Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 D 27
SUÐURLANDSBRAUT 52 v/FAXAFEN
OUUUnLMIXUOUnnu I yJC- v/ I rv/\r\l L_ IM
r% HUSAKAUP
fasteignaviðskiptum 568 2800 FASTEIGNAMIÐLUN 568 2800
11 I AC.il I ASTI IONASAl A
Brynjar Harðarson
viðskiptafræðingur,
Guðrún Árnadóttir
löggiltur fasteignasali,
Karl G. Sigurbjörnsson,
lögfræðingur
Sigrún Þorgrímsdóttir
rekstrarfræðingur.
Séreignir
Ásgarður 22400
136 fm mikið endurn. endaraðh. m. góöum
ræktuðum garði. Ný eldhinnr. Flísal. bað.
Parket. Mjög fallegt útsýni. Verð 9,1 millj.
Lindarsmári 26158
194 fm endarðah. á einni hæö í Kópa-
vogsdalnum m. innb. bílsk. Skemmtil. stað-
setn. Skilast fullb. að utan, fokh. að innan.
Verð 8,9 millj. Tilb. u. trév., verð 10,8 millj.
Bakkasmári 26158
184 fm parh. á einni hæð m. innb. 34 fm
bílsk. Stendur á skemmtil. stað í dalnum.
Selst fullb. að utan, fokh. að innan. Verð
9,3 millj. Teikn. á skrifst.
Viðarrimi 25842
153 og 163 fm einbhús m. bílskúr á hreint
ótrúlegu verði. Afh. á þremur byggstigum.
Fokh./t.u.t./fullb. Fullbúið 153 fm einb. án
gólfefna m. öllum innr. á aöeins 10.960
þús stgr.
Helgubraut — Kóp. 16279
Mjög fallegt 215 fm endaraðh. m. séríb. í
kj. Vandaðar innr. og gólfefni. Arinn í stofu.
3 góð svefnh. uppi, 1 -2 herb. niðri. Ræktað-
ur garður. TOPPEIGN. Verð 14,4 millj.
Krókamýri — Gb. 12850
193 fm einbhús á einni hæð með innb.
bílsk., að mestu fullb., með vönduðum innr.
Parket og flísar. Verð 16,6 millj.
Ðlikahjalli — Kóp. 24297
197 fm par- og raðh. v. Blikahjalla 2-18,
Kóp. Húsin skilast fullfrág. að utan, mál.
m. frág. lóð og snjóbræðslu í stéttum.
Verð miðað v. fokh. 10,0 millj. Tilb. u. trév.
13,6 millj. Fullfrág. 15,6 millj. Teikn. á
skrifst.
Klettaberg — Hf. 22625
Sérlega glæsil. parhús á tveimur hæðum
ásamt innb. tvöf. bílsk. alls 220 fm. 4 góð
svefnherb., stór verönd og frábærar suð-
ursv. Snjóbræðsla í tröppum. Eign í algjör-
um sórflokki. Skilast fullb. að utan, tilb. að
innan fyrir 9,9 millj. eða tilb. u. trév. á
12,5 millj.
Reykjaflöt — Mosfellsdal
156 fm fallegt einbhús á 6000 fm eignar-
lóð. Kjörin eign fyrir útivistarfólk. Áhv. 6,5
millj. Verð aðeins 10,9 millj.
Hæðir
Langholtsvegur 22573
97 fm góð rishæð í þríb. 3 svefnh. Nýviðg.
og mál. hús á góðum stað. Parket á gólf-
um. Nýt eldh. Áhv. 2,7 millj. byggsj. Verð
7,9 millj.
Leifsgata 1682
120 fm hæð og ris ásamt bílsk. 4-5 svefn-
herb., 2 stofur. Nýtt gler. Nýl. viðg. hús-
eign. Áhugaverð eign. Áhv. húsnlán 4,0
millj. Verð 8,5 millj.
Álfhólsvegur — Kóp. 21603
113 fm sérhæð m. stórum og björtum 30
fm endabílsk. m. gluggum. 5 herb. Parket,
teppi og nýl. dúkar. Gróinn garöur. Áhv.
2,5 millj. byggsj. Verð 9,8 millj.
Hofteigur 26105
103 f m gullfalleg og spennandi sérh. ásamt
36 fm bílsk. Hæðin er öll endurn. m.a.
nýtt gler og gluggar. Danfoss, parket. Fall-
egur gróinn garður. Áhv. 5,3 millj. húsbr.
Verð 10,9 millj.
