Morgunblaðið - 17.09.1995, Side 26
26 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
AT VINNULE Y SIS-
MENNING
Hér á íslandi er atvinnuley§i
svo mikið, að við höfum
verulegar áhyggjur af því, en
jafnframt er svo mikill skortur á
' vinnuafli í sumum starfsgreinum,
að atvinnurekendur telja óhjá-
kvæmilegt að þeir hafi leyfi til
að ráða útlendinga til starfa.
Þegar betur er að gáð kemur í
ljós, að þetta er ekki séríslenzkt
fyrirbæri. Töluverður hópur Is-
lendinga hefur leitað til Norður-
landa og fengið vinnu, þótt at-
vinnuleysi sé víðast hvar meira
þar en hér. Hvernig má þetta
vera? Hvers vegna geta íslend-
ingar fengið vinnu á öðrum Norð-
urlöndum, þrátt fyrir mikið at-
vinnuleysi þar? Hvers vegna geta
útlendingar fengið vinnu hér
þrátt fyrir mikið atvinnuleysi hér?
í fyrradag birtist hér í blaðinu
viðtal við framkvæmdastjóra
dönsku iðnrekendasamtakanna,
Hans Skov Christensen. Hann
segir m.a.: „Hér er hægt að fá
atvinnuleysisbætur í Kaup-
mannahöfn, þó að það vanti
vinnuafl á Jótlandi, þar sem vöxt-
urinn hefur verið mun meiri en á
Sjálandi. Svæðisbundið atvinnu-
leysi og svæðisbundinn skortur á
vinnuafli í sama landi er ekkert
séreinkenni í Danmörku. Þess
gætir í Noregi og mér skilst að
það sama sé á íslandi, þar sem
það er atvinnuleysi á Reykjavík-
ursvæðinu en vantar fólk í vinnu
úti á landi.“
Þegar framkvæmdastjóri
dönsku iðnrekendasamtakanna
var spurður, hvernig ætti að
bregðast við, var svar hans m.a.
þetta: „Þarna er hægt að bregð-
ast við með tvennum hætti, ann-
ars vegar að stytta þann tíma,
sem atvinnuleysisbætur eru
greiddar, eða að veita fólki styrki
til að flytja þangað, sem atvinnu
er að fá, aðstoða með húsnæði,
barnagæzlu og annað slíkt. Það
hefur þó sýnt sig að það getur
verið mjög erfitt að lokka fólk til
Jótlands eða Norður-Noregs, Hka
af því það hjálpar ekki ef makinn
missir þá atvinnuna. . . Það ætti
að byija á því að huga að bótun-
um, bæði að stytta þann tíma,
sem hægt er að fá atvinnuleysis-
bætur, hugsanlega að lækka þær
fyrir ákveðna hópa og eins að
krefjast þess að fólk, einkum
ungt fólk, vinni fyrir bótunum.
Ef unga fólkið sér fram á, að það
verði skikkað til að vinna, mun
það nokkuð .örugglega leiða til
þess að það kýs sjálft að finna
sér vinnu."
Það er gagnlegt fyrir okkur
íslendinga að átta okkur á, að
það sérkennilega fyrirbæri skuli
finnast víðar en hér, að atvinnu-
leysi sé umtalsvert en jafnframt
skortur á vinnuafli í ákveðnum
atvinnugreinum. En jafnframt er
áreiðanlega tímabært að umræð-
ur um þann vanda, sem atvinnu-
leysi fylgir, komist í nýjan far-
veg. í fyrsta lagi er ástæða til
að ræða þá leið, sem hinn danski
framkvæmdastjóri bendir á, að
auðvelda fólki að flytja til þeirra
landshluta, þar sem vinnu er að
fá. í öðru lagi er full ástæða til
að ræða alvarlega þann mögu-
leika, að ungt fólk sérstaklega
leggi fram ákveðið vinnuframlag
á móti atvinnuleysisbótum. í
þriðja lagi fer ekki á milli mála,
að nauðsynlegt er að gera átak
í að auka menntun sumra þeirra,
sem eru á atvinnuleysisskrá. Þeir
standa verst á vinnumarkaðanum
í dag, sem hafa minnsta menntun.
Atvinnuleysi er tiltölulega nýtt
fyrirbæri hér a.m.k. þegar litið
er til þriggja síðustu áratuga en
afleiðingar þess eru margvísleg--
ar, ef það verður langvarandi.
