Morgunblaðið - 17.09.1995, Side 12
12 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
STOKK-
BREYTINGIN
KVIKMYNDIN lýsir baráttu listamanna fyrir því að hasla sér völl, hann sem tón-
skáld, hún sem píanisti í viðsjárverðum heimi, þar sem freistingar málamiðlunarinn-
ar búa við sérhvert fótmál. Þröstur Leó og Ruth Ólafsdóttir í hlutverkum sínum.
KVIKMYNPIR
Stjörnubíð
TÁR ÚR STEINI
Leikstjóri Hilmar Oddsson. Framleiðandi Jóna
Finnsdóttir. Handritshöfundar Hilmar Odds-
son, Hjálmar H. Ragnarsson og Sveinbjöm I.
Baldvinsson. Tónlist Jón Leifs, Hjálmar H.
Ragnarsson o.fl. Kvikmyndatökustjóri Sigurð-
ur Sverrir Pálsson. Hljóð Kjartan Kjartansson.
Aðalleikendur Þröstur Leó Gunnarsson, Ruth
Ólafsdóttir, Bergþóra Aradóttir, Jóhann Sig-
urðarson og Benedikt Erlingsson.
ÞAÐ HEFUR orðið stökkbreyting í ís-
lenskri kvikmyndagerð og þar með hafa orð-
ið söguleg þáttaskil. Nú hefur loks tekist að
búa til heilsteyptar persónur í íslenskri kvik-
mynd, sem láta áhorfandann ekki ósnortinn.
Loksins hafa verið skapaðar mannlegar til-
fmningar, tilfínningaheimur, sem við getum
samsamað okkur með og okkur er ekki sama
um. Háð hefur verið alvöru glíma við gerð
kvikmyndahandrits, sem skilar þessum ár-
angri og lögð hefur verið slík alúð við alla
þætti hins margslungna myndmáls kvik-
myndaformsins, sem samanstendur af kvik-
myndatöku, - sem aftur skiptist í myndbygg-
ingu, hreyfíngu, lýsingu, val á fílterum, lita-
notkun, o.fl. - tónlistarlagningu, hljóðsetn-
ingu, leikmyndahönnun, búningateiknun,
kvikmyndaleik, kvikmyndaleikstjóm, að þeg-
ar best lætur upphefst Tár úr steini í hrein-
ræktaða kvikmyndalist. Það hefur með öðrum
orðum gerst að sköpuc^hefur verið heimslist
á sviði kvikmyndagerðar, sem á eftir að bera
hróður aðstandenda hennar út um víða ver-
öld. Mælikvarðanum í íslenskri kvikmynda-
gerð hefur hér með verið breytt, nýtt viðmið
skapað. Og þar með er ekki öll sagan sögð.
Komið er fram verk með boðskap, heilagt
erindi við heiminn, sem er fagnaðarerindið
um íslenska tónskáldið Jón Leifs upprisinn.
Dregin hefur verið eik á flot til að kunngera
tónlist hans fyrir öllum heiminum.
Tár úr steini byggir á þeim þætti ævisögu
Jóns Leifs, sem gerist á Þýskalandsárum
hans frá því fyrir 1930 og fram undir Iok
heimsstyrjaldarinnar síðari. Þótt myndin
byggist á ævisögu fólks, sem er okkur ná-
lægt í tíma og rúmi, þá undirstrika aðstand-
endur verksins að hér sé um skáldverk að
ræða enda er hér á ferðinni stökkbreytingar-
útgáfa á þeim stefjum, sem Hilmar Oddsson
fékkst við í fyrstu leiknu kvikmynd sinni,
Eins og skepnan deyr, fyrir tæpum áratug.
Þá fékkst hann við spuminginuna um sambúð
tveggja listamanna. Tár úr steini er um slíka
sambúð, hjónin Jón og Annie og böm þeirra,
Snót og Líf. Þessi fjögurra manna fjölskylda
ber myndina uppi í undraverðu jafnvægi.
Tónskáldið Jón er skapandi listamaður en
píanóleikarinn Annie túlkandi. Bæði em þau
útlendingar þar sem þau búa og starfa, hann
íslendingur, hún gyðingur. Að baki verkinu
býr hugmyndin um „að komast heim“ sem
er leiðsegjandi fyrir allt verkið. „Nú emm við
komin heim pabbi,“ segir Líf litla dóttir Jóns
Leifs, eftir að hafa hlýtt á föður sinn segja
sér í þýskum skógi íslensku þjóðsöguna um
tárið úr steininum, sem undirstrikar þetta
stef. En við skynjum að skírskotunin er víð-
tækari.
