Morgunblaðið - 17.09.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.09.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 21 HOF himinsins í Peking. ÁHRIF evrópska nýlendustílsins í Shanghai. Með fjárfestingarsamningum milli Kína og einstakra landa hefur síðan verið lagður grunnur að stofnunum fyrirtækja, eins og var t.d. gert _ með samningnum milli Kína og íslands, sem undirritaður var í mars í fyrra. Hann var það sem kallast tvíhliða fjárfestingar- samningur, en inntak slíkra samn- inga er, að ríkin skapi hagstæðar aðstæður fyrir beinar fjárfestingar af hálfu fjárfesta annars samn- ingsaðila á landsvæði hins; ásamt gagnkvæmri vernd þeirra. I slíkum samningum eru ákvæði um vernd fjárfestinganna sem slíkra, t.d. gegn eignarnámi og um hvernig fara skuli með deilur milli samn- ingsaðila, auk margra annarra þátta. Þegar þessi grunnur hefur verið lagður geta fyrirtæki farið að þreifa fyrir sér um samvinnu við kínverska aðila og stofnun fyrirtækja. (Samningar þar um lúta ákveðnum reglum og ferill þeirra getur orðið bæði langur og strangur - m.a. þarf blessun hinna ýmsu aðila, skráningar á réttum stöðum o.s.frv. - áður en viðkom- andi fyrirtæki er komið heilt í höfn.) Greinilegt er að erlend fyrirtæki hafa trú á því að fjárfesting í Kína sé bæði hagkvæm og örugg og telja sér fært að sæta þeim reglum sem stjórnvöld setja, svo mikil er fjár- festingin orðin. Spurningin er þá hver áhrifin verða til frambúðar á kínverskt þjóðlíf og stjórnarfar. Fyrirsjáanlegt er að aukið frjáls- ræði fylgi í kjölfarið á ýmsum svið- um, en hversu þung sú alda verður þegar fram líða stundir og hvernig kínverski kommúnistaflokkurinn bregst við henni - það eru brenn- andi spurningar sem spennandi verður að fá svör við. Morgunblaðið/Margrét Heinreksdóttir BEÐIÐ eftir strætó. Hver verður framtíð þessa stúlku- barns í hinu nýja Kína? stjórnarskrá þar sem í 18. gr. seg- ir, að heimilt sé „erlendum fyrir- tækjum (enterprizes), öðrum er- lendum efnahagsstofnunum (ec- onomic organizations) og erlendum einstaklingum að fjárfesta í Kína og ganga til ýmiss konar efnahags- samvinnu við kínversk fyrirtæki og aðrar kínverskar efnahagsstofnanir í samræmi við lög kínverseka lýð- veldisins." I 2. mgr. segir síðan að þesar erlendu stofnanir skuli lúta kínverskum lögum og jafnframt njóta verndar þeirra. A grundvelli þessa stjórnarskrárákvæðis hefur þjóðþingið síðan sett lög um kín- versk-erlend samstarfsfyrirtæki (Joint ventures" ýmiss konar) og fleira er þau varðar. Er þar um að ræða rammalöggjöf, sem gildir fyr- ir allt landið en héraðsþingin setja reglur, sem bundnar eru hveijum stað fyrir sig. „NÝTT“ BrjóstahaUlari, kraktur að framan. Gefur góðan stuðning við bakið. Hentar einnig sem iþrótta-brjóstahaldari. Starðir: 80 - 105B, C, D og DD. Verð kr. 2.750. V7 S^auoa&eýW jáne 'SS/ •//// AIKIDO HEFÐBUWW JAPANSET BUDO ByrjendanámskeiÓ hejjast ííþróttahúsi Digranesskóla, Kópavogi 18. sept. klukkan 20.-00. Kennari er Hróar Jóhönnuson Upplýaingar og skráning í sima 554-554 7 111 ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR Til móts við framtíðina Alpjóðleg ráSstefna haldin á Hótel Sögufimmtudaginn 21. september kl. 8.30 árdegis. I tilefni stjórnarjundar IFOAM, AlþjóSasamtaka HJrœnna bœnda ogJramleiSenda hér á landi, htfur veriS ákreSiS aS ejna til opinsjundarjyrir allt áhugajólk, par semjjallað verSur um: Lífrænan landbúnað °g þýðingu hans fyrir Island og heimsbyggðina. Meðal fyrirlesara eru margir af helstu sérfræðingum veraldar á þessu sviði og því gefst Islendingum hér einstakt tækifæri til að kynnast lífrænum landbúnaði í alþjólegu umhverfi. Dagskrá: Kl. 8.30 f.h. Skráning. Ráðstefnan sett - ávörp. Guðmundur Bjarnason, landbúnaðar- og umhverfisráðherra. Hervé La Prairie, forseti Alþjóðsamtaka lífrænna landbúnaðarhreyfinga - IFOAM Frakkalndi. Hlutverk IFOAM og starfsemi samtakanna fyrir lífrænu hreyfinguna í heiminum. Linda Bullard, Belgíu/Bandaríkjunum. Heimur lífræns landbúnaðar (myndasýning). Bernward Geier Þýskalandi. Kajfihlé Lífrænn landbúnaður - byrjað á jarðveginum. Gerald Herrmann, Þýskalandi. Lífrænn landbúnaður í heiminum, Jyrri hluti. Afríka: John Njoroge, Kenýu. Evrópa: Troels Ostergaard, Danmörku, Ursula Soltysiak, Póllandi. Lífrænn landbúnaður í heiminum, seinni hluti. Asía: Ranjith De Silva, Sri Lanka. Astralía, Nýja Sjáland og önnur lönd við sunnanvert Kyrrahaf: Bob Crowder, Nýja Sjálandi. Suður- og Mið-Ameríka; Miguel Nunez, Venezuela. Norður-Ameríka: Roni Brunner, Bandaríkjunum. Hagfræði lífræns landbúnaðar og hlutverk hans í sanngjörnum viðskiptum. Coen van Beuningen, Hollandi og Hanspeter Schmit, Þýskalandi. Kajfihlé. Abyrgð á uppruna og gæðum lífrænna afurða;JramleiSsIureglur, löggjoj vottun og eftirlit. Rainer Báchi, Sviss og Ken Commins, Bandaríkjunum. Staða lífrænna afurða á heimsmarkaðnum. Carl Haest, Belgíu. UmrœSur. Ráðstefnustjóri: Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Islands. Þátttökugjald er kr. 2.300. Innifalið er kaffi og ljúffengur hádegisverður. Erindin vcrða flutt á cnsku og þýdd jafnóðum fyrir þá scm þcss óska. Skráning þátttöku er hafin hjá Bændasamtökum Islands t sima S63 0300. Landbúnaðarráðuneytið — Bændasamtök íslands — Náttúruverndarár Evrópu 1995 — Aform-átaksverkefni. HádegisverSur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.