Morgunblaðið - 01.09.1995, Page 28
28 D FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐURKENNINGU fyrir frágang húss og lóðar á
nýbyggingarsvæðinu hlutu raðhúsin við Lindasmára
44- 54. Mynd þessi er af Friðrik Haraldssyni og Kristr-
únu Hólm Zakaríasdóttur, en þau búa á Lindasmára 50.
GUÐMUNDI Jónssyni, fyrrverandi forsljóra BYKO,
var veitt viðurkenning fyrir ræktun í Vatnsendahlíð.
Guðmundur hóf ræktun á þessu svæði 1967 og nú er
þarna kominn fallegur greniskógur á stóru svæði.
BÆJARSTJÓRN Kópavogs veitti íbúum Brekkutúns
viðurkenningu fyrir fegurstu húsagötuna. Brekkutún
byggðist upp í kringum 1982. Hús og umhverfi mynda
samræmda og skemmtilega heild.
*»
UMHVERFISRÁÐ og bæjarstjórn
Kópavogs veittu fyrir skömmu
árlegar viðurkenningar sínar fyr-
ir snyrtilegt umhverfi íbúðarhúsa
og fyrirtækja í bænum. Að þessu
sinni voru veittar sjö viðurkenn-
ingar, en alls hefur 164 lóðum
verið veitt viðurkenning frá 1964.
I ár var tekin upp sú ný-
breytni, að Umhverfisráðið veitti
viðurkenningar fyrir endurgerð
húsnæðis, hönnun, frágang húss
og lóðar á nýbyggingasvæði,
framlag til ræktunarmála og at-
hyglisvert framlag til umhverfis-
mála.
Endurgerð húsnæðis
Viðurkenning fyrir endurgerð
húsnæðis var veitt hjónunum Sig-
fúsi M. Karlssyni og Jónu Sigríði
Valbergsdóttur vegna hússins
Kópavogsbraut 80. Húsið er timb-
urhús reist árið 1954 af Jóhönnu
I. Sigurðardóttur og Ásgeiri Jóns-
syni. Síðan hefur tvisvar sinnum
verið byggt við húsið af núverandi
eigendum.
Viðurkenningu fyrir frágang
h'úss og lóðar á nýbyggingasvæð-
inu hlutu eftirtaldir eigendur rað-
húsanna við Lindasmára 44-54.
Óskar Örn Garðarson og Stein-
unn Ásta Finnsdóttir, Lindasmára
44.
Sveinn Mikael Árnason og Mar-
ía Gréta Guðjónsdóttir, Linda-
smára 46.
Tómas Þór Tómasson og Helga
Kópavogur
Viðurkenningar fyrir
fallegt umhverfi
Jónasdóttir, Lindasmára 48.
Friðrik Haraldsson og Kristrún
Hólm Zakaríasdóttir, Lindasmára
50.
Halldór Nguyen og Sæfríður
Björnsdóttir, Lindasmára 52.
Sigurjón Sveinn Randversson
og Fjóla Finnsdóttir, Lindasmára
54.
Byggingarframkvæmdir hófust
á árinu 1991 og eru hús og lóðir
því sem næst fullfrágengin. Frá-
gangur húsa og Ióða er til fyrir-
myndar og ber vott um, að sam-
staða er meðal eigenda um að
ganga snyrtilega frá umhverfi
sínu.
Framlag til ræktunarmála
Guðmundi Jónssyni, fyrrver-
andi forsljóra BYKÖ, var veitt
viðurkenning fyrir ræktun í
Vatnsendahlíð. Guðmundur hóf
ræktun á þessu svæði árið 1967
og nú er þarna kominn fallegur
greniskógur á stóru landsvæði.
Bæjarsljórn Kópavogs veitti
Morgunblaðið/Magnús Pjalar
VIÐURKENNING fyrir endurgerð húsnæðis var veitt hjónun-
um Sigfúsi M. Karlssyni og Jonu Sigríði Valbergsdóttur vegna
hússins að Kópavogsbraut 80. Húsið er timburhús reist árið
1954, en síðan hefur tvisvar sinnum verið byggt við það af
núverandi eigendum. Mynd þessi er af þeim Sigfúsi M. Karls-
syni og Hjalta syni hans fyrir framan húsið.