Landamæri tungumálsins sem skapa
landamæri milli manna og þjóða em hluti
þessa stefs en sterkust er tjáning þess með
hafinu, sem skilur á milli ættjarðarinnar og
starfsvettvangsins, draumalandsins og vem-
leikans, hafínu, sem ekki verður komist yfír.
Myndin lýsir á ytra borði baráttu listamanna
fyrir því að hasla sér völl, hann sem tón-
skáld, hún sem píanisti í viðsjárverðum
heimi, þar sem freistingar málamiðlunarinn-
ar búa við sérhvert fótmál, í fjölskyldulífinu,
í sköpunarstarfí og í baráttunni fyrir því að
lifa af í heiminum en hvoragt þeirra vill lúta
málamiðlunum þótt baráttan fyrir því að lifa
af æpi á málamiðlun. Gengi þeirra á lista-
mannsbrautinni fer ekki saman, sem byggir
upp togstreitu í sambúð þeirra, framan af
gengur henni betur en honum síðar. Svig-
rúmið sem þau þurfa heima og að heiman
til að rækta list sína er of takmarkað og
brýtur smám saman niður hina hamingjuríku
sambúð þeirra og ást.
Þetta eru átakanlegar manneskjur af holdi
og blóði í stórkostlegri túlkun Þrastar Leós
Gunnarssonar, sem leikur Jón Leifs, Rutar
Ólafsdóttur, sem leikur eiginkonu hans
Annie Rietohf Leifs, Bergþóm Aradóttur,
sem leikur yngri dótturina Líf og Sigrúnar
Lilliendahl, sem leikur eldri dótturina Snót.
En þessi eftirminnilega fjölskylda er ekki
ein í heiminum heldur er saga hennar sett
inn í veröld fulla af fólki, hliðarpersónum,
dregnum skýmm dráttum og afbragðsvel
leiknum og fólki sem við sjáum aldrei en
skynjum allt um kring. Og ekki má gleyma
þeirri persónu sem Hilmar sagði í ávarpsorð-
um sínum við frumsýningu myndarinnar
vera hjartslátt og slagæð hennar, tónlistinni
sjálfri. Það er heymarlaus maður, sem ekki
meðtekur með einhveijum hætti mikilfeng-
leik þessarar tónlistar í myndinni, þar sem
hún er allt í senn sköpuð, flutt á tónleikum
og notuð sem bakgrunnsmúsík með þeim
hætti, sem einungis verður jafnað til hins
besta sem gerist í kvikmyndagerð heimsins.
Strax í upphafí myndarinnar kynnir tón-
listin sig sem aðalpersónu myndarinnar í
gegnum nótnaskrift tónskáldins og æðandi
úthafsölduna í átt til okkar, sem er eins
konar sjálf tónskáldsins, sem hann er stöð-
ugt að leita að og hann er stöðugt á leiðinni
heim til. Og svo þegar hann virðist vera
kominn heim í rúmi þá er svo ekki í raun.
Tár úr steini sver sig nokkuð í flokk tónlistar-
mynda á borð við, Beethovenmyndina Im-
mortal Beloved, „Carl Nielsen", Amadeus
o.fl. Jóns Leifs-endurreisnin á síðustu árum
er nú um það bil að skipa honum á stall
með hinum norska Grieg og fínnska Siebel-
íusi og hér er það okkar áhorfendanna að
skynja sérstöðu hinnar hrífandi tónlistar
Jóns Leifs í gegnum sögu hans og persónu.
Tónlistin er lífþráðurinn milli sögunnar
og frásagnartækninnar. Kvikmyndalist og
tónlist eiga hér í ástarsambandi, sem kristall-
ast í einu fegursta atriði myndarinnar, þegar
Jón og Annie leika saman á píanóið Vísur
Vatnsenda-Rósu og „Sumri hallar" sem er
eins konar kveðjusöngur ástar þeirra, upp-
fullur af þakklæti fyrir allar hamingjustund-
irnar, sem þau hafa átt saman en um leið
skynjun hins óhjákvæmilega að leiðir þeirra
eiga eftir að skilja.
Þetta er atriði án orða með kærleiksríkum,
allt að erótískum undirtóni þar sem tónlist-
in, píanóástardúett Jóns og Annie, segir
meir en orð fá lýst. Þetta er kvikmyndalist
í hæsta gæðaflokki og þannig eru fleiri atr-
iði myndarinnar, t.d. síðasta kvöldmáltíð fjöl-
skyldunnar áður en hún heldur úr landi,
ógleymanlegt atriði, sem ummyndast í helgi-
mynd uppi á svörtum vegg þjáningarinnar.