Hans Skov Christensen lýsti því
með þessum orðum í samtalinu
við Morgunblaðið: „Við stöndum
nú uppi með ungt fólk, sem er
af annarri kynslóð atvinnulausra.
Með öðrum orðum þá er það at-
vinnulaust, er börn atvinnulausra
og hefur alizt upp í atvinnuleysis-
menningu með tilheyrandi lifnað-
arháttum. Þessu höfum við ekki
efni á lengur. Skattaokið er
þungt, en samt er opinberi geirinn
ekki sérlega stór í Danmörku.
Skólar og sjúkrahús eru í niður-
níðslu af því peningarnir fara í
bótakerfið. Önnur hlið þessa kerf-
is er svo, að fólk hefur komizt
upp á að hafa bætur, en drýgja
þær með vinnu, sem ekki er gefin
upp til skatts. Með öðrum orðum,
þá er kerfið hið ábatavænlegasta
fyrir þá, sem kunna að nota sér
það, en brýtur um leið niður allt
siðferði. Þetta gat gengið í ein-
hvern tíma en ekki lengur. Við
erum ekki svo sterkir á siðferðis-
svellinu að við þolum slíkar freist-
ingar án þess að misnota þær.“
Er ekki alveg ljóst, að við þurf-
um að koma í veg fyrir að svona
ástand skapist hér?
ÍGREINsem
• Sigrún Dav-
íðsdóttir ritar í Morg-
unblaðið 9. ágúst
’95, segir m.a.: „í
Bretlandi hefur und-
aitfarin ár geisað
hálfgert ljóðafár eftir margra ára
áhugaleysi. Útgáfufyrirtæki
gleðjast yfir vaxandi sölu og lestri
Ijóðabóka, einkum meðal ungs
fóíks. Upplestrar með listrænu
ívafi glæða áhugann.“
Ég hef víða lesið upp erlendis
á undanfömum misserum og
áram og kynnzt þessum mikla
áhuga af eigin raun; bæði víða í
Noregi, Þýzkalandi, Frakklandi,
Gautaborg, New York — og þá
ekki sízt í Bretlandi. Allsstaðar
hefur verið harla ánægjulegt að
lesa ljóðin; ekkisízt í Barbican
Centre og Poetry Society í Lund-
únum, Colchester, Cambridge,
háskólanum í Kent, Kantaraborg
og Durham-háskóla. Allsstaðar
áhugasamt fólk *og þakklátt;
áhuginn á íslandi og arfleifð okk-
ar einstakur og uppörvandi.
Það er augljóst ljóð eiga sterk-
ari ítök í fólki en maður hefði
ætlað að óreyndu. Aðvísu verð ég
að viðurkenna ég hef aldrei þurft
sem ljóðskáld að kvarta í þessum
efnum svo vel sem Almenna bóka-
félagið kom ljóðabókum mínum á
framfæri á sínum tíma, eða áður-
en krakkið mikla varð og þetta
bijóst borgaralegrar menningar
fékk þau svöðusár sem um mun-
aði. En ég hef haldið að ljóð væra
á undanhaldi fyrir skemmtiiðnað-
inum. Nú kemur það aftur á móti
í ljós í nýlegri og stórmerkri könn-
un sem gerð var í Bandaríkjunum
að ljóðið virðist halda velli — og
vel það. Nær annar-
hver Bandaríkjamað-
ur les ljóð samkvæmt
þessari könnun og
milljónir Bandaríkja-
manna kaupa bækur
á hveiju ári fyrir
meira en 4.000 krónur, en íslend-
ingar standa sig þó miklu betur
í þessum efnum og er það raunar
augljóst ef litið er á neyzlukönnun
Félagsvísindastofnunar sem gerð
var í ágúst 1994. Þar segir að
85,6% aðspurðra fullyrði þeir lesi
bækur, en einungis 14,4% svara
því neitandi. Þá segjast svarendur
lesa u.þ.b. eina bók á mánuði að
meðaltali og keyptu milli fímm
og sex bækur næstu tólf mánuði
á undan könnuninni. Ekki er hægt
að segja annað en það sé nokkuð
athyglisverð niðurstaða.
Samkvæmt bandarísku könnun-
inni sem birt var í Time 6. febr-
úar ’95 höfðu 62% aðspurðra lesið
skáldsögu á árinu og 46% ljóð,
en 39% farið í leikhús og 36% á
listasafn. En einungis 15% höfðu
skoðað klámmiðla. Mikill meiri-
hluti Bandaríkjamanna hefur
áhyggjur af menntunarástandinu
óg mættum við svo sannarlega
einnig hafa áhyggjur af því, svo
mjög sem íslenzkukunnáttu hefur
hrakað á síðarihluta aldarinnar.
