Morgunblaðið - 17.09.1995, Page 15

Morgunblaðið - 17.09.1995, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 15 LISTIR Söngskólinn Hjartansmál tekinn til starfa NOKKRIR af kennurum við nýja söngskólann Hjartansmál. Morgunblaðið/Kristinn Söngnrinn mun lifa KENNSLA hefst í nýja söngskólanum Hjartans- mál á morgun. Tekur hann við af söngdeildinni Söngsmugunni sem komið var á fót á liðnu hausti. Deildin varð, að sögn Guðbjargar Siguijónsdóttur skóla- stjóra, til vegna samstarfs nokkurra söngvara og píanóleikara. „Nú viljum við efla starfið enn frekar og gera þessa deild að söngskóla sem stefnir að því að mæta kröfum samtímans í söngkennslu." Guðbjörg segir að Hjartansmál höfði til almennings á breiðum grundvelli. „íslendingar eru söngelsk þjóð og það eru margir sem vilja reyna hljóðfærið sem við erum fædd með án þess að taka próf. Við vinn- um því út frá stórum markaði; úr honum sþrettur sá góði efniviður sem er fyrir hendi.“ Deildir skólans eru tvær, undir- búningsdeild og Einsöngsdeild. Sú fyrrnefnda er opin öllum sem vilja læra að syngja. Ekki er krafist kunn- áttu í tónlist. Inntökupróf er tekið í éinsöngsdeild og er miðað við að nemandi hafi lært eitthvað í tónlist. Námið skiptist árlega í tvær annir: Haust- og vorönn. Hverri önn lýkur með prófum og/eða tónleikum. „í Einsöngsdeildinni verður lögð áhersla á að hjálpa þeim sem hafa getu og vilja til að ná lengra," segir Guðbjörg. „Við byijum í raun frá grunni en stefnum á toppinn. Við gefum okkur hins vegar þann tíma sem þarf til þess.“ Skólinn leggur áherslu á fjöl- breytni en hann býður uppá ein- söngstíma, samsöngstíma, undir- Ieikstíma, tónheym, tónfræði, tón- listarkynningu, tónlistarsögu, hljóm- borðs- og píanókennslu og tungu- málanámskeið. Þá hefur skólinn áhuga á að efna til óperu- og mynd- bandakvölda, fyrirlestra um radd- beitingu, leikræna tjáningu og fleira. Kennarar við skólann verða Björk Jónsdóttir, Björn Björnsson, Dagný Björgvinsdóttir, Dúfa S. Einarsdótt- ir, Einar Sturluson, Friðrik S. Krist- insson, Guðbjörg Siguijónsdóttir, Jóhanna G. Linnet, Jóhanna V. Þór- hallsdóttir, Margrét J. Pálmadóttir, Matthildur Ó Matthíasdóttir, Ragn- heiður Linnet og Þórunn Guðmunds- dóttir. Verndari skólans er Sigurður De- metz og mun hann halda námskeið á vori fyrir þá nemendur sem lengst eru komnir. „Sigurður er einn besti söngkennari samtímans á íslandi og hefur að auki unnið ómetanlegt starf fyrir íslenskt sönglíf og komið mörg- um söngvurum til starfa erlendis. Það er okkur því dýrmætt að mega sækja í hans söngviskubrunn,“ segir Guðbjörg. Söngskólinn Hjartansmál er til húsa að Ægisgötu 7, í húsnæði Kvennakórs Reykjavíkur. Guðbjörg leggur hins vegar áherslu á að hann sé síður en svo „kvennaklúbbur." „Við höfðum jafnt til karla og kvenna. Það voru nokkrir karlar í Söngsmugunni í fyrra og við gerum ráð fyrir að þeim fjölgi nú þegar skólinn er tekinn til starfa." Guðbjörg er sannfærð um að þörf sé fyrir skóla á borð við Hjartans- mál. „Ánægjan með Söngsmuguna var mikil, bæði meðal nemenda og kennara og skólinn á án efa framtíð fyrir sér. Söngurinn