Glaðheimar 21746
122 fm efri sérh. með sérinng. ásamt 30
fm bílsk. Endahús í lokaðri götu. 3 svefn-
herb., stórar stofur. Sérþvottah., stór sér-
geymsla. Fallegur gróinn garður. V. 10,6 m.
Langholtsvegur 25876
103 fm mjög björt og rúmg. neðri sérh. í
þríb. ásamt nýl. 29 fm bílsk. Sérinng. og
-hiti. Húsið er vel staðs. í botnlanga, þ.e.
ekki fram við Langholtsveginn. Æskileg
skipti á 3ja herb. íb. Verð 8,5 millj.
Heiðarhjalli — Kóp. 24798
122 fm efri sérhæð ásamt 25 fm bílsk. á
fráb. útsýnisstað. Afh. tæpl. tilb. u. trév.
Áhv. 4,8 millj. Verð 8,8 millj. Lyklar á skrifst.
4ra-6 herb.
Kríuhólar 13297
121 fm íb. á 6. hæð í lyftuh. Nýl. viðg.
hús. Nýl. gler. Upprunalegar innr. Skipti
æskil. á 2ja-3ja herb. íb. í hverfinu. Verð
6.950 þús.
Reykás 26343
135 fm 5 herb. íb. á tveimur hæðum ásamt
bílsk. Hús og sameign mjög huggulegt.
Glæsil. íb. með sérsmíðuðum innr., flísum
og parketi. Áhv. 6 millj. hagst. lán. Verö
10,5 millj.
Hrísmóar — Gbæ 25965
114 fm falleg íb. á 3. hæð í lyftuh. og bíl-
skýli. Húsið er viðhaldsfrítt að utan og
ný|. klætt með varanlegri klæðningu. Nýtt
parket á íb. Stutt í alla þjónustu, hentar
t.d. eldri borgurum vel. Verð 9,5 millj.
Engihjalli — Kóp. 18687
Góð 4ra herb. horníb. ofarl. í lyftuh. Suð-
ursv. Fallegt útsýni. Þvottah. á hæðinni.
Hús nýl. yfirfarið og málað. Verö 6,5 millj.
Flétturimi 3704
108 fm ný og fullb. 4ra herb. íb. á 1. hæð
í 3ja hæða fjölb. Merbau-parket. Öll tæki
og innr. komin. Sameign og lóð skilast
fullfrágengin. Verð 8,8 millj. Sérl. hagst.
greiðslumögul. allt að 80% veðsetning.
Veghús 20815
123 fm glæsil. íb. í litlu fjölb. ásamt 26 fm
bílsk. 3 rúmg. svefnherb. Sólstofa. Allt
nýtt og vandað. Parket og flísar. Áhv. 3,6
millj. byggsj. Verð 10,8 millj.
Hjallavegur 25501
Rúmg. rishæð, ásamt óinnr. efra risi, í fal-
legu eldra tvíb. Hús í góöu ástandi. Upp-
runalegar innr. 2 svefnherb. og 2 stofur.
Lyklar á skrifst. Verð 5,9 millj.
Ugluhólar 25480
93 fm góð 4ra herb. íb. á 3. hæð í litlu
fjölb. ásamt bílsk. Vandað trév. Parket.
Eikareldhinnr. og Gaggenau-tæki. Suð-
ursv. Útsýni. Hús nýl. málað. Verð 7,7 millj.
Leirubakki 24841
103 fm 4ra herb. íb. á efstu hæð í góðu
fjölbýli. Parket. Þvherb. í íb. Stutt í þjón-
ustukjarna. Áhv. 3,7 millj. Verð 6,8 millj.
Alfheimar 26208
97 fm mjög falleg 4ra herb. íb. á 1. hæð.
Nýl. innr. Parket og flísar. Góð húseign.
Laus fljótl. Verð 7,5 millj.
Tryggvagata 24942
Mjög athyglisverð 98 fm 4ra herb. íb. á
2. hæð í nýl. endurbyggðu húsi. Sérsm.
innr. og vönduð gólfefni. Parket og flísar.
Nýstandsett bað. íb. fylgir stór suðurver-
önd þar sem byggður hefur verið vandaður
sólpallur. Bílastæði á baklóð. Áhv. 2,8
millj. byggsj. Verð 7,5 millj.
Boðagrandi 25569
92 fm 4ra herb. gullfalleg endaíb. á 5. hæð
ásamt stæði í bílskýli. Mikið útsýni. Mer-
bau parket. Flísal. baðherb. Áhv. 4,5 millj.
Verð 9,2 millj. Skipti á raðh. á Seltjn.
