Morgunblaðið - 17.09.1995, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
13 ára stúlka kom heim í gær frá Bandaríkjunum eftir aðra nýrnaígræðslu
Oska þess heitast
að hefj a eðlilegt líf
Keflavík. Morgunblaðið.
„ÉG er ákaflega fegin að vera
loksins kornin heim og á þá ósk
heitasta að hefja eðlilegt líf að
nýju og að geta byijað í skólan-
um aftur,“ sagði Ásta Kristín
Árnadóttir, 13 ára nýrnaþegi, við
komuna til landsins í gærmorg-
un.
Þetta er í annað sinn sem Ásta
Kristín fer í nýrnaígræðslu. Arið
1984 var grætt í hana nýra úr
föður hennar en síðan komu upp
væg höfnunareinkenni og að lok-
um var ljóst að Ásta Kristín
þurfti að fá annað nýra og gaf
móðuramma hennar, Ásta
Steinsdóttir, þá annað nýra sitt.
Nýrnaígræðslan var fram-
kvæmd í sjúkrahúsi í Boston í
Bandaríkjunum 20. júlí og tókst
vel. Foreldrar Ástu Kristínar,
þau Vilborg Benediktsdóttir og
Guðmundur Árni Hjaltason, voru
ytra allan timann en þau hafa
bæði gefið bömum sínum annað
nýra sitt. Þau eiga 4 börn, Ástu
Kristínu, tvíburana Brynju og
Örnu 9 ára og Benedikt Andrés
5 ára. Árið 1987 var grætt nýra
í Brynju úr móður hennar.
&ldu íbúð til að standa undir
kostnaðinum
Þessi veikindi hafa reynst
fjölskyldunni erfið og þá
sérstaklega fjárhagslega og
seldu þau íbúð sína í Reykjavík
til að geta staðið straum af
kostnaði sem á þau hefur
fallið. Vilborg,er ættuð úr
Norðurfirði í Árneshreppi og
hafa sveitungar hennar tekið
saman höndum um fjársöfnun
til styrktar fjölskyldunni.
Ættingjar og sveitungar létu
sig heldur ekki vanta og þeir
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
ÁSTA Kristín ásamt foreldmm sínum Vilborgu og Guðmundi.
Sterk lyf hafa valdið breytingum á andliti Ástu.
fjölménntu í Leifsstöð í bítið á
laugardagsmorgun til að fagna
heimkomu Ástu Kristínar.
Nú hafa safnast alls rúmar
664 þúsund krónur og fengu
foreldramir afhenta ávísun að
upphæð 262 þúsund krónur við
komuna til Keflavíkur-
flugvallar í gærmorgun. Þeir
sem vilja leggja þessari söfnun
lið geta lagt peninga inn á
ávísanareikning 1124-26-50 í
Sparisjóði Árneshrepps. Hægt
er að leggja inn á reikninginn
í öllum bönkum, sparisjóðum
og pósthúsum landsins.
Röskva segir að útganga
fulltrúa Vöku sé ástæðulaus
„ÉG GET ekki séð neina gilda ástæðu fyrir því
að þeir gangi út núna því framkvæmdin er sú
sama og hún hefur alltaf verið. Ekkert hefur
breyst að því undanskildu að nú hefur verið
skotið lagastoðum undir að Háskólaráð afhendi
stúdentaráði hluta innritunargjaldanna," segir
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, fulltrúi Röskvu í
stúdentaráði og stjóm Lánasjóðs námsmanna,
vegna útgöngu fulltrúa Vöku af stúdentaráðs-
fundi á fimmtudag. -
Ekki vegið að sjálfstæði stúdentaráðs
Haft hefur verið eftir Gísla Marteini Baldurs-
syni, oddvita Vöku í stúdentaráði, að með samn-
ingi um að Háskólaráð greiði stúdentaráði hluta
innritunargjalda sé vegið að sjálfstæði stúdenta-
ráðs. Vilhjálmur neitar því. „Samningurinn gerir
ekki annað en að festa í sessi áratuga framkvæmd
og styrkja stúdentaráð í faglegri hagsmunabar-
áttu. Stúdentaráð verður frjáls lýðræðislegur vett-
Ödýrara að
senda vél út
en nota áætl-
unarflug
FLUGVÉL Flugmálastjórnar
verður í dag send til Hammer-
fest í Noregi að sækja slasaðan
sjómann. Odýrara er að senda
vélina eftir manninum en að
flytja hann heim með almennu
áætlunarflugi.
