Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 14
14 - B SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ +1 Batman- skífa KVIKMYNDAPLÖTUR eru eðlilega ætlaðartil að vekja athygli á viðkomandi kvik- mynd, en þegar best tekst til er platan eiguleg í sjálfu sér. Það virðist hafa gengið eftir með Batman Forever- skífunni sem kom út fyrir skemmstu. BATMAN Forever stefnir í mikla metaðsókn og samnefnd breiðskífa virðist ekki síður ætla að ganga vel. Þar skiptir eflaust mestu að á plötunni er nýtt U2 lag, Hold Me, Thrill Me, Kiss Me, Kill Me. Einnig eiga lög á plötunni ýmsar minni stjörn- ur, en ekki síðri, til að mynda PJ Harvey, Massive Attack, Seal, Mazzy Star, The Offspring, Method Man og Nick Cave. Flestir flytend- urnir taka ný eígin lög, til að mynda U2, PJ Harvey, Seal og Mazzy Star, en aðrir taka lög eftir aðra, þar á meðal The Offspring sem flytur pönklag úr smiðju The Damned, Massive Attack, sem flytur Smokey Robison- lag, og Michael Hutchence sem tekur Iggy Pop slagara. DIRE STRAITS Á TÓNLEIKUM ÆVINTÝRIÐ um hljðm- sveitina sem sló í gegn á einni nóttu er alltaf viðkunn- anlegt, en iðulega fjarri sanni. Til að mynda tók það eina vinsælustu hljómsveit síðustu ára, Dire Straits, drjúga stund að koma sér á framfæri og fyrsta plata sveitarinnar virtist ekki til stórræðanna. FYRIR skemmstu kom út í Bretlandi tónleikaplata með bresku rokksveitinni Dire Straits. Það er í sjálfu sér ekki frásagnarvert, en merkilegt að á plötunni eru tónleikaupptökur frá þvf í árdaga. Upptökurnar á skífunni eru frá fyrstu árum Dire Straits, 1978 til 1981, en fyrsta breiðskífan kom ein- mitt út 1978. Hún vakti ekki mikla athygli, skreið inn á topp 50 í Bretlandi, og smá- skífa af henni heyrðist ekki nema einu sinni eða svo.í bresku útvarpi. Það var ekki fyrr en Bandaríkjamenn sperrtu eyrun að Bretar tóku við sér og Sultans of Swing glumdi í útvarpinu nánast allan sólarhringinn. Sú fræga smáskífa er ein- mitt á tónleikaplötunni sem hér er gerð að umtalsefni ásamt lögum eins og Water of Love, Down to the Water- line, Wild West End og Tunn- el of Love, og líklega fínnst aðdáendum himnasending að heyra upptökur frá því er liðsmenn Dire Straits spiluðu eins og þeir ættu lífið að leysa. 'mm §|# i '." '¦':¦¦ " S' '* '" " _ ' - jki-. -___¦ - SÖLUÁTAK Ferskir Dire Straits fyrir löngu. SPORMENNhafayfirað ráða miklu safni tónlistar af öllum gæðaflokkum og gerðum og gera nú átak í að kynna það sem þegar hefur verið gefið út. Liður í því er sérstakt söluátak á fjölmörgum titlum, „Dúnd- urdiskar", sem boðnir verða á lágu verði til fram- búðar. Titlarnir eru tuttugu og fimm og nýútkominn safndiskur, I sól og sum- aryl, að auki og seldir á innan við þúsund krónur. Þar á meðal Regnbogaland Nýdanskrar, Rocky Horror í flutningi Leikfélags MH, 12 íslensk bítlalög Bítla- vinafélagsins, Trúbrot Trú- brots, Bít Tweetys, Spillt Todmobile, Harmonikku- tónar, Ljúfa líf Þín og mín, íslensk alþýðulög með ýms- um flytjendum, Blóm og friður, A fullri ferð Geir- mundar, Hljómar 2 Hljóma, ¦^jel#*__¦%¥_%¦.¦_ ifv DÆvURTONLIST Hvar erKirkjubesjarklausturf Útitónleikar á Kleifiirn VERSLUNARMANN AHELGIN er mikill gleðitimi fyrír ungmenni sem streyma á útihátíðir vfða um land. Þær hátfðir vilja oft verða svallhátíðir og þó jafnan sé mikið látið með hverjir verði að apila hvar þá má segja að þegar glaumurinn sé mestur gæti eins verið alsjálfvirkur glym- skratti á sviðinu. Þrátt fyrir það hafa ýmir reynt fyrír sér með tónleikahald um ver&lunarmannahelgina, en ekki geng- ið sem skyldi. Þeir ráðast þvf ekki á garðinn þar sem hann er lægstur Uxamenn sem hyggjast halda alþjóðlega tón- iistarhátið austur á Kirkjubæjarklaustri. UXI EHF. hefur látíð nokkuð á sér kræla undanfarið í hh'ómsveita- innflutningi og hingað hafa streymt margir helstu dansspá- menn Breta og sumir sem eíga eftir að komast í þann hóp. Uxa- menn, sem Kristinn Sæmundsson er einn forsprakka, hófu und- irbúning að tonleikunum sem hér eru gerðir að um- talsefni fyrir allnokkru og öfluðu sér sambanda sam- hliða því að þeir fengu lista- menn hingað til lands. eftir Árno Mottbíosson Kristinn segir að þeir félag- ar hafi snemma ákveðið að leggja aðaláherslu á erlenda danstónlist og skreyta með ýmislegri íslenskri rujómlist. Hann segir að þeir hafi einn- ig vih'að hafa fjölbreytnina sem mesta og reyna ekki síst að fá hingað til lands vaxandi tónlistarmenn en ráðsetta og líka að hafa sem flesta svo halda megi sam- fellda tónlistardagskrá frá því a fóstudagskvöld fram á sunnudagskvöld. Tónleik- arnir eru haldnir á Kleifum við KMriubæjarklaustur, rúma 250 kflómetra austur af Lækjartorginu í Reykja- vfk. Margt frægra Margt frægra manna og htjómsveita kemur fram á 1 ." ^mr'"''^^^Su " i - ""¦ tW;-. íéw^^m H ¦ V -_T ¦ 'jjrt'''' ¦ '•'¦•¦ 'W x ' ^BF kM _N \ "IPSPl lSé§*'Y..... t»1 ¦ .