Morgunblaðið - 17.09.1995, Page 18

Morgunblaðið - 17.09.1995, Page 18
18 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bijóstakrabba- mein í körlum 100 sinnum sjaldgæf- ara en í konum Morgunblaðið/Kristinn STEINUNN Thorlacius líffræðingur (t.v.) og Jórunn Erla Eyfjörð erfða- fræðingur eru meðal þeirra sem skrifuðu grein um brjóstakrabbamein karla í hið virta breska læknablað The Lancet. STÖÐUGAR rannsóknir standa yfir um víða veröld til þess að reyna að finna tengsl á milli genabreytinga og ákveðinna sjúkdóma eins og til dæmis krabba- meins. Með því að finna genin, kanna hegðun þeirra í heilbrigðum og sýktum einstaklingum, vonast menn til að hægt sé að nota þær upplýsingar bæði til að greina sjúk- dóma á fyrri stigum og að leiðbeina þeim um lífshætti sem eru taldir vera í áhættuhópi. Löngum hefur verið álitið að gen skiptu máli við myndun bijósta- krabbameins eins og annarra krabbameina. Fyrir tæpu ári fékkst staðfesting á því þegar genið, BRCAl (Breast Cancer 1), fannst, en auk bijóstakrabbameins í kven- fólki tengist það krabbameini í eggjastokkum. Nú hafa komið fram vísbendingar um annað bijósta- brabbameinsgen, BRCA2. Hafa ís- lenskir vísindamenn kannað hvort það gen skipti máli við myndun bijóstakrabbameins í körlum. „Þetta er fyrsta rannsóknin sem staðfestir að genið tengist greinilega bijósta- krabbameini í körlum. Niðurstöður okkar styrkja ennfremur þá vís- bendingu sem komið hefur fram, að genið sé algengt í fjölskyldum, þar sem bijóstakrabbamein finnst bæði hjá konum og körlum," sagði Jórunn Erla Eyfjörð erfðafræðingur á rannsóknarstofu Krabbameinsfé- lags íslands þegar Morgunblaðið hitti hana og Steinunni Thorlacius líffræðing nú í vikunni. Þær voru meðal tveggja vísinda- manna sem fengu birtar niðurstöður sínar í breska tímaritinu The Lancet í ágúst síðastliðnum. Aðrir sem áttu hlut að máli voru Laufey Tryggva- dóttir, Guðríður H. Ólafsdóttir, Helga M. Ögmundsdóttir óg Hrafn Tulin- ius, öll frá Krabbameinsfélagi ís- lands, og Jón Gunnlaugur Jónasson Rannsóknir íslenskra fræðimanna hafa stað- fest tengsl gensins BRCA2 og brjósta- krabbameins í körlum. Hildur Friðriksdóttir komst að því í samtali við Steinunni Thorlacius og Jórunni Erlu Eyfförð að almennt leiða karl- menn hugann ekki að þeim möguleika að þeir geti haft krabbamein í bijósti. frá Rannsóknastofu Háskóla íslands í meinafræði. Þykir mikil viðurkenn- ing að eiga grein í tímaritinu, sem er eitt virtasta læknablað í heimi. Aðspurð um viðbrögð við greininni kvaðst Jórunn hafa fengið upphring- ingu frá ritstjóra blaðsins, sem lýsti áhuga á viðfangsefninu. „I vikunni barst okkur einnig boð um að birta greinina í öðru læknatímariti, en þeir sem vinna að svipuðum rann- sóknum vissu um niðurstöðurnar, því við kynntum þær á alþjóðlegum fundi í vor,“ sagði Jórunn. Tengsl milli BRCA2 og bijóstakrabbameins karla Steinunn er að vinna að doktors- ritgerð og hefur í l‘/2 ár unnið sér- staklega að rannsóknum á bijósta- krabbameini í körlum. „Bijósta- krabbamein í körlum er það sjald- gæft, að erfítt hefur verið að koma fram með marktækar niðurstöður. Fjölskyldurannsóknir á bijósta- krabbameini á íslandi eru aftur á móti auðveldari en víða annars stað- ar vegna þess að hér á landi er skráning einstök í heiminum. Öll krabbameinstilfelli eru skráð á ein- um stað og ættir þeirra sem fá bijóstakrabbamein eru raktar. Þeg- ar eitthvert gen finnst eða vísbend- ingar koma fram, er hægt að hag- nýta upplýsingarnar. Erfðafræðin gengur mikið út á að það sérstaka sé notað til að útskýra það algenga. Hjá sumum karlmönnum sjáum við greinilega fjölskyldusögu um bijóstakrabbamein. Svo eru aðrir sem virðast ekki eiga neina ætt- ingja, að minnsta kosti ekki ná- tengda, sem fengið hafa bijósta- krabbamein. Er það sambærilegt og gerist hjá konum.“ í niðurstöðum hópsins kom einnig í ljós ákveðin víxlun á sjúkdóms- geni, sem Steinunn vonast til að eigi eftir að nýtast í leitinni að ná- kvæmri staðsetningu BRCA2-gens- ins. „Það er vitað að genið er á ákveðnu svæði. Þó að það hafi verið afmarkað töluvert er heilmikið eftir og okkar niðurstöður þrengja svæð- ið enn frekar,“ útskýrir hún. Sjaldgæft hjá körlum - Eru tilfellin mörg hér á landi þar sem krabbamein hefur fundist í körlum innan sömu fjölskyldu? „Nei, en í nægilega mörgum til þess að fá þessar niðurstöður. Ég ítreka enn að bijóstakrabbamein í körlum er mjög sjaldgæft og 100 sinnum sjaldgæfara en í konum. Á undanförnum árum hafa greinst um það bil 100 konur á ári sem segir okkur að það ætti að vera um einn karlmaður á ári að meðaltali. Það kemur heim og saman við tíðnma á undanfömum árum.