Baldur Sigbjömsson, háseti
á varðskipinu Oðni, sem brotn-
aði á báðum fótum og rifbeins-
brotnaði þegar dráttartaug
slitnaði 7. þessa mánaðar, hefur
nú legið á sjúkrahúsi í Hammer-
fest í rúma viku.
Að sögn Helga Hallvarðsson-
ar, skipherra hjá Landhelgis-
gæslunni, hefur 'Landhelgis-
gæslan ákveðið að fá flugvél
Flugmálastjórnar til að sækja
Baldur enda er það bæði ódýr-
ara og þægilegra fyrir Baldur.
Fari hann í almennu farþega-
flugi þarf að flytja hann þríveg-
is milli flugvéla á leiðinni heim.
Þar sem hann er rúmliggjandi
þarf auk þess að kaupa fjögur
sæti í flugvélunum, þrjú undir
sjúklinginn og eitt undir norsk-
an sjúkraliða að fylgja honum
heim.
vangur stúdenta eftir sem áður,“ segir hann.
Vilhjálmur tók fram að Vaka hefði borið fram
tvær ályktanir á fundinum. Fyrri tillagan hefði
falist í því að stúdentaráð væri fijálst félag og
hefði engu skipt í því sambandi að fyrir lægi
að háskólaráð hefði ákveðið að innheimta 24.000
kr. innritunargjald og félagsgjald hefði þurft að
bætast við það. „Mér finnst ótrúlegt að sú til-
laga komi frá hópi stúdenta sem telur sig vera
í hagsmunabaráttu að Háskólinn megi ekki láta
hluta af þeim peningum sem stúdentar borga
til Háskólans renna til hagsmunabaráttu stúd-
enta,“ sagði hann og tók fram að hluti fjár-
magns til stúdentaráðs rynni beint í að fjár-
magna starfsemi deildarfélaga.
Hin tillagan snerist að hans sögn um að stúd-
entaráð yrði sjálfstætt og óháð. „Við vorum að
sjálfsögðu tilbúnir að skrifa upp á það en komum
með þá viðaukatillögu að hér eftir sem hingað
til skyldi stúdentaráð vera lýðræðislegur vett-
vangur allra skráðra stúdenta í Háskólanum sem
hefðu þar kosningarétt og kjörgengi. Aðeins einn
Vökumaður treysti sér til að samþykkja þetta.
En hvort Vökumenn segi sig úr ráðinu er eitt-
hvað sem þeir verða að eiga við sig og sína kjós-
endur. Hins vegar get ég sagt að þeir sem treysta
sér ekki til að styðja tillögu þar sem kveðið er
á um kosningarétt og kjörgengi allra háskóla-
stúdenta ættu að snúa sér að öðru,“ sagði hann.
Hann sagði að gert væri ráð fyrir að Háskóla-
ráð léti stúdentaráði í té 2.150 kr. á hvem nema
eða samtals 11-12 milljónir.
Gísli Marteinn hafði sambandi við Morgun-
blaðið og sagði rangt eftir sér haft í laugardags-
blaðinu að umboðsmaður Alþingis hefði komist
að þeirri niðurstöðu að stúdentaráð væri fijáls
félagasamtök. Umboðsmaður hefði aðeins lýst
innheimtu gjalda af stúdentum ólögmæta. Hins
vegar hafi menntamálaráðuneyti lýst því yfir
að stúdentaráð væri frjáls félagasamtök.
Kristínn í
Skarði
kaupir
Loga
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
LOGI frá Skarði er einn hæstdæmdi skeiðlausi stóðhestur landsins.
KRISTINN GUÐNASON, bóndi í
Skarði, hefur keypt stóðhestinn
Loga frá Skarði, sem var í eigu
hjónanna Ólafíu Sveinsdóttur og
Jóns Jóhannssonar. Logi, sem er
einn hæstdæmdi skeiðlausi stóð-
hestur landsins, var í fréttum fyrr
í sumar þegar í ljós kom að hann
hafði verið rangt feðraður, sagður
undan Ljóra frá Kirkjubæ en
reyndist vera undan Hrafni 802
frá Holtsmúla að öllum líkindum.
Kristinn sagði í samtali við
Morgunblaðið að ekki væri ákveð-
ið á þessari stundu hvort aðrir
aðilar gengju inn í kaupin með
honum síðar en það væri allt opið.