Eskihlíð 21068
120 fm 4ra herb. íb. á efstu hæð í góðu
eldra fjölb. ásamt aukaherb. í risi. Aðeins
ein íb. á hæð. Laus strax. Lyklar á skrifst.
Verð 6,9 millj.
Ofanleiti 25935
111 fm falleg 4ra herb. íb. á efstu hæð
ásamt stæði í bílskýli. Mikið útsýni. Vand-
aðar innr. Parket. Suðursv. Þvottah. í íb.
Verð 11,5 millj.
Lækjargata — Hf. 25879
114 fm „penthouse“-íb. á 3. hæð í nýl.
fjölb. ásamt góðum bílsk. Vandaðar innr.
og gólfefni. Fráb. útsýni. Aðeins 4 íb. i
stigahúsi. Verð 9,8 millj.
Álfaskeið 24781
110 fm 3ja-4ra herb. íb. m. sérinng. og
bílsk. Stórar stofur, 2-3 svefnh. Allt sér.
Þvhús og góð geymsla í íb. Áhv. tæpar
5,0 millj. Verð 7,2 m.
Vesturberg 21348
96 fm íb. á 3. hæð í góöu fjölb. 3-4 svefnh.
Rúmg. stofa. Sérþvottah. Suðursv. og fráb.
útsýni. Ný gólfefni. íb. er nýmáluð. Verð
7,0 millj.
Lundarbrekka — Kóp. 20158
4ra herb. endaíb. með sérinng. Góð gólf-
efni. Þvhús í íb. Hús nýl. viðgert. V. 7,4 m.
3ja herb.
Kleppsvegur/Brekkustígur
23087
77 fm íb. á efstu hæð í nýviðg. fjölb. Að-
eins ein íb. á hæð. Nýl. gler og parket.
Góð íb. á góðu verði 6,2 millj.
Engihjalli — Kóp. 24989
Rúmg. 3ja herb. útsýnisíb. á 6. hæð. Eikar-
innr. og parket. Nýl. bað. Svalir eftir endi-
langri íb. Verð 6,2 millj.
Grettisgata 26312
Nýstandsett mjög falleg og björt 3ja herb.
risíb. Súð aðeins öðru megin. Parket. Nýtt
eldh. og bað. Nýtt þak. Góð sameign. íb.
er nýmáluð og laus strax. Hentugur staður
fyrir skólafólk. Verð 5,2 millj.
Ofanleiti 25895
Glæsil. 3ja herb. íb. á efstu hæð í góðu
fjölb. Suðursv. Allt tréverk samstætt.
Flísal. baðherb. með sturtu, kari og innr.
Þvottah. í íb. Bílskýli fylgir. Áhv. 5.150 þús.
í byggsj./húsbr. Verð 8,5 millj.
Barónsstígur 24686
58 fm 3ja herb. íb. í góðu eldra fjölb. Nýl.
eldhinnr. Mikið útsýni í miðbæ Rvíkur v.
hlið Sundhallar. Verð 5,3 millj.
Gunnarsbraut 23805
68 fm góð 3ja herb. íb. á jarðh./kj. Sér-
inng. Flísar á gólfum og flísal. bað. Björt
og rúmg. íb. á góðum stað. Áhv. 3,7 millj.
í húsbr. Verð 5,5 millj. Milligjöf einungis
1,8 millj. og grb. 25.600 pr. mán.
Bræöraborgarstígur 23294
í nágrenni Háskólans 74 fm rishæð í þrí-
býlu eldra steinh. Talsvert endurn. góð
eign. Nýl. eldh. og bað. Góð sameign og
garður. Áhv. 2,6 millj. Verð 5,7 millj.
Hörgshlíö — nýtt hús 25194
Mjög falleg 95 fm 3ja herb. íb. í eftirsóttu
fjölb. á einum besta stað í bænum. Park-
et. Vandaðar innr. Suðurverönd og sér-
garður. Innang. í bílg. Áhv. 4,7 millj. byggsj.
Verð 9,6 millj.
Hátún 25201
77 fm góð 3ja herb. íb. í nýviðg. lyftuh.
Nýtt gler og hluti glugga. Fráb. útsýni. Góð
sameign. Verð 6,5 millj.
Lundarbrekka — Kóp. 18876
87 fm góð 3ja herb. íb. m. sérinng. Park-
et. Fallegt útsýni. Áhv. 2,8 millj. Lækkaö
verö 6,0 millj.
Hraunbær 25964
89 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð í góðu fiúsi.
Sameign nýl. tekin í gegn. Áhv. 4,2 millj.
Verð 6,5 millj.
Langholtsvegur 22615
90 fm 3ja herb. íb. í kj. í góðu þríb. Góður
ræktaður garður. Áhv. 3,2 millj. húsbr. og
lífeyrissj. Verð 6,7 millj.
