Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 B 23 HOLMAR MAGNÚSSON + Hólmar Magn- ússon fæddist á Sauðárkróki 14. október 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson og Helga Magnúsdóttir. Systkini hans voru Ingvar og Málfríður og eru þau bæði lát- in. Eftirlifandi eig- inkona hans er Oddný Þorvalds- dóttir, f. 9.1. 1919, og eignuðust þau tvo syni, Ragnar, f. 31.5. 1936, og Sverri, f. 6.3. 1942. Hólmar ólst upp á Sauðárkróki hjá móð- urömmu sinni, Málfríði Frið- geirsdóttur. Frá unga aldri sótti hann sjóinn og hélt seinna til Reykjavíkur til náms við Stýri- mannaskólann, en þaðan lauk hann prófi 1947. Ári síðar fluttist hann til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Fram til 1957 var Hólmar stýrimaður á fiskiskipum en það ár hóf hann tré- smíðanám sem hann lauk árið 1962. Hann vann síðan við húsasmíðar þangað til hann hóf störf við leikmyndagerð hjá Leikfélagi Reykja- víkur árið 1969 og vann þar þangað til hann settist í helgan stein tuttugu árum síð- ar. Útför Hólmars fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudag, 17. júlí, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. margar og dýrmætar minningar og við barnabörnin munum halda minn- ingu afa á lofti með því að segja börnunum okkar hversu yndislegan langafa þau hafi átt sem hafi tekist að gera stóran hluta æsku foreldra þeirra að skemmtilegu ævintýri. Helga Sverrisdóttir. Mig langar til að minnast afa Hólmars í nokkrum orðum. Ég man þegar ég kom að heim- sækja afa Hólmar í vinnuna, hvemig hann átti alltaf smá tíma aflögu til þess að spjalla við mig. Þá löbbuðum við um nágrennið, jafnvel niður í fjöru eða sátum uppi á kaffistofu og drukkum te. Þá sagði afi mér m.a. frá Skagafirðinum þar sem hann ólst upp eða frá sjómennsku sinni. Mikið var líka gaman að koma í Skammadalinn til afa og ömmu, en þar var alltaf glatt á hjalla. Þegar líða tók á sumarið fékk maður rófur eins og maður vildi og stundum jarð- arber og gulrætur. Hann átti það síðan til að byggja með mér fleka eða bát og við fleyttum honum niður lækinn. Svo fengum við heitt kakó í kofanum og sátum við kabyssuna. En þegar ég hugsa um afa Hólm- ar er þó eitt sem stendur upp úr. Það eru geymslupartýin. Þegar mað- ur kom í heimsókn til afa og ömmu á Miklubrautina endaði maður í geymslunni hjá afa. Það helsta á boðstólum var harðfiskur og gos. Svo var hægt að sitja lengi og skoða furðulegasta dót og hin ýmsu verk- færi sem afi geymdi þar. ^ Afi Hólmar var góður afi, hann var rökfastur og ákveðinn og hafði alltaf tima fyrir mig og önnur börn í ættinni. Alltaf skal hann eiga stað í hjarta minu. Megi hann hvíla í friði. Ég og fjölskylda mín biðjum Guð að styrkja ömmu Oddnýju og aðra aðstandendur. Svavar Ragnarsson. AFI okkar, Hólmar Magnússon eða „Holli afi“ eins og við kölluðum hann er látinn. Hann hafði gengist undir mjaðmaskiptaaðgerð þremur dögum áður og allt virtist ganga að óskum þegar kallið kom eins og hendi