“ - Er um að ræða karlmenn í einhveijum ákveðnum aldursflokki? „Nei, það virðist ekki vera eins aldurstengt hjá þeim og er hjá kon- um. Sá yngsti er í kringum 45 ára og sá elsti um áttrætt, en meðalald- urinn er hærri hjá konum. Þeirra krabbamein er einnig frábrugðið kvenna að því leyti að það tengist ekki aldursbundnum breytingum og hormónastarfsemi. Talað er um að áhætta hjá körlum sé jafn mikil aila ævi en hjá konum aukist hún með aldrinum, er greinilega tengd fæð- ingasögu og fleiru slíku.“ Karlmenn andvaralausir - Hveijar eru batahorfur karla? „Þær virðast vera góðar. Reyndar hefur verið talað um að karlmenn átti sig síður á að hnútur í bijósti þeirra geti verið krabbamein. Þeir vita hreinlega ekki um þennan möguleika og fara því ekki til lækn- is í byijun. En eins og með öll krabbamein skiptir máli að það upp- götvist sem fyrst,“ segir Steinunn. „Það er í raun alveg eins mikil- vægt fyrir karlmann sem verður var við hnút að hann geri sér grein fyr- ir því að það þurfi að ijarlægja hann. Sé það gert tel ég að batahorfur séu að minnsta kosti jafn góðar ef ekki betri en hjá konum þar sem krabbamein uppgötvast snemma,“ bætir Jórunn við. Ekkert að hormónabúskap - Eiga þessir karlmenn eitthvað sameiginlegt? „í raun ekkert sem stendur upp úr og bendir til þess að einhver ein- staklingur sé líklegri en annar til að fá bijóstakrabbamein," svarar Steinunn. „Það sama virðist uppi á teningnum í þeim greinum sem hafa verið skrifaðar um þessi mál og ég hef lesið. í örfáum tilfellum í heimin- um eru ákveðnir hormónasjúkdómar í körlum sem orsakað geta krabba- mein í bijósti. Þá hafa þeir til dæm- is of mikið af kvenhormónum, eru órfrjóir svo dæmi séu nefnd, en ekkert slíkt hefur komið í ljós hér.“ Tíðni bijóstakrabbameins í körl- um er svipuð hér á landi og erlend- is, en aukning er hjá báðum kynjum, sem bendir til þess að einhveijir sameiginlegir þættir ráði henni. „Genarannsóknir hjálpa til við að skýra aukningu, en við erum einnig í samvinnu við krabbameinsskrána til að athuga hvaða umhverfisþættir geti haft áhrif á fjölgun krabba- meina. Það eru ekki bara erfðirnar sem ráða því heldur er um að ræða samspil fleiri þátta,“ segir Jórunn. Hún hnykkir á að Island hafi sérstöðu varðandi rannsóknir vegna þess að upplýsingar séu óvenjugóðar og óvenjuöruggar. „Það er ekkert gagn að slíkum upplýsingum nema þær séu mjög nákvæmar," segir hún. „Einnig má nefna að æxlasafn er á einum stað fyrir alla þjóðina, þannig að samvinna þessara tveggja þátta getur komið að miklu gagni í rannsóknum sem þessum og erfða- rannsóknum almennt. Víða eru til sýnasöfn en óvíða eru þessir báðir þættir til staðar saman. Á einum spítala getur verið gott safn en ekki á öðrum og tilviljanir ráða hvort allir ættingjar hafa farið á sama spítala eða hvort þarf að leita um allt land. Hér á rannsóknarstofunni höfum við sett okkur mjög strangar vinnu- reglur og gerum einungis rannsókn- ir með samþykki íjölskyldu. Auk þess legg ég mikla áherslu á að farið sé með allar slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál." — Hvert er næsta skref í þessum rannsóknum? „Við erum í samvinnu við íslenska og erlenda vísindamenn um að reyna að þrengja enn frekar að þessu geni. En það er hægt að skoða hvort gen- ið skipti máli í fjölskyldum einungis með líkindum, þó svo að ekki sé búið að staðsetja það nákvæmlega," segja Steinunn og Jórunn að lokum. Varstu undir 6 á vorprófunum? NÁMSAÐST OÐ er þá eittfivaðfyrir þig Nýjar kannanir á gengi íslenskra nemenda Grunnskólanemar! Látið ekki slaka í framhaldsskóla sýna aö þeir, sem eru undirstöðu stoppa ykkur í framhaldsskóla. undir 6 á lokaprófi úr grunnskóla, lenda í Reynslan sýnir að einkunn undir 6 er ekki erfiðleikum í námi. Þetta staðfestir það gott veganesti í framhaldsskóla hvort sem sem við höfum vakið athygli á í auglýs- um er að ræða verknám eða bóknám. ingum okkar undanfarin ár. Framhaldsskólanemar! Það er ennþá Síðastliðinn áratug höfum við hjálpað þús- tími til að breyta erfiðri stöðu í unna. undum nemenda við að komast á réttan kjöl í En munið að nám tekur tíma, svo þið þurfið skólanámi. Ekki með neinum töfralausnum, að hefjast handa strax. Allir vita að menntun því þær eru ekki til, heldur markvissri kennslu, eykur öryggi í framtíðinni. Njótið hennar. námstækni og uppörvun. Við vitum að nám Gangi ykkur vel. er vinna og það vita nemendur okkar líka. Upplýsingar og innritun kl. 17-19 virka daga í síma 557 9233 og í slmsvara allan sólarhringinn. Fax. 557 9458. fyetnendaþjómistan sf Þangbakka 10, Mjódd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.