„" .->.Wt \ 'j 1 ;'-__íí^_r"' Sk.-"Sátm 'fl '¦''''^ __ \v : _B yH f j /mm ¦ 1 'Æ ^W 'í^ ^^^^S:'- Hiralf ð \n ijósmynd/Björg Sveiii8<íðttir Helmsókn Björk Guðmundsdóttír flytur nokkur lög með sveit sinni. hátíðinni og verður þar að teija fremsta Björk Guð- mundsdóttur, sem kemur hingað með hluta af híjóm- sveít sinni frá tónleikahaldi vestan hafs og leikur nokk- ur lög. Einnig koma fram Underworld, sem er mörg- um minrtiBStæð frá tónleik- um sveitarinnar í Laugar- dalshðll með Björk fyrir rúmu ári, The Prodigy, sem tryllti íslensk ungmenni eftirminnilega { Kapla- krika, Drum Club, sem áður hefur komið hingað, Bandulu, Atari Teenage Eiot, Technova og Innersp- here, aukinheldur sem fjöl- margir minni spámenn láta í sér heyra og erlendir plötusnáðar fjðlmargir. Af íslenskum sveitum má nefna Unun sem kemur fram með Páli Óskari Hjálmtýssyní, Funk- strasse, T-World, Ólympíu, Stoone, sem er hljómsveit Egils Ólafssonar og þeirra Ingólfs og Sigga Pláhnetu- manna, Lhooq, sem er ný sveit Emilíönu Torrini, Jó- hanns Jóhannssonar og Pétur Hallgrímssonar, Kusur, SSSól og Niður. Ahugi i'illendra Kristinn segir að hátíðin hafí vakið mikinn áhuga erlendis, enda mannaval með því besta sem geríst á danssviðinu, og þannig komi hingað til lands út- sendarar Volume-útgáf- unnar til að taka upp efni á safndisk sem helgaður verður hátíðinni og íslandi, fjölmörg erlend tónlistar- tímarit og -blðð fylgjast með hátíðinni og allstór hópur tðnieikagesta kemur að utan. v Kristinn leggur áherslu . á að ekki sé verið að skipu- leggja dæmigerða íslenska útihátíð, helst vilji Uxa- menn að allir séu bláedrú og látí tónlistina sjá um að koma þeim í vimu, en mikið hafí verið lagt í að -koma henni sem best til skila; risasvið reist og Ijósabunaður hínn glæsi- legasti aukinheldur sem tvö öflugustu hljððkerfi landsins hafi verið leigð til að tryggja hljómstyrkinn. Hann bendir og á að á Klaustri sé margt fleira hægt að gera en hlusta á tónlist, staðurinn hafi verið valinn eftir vandlega skoð- un og fjðlmargir aðrir stað- ir hafi staðið þeim til boða. „Þetta verða gríðarstór- ir tónleíkar, mesta tónlist- arhátíð sem hér hefur verið haldin, og það er metnaður okkar að vanda svo til verka að allir fari ánægðir heim, hvort sem það er til staða innanlands eða er- lendis," segir Kristinn ákveðinn. Söngperlur, Speis Pláhnet- unnar, Götuskór Spilverks- ins, Eitt sumar á landinu bláa með Þremur á palli og Lög Jenna Jóns með Ellý og Einari. I haust koma svo út 25 titlar til viðbótar á sama verði. FOLK mOHAÐ listahátíð er í að- sigi og hluti af henni er sem jafnan íslensk rokk- og popptónlist. 19. ágúst næst- komandj verða þannig haldnir miklir -tónleikar á Ingólfstorgi, þar sem fram koma allar helstu bílskúrs- sveitir landsins í bland við ráðsettari. Skipuleggjendur leita að hljómsveitum á tón- leikana og lysthafendur ættu að hringja í Kidda í Óháðri listahátíð í Hafnar- stræti, sími 551 2721. MSAFNPLÖTURNAR streyma á markað og í síð- ustu viku slóst ís með dýfu í hópinn. Á henni eru fimm- tán lög fimmtán íslenskra flytjenda. Þar láta í sér heyra Sixtics, sem flytja lagið Alveg ær, Milfjóna- mæringarnir flytja tvö lög, Guanto la gusta og Skrímsl- ið, Unun Ykt döpur, KK Á 4. hæð í 5 hæða blokk, sem er það fyrsta sem heyrist frá honum alllengi, svana- söngvar Spoon, Leaving og Surprise, eru á plötunni, og einnig fyrstu lög tveggja sveita sem urðu til uppúr Spoon; Kirsuber flytur lag- ið Þú og Hauslausir Ha, Galíleó á lagið Einn, Reggae on Ice leikur Utan- garðsmannalagið Kyrrlátt kvöld við fjörðinn, EÚc snýr aftur með Trúðinn, Urmull flytur Himnalagið, Gógó syngur Þar sem allt grær, og Envelope endurgerir Bowie-lagið Heroes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.