Gnoðarvogur 7919
88 fm 3ja herb. sérhæð í fjórb. Fráb. út-
sýni. Suöur- og austursvalir. Parket. Sér-
inng. Áhv. 1,8 millj. byggsj. Verð 7,9 millj.
Austurströnd .23275
80 fm 3ja herb. íb. á 4. hæð í góðu fjölb.
ásamt stæði í bílskýli. Áhv. 1,7 mHlj. byggsj.
Verð 8,2 millj.
Lokastígur 16815
Rúmgóð 3ja herb. íb. í kj. Sérinng. og allt
sér. 2 góð svefnherb. Eikarparket. Flísalagt
bað. Nánast allt endurn. Verð 4,9 millj.
Vallarás 25138
84 fm 3ja herb. íb. á 5. hæð í nýl. lyftu-
húsi. Góð íb. Vandað fullfrág. hús og garð-
ur. Fráb. útsýni. Áhv. 3,5 millj. hagst. lán.
Verð 7,2 millj.
Hátún 25201
77 fm íb. í nýviðgerðu lyftuhúsi. Nýtt gler
og hluti glugga. Góð sameign. Mikið út-
sýni. Verð 6,5 millj.
DrápuhlíÖ 24217
82 fm 3ja herb. íb. á jarðh. m. sérinng.
Áhv. 2,9 millj. byggsj. Verð 5,4 millj.
2ja herb.
Hrísrimi 14015
Glæsil. 90 fm 3ja herb. íb. ó
3. hæð. Vandaðar Innr., allt tréverk
í $til, Merbau og blátt. Sérþvhús í
íb. Góð samelgn. Áhv. 5 millj. húsbr.
Góð grkjör. Verö 7,9 millj.
Hrísrimi 26364
Sérl. glæsil. 2ja herb. „penthouse"íb. í
nýju fullfrág. fjölb. Rótarspónsinnr., innfelld
Halogen lýsing, flísal. baðherb. og
geymsluris yfir'íb. Innang. í rúmg. bílskýli.
Áhv. 4 millj. húsbr. Verð 6,9 millj. Skipti
æskil. á stærri eign í hverfinu.
Blikahólar 4242
57 fm 2ja herb. íb. á 2. hæð í nýviðg. fjölb.
Mikiö útsýni. íb. sem býður upp á mikla
mögul. Áhv. 3,2 millj. byggsj. m. 4,9%
vöxtum. Verð 4,9 millj.
Hraunbær 25990
57 fm falleg 2ja herb. íb. á 1. hæð í góðu
fjölb. Góðar innr. Verð 4,6 millj.
Þverbrekka — Kóp. 24460
45 fm íb. á 3. hæð í lyftuh. Mikið útsýni.
Rúmg. svefnherb. Vestursv. Áhv. 400 þús.
Verð 4,4 millj.
Kríuhólar 26032
58 fm íb. ó jarðh. með sérgarði í góðu
nýviðg. fjölb. Áhv. 2,4 millj. Verð 4,4 millj.
Hraunbær 15523
54 fm íb. á 2. hæð í fjölb. Parket og flís-
ar. Húseignin er nýl. klædd að utan. Áhv.
2,4 millj. Verð 4,9 millj.
Kleifarsel 25198
59 fm 2ja herb. íb. á 1. hæð í litlu fjölb.
Góðar svalir. Björt og rúmg. íb. V. 5,3 m.
Hátún 25866
54 fm góð 2ja herb. íb. í nýviðg. lyftuh.
Suðursv. Sérlega góð sameign. Laus strax.
Lyklar á skrifst. V. 5,2 m.
Vallarás 25481
Góð 2ja herb. íb. á jarðh. m. sérgarði.
Vandaðar innr. Sameiginl. þvhús m. tækj-
um. Áhv. 1,4 millj. byggsj. Verð 4,5 millj.
Kríuhólar — „stúdíóíb.“
21958 - Útb.1.350 þús. + 19.300 per
món. Góð 44 fm „stúdíóíb." í nýviðg. lyftuh.
Ljósar innr. Enginn framkvsj. Verð 3,9 millj.
Barónsstígur 25342
Góð lítil sérhæð ásamt geymsluskúr og
rými í kj. Mikið endurn. eign í góðu tvíb.
Nýtt eldh. og bað. Góðar innr. Áhv. 2,0
millj. byggsj. Verð 4,7 millj.