Raunar mætti telja upp fjölda atriða sem
þannig standa uppi sem hreinræktuð kvik-
myndalist en mynda um leið sterkustu hlekki
frásagnarinnar.
Kvikmyndatakan ber uppi tákn og skír-
skotanir verksins, sem verða hvað magnað-
astar í beitingu lýsingarinnar. Lýsingin er
einn sterkasti þáttur myndmálsins. Heildar-
litaáferðin er það sem fyrst vekur athygli
og færir myndina nær s.varthvíta formi
skáldskaparins og þess tíma, sem hún gerist
á. Eftirminnileg er notkun ljóss og skugga.
Hvernig dagsbirta breytist í myrkur, sem
grúfír sig í einni sviphendingu yfir hús fjöl-
skyldunnar í samræmi við gang atburðarás-
arinnar og þar sem síðan kviknar ljós vonar
í glugga. Með sama hætti ummyndast birta
í myrkur sem grúfir sig yfir Jón og Annie
eftir að henni hefur borist ægifregn til eyrna
en ljósglæta frá glugga skapar einnig von.
Og við sjáum þau ganga inn og út úr myrkr-
inu í götusenunni undir lokin, þegar hriktir
í stoðum hjónabandsins og aðskilnaðurinn
virðist óumflýjanlegur. Hér eiga Sig. Sverrir
Pálsson, og kvikmyndatökulið hans stærri
þátt í mótun verksins en við gemm okkur
grein fyrir. Og það verður á engan hallað
þótt fullyrt sé að með Sig. Sverri hafí ísland
eignast kvikmyndatökumann á heimsmæli-
kvarða.
Hljóðvinnsla Kjartans Kjartanssonar og
tónlistarval Hjálmars H. Ragnarssonar bætir
síðan um betur. Hljóðsetningin er punkturinn
yfir iið, sem skiptir sköpum þegar skila á
heilu verki í höfn og hér er hvergi verið slak-
að á, hvorki í tæknilegu gæðatilliti eða list-
rænni hugkvæmni.
Þrátt fyrir það sem nú hefur verið sagt
er Tár úr steini ekki hafíð yfir gagnrýni.
Einstaka senur hefðu þurft meiri úrvinnslu
og á þetta einkum við um atriðin með hljóm-
sveitarmönnunum heima á íslandi, sem eru
ekki eins sannfærandi og skyldi. Hér hefði
þurft að leggja meiri vinnu í handritið.
Æfíngar Annie eru heldur ekki trúverðugar.
Konsertpíanisti er ekki í vandræðum með
að spila nótur í píanóstykki sem hún er að
æfa eftir Chopin. Hún gæti hins vegar verið
að glíma við túlkun þess en ekki nóturnar,
líkt og hún væri nemandi í tónlistarskóla.
Einnig hefði þurft að leggja meiri vinnu
í þjálfun Þrastar Leós í að stjórna hljóm-
sveit, munda tónsprota, gefa innkomur, beita
hægri og vinstri hendi eftir því sem við á
hvetju sinni. Hér virðist raunar vera um
vandamál að ræða, sem ekki hefur tekist
að leysa til þessa og eru þá erlendu tón-
skáldamyndirnar ekki undanskildar. Einnig
hefði mátt tempra reiðiköst Jóns í túlkun
Þrastar, sem hættir á slíkum augnablikum
til að fara yfír í leikhúsleik. Þetta breytir
hins vegar engu um ágæti heildartúlkunar
hans á persónu Jóns og rétt er að geta þess
að það er með ólíkindum hversu góðu valdi
hann hefur náð á þýska textanum, þegar
þess er gætt, sem fram hefur komið að hann
hvorki talar né skilur þýska tungu. Ýmislegt
má fínna að einstaka þáttum í uppbyggingu
myndarinnar. Ef til vill hefði mátt hlúa ofur-
lítið betur að persónu Snótar og skýra og
skerpa betur, hvað það er sem togar Jón
Leifs endanlega heim til íslands. Eftir glímu
hans við íslenska tónlistarmenn virðist það
ekki vænlegur kostur að starfa með þeim í
framtíðinni. Það hefði jafnvel verið ástæða
til að undirstrika betur hina dramatísku loka-
ákvörðun Jóns, sem gengur í berhögg við
það sem hann hefur lofað dóttur sinni, þann-
ig að við fyndum betur fyrir harmleiknum
sem í henni felst, þegar á reynir.
