Morgunblaðið - 17.09.1995, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/REGNBOGINN og HÁSKÓLABÍÓ hafa tekið til sýninga stórmynd-
ina Braveheart. í aðalhlutverki er Mel Gibson. Hann er jafnframt leikstjóri og framleið-
andi þessarar þriggja tíma epísku stórmyndar í anda Ben Hur, Spartacus og E1 Cid.
þann veginn að gera myndina
annálaða voru hins vegar festar á
filmu með þátttöku og aðstoð
1.700 meðlima í varaliði írska hers-
ins. Þeir fóru með hlutverk fót-
gönguliðs, bogmanna og riddara-
liðs skosku og ensku herjanna sem
börðust við Stirling og Falkirk á
árunum í kringum aldamótin 1300.
Gibson sjálfur þaulhugsaði bar-
dagaatriði frá upphafi til enda og
lagði gífurlega vinnu á um 40
áhættuleikara sem látnir voru
þaulæfa hvem einasta bardaga
sem taka átti í nærmynd vikum
saman.
Alls tóku 3.000 leikarar þátt í
því að festa orustuna við Stirling
á filmu. Fyrir þennan fjölda sniðu
búningahönnuðir skotapils úr fleiri
kílómetmm af köflóttu efni og
smíðuðu hringabrynjur handa ridd-
urum enska hersins.
í stríðsátökum miðalda féllu
hestar í valinn ekki síður en riddar-
arnir sem sátu þá. í nútímanum
vaka dýravemdunarsamtök um
heim allan hins vegar yfir því að
dýrum sé ekki unnið mein eða þau
lögð í áhættu að óþörfu við kvik-
myndagerð. Hyggnir kvikmynda-
gerðarmenn taka ekki þá áhættu
að fá volduga dýravinina upp á
móti sér.
Þess vegna var ekki nóg að fá
150 hesta stóð til að setja undir
riddaraliðið heldur varð að leita
annarra leiða tii að kvikmynda
átök riddaranna í nærmynd. í því
skyni voru smíðaðir sérstakir vél-
fákar sem ganga á járnbrautar-
spori og pá allt að 50 km hraða á
klukkustund. Riddamir sem falla
í valinn í myndinni sitja þesskonar
fáka.
Myndin Braveheart fjallar um
skoska þjóðsögu og aðstandendur
hennar draga ekki fjöður yfir það
að eins og í sannri epískri stór-
mynd sé taumur söguhetjunnar
hjartahreinu dreginn einarðlega en
úrkynjaðir óvinirnir að sama skapi
málaðir dökkum litum. En þó segj-
ast þeir vera sagnfræðilegum
heimildum trúir að svo miklu leyti
sem það er unnt þegar tjallað er
um tímabil þar sem ritaðar heim-
ildir em af skomum skammti. Þar
stendur eitt atriði upp úr. í upp-
hafi einnar orrastunnar svipta
hundruð Skotar samtímis upp um
sig skotapilsunum og svipta í eitt
skipti fyrir öll hulunni af ráðgát-
unni um það hveiju Skotamir
klæðast undir pilsunum sínum.
WILLIAM Wallace (Mel Gibson) og hans menn búast til bardaga í návígi í einu
hinna stórbrotnu bardagaatriða í myndinni Braveheart.
Hugnmstóra
þjóðfrelsishetjan
"RrAVEHEART gerist á 13. öld
og segir söguna af William
Wallace, sem ku vera ein heista
þjóðsagna- og frelsishetja Skota
og leiddi þá í uppreisn gegn ofur-
valdi Játvarðs I Englandskonungs
um aldamótin 1300. Eina heimildin
um ævi þessarar hetju er skoskt
sagnaljóð frá miðöldum. Á því er
handrit myndarinnar m.a. byggt
en saman við er blandað hæfileg-
um skammti af seinni tíma þjóð-
emisrómantík og gamansemi, að
ógleymdum ástarævintýrunum og
einhveijum stórbrotnustu bar-
dagasenum sem sést hafa á hvíta
tjaldinu áram saman. Bandaríski
kvikmyndagagnrýnandinn Michael
Medved segir að fara verði allt
aftur til ársins 1938 og myndar
Eisensteins um Alexander Nevsky
til að sjá jafnáhrifamiklar og trú-
verðugar sviðsetningar á miðalda-
hemaði.
Sagan af William Wallace (Mel
Gibson) hefst þegar hann bam að
aldri horfir á enska hermenn
myrða föður sinn. Þar er sáð fræj-
um haturs í garð útlendinganna
sem hersitja föðurland hans.
Wallace fer ungur að áram út í
hinn stóra heim en snýr aftur til
þorpsins síns og gengur að eiga
æskuástina sína hana Murron
(Catherine McCormack). En það á
ekki fyrir hjónakomunum að liggja
að njótast lengi.
Enskir hermenn myrða Murron
þegar hún af hetjuskap veitir harða
mótspymu við nauðgunartilraun.
Við þennan missi er William
Wallace nóg boðið. Óframfærinn
og fábrotinn maðurinn tekur ham-
skiptum og úr verður frelsishetja
sem safnar að sér löndum sínum
og leiðir skoska alþýðuherinn í
vopnaðri og blóðugri frelsisbaráttu
gegn Játvarði I Englandskonungi
(Patrick McGoohan).
Wallace verður smám saman
voldugur andstæðingur krúnunnar
en þó takast náin og góð kynni
með honum og franskættaðri
prinsessunni af Wales (Sophie
Marceau). Kóngur leitar hins vegar
allra ráða til að ráða niðurlögum
þessa andstæðings sem hann getur
ekki sigrað á vígvellinum.
William Wallace bíða örlög sem
gera hann verðugan þess að enn
í dag eru Skotar að syngja sagna-
Ijóðið um hann.