sem fylgt hefur manninum frá upphafí mun líka lifa áfram og það ætti því alltaf að verða markaður fyrir skóla sem þennan." kSTREITU OG KVIÐASTJORNUN Láttu kvíða ekki stjórna lífi þínu og samskiptum Helgarnámskeið fyrir karla og konurtil að ná tökum á streitu, kvíða og spennu með slökun, fræðslu og samskiptaþjálfun. Öll námsgögn og "Slökun og vellíðan" innifalin. Upplýsingar og skráning öll kvöld frá kl. 20-22 í síma 553 9109. rlingsson, sálfræðingur VEFGRUNNURINN „ÞETTA ER REYKJAVÍK" MÆTTUR ! A INTERIXIETIIXIU ^Bráöskemmtileg kynning á öllu sem Reykjavík og næsta nágrenni hefur upp á bjóöa. *Viö hönnum heimasíöurnar. Tengjum þær við grunninn. Dreifum þeim á hámarkshraöa. QLAN INTERNET AUGLÝSINGASTOFA mmmm Við rýmum fyrir nýjum vörum og höldum tilboðsdaga 10“ 30% afsláttur af húsgögnum dagana 16.-23. september Opið í dag, sunnudaginn 17. sept., kl. 14-17. örkinni 3, sími 588 0640. Tímarit • ÚT er komið nítjánda tölublað bókmennta- og leikhústímaritsins Bjartur ogfrú Emilía. í þetta sinn er tímaritið helgað svissneska rit- höfundinum Robert Walser. Walser varð aldrei mjög þekktur meðan hann lifði, en á síðustu áratug- um hefur vegur hans vaxið og hefur vaknað mikill áhugi á skrifum hans. Samtímamaður Walsers, skáldið Hermann Hesse var dyggur aðdáandi og skrifaði eitt sinn í ritdómi um eina af bókum Walsers: „Heimurinn væri betri ef Robert Walser ætti hundrað þúsund lesendur." Bækur Walsers eru nú þýddar á helstu heimstungur og er honum hvar- vetna fagnað sem einum af merk- ari rithöfundum aldarinnar. Hjálmar Sveinsson hefur safnað saman þeim sögum sem birtast í heftinu og gerir einnig grein fyrir rithöfundinum í forspjalli. Tímarítið er 80 blaðsíður. Gut- enbergsá um prentun. Bjaiturog frú Emilía kemur út fjórum sinnum á árí. Árgjald ernú 1.995 krónur oghækkar um eina krónu árbvert. Blab allra landsmanna! -kjarni málsins! Verkefnin þurfa að falla að þeim markmiðum sem Evrópuráðið hefur helgað árið 1995: að varðveita fjölbreytileika náttúrunnar, ekki síst á svæðum í nágrenni þéttbýlis sem eru utan friðlýstra svæða. Styrkveitingar verða í þrennu lagi: a. til gróður- og náttúruverndar b. til rannsókna c. til fræðslu og verða styrkir allt að kr. 500.000,- í hverjum flokki. 1995 Náttúruvemdarár í Evrópu Styddr til verkefna á sviði i náttúru- og umhverfis- vemdar 1. Um styrk geta sótt félög, samtök og einstaklingar. 2. Skilyrði er að verkefnin séu í þágu almennings. 3. Verkefnin sem sótt er um styrk til þurfa að vera vel afmörkuð og skilgreind. Styrkumsókn þarf að fylgja: a. Verklýsing b. Kostnaðaráætlun, þar sem fram kemur heildarkostnaður, og skipting kostnaðarhlutdeildar milli umsækjenda og annara. c. Upphæð styrkumsóknar. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila skýrslu um framkvæmd og árangur verkefnisins innan árs frá úthlutun. Styrkumsóknir þurfa að berast skrifstofu Landvemdar fyrir 7. október 1995. Úthlutun verður kynnt á aðalfundi samtakanna í október 1995. Land\úrnd Skólavörðustíg 25, 101 Reykjavík Sími 552 5242 Bréfasími 562 5242

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.