnustu sinni Candice Goddard sem er frá Suður- Afríku og ætla þau að ganga í það heilaga í desember næstkomandi. „Það gengur mjög vel hérna enda hefur verið mikil uppsveifla í þessari atvinnugrein. Það stend- ur til að ég fari í launað ársleyfi á næsta ári til Islands til að stunda nám við endurmenntunar- deild Háskóla íslands í sjávarútvegsfræðum. Ég geri svo ráð fyrir að starfa hér í nokkur ár til viðbótar,“ segir hann. '/-4- ' lfaCdiun'95 i, skemmtun, útivera, fjölskyldan og góðir ar á vímuefnalausri útihátíð um næstu helgi Gleði Sameiginlegt grill Körfiibolti - Hestaleiga Veiði - Leikir íþróttakeppni - Hugvekja Aðgangur Aðgangseyrir 2.500 kr. og ókeypis fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með foreldrum. Aðgangur greiddur við innganginn. EURO og VISA þjónusta Nánari upplýsingar t t hjá SÁA ^\ 'A 'A íslma 581-2399 )/\/\ Skemmtun «■%. ■■ ■ Bornin íþróttir barna Sérstök barnadagskrá á palli Hæfileikakeppni - Utileikir Barnadansleikur Hestar fyrir börnin Dansleikur með STJÓRNINNI á föstudagskvöld og með ÁLFUNUM laugardagskvöld. Kvöldvaka - Gleðitríóið KÓZÝ Grín og glens með SPAUGST OFUNNI Staöur og stund Galtalækj arskó 21. til 23. júlí 1995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.