íbúum Brekkutúns viðurkenningu
fyrir fegurstu húsagötuna.
Brekkutún byggðist upp í kring-
um 1982 og fluttu fyrstu íbúarnir
inn það sama ár. Hús og um-
hverfi mynda samræmda og
skemmtilega heild.
Benjamín Magnússon, arkitekt
í Kópavogi, fékk viðurkenningu
fyrir hönnun á Listasafni Kópa-
vogs, Gerðarsafni og Digranes-
kirkju.
Viðurkenning fyrir athyglisvert
framlag til umhverfismála var
veitt Hauði Kristinsdóttur, mynd-
menntakennara í Kópavogi, fyrir
merkingar á miðbæjarsvæðinu.
Sögu- og náttúruminjar
Viðurkenningar þessar voru
veittar í samvinnu við Lionsklúbb
Kópavogs, Rótaryklúbb Kópa-
vogs, Kiwanisklúbbinri Eldey,
Lionsklúbbinn Muninn og Lyons-
klúbbinn Yr. Þessir klúbbar hafa
ennfremur tekið að sér að merkja
sögu- og náttúrminjar í bæjarland-
inu.
Eftirtaldir staðir verða merktir
i ár:
Borgir (Borgarholt), friðlýst
náttúrvætti.
Tröllabörn í Lækjarbotnum,
friðlýst náttúruvætti.
Efri-Víghóll, friðlýst náttúru-
vætti.
Þingnes við EUiðavatn, friðlýst-
ar söguminjar.
Þinghóll, friðlýstar söguminjar.
Seltjarnarnes
Hofgarðar
fegursta gatan
HOFGARÐAR voru valdir feg-
ursta gatan á Seltjarnarnesi í ar.
í umsögn umhverfisnefndar Sel-
Ijarnarness segir, að íbúum þess-
arar götu hafi verið veitt þessi
viðurkenning fyrir vel hirtar lóð-
ir og fallega garða, er beri íbúum
götunnar gott vitni.
— Við þessa götu er að finna
marga garða með fjölbreytileg-
um gróðri, sagði Jens P. Hjalt-
ested, formaður umhverfis-
nefndar Seltjarnarness. — Þeir
sýna, að þrátt fyrir allt tal um,
að veðurfar á Nesinu geti reynzt
garðeigendum erfitt, er ekkert
því til fyrirstöðu að koma þar
upp fallegum görðum, ef viljinn
er fyrir hendi.
Fallegasti garðurinn á Sel-
tjarnarnesi var að þessu sinni
valinn garðurinn við Sólbraut 19,
en eigendur eru María Ólafsdótt-
ir og Guðmundur Ólafsson. Auk
þess fengu tveir aðrir garðar
sérstaka viðurkenningu, en þeir
eju: Vallarbraut 22, en eigendur
eru Siguijón Stefánsson og Ingi-
björg E. Halldórsdóttir og Hof-
garðar 24, en eigendur eru Gunn-
ar H. Pálsson og Sesselja Krist-
insdóttir.
Viðurkenning fyrir fallegt
umhverfi við fyrirtæki eða stofn-
un fór að þessu sinni til íbúða
áidraðra við Skólabraut 3-5.
FALLEGASTI garðurinn á
Seltjarnarnesi var að þessu
sinni valinn garðurinn við
Sólbraut 19. Eigendur eru
María Ólafsdóttir og Guð-
mundur Ólafsson.
Viðurkenningarathöfnin fór
fram á Eiðistorgi, þar sem Jens
P. Hjaltested bauð gesti vel-
komna og Hildur Jónsdóttir,
umsjónarmaður með garðaskoð-
un 1995, veitti viðkomandi eig-
endum viðurkenningarslgal.
Morgunblaðið/Magnús Fjalar
HOFGARÐÁR voru valdir
fegursta gatan á Seltjarnar-
nesi í ár. Viðurkenningin var
veitt fyrir vel hirtar lóðir og
fallega garða, er bera íbúum
götunnar gott vitni, segir í
umsögn umhverfisnefndar
bæjarins.
VIÐURKENNING fyrir fal-
legt umhverfi við fyrirtæki
eða stofnun fór að þessu sinni
til íbúða aldraðra við Skóla-
braut 3-5.