væri veifað. Áður hafði verið skipt um hina mjöðmina með góðum árangri þannig að við bundum vonir við að þessi aðgerð mundi bæta líf hans verulega. En gangverkið brást og þar með var jarðvist afa lokið. Það er okkur styrkur þegar við horfum á eftir honum svona snögglega að líklega hefði hann kosið slíkan dauð- daga ef hann hefði mátt ráða. Við krakkarnir vorum mikið hjá ömmu og afa þegar við vorum lítil og eigum margar og dýrmætar minningar þaðan. Afi var sérstak- lega barngóður maður og fannst gaman að hafa okkur í kringum sig og hans heimur var ævintýraheimur sem okkur fannst forréttindi að fá að taka þátt í. Hann var þá smiður hjá Leikfélagi Reykjavíkur og smíða- verkstæðið í Dugguvogi var spenn- andi staður, þar voru geymdar gaml- ar leikmyndir sem voru uppspretta mikilla leikja. Á sunnudögum fór afi síðan oft með okkur í svokallaða „sunnutúra“ en það voru miklar ævintýrareisur um Reykjavík, þá fórum við í sund, fórum að veiða eða skoðuðum bátana i höfninni og þá var bílabijóstsykurinn í hanskahólf- inu fastur liður. Sælureitur afa og ömmu í Skammadai þar sem þau ræktuðu matjurtir og hvert okkar átti sína hríslu var paradís okkar og við fylgdumst spennt með hveiju skrefi uppbyggingar þar. Þá átti afi geymslu sem full var af alls kyns gersemum og þar hélt hann mikil geymslupartí sem hafa átt miklum vinsældum að fagna hjá öllum í fjöl- skyldunni fram á þennan dag en í þeim var borinn fram harðfiskur og hákarl með öli og íslensku brennivíni og þeir eru ófáir sem hafa í fyrsta sinn bragðað.hákarl í geymslupartíi hjá afa. Svo kvað hann gjarnan nokkrar skagfirskar rímur og sýndi okkur myndir úr Skagafirðinum því þótt hann hafi búið svo lengi hér í Reykjavík sem raun ber vitni þá var Skagafjörðurinn aldrei langt undan í huga hans. En geymslupartíin hans afa verða víst ekki fleiri í bili. Eftir standa Í34y 3 Siemens S3+ . . . . . ai.4WM, larsfminn kosfar aðeins ■bjóíum einnig... Sharp TQG-400 Þyngd: 225 gr, 20 tíma rafhíaða og hraðvirkt hleðslutœki. Sérlega handhœgur. Verð aðeins: 63,900,- ...ásamt Nokia og Motorola Siemens S3+ siminn hefur allt sem góður GSM-vasasími þarf að hafa. Hann er rrtill og handhœaur, en þó sérlega öflugur. Hann er hlaðinn innbyggðum - stillanlegum atriðum, s.s. símaskrá með nöfnum, símtalsflutningi, stillanlegri hrinpingu, 5 númera endurvalsminni, 20 tima rafhlöðu (100 min. i stöðugri notkun), sem tekur aðeins klukkustund að hlaða, föstu loftneti sem ekki þarf að draga út og fjölmörgu fleira; en samt er hann einstaklega auðveldur í notkun. Svo vegur hann aðeins 280 gr. L RAOGREIÐSLUR Hraðþjónusta við landsbyggðina: (Kostar innanbœjarsímtal og vörumar eru sendar samdœgurs) insðsvegi 11 Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888 SltlQœc iingar Ungt fólk ísland Samkoma í Breiöholtskirkju í kvöld kl. 20.00. Leikræn tjáning, lofgjörð og fyrirbænaþjónusta., Gísli Friðgeirsson predikar. Allir velkomnir. sá? Scímhjólp Samkoma í Þríbúðum, Hverfis- götu 42, í dag kl. 16. Fjölbreytt- ur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barna- gæsla. Ræðumaður Óli Ágústs- son. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Fimmtudagur: Tjáning kl. 19. Bænastund kl. 20.15. Sunnudagur: Samkoma kl. 16.00. Samhjálp. GÓNGULiÐSÓGN . Núpstaðaskógur-Skaftafell Fjögurra daga gönguferð um stórglæsilega náttúru. Brottför alla fimmtudaga í júlí og ágúst. Sími 854 2959 ogfax 551 1392. ímiFjmEiöGiEi Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Grensásvegi 8 Samkoma í dag kl. 11.00 Allir hjartanlega velkomnirl Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 16.30. Hvítasunnukirkjan Fíladeifía Almenn samkoma kl. 20.00. Mikill söngur, fyrirbænir. Ræðu- maöur Kristinn Ásgrímsson. Barnagæsla fyrir börn 1-6 ára. Allir hjartanlega velkomnir. KRO SSÍÉIN Auðbn'kka 2 . Kópavoqur Sunnudagur: Samkoma kl. 16.30. Þriðjudagur: Stórsamkoma með Benny Hinn í Laugardalshöll. Miðvikudagur: Stórsamkoma með Benny Hinn ( Laugardalshöll. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. v/> Hallveigarstíg 1 • sími 614330 Dagsferð sunnud. 16. júlí Kl. 10.30 Síldarmannagötur - Grafningur. Gömul þjóðleið. Verð kr. 2.000/2.200. Dagsferð laugard. 22. júlf Kl. 09.00 Búrfell í Þjórsárdal. Fjallasyrpa. 4. áfangi. Dagsferð laugard. 22. júlf Kl. 09.00 Árnes, eyjan í Þjórsá. Dagsferð sunnud. 23. júlí Kl. 10.30 Brynjudalur - llrisháls - Botnsdalur. Brottför frá BSÍ, bensínsölu, miöarvið rútu. Einn- ig uppl. í Textavarpi bls 616. Helgarferðir 21 .-23. júlí 1. Tröllakirkja - Holtavörðu- heiði. Gengið um fáfarnar slóðir. Gist í tjaldi. Fararstjóri Gunnar S. Gunnarsson. 2. Básar við Þórsmörk. Göngu- ferðir við allra hæfi, góð gistiað- staða í skála og fyrir tjaldgesti. Fararstjóri Eyrún Ósk Jensdóttir. Helgarferðir 28. -30. júlí 1. Sveinstindur - Langisjór - Fögrufjöll Gengið á Sveinstind. Fólk getur valið um að ganga með dags- poka eftir Fögrufjöllum og vaða útfall Skaftár eða að sigla með báti í náttstað við norðurenda vatnsins. Sameiginleg veislu- máltíð að kvöldi laugardags. Siglt til baka. Tjald- og ævintýra- ferð. 2. Fimmvörðuháls. Nokkur sæti laus. Helgarferðir um verslunar- mannahelgina 4.-7. ágúst: 1. Núpsstaðarskógur. 2. Sveinstindur-Skælingar- Lakagígar. 3. Tröllaskagi-Heim að Hólum. 4. Básar í Þórsmörk. Útivist. IŒGURINN ' Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Samkoma í kvöld kl. 20.00. Ræðumaður Eiöur H. Einarsson. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir - sunnudag 16. júlí Kl. 10.30 Hveragerði-Kattartjarn- ir - Krókur Leiðin liggur um Reykjadal, Dalsskarð að Kattar- tjörnum, Djáknapolli að Króki í Grafningi. Kl. 13.00 Lómatjörn - Mælifell - Djáknapollur Gangan hefst við Hagavík (Þing- vallavatn) um Lómatjarnarháls, Mælifell og endar við Krók í Grafningi. Verð kr. 1200. Helgarferðir 21 .-23. júlí 1) Landmannalaugar - Hrafn- tinnusker. Gist eina nótt í Hraf- tinnuskeri. 2) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála - göngufeðir. 3) 22.-23.júlí - kl.08 - Fimm- vörðuháls - gengið frá Skógum - gist eina nótt í Þórsmörk. Sumarleyfisferðir 1) 27. júlí-1. ágúst (6 dagar). Aðalvík (gist í tjöldum). 2) 4.-7. ágúst (4 dagar) Hesteyri i Jökulfjörðum.Gist í húsum og tjöldum. 3) 21 .-25. júlí Strandir - Drang- ar - Ingólfsfjörður Öku-/gönguferð. Gist í svefn- pokaplássi, á Finnbogastöðum, Dröngum og Laugahóli. Siglt að Dröngum frá Munaðarnesi. Margir áhugaverðir staðir heim- sóttir. 22.-27. júlí Á Lónsöræfum (6 dagar) Gist í Múlaskála I Lónsör- æfum. Gönguferðir daglega í stórbrotnu landslagi. 2S-30.júlí Hveravellir - Geit- land (6 dagar). Göngutjöld. 29. júlf - 3.ágúst. Húsavík- Þeistareykir-Mývatn. Flogið til Húsavíkur og gengið þaðan sem leið liggur um Þeistareyki. Gæsadal að Mývatni þar sem litast verður um á svæðinu. Ferðafélagið skipuleggur ódýrar sumarleyfisferðir með staðkunn- ugum fararstjórum. Kynnist eig- in landi í ferðum með Ferðafé- laginu. Ferðafélag íslands. Hallveigarstig 1 • sími 614330 Sumarleyfisferðir 20.-24. júlí Reykjafjörður Dvalið í Reykjafirði, góð tjaid- stæði og sundlaug. Farið í dags- ferðir, m.a. um Þaralátursnes á Geirólfsnúp og Drangajökul. Undirbúningsfundur 17. júlí kl. 18.00 á Hallveigarstíg 1. Fararstjóri Fríða Hjálmarsdóttir. 22.-27. júlí Hrútafjörður - Arnarvatn - Víðidalur Gengið með Siká, um Fossdal að Sléttafelli. Þaðan á Arnar- vatnsheiði, stærsta votlendis- svæði Evrópu, að Arnarvatni stóra. Heim um Kolgrímsvötn og Dauðsmannskvísl, með Víði- dalsá niður í Víðidal. Undirbúningsfundur. Fararstjóri Kristinn Kristjánsson. 27.-31. júlí Landmanna- laugar-Básar Fullbókað. Miðar óskast sóttir. Fararstjóri Margrét Björnsdóttir. 28. júlí - 3. ágúst Lónsöræfi Gist í skála. Gengið um þetta stórbrotna og litauðuga svæði, m.a. í Tröllakróka, Víðidal, Lamba- tungur, Sporð og á Sauðhamars- tind ef veður leyfir. Fararstjóri Gunnar Gunnarsson. 31. júlí-8. ágúst Hesteyri - Jökulfirðir - Hornvfk Siglt að Hesteyri. Farið í dags- ferð að Sæbóli og Látrum í Aðal- vík. Á næstu 5 dögum verður gengið um Hlöðuvík, Veiðileysu- fjörð, Kvíar og Lónafjörð yfir í Hornvik. Fararstjóri Þráinn Þórisson. Þjófadalir - Hveravellir Gengið frá Hvítárnesi í Þver- brekknamúla, gist. Þaðan í Þjófadali, gist. Loks til Hvera- valla, gist og farið í heita pottinn. Fararstj.: Eyrún Ósk Jensdóttir. 11 .-15. ágúst Jarlhettur - Hagavatn - Hlöðufell Tjaldað við Hagavatn, farið að Jarlhettum. Gengið á þremur dögum um Lambahraun og Hlöðuvelli, niður að Brúarár- skörðum, um Eyfirðingaveg og að Þingvöllum. Athugið að far- angurinn verður fluttur á milli staða. Fararstj.: Sigurður Sigurðarson. 15.-20. ágúst Landmanna- laugar - Básar 20.-26. ágúst Öræfaperlur sunnan jökla. Útivist. K r i s t i S s a m f é I a g Samkoma í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, Hafnarfirði, í dag kl. 16.30. Mike Billamy talar. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.