Þrátt fyrir þá annmarka, sem nú hafa
verið nefndir, þá yfirskyggja þeir ekki þá
staðreynd að nú hefur í fyrsta sinn í sögu
íslenskrar kvikmyndagerðar tekist að skapa
heimslist og því er hér með spáð að þessi
mynd eigi eftir að hasla sér völl úti í hinum
stóra heimi svo eftir verði tekið. Orð skálds-
ins eru í fullu gildi: Sá deyr ei, er heimi gaf
lífvænt ljóð. Aðstandendum myndarinnar er
hér með óskað til hamingju öllum sem ein-
um. Þeim var innilega fagnað að lokinni
frumsýningu enda er það engum vafa undir-
orpið að um leið og áhorfendur stóðu klapp-
andi upp úr sætum sínum til að leggja
áherslu á innilegan fögnuð sinn lá það í loft-
inu að frá og með þessari stundu vorum við
íslendingar orðnir margfalt ríkari en við
vomm fyrir. Nú er okkar að þyggja þessa
gjöf með því að koma og njóta hennar, allir
sem vettlingi geta valdið. Fari nú svo sem
mig granar að við bregðumst ekki Jóni í
annað sinn né kvikmyndagerðinni á þeim
tímamótum sem nú eiga sér stað, þá segir
mér svo hugur að við gætum átt von á því
að fá að sjá og heyra meira, - seinna. Fyrir-
boðar þess liggja í verkinu sjálfu.
Erlendur Sveinsson
Sorfinn völusteinn
TONLIST
Stjörnubíó
TÓNLISTIN VIÐ KVIKMYND-
INA TÁR ÚR STEINI EFTIR JÓN
LEIFS
Hjálmar H. Ragnarsson og fleiri. Föstudagur-
iim 15.september, 1995.
SÚ kenning, að listsköpun eigi sér fimm
meginsvið, aðgreind sem sköpunarþörf,
menntun, tilfínning, markmið og boðskap-
ur, er heillandi og í reynd em þessir þætt-
ir allir meira og minna virkir í mati manna
á list. Fáir skapandi listamenn hafa alla
þessa þætti á valdi sínu, sem oft á tíðum
fínnast svo aðeins í einstaka verkum. Sköp-
unarþörf Beethovens var mjög sterk og
menntun hans á sviði tónlistar birtist í yfír-
burðatækni og kunnáttu. Nær öll verk hans
eru hlaðin tilfinningu og fáir hafa náð bet-
ur að útfæra markmið sín. Mörg verka
hans em þrungin af boðskap og nægir að
benda á „níundu" sinfóníu hans.
í tónlist Jóns Leifs birtast þessir þættir
oft á áhrifamikinn máta. Sköpunarþörf
hans var sterk, miskunnarlaus og kröfu-
hörð. Hann var hámenntaður, ekki aðeins
á sviði tónlistar og fyrir honum var tilfinn-
ing listamannsins heilög. Hann setti sér það
markmið að semja tónlist, sem ætti sér
rætur í norrænni menningu og boðskapur
hans var rómantísk sýn á mikilleik hennar.
Allir þessir þættir koma sérlega vel fram
í kvikmyndinni „Tár úr steini" og hefur
Hjálmari H. Ragnarssyni tekist sérlega vel
að fella saman áhrifamikla þætti úr tón-
verkum Jóns Leifs við ýmis atriði myndar-
innar. Upptaka tónlistar og flutningur,
bæði píanóleikur, einsöngur, kórsöngur og
það sem Sinfóníuhljómsveit íslands lagði
til, voru mjög góð og áttu sinn þátt í ágæti
myndarinnar, sem trúlega mun breyta
hugmyndum manna um Jón Leifs sem tón-
skáld.
Nokkur tónlistaratriði hefur Hjálmar
sjálfur samið og útsett og þó margt sé þar
vel gert, er það í raun óþarfí, því af nógu
er að taka og hefði tónstíll myndarinnar
hugsanlega verið trúverðugri, ef aðeins
tónlist eftir Jóns Leifs hefði verið notuð.
Kvikmyndin er skáldverk en ekki sagn-
fræði og þá má til sanns vegar færa, að
sama megi gilda um tónlistina. Hvað sem
þessu líður em nokkur myndskeið stórkost-
lega áhrifamikil, fyrst og fremst vegna
stórlátrar tónlistar Jóns, sem aldrei laut
að því hversdagslega en tengdi tónsköpun
sína við háleit markmið og þá hugsýn, að
á Islandi færu menn fyrir öðrum í menning-
arlegum efnum. Jón Leifs stóð við sinn
hlut og hlaut fyrir ýmsar ágjafír, svo að
völusteinn var mjög sorfinn en brast þó
aldrei. Honum þótti oft miður hversu sam-
ferðarmennirnir gátu fengið sig til að hokra
að litlu en það var einmitt stórlæti hans
sem listamanns er hélt nafni hans hreinu
og allt annað var honum hjóm eitt.
Jón Ásgeirsson.