Morgunblaðið - 17.09.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.09.1995, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 VIKAN 1/5 - 7/5. ►Stjóm Strætísvagna Reykjavíkur tók ákvörðun um fargjaldahækkun f vik- unni. Kort með 20 miðum fyrir aldraða og unglinga hækka um 100% en einstök fargjöld fullorðinna hækka úr 100 kr. í 120 kr. eða um 20%. Minnihluti sjálfstæðis- manna í sfjóminni greiddi atkvæði gegn hækkuninni. Þrír ungir menn farast ► Hannes Hlffar Stefánsson sigraði á Friðriksmótinu í skák. Margeir Pétursson varð í öðru sæti með 7,5 vinninga og Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson urðu í 3.-4. sæti með 6,5 vinninga. ÞRÍR ungir menn frá Patreksfirði lét- ust þegar eins hreyfils flugvél, TF- ELS, brotlenti í Tröllafjalli upp af Gler- árdal á fímmtudagskvöld. Neyðarsend- ir vélarinnar fór ekki í gang og því voru engar vísbendingar um hvar flug- vélina væri að finna. Nær þijátíu flug- vélar og á annað þúsund manns leituðu vélarinnar og fannst hún kl. 8.35 á föstudag. Af verksummerkjum á siys- stað þykir ljóst að flugvélin hafí flogið á fjallið og kviknað hafí í henni við brotlendinguna. íslenskur sjómaður talinn af ►Fulltrúar Vöku gengu af fundi Stúdentaráðs eftir að meirihluti ráðsins hafði samþykkt samning við há- skólaráð þar sem kveðið er á um að Háskólinn greiði stúdentaráði ákveðinn hlut af innritunargjöldum sfn- ÍSLENSKUR sjómaður af frysti tog- aranum Present Agustinho Neto í Namibíu er talinn af. Maðurinn er tal- inn hafa fallið fyrir borð á skipinu á miðvikudag. Engin vitni voru að at- burðinum og bar leit engan árangur. íslendingurinn bjó í Liideritz í Namibíu ásamt eiginkonu sinni. um. ►íslenska kvikmyndin Tár úr steini var frumsýnd í Stjörnubíói á föstudag. Kvikmyndin er byggð á at- vikum úr ævi íslenska tón- skáldsins Jóns Leifs. Leik- sljóri myndarinnar er Hilm- ar Oddsson og tónlistar- stjóri Hjálmar H. Ragnars- son. Tvímenningarnar eiga heiðurinn af handritinu ásamt Sveinbirni I. Bald- vinssyni. Morð í Sviss ÍSLENSK kona var myrt í íbúð sinni í Genf í Sviss um síðustu helgi. Morðing- inn réðst á 15 ára dóttur konunnar á leiðinni út úr íbúðinni. Hann kom ekki fram vilja sínum við hana og gerði hún vart við sig hjá nágrönnum. Maðurinn var handtekinn um sólarhring eftir morð- ið og reyndist vera 38 ára gamall Frakki. Launamenn mótmæla ►Þúsundir Evrópubúa voru hlunnfarnar um sam- tals 1,2-1,3 milljarða, sem lagðir voru inn á islenska bankareikninga, f alþjóð- legri fjársvikastarfsemi pappírsfyrirtækisins Gri- maldi Hoffmans. Upp komst um málið í fyrrahaust vegna upplýsinga frá íslandi. UM 10.000 manns mótmæltu breyting- um á launakjörum alþingismanna, ráð- herra og helstu embættismanna á Ing- ólfstorgi á fimmtudag. Fundurinn sam- þykkti harðorða ályktun vegna launa- hækkananna. Fram kemur að ef launa- hækkanirnar verði ekki dregnar til baka krefjist launafólk sömu kjarabóta sér til handa við fyrsta tækifæri. Forsætisnefnd hefur ákveðið að afla gagna um launaþróun síðustu misseri í kjölfar mikillar gagnrýni á úrskurð Kjaradóms um þingfararkaup og ráð- herralaun og reglna forsætisnefndar um þingfararkostnað þingmanna. Serbar lofa að létta umsátri