Við megum raunar þakka fyrir
ef íslenzkan heldur velli einsog
horfir.
í ÞRIÐJA KAFLA Walden
• gagnrýnir Thoreau menn-
ingarástand bæjarfélags síns,
Concord. Hann segir þar séu ekki
lesnar góðar bækur — og alls
ekki sígild verk. Þar mundu þó
allir beygja sig niður eftir silfur-
dal. En í þessum bókum séu gull-
in orð og engum detti í hug að
beygja sig eftir þeim. Hann hafn-
ar því að góðar bækur geti verið
leiðinlegar. Segir að ekki séu allar
bækur jafnleiðinlegar og lesendur
þeirra.
VIÐ EIGUM AÐ LESA
•jörðina einsog sígild verk;
hún er einsog þau, gömul og gef-
andi. Það gerði Thoreau í Walden-
skógi. Hugmyndafræðingar á
miðöldum töldu sköpunarverkið
fyrri bók Guðs. Síðari bók hans
væri Biblían. Sögðu hún væri eins-
konar skýringar við fyrri bókina.
Kalvín sagði ómögulegt væri að
skilja sköpunarverkið án Biblíunn-
ar. Hún væri einskonar stækkun-
argler sem skýrði sköpunarverið.
Og þannig var litið á náttúruna
um og eftir daga Dantes.
Lýðurinn í Grikklandi og Róma-
veldi las ekki þau sígildu verk sem
þá vora til. Hann skorti tungutak
til að skilja þau. Við eigum ekki
að lesa jörðina einsog nánast ólæs
lýður fomaldar umgekkst klassík-
ina. Við eigum að hafa hana í
fylgd með okkur, geyma hana á
dýrmætum stað einsog Alexander
mikli sem hafði Illiónskviðu með
sér á löngum 'herferðum og lét
gæta hennar vandlega enda var
hann lærisveinn Aristótelesar að
sagt er og kunni að meta slík
verk. Klassísk rit era einsog nýr
morgunn og náttúran veitir okkur
einnig unað og fegurð slíkra
morgna. Thoreau naut þeirra ríku-
lega í skóginum í Walden.
M
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjall
4-
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 27
PÓLITÍSKA ANDRÚMIÐ
í landinu hefur gjör-
breytzt á einni viku. Frá
því að kosningum lauk
og núverandi ríkisstjórn
var mynduð má segja,
að ríkt hafi pólitískur
friður. Hin nýja ríkisstjórn hefur haft
hægt um sig og stjórnarandstöðuflokk-
amir hafa leitað eftir fótfestu, sem þeir
hafa ekki fundið enn sem komið er. Nú
ríkir ekki lengur pólitískur friður og ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks stendur frammi fyrir hugsanlegum
átökum við verkalýðshreyfinguna, sem
minnir um sumt á upphaf hinna hörðu
átaka á milli sömu aðila veturinn og vor-
ið 1978.
Kveikjan að þessum breyttu viðhorfum
er að sjálfsögðu úrskurður Kjaradóms,
sem birtur var fyrir rúmri viku um launa-
kjör þingmanna, ráðherra og æðstu emb-
ættismanna svo og ákvörðun forsætis-
nefndar Alþingis um fyrirkomulag á
kostnaðargreiðslum til alþingismanna. Á
margan hátt hefur ákvörðun forsætis-
nefndar þingsins vakið meiri reiði en úr-
skurður Kjaradóms, þótt ákvarðanir
beggja aðila eigi hlut að máli.
Forystumenn verkalýðshreyfíngarinn-
ar hafa brugðizt hart við. Mikill fjöldi
fólks sótti útifundi í Reykjavík, á Akur-
eyri og í Vestmannaeyjum sl. fímmtudag.
Þar voru samþykktar ályktanir, þar sem
þess var krafízt, að hækkanir á launum
fyrrnefndra aðila yrðu teknar til baka og
að þeir fengju sömu 2700 krónur og sam-
ið var um á hinum almenna markaði í
febrúarmánuði sl. Ella yrðu öll laun hækk-
uð um sömu prósentutölu og ráðherrar,
þingmenn og æðstu embættismenn hefðu
fengið. Jafnframt hafa forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar gefið til kynna,
að þeir mundu stefna á riftun samninga
á haustmánuðum.
Til þess að skilja þessa hörðu afstöðu
verkalýðshreyfíngarinnar er nauðsynlegt
að hafa forsöguna í huga. Haustið 1989
hófust óformleg samtöl á milli Ásmundar
Stefánssonar, sem þá var forseti ASÍ,
Guðmundur J. Guðmundssonar, formanns
Dagsbrúnar, sem þá var einnig formaður
Verkamannasambands íslands og Einars
Odds Kristjánssonar, sem þá var formað-
ur Vinnuveitendasambands íslands. Þau
samtöl leiddu til þess, að þáttaskil urðu
í efnahagsmálum þjóðarinnar með kjara-
samningunum í febrúar 1990. Þeir samn-
ingar brutu verðbólguna á bak aftur.
Allt frá dögum vinstri stjórnarinnar, sem
tók við völdum sumarið 1971, hafði ríkt
óðaverðbólga, sem engri ríkisstjórn hafði
tekizt að stöðva. Það tókst hins vegar
að leggja grann að stöðvun verðbólgunn-
ar með samningunum 1990 og aftur um
tveimur árum síðar. Þessir kjarasamning-
ar ásamt minnkandi verðbólgu í nálægum
löndum, efnahagssamdrætti bæði hér og
þar, og aðgerðum ríkisstjórna á þessu
tímabili hafa tryggt þann stöðugleika,
sem ríkt hefur í efnahags- og atvinnumál-
um á þessum áratug.
Margir höfðu áhyggjur af því, að ekki
mundi takast að ná áþekkum kjarasamn-
ingum í þeim samningaviðræðum, sem
stóðu yfir snemma á þessu ári. Það var
þess vegna mikið gleðiefni að það skyldi
takast. Forystumenn verkalýðshreyfing-
arinnar verða ekki sakaðir um það
ábyrgðarleysi, sem þeir sýndu á áram
áður. I hveijum kjarasamningum á fætur
öðrum frá því í ársbyijun 1990 hafa þeir
að lokum verið tilbúnir til að gerá samn-
inga, sem hafa tryggt áframhaldandi
stöðugleika og lága verðbólgu.
Það er með þessa forsögu í huga, sem
þeir telja sig illa svikna með ákvörðunum
Kjaradóms og forsætisnefndar Alþingis
og raunar einnig að einhveiju leyti af
þeim samningum, sem síðar vora gerðir
m.a. af hálfu ríkisins og af þessum sökum
eru viðbrögð þeirra svo harkaleg, sem
raun ber vitni. Hins vegar er erfitt að sjá
á hvaða forsendum þeir hyggjast rifta
samningum í haust. Kjarasamningarnir
sjálfir gera ráð fyrir, að sérstök launa-
nefnd skipuð fulltrúum frá verkalýðsfé-
lögum og vinnuveitendum fylgist með
framvindu mála og að hvorum aðila um
sig sé heimilt að segja samningum laus-
um, ef marktæk frávik hafi orðið frá
þeim forsendum, sem lágu til grundvallar
samningunum skv. 14. grein þeirra en
þar segir m.a.:
„Forsenda samnings þessa er yfirlýsing
ríkisstjórnarinnar, sem fylgir samningi
þessum. Þá er jafnframt á því byggt, að
verðlagsþróun á samningstímanum í heild
verði áþekk því, sem gerist í helztu sam-
keppnislöndum, þannig að stöðugleikinn
í efnahagslífínu verði tryggður.”
Samkvæmt þeim tölum, sem fram hafa
komið um verðlagsþróun hér og annars
staðar verður ekki séð að þessar forsend-
ur kjarasamninganna séu að bresta. Þórð-
ur Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun-
ar benti á í Morgunblaðinu sl. miðviku-
dag, að verðbólgan hefði numið um 1,8%
á síðustu tólf mánuðum en verðlagsbreyt-
ingar í nálægum löndum hafí verið
2-2,5%. Miðað við þær tölur verður ekki
séð, hvernig verkalýðshreyfingin á að
geta sagt samningum upp. Þess vegna
m.a. vakti ályktun framkvæmdastjórnar
Vinnuveitendasambands íslands, sem
gerð var sl. þriðjudag og birt hér í blað-
inu sl. miðvikudag, athygli en þar er sagt,
að „forsendur gildandi kjarasamninga
(kunni) að bresta“. í ályktun VSÍ er bent
á, að verðlagshækkanir á síðustu þremur
mánuðum svari til ríflega 4% verðbólgu
á heilu ári og síðan sjegir: „Stærsti hluti
þessa stafar af stórfeildum hækkunum á
verðlagi landbúnaðarvara, sem skýra lið-
lega 2/3 hluta allrar verðlagshækkunar-
innar á þessu tímabili. Þessi verðþróun
er fullkomlega úr takti við aðra verð-
myndun í landinu og, verður ekki skýrð
með öðra en þeim sérstöku samkeppnisað-
stæðum, sem stjórnvöld hafa skapað inn-
lendri búvöruframleiðslu."
Morgunblaðið bað Þórarin V. Þórarins-
son, framkvæmdastjóra VSÍ, að rökstyðja
þá skoðun samtakanna, að forsendur
kjarasamninganna kunni að bresta í ljósi
þeirra upplýsinga, sem komið höfðu frá
forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Hann svar-
aði þeirri spumingu með eftirfarandi
hætti hér í blaðinu í gær, föstudag:„Ef
það er varanleg breyting að verðlag hækki
um 0,3%-0,4% í hveijum mánuði þá er
hægt að fara að leiða að því rök, að verð-
bólga hér á landi sé ekki sambærileg við
það, sem gerist í nálægum löndum en
forsenda kjarasamninganna er sú,, að
verðbólga hér verði sambærileg og í ná-
lægum löndum. Þar eram við kannski að
tala um 2,5%-3,5%.“
Til rökstuðnings þessum áhyggjum VSÍ
segir framkvæmdastjóri samtakanna:
„Við höfum miklar áhyggjur af því, þegar
landbúnaðarverðið fer svona upp, vegna
þess, að annað verðlag hefur tilhneigingu
til að fylgja á eftir . . . Við höfum líka
miklar áhyggjur af þeirri hækkunar-
skriðu, sem okkur sýnist, að sveitarfélög-
in undir forystu Reykjavíkurborgar séu
að hella fram og horfum á það í undran,
að hvorki fulltrúar meirihluta eða minni-
hluta í borgarstjórn Reykjavíkur ræða um
hagræðingu, útboð á rekstrarverkefnum
eða annað, sem gæti orðið til þess að
lækka kostnað við þjónustu til að mynda
Strætisvagna Reykjavíkur."
Þótt erfitt hafí verið að sjá, hvernig
verkalýðsfélögin gætu rift samningum
með hliðsjón af ákvæðum þeirra og verð-
lagsþróun í landinu breytir það auðvitað
miklu fyrir verkalýðshreyfínguna, að hinn
samningsaðilinn skuli einnig telja, að for-
sendur samninganna kunni að vera að
bresta.
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 16. september
Hversu
sanngjörn
er gagnrýn-
in?
Þegar horft er til
þeirra alvarlegu og
víðtæku afleiðinga,
sem úrskurður
Kjaradóms og
ákvörðun forsætis-
nefndar Alþingis
um kostnaðar-
greiðslur kunna að hafa á þróun efna-
hags- og atvinnumála og stöðugt verðlag
er eðlilegt að spyija hversu sanngjörn sú
gagnrýni er, sem beint hefur verið að
ráðherrum, þingmönnum og æðstu emb-
ættismönnum af þessu tilefni.
Morgunblaðið hefur kannað réttmæti
þeirra fullyrðinga, sem settar hafa verið
fram þess efnis, að launakjör þingmanna
hafi ekki batnað meira en launþega al-
mennt frá árinu 1989 og í ljós kom, að
þessi fullyrðing er rétt eins og sjá mátti
hér í blaðinu í gær, föstudag. Frá 1. maí
1989 og fram í september á þessu ári
hefur launavísitalan hækkað um 31,8%.
Launavísitalan á að mæla meðallaunaþró-
un í landinu. Á sama tíma hefur þingfar-
arkaup hækkað um 30,7%. Þetta þýðir
að launahækkun þingmanna á því tíma-
bili, sem gert hefur verið að umtalsefni
í þessu Reykjavíkurbréfi er heldur lægri
en sem nemur meðallaunahækkunum í
landinu. Hins vegar kemur einnig í ljós,
að laun ráðherra hafa hækkað talsvert
umfram þessa meðallaunahækkun eða um
42,2% og ekki óeðlilegt að menn velti því
fyrir sér, hvers vegna launakjör ráðherra
hækka svo mjög umfram laun þingmanna.
í þessu sambandi er ekki úr vegi að
nefna athugun Morgunblaðsins á raun-
verulegum kjörum ráðherra og þing-
manna, en niðurstöður þeirrar athugunar
vora birtar hér í