Þjónustuíbúðir
Kleppsvegur 62
Eigum enn eftir nokkrar íb. í þessu vin-
sæla lyftuhúsi fyrir eldri borgara. Öll þjón-
usta frá Hrafnistu. Fullb. íb. án gólfefna
afh. í okt. Allar íb. með suðursv. Góð sam-
eign. Verð frá 6,4-9,6 millj.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu skrifstofuherb. í glæsil. húsnæði
við Suðurlandsbraut. Sameiginl. símsvörun
o.fl. Nánari uppl. á skrifst. Húsakaupa.
Guðrún/Brynjar.
Skógarfoss
af heitu vatni
Lagnafréttir
Möguleikar hér á orkuöflun til húshitunar eru
margir, segir Sigurður Grétar Guðmundsson.
Við höfum engan veginn gefið þeim nægan gaum,
Á þessari mynd frá Svíþjóð má sjá margar borholur í berg, vatni
er dælt niður eftir plaströri sem skilar því aftur upp á yfirborð-
ið með aukinni varmaorku.
Það hljóp á snærið hjá Austur-
Eyfellingum þegar heitt vatn
streymdi upp úr borholu, það hljóta
allir að gleðjast yfir.því ef þessi
fagra sveit getur hætt að brenna
olíu sér til hitunar og notað til þess
j staðinn heitt, tært vatn úr iðrum
jarðar, ekki síður verður þægilegt
að fá sundlaug í sveitina til holl-
ustu og líkamsræktar.
Einn ágætur fræðingur og bor-
maður vakti athygli á því í viðtali
á skjánum af þessu tilefni, að
möguleikar á öfiun innlends varma
í stað varma úr innfluttri olíu
væru meiri hérlendis en viður-
kennt hefði verið fram að þessu.
Þetta voru orð í tíma töluð.
Það er alkunna að brennsla
hverskonar efna, hvort sem þau
eru í föstu eða fljótandi formi,
hefur í för með sér talsverða en
mismikla mengun, líklega er gas-
brennsla einna umhverfisvænust.
Olían er ekki barnanna best, en
líklega gætum við losnað við það
litla sem eftir er af notkun hennar
hérlendis til húshitunar með til-
tölulega litlum kostnaði.
Möguleikarnir
eru margir
Sú staðreynd, að olían er alltof
verðmætt hráefni til að brenna
því, hefur litla þýðingu hérlendis
og ekki verður það hlutskipti okk-
ar íslendinga að fara að breyta
viðhorfum heimsins að því leyti
svo við skulum láta það tal niður
falla.
I^yrir utan heita vatnið höfum
við annan innlendan orkugjafa,
sem notaður er til húshitunar, raf-
orkuna. Einhvern veginn hefur
okkur tekist þannig til í byggingu
raforkuvera að hún er hér óeðli-
lega dýr vegna of mikillar fram-
leiðslugetu, vonandi breytist það
með betri nýtingu ef stærri og
fleiri orkukaupendur bætast við.
Það væri freistandi að benda
hér á þó nokkra möguleika á orku-
öflun til húshitunar; möguleika
sem við höfum engan veginn gefið
nægan gaum og það skal verða
gert í næstu pistlum.
’ I
Áður hefur verið bent á að notk-
un á varmadælum gæti verið hag-
kvæmur kostur á ýmsum stöðum
á landinu og reynt hefur verið að
skýra nokkuð hvað varmadæla er
en hún er þeirrar náttúru að hún
skilar frá sér þrefaldri þeirri orku
sem hún notar.
En þeir fáu aðilar, sem áhuga
hafa haft á því að nota varmadæl-
ur, hafa mætt andstöðu hjá yfir-
stjóm rafveitumála hérlendis; það
er engin spurning að orkumálaráð-
herra á að láta það mál til sín taka.
Varmi í jörðu
En í þessum pistli skulum við
halda okkur við einn möguleika,
möguleika sem bormaðurinn á
skjánum benti á; það er hækkandi
hiti eftir því sem neðar kemur í
jarðskorpuna, en það er ekki víst
að þar sé vatn.
Þessvegna fáum við ekkert heitt
vatn upp úr borholum á þeim
svæðum, ekki nema við göngum
feti lengra eins og víða er gert í
Skandinavíu; það er einfaldlega
dælt vatni ofan í slíkar borholur
og það síðan látið flytja varmanp
upp á yfirborðið.
Það má ekki búast við að þann-
ig fáist hátt hitastig, en þá er sá
möguleiki að auka orkuna með
notkun varmadælu en jafnvel án
hennar er oft mögulegt að fá
nægilega hátt hitastig t. d. 30 -
40 gráður, sem er mjög vel nýtan-
legt í gólfhitakerfum. 'v