Það eitt væri ljóst að hann hefði
sjálfur fest kaup á hestinum og
framhaldið skýrðist á næ*u dög-
um. Kaupverð hestsins fékkst
ekki gefið upp en kunnugir telja
eðlilegt að hestur eins og Logi
verðleggist á einar sex til sjö
milljónir króna. í kynbótadómi í
vor fékk Logi 8,24 í aðaleinkunn,
8,16 fyrir byggingu og 8,36 fyrir
hæfileika. Einnig stóð hann efstur
í B-flokki gæðinga á hvítasunnu-
móti Fáks í vor og í fyrra og
varð fjórði í B-flokki á landsmót-
inu í fyrra. Vinsældir og frægðar-
sól Loga, sem er sjö vetra, hefur
farið stöðugt hækkandi allt frá
því hann kom fyrst fram á sýn-
ingu í reiðhöllinni í Víðidal fjög-
urra vetra gamall og er hann nú
einn eftirsóttasti kynbótahestur
landsins.
Gáski felldur
Bjarkar Snorrason, formaður
Hrossaræktarsambands Suður-
lands, upplýsti að búið væri að
fella heiðursverðlaunahestinn
Gáska frá Hofstöðum, sem var
22 vetra gamall.
Ástæðan mun vera lifrar-
skemmdir, sem hijáð hafa hestinn
um allnokkra tíð. Sagði Bjarkar
að illa hefði gengið að láta hann
halda holdum og hann fengið tíð
hrossasóttarköst. Bjarkar tók aft-
ur fram að vel hefði haldið við
Gáska í sumar þannig að hann
hafi staðið sig í stykkinu þrátt
fyrir krankleikann.
► 1-52
Þetta er bardagf
►Ingibjörg Pálmadóttir hefur ver-
ið heilbrigðisráðherra í 5 mánuði.
Hér er rætt við hana um það sem
efst er á baugi í þessu viðamikla
og þurftafreka ráðuneyti../10
Rússneska virkið
►Rússneska borgin Kalínigrad,
fyrrum þýska borgin Köningsberg,
á sér sérkennilega sögu og tilveru
sem hér er rakin./16
Kína opnuð
►Fyrir 15 árum tók kommúnista-
flokkurinn í Kína upp þá stefnu
að opna landið og leyfa m.a. er-
lendar fjárfestingar. Sérstök svæði
voru stofnsett til þess arna./20
Vilji, þor og kraftur er
allt sem þarf
►í Viðskiptum og atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Sveinn Páls-
son, Guðlaugu Pálsdóttur og Krist-
ján Þór Sveinsson sem lögðu allt
undir og stofnuðu skyndibitastað-
inn Aktu-taktu./22
B
► 1-32
Galdrakarlinn í Oz
►Tölvufyrirtækið Oz er í fremstu
röð í íslenskri hátækni og með
fremstu fyrirtækjum heims á ýms-
um sviðum í grafíkvinnslu og
tölvutækni. Hér er rætt við Guðjón
Má Guðjónsson eiganda fyrirtæk-
isins./l-4
Höllin í kastala
draumsins
►Á hinni árlegu óperuhátíð í Sa-
vonlinna var m.a. frumflutt ný
ópera eftir helsta núlifandi tón-
skáld Finna, Aulis Sallinen. Sús-
anna Svavarsdóttir var þar og seg-
ir frá hátíðinni./6
íslenskir mormónar
►Guðspjallið um fyrirmyndar-
þjóðfélag Mormóna í hinni endur-
heimtu Síon ájörðu féll í kramið
hjá fátæku fólki á íslandi sem
þekkti fátt annað en basl, strit og
volæði. Hér er saga þessa fólks
rakin. /8
Á fortíðargöngu
►Þegar gengið er um gamla bæj-
arhverfið á ísafirði er engu líkara
en að horfið sé aftur til 19. ald-
ar./16
Ferð sem ekki gleym-
ist
►Hér segir frá sleðaferð yfir
Vatnajökul./30
C
BILAR
►l-4
Fjöldi nýrra bíla
► Sagt frá bílasýningunni miklu
sem staðið hefur yfir í Frankfurt.
/1
Reynsluakstur
►Gjörbreyttur Hyundai Elantra
með ýmsum þægindum. /2
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak
Leiðari 26
Helgispjall 26
Reykjavíkurbréf 26
Minningar 30
Myndasögur 38
Bréf til blaðsins 38
ídag 40
Brids 40
Stjömuspá 40
Skák 40
Fðlkífréttum 42
Bíó/dans 44
íþróttir 48
Útvarp/sjónvarp 49
Dagbók/veður 51
Mannlífsstr. 5b
Kvikmyndir lOb
Dægurtónlist 12b
INNLENDAR FRÉTTIR-
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-6