Randall Wallace heitir maðurinn
sem gerði kvikmyndahandrit um
ævi, ástir og afrek þessarar frelsis-
WILLIAM Wallace og Murron (Catherine McCormack) þeysa
á vit skoskrar náttúru.
hetju Skota. Óvíst er að sagan
hefði orðið lengri ef handrit þetta
hefði ekki rekið á fjörar Mel Gib-
sons sem las það af áfergju að eig-
Bardagaatriðin í Brave-
heart eiga fáa sína líka.
in sögn 'og ákvað samstundis að
festa það sjálfur á filmu.
Gibson hélt utan um alla þræði
og bar ábyrgð á að útvega sjálfur
fé til að kosta ævintýrið. Til þess
var varið 53 milljónum bandaríkja-
dala, eða um það bil 3,5 milljörðum
íslenskra króna.
Gibson, sem er ein vinsælasta
og þekktasta kvikmyndastjarna
okkar tíma, fer sjálfur með hlut-
verk Wallace og slíkt er aðdráttar-
afl kyntáknsins að óþarft var talið
að skáka fram öðrum stórstjörnum
til að gera myndina Iíklega til vin-
sælda.
I öðram hlutverkum era því
smærri spámenn á borð við Patrick
McGoohan og Catherine
McCormack, að ógleymdri hinni
frönsku Sophie Marceau, sem ekki
hefur áður leikið á enskri tungu.
í tækniliðinu eru snillingar eins
og kvikmyndatökumaðurinn John
Toll, sem hlaut óskarsverðlaun fyr-
ir tökur á Legends of the Fall og
klippimeistarinn Steven Rosen-
blum, sem hefur áður klippt mögn-
uð bardagaatriði í myndinni Glory
en hún færði honum einnig tilnefn-
ingu til óskarsverðlauna.
Eftir að Mel Gibson hafði æft
sig í að tala með skoskum hreim
hófust kvikmyndatökur í júní 1994
við rætur Ben Nevis, hæsta fjalls
Bretlands þar sem búið hafði verið
til skoskt miðaldaþorp.
Bardagasenurnar sem era í
MEÐ myndinni Braveheart
hefur Mel Gibson líklega
unnið sinn mesta sigur til þessa.
Fyrir var hann heimsþekkt kvik-
myndastjarna og kyntákn sem
leikið hafði í nokkrum af vinsæl-
ustu kvikmyndum seinni ára. En
framvegis verður jafnframt litið
á hann sem leikstjóra sem
ástæða er til að gefa gaum og
taka alvarlega.
Leikstjórn hans á myndinni
Braveheart hefur verið m.a. lýst
þannig að hún sé eins konar
blanda af handbragði Akira
Kurosawa og Sam Peckinpah.
Hástemmdar lýsingar af þvi tagi
hljóta að vera til marks um að
vatnaskil séu að verða á ferli
kyntáknsins.
Nú muni hann feta í fótspor
Clint Eastwood, sem framan af
ferli sínum náði frægð en tak-
markaðri virðingu framan við
kvikmyndavélamar en hefur á
síðari árum komist í fremstu röð
bandarískra kvikmyndaleik-
sljóra.
Það eru engar ýkjur að segja
að Braveheart hafi verið vel tek-
ið af gagnrýnendum vestanhafs.
Flestir spá kvikmyndatökusljóra
og klippimeistara myndarinnar
óskarsverðlaunatilnefningum og
sumir telja að framhjá leikstjór-
anum verði trauðla gengið.
í fótspor Peckinpah
og Kurosawa?
MEL Gibson leikstýrir Braveheart. Hér er hann ásamt Sophie
Marceau sem leikur prinsessuna af Wales.
39 ára gamall er Mel Gibson
þess vegna nú á hátindi ferils
síns. Hann er Bandarílgamaður
fæddur í New York-fylki 9. jan-
úar 1956 en flutti ásamt foreldr-
um sínum og systkinum til Ástr-
aliu árið 1968, þá 12 ára að aldri.
Hann nam við leiklistardeild
háskóla Nýja Suður Wales í
Sydney og vakti fljótt á sér verð-
skuldaða athygli að námi Ioknu.
Hlutverkið sem færði honum
heimsfrægð var titilhlutverkið í
fyrstu myndinni um Mad Max.
Litlu síðar hlaut hann „ástr-
ölsku óskarsverðlaunin“ fyrir
titilhlutverkið í myndinni Tim
þar sem hann fór á kostum í
hlutverki fatlaðs manns. Sömu
verðlaun hlaut hann aftur fyrir
sannkallaðan stjörnuleik í mynd
Peters Weirs, Gallipoli. Tvær
framhaldsmyndir héldu frægð
hans sem Mad Max á lofti og þá
var kominn tími til að Mel Gib-
son flytti aftur heim til föður-
landsins ásamt eiginkonu sinni
og bömum, sem nú eru orðin sex
talsins.
í Hollywood hefur Mel Gibson
vitaskuld orðið þekktastur fyrir
leik sinn í Lethal Weapon mynd-
unum þremur en eftir að hann
fór með titilhlutverkið í mynd
Franco Zefferellis um Hamlet
mátti hverjum manni vera ljóst
að Gibson byggi yfir vemlegum
listamannshæfileikum.
Um tíma lifði Gibson ansi
sukksömu lífi og sögur fóru af
skrautlegu drykkjusvalli hans.
Þær heyra nú til liðinni tíð.
Frumraun sína sem ieikstjóri
þreytti hann fyrir nokkram
árum íhinni eftirtektarverðu
mynd, The Man Without a Face,
þar sem hann var jafnframt í
aðalhlutverki en auk þess hefur
hann undanfarin misseri m.a.
leikið í myndunum Forever
Young og Maverick.