um Sarajevo BANDARÍKJAMENN sögðu á fímmtudagskvöld að Bosníu-Serbar hefðu fallist á að flytja þungavopn sín á brott frá Sarajevo. Hlé var gert á loftárásum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Serbum veittur þriggja daga frestur til að standa við sam- komulagið. Rússneska utanríkisráðu- neytið hafði sakað NATO um þjóðar- morð á Bosníu-Serbum og að nota Bosníu sem „tilraunasvæði" vegna útþenslustefnu sinnar. Króatar og stjórnarher Bosníu notfærðu sér veika stöðu Serba vegna loftárásanna og náðu nokkrum mikilvægum bæjum á sitt vald í stórsókn í mið- og vestur- hluta landsins. Allt að 50.000 serb- neskir íbúar á svæðinu lögðu á flótta til Banja Luka. mnwM Fr amfaraflokkurinn norski vinnur signr NORSKI Framfara- flokkurinn vann mik- inn sigur í sveitar- stjómakosningunum í Noregi á mánudag, fékk 12,% fylgi en 7% í síðustu kosning- P\ JWþ1 um árið 1991. Uarl nk I. Hagen, leiðtogi py 'Z flokksins, telur að tvö morð í Osló nýlega, Carll.Hagen þar se‘m innflytjendur frá ríkjum utan Evrópu komu við sögu, hafí átt sinn þátt í sigrinum. Flokkur- inn hefur barist gegn því að fleiri inn- flytjendur fái dvalarleyfí og leiðtogar allra hinna flokkanna hafa hafnað sam- starfí við Hagen, sakað hann um daður við hægri-öfgar, útlendingahatur og kynþáttafordóma. ► SAMKOMULAG náðist á síðustu stundu um ákvæði um frelsi í kynferðismálum í lokaskjali fjórðu kvenna- ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna sem lauk i Peking á föstudag. Samkomulagið taldist hins vegar málamiðl- un sem veitir bæði andstæð- ingum og stuðningsmönn- um nýrra kynferðislegra réttinda ástæðu til að fagna sigri. ► Sprengju var skotið í gegnum vegg bandaríska sendiráðsins í Moskvu á miðvikudag en hún stöðv- aðist við stóra ljósritunarvél og olli ekki miklu tjóni. Ekki er vitað hveijir voru að verki og bandarískir embættismenn sögðu ekk- ert benda til þess að tilræð- ið tengdist óánægju Rússa með loftárásir NATO á Bos- níu-Serba. ► KÍNVERJAR mótmæltu harðlega fimm mínútna fundi Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, með Dalai Lama, útlægum leiðtoga Tíbeta, á fimmtudag. Þeir sökuðu Clinton um afskipti af innanríkismálum Kín- veqa. ► RÚMLEGA hundrað manns voru myrtir í Rúanda á miðvikudag þegar her- menn gengu berserksgang eftir að Iegið hafði verið í launsátri fyrir þeim og yfir- maður skotinn til bana. Eft- irlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna staðfestu að konur og börn hefðu verið á meðal fórnarlambanna. FRETTIR Morgunblaðið/Jón Sigurðsson NYTIN í austur-húnvetnskum kúm jókst til mikilla muna þegar nýgræðingurinn leit dagsins ljós í sumar og ekki dró grænfóðurbeitin úr nythæðinni. Mjólkurframleiðsla í A-Húnavatnssýslu Bændur nýttu ekki framleiðsluréttinn Blönduósi. Morgunblaðið. MJÓLKURFRAMLEIÐENDUR í A-Húnavatnssýslu áttu eftir 110.429 lltra af mjólk í lok verð- lagsársins. Þetta svarar til um 2,8% framleiðsluréttar héraðsins og er þetta rúmlega 57.000 lítra sam- dráttur á milli ára en þess ber þó að geta að framleiðslurétturinn í mjólk í A-Hún. jókst um 78.600 lítra á milli verðlagsára. Að sögn Páls Svavarssonar, mjólkurbússtjóra á Blönduósi, þá var samdrátturinn í mjólkurfram- leiðslunni mestur vetrarmánuðina nóvember til aprílloka en framleiðsl- an i júlí og ágúst var um 13% meiri samanborið við sömu mánuði í fyrra. Margar skýringar hafa komið fram á*þessum mikla samdrætti í mjólkurframleiðslunni. Að sögn kunnugra virðast auknar kröfur um gæði mjólkur hafa valdið því að bændur hafí grisjað úr kúastofnin- um með meiri hraða en nam ásetn- ingi og eins er talið liklegt að of- mat á heygæðum sl. vetur eigi þar einhveija sök. Þó svo að samdráttur hafi orðið á mjólkurframleiðslunni á sl. verð- lagsári þá virðist ríkja nokkur bjartsýni á meðal mjólkurframleið- enda. Þetta má marka af því að þó nokkrir bændur standa í gagn- gerum endurbótum á framleiðslu- aðstöðu (Qósum) sinni þó svo ekk- ert nýtt fjós sé í byggingu. Einnig hafa a-húnvetnskir mjólkurfram- leiðendur aukið nokkuð við fram- leiðsluréttinn þetta verðlagsárið og hafa nú yfir að ráða u.þ.b. 4 millj- ónum lítra. Hópslys sviðsett á Austurlandi Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Miklar endurbætur á Ólafsdalshúsi í Gilsfirði Miðhúsum. Morgunblaðið. ÓLAFSDALUR er við sunnanverð- an Gilsfjörð og stendur við dal sem er um 5 km á lengd. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðar- skólann á íslandi sem starfaði frá 1880-1907. Nú á að far_a fram mikil viðgerð á húsunum í Ólafsdal og er kostnaðaráætlun verksins ekki undir 5 milljónum króna. Þekktastur er Torfi fyrir plóga er hann smíðaði og voru þeir fyrir einn eða þrjá hesta og þyngd þeirra var 42-51 kg. Ólafsdalsplógarnir eru fyrstu plógamir sem unnið var með að nokkru ráði. Torfi og nem- endur hans smíðuðu alls 115 plóga og eru þeir orðnir verðmætir safn- gripir. Torfi flytur inn fyrstu Torfaljáina og þá var hætt að eldbera ljái. Haustið 1955 var þeim hjónum Torfa Bjarnasyni og konu hans Guðlaugu Sakaríasdóttur reistur minnisvarði í Ólafsdal. Húsið illa farið Samkvæmt upplýsingum frá Sturlaugi Eyjólfssyni, bónda á Bmnná, á að fara fram viðgerð á húsinu að utan. Skipta um glugga og endumýja jám á þaki sem þegar er byijað á. Húsið er afar illa farið Ggilsstöðum. Morgunblaðið. Sjúkraflutningamenn á Austur- landi voru á endurmenntun- arnámskeiði nýlega og sóttu það menn af svæðinu frá Djúpavogi | til Vopnafjarðar. Námskeiðið var w haldiðí samstarfi við Rauða " kross Islands og komu leiðbein- endur frá Slökkvistöðinni í Reykjavík. Að sögn Odds Eiríks- sonar, eins leiðbeinenda, er þetta i fyrsta skipti sem námskeið sem þetta er haldið á landsbyggðinni. Námskeiðið tók tvo daga og var byggt á fyrirlestrum og verkleg- um æfingum, m.a. útiæfingu þar sem sviðsett var hópslys. |) og er ætlað að viðgerðarkostnaður nú verði aidrei undir 5 milijónum króna. Arkitektar em Hjörleifur Stefánsson og Stefán Öm Stefáns- son. Þeir hafa umsjón með verkinu. Formaður viðgerðamefndar, Sturlaugur Eyjólfsson, sagði að fjárskortur væri mikill og þvi öll framlög vel þegin, en þegar hafa heitið framlögum Héraðsnefnd Dalasýslu, Mjólkurstöðin í Búðardal, Húsfriðunarnefnd, Búnaðarfélag ís- lands, Mjólkurfélag Reykjavikur, Búnaðarfélag Saurbæinga og land- búnaðarráðuneytið. Enn vantar mik- ið á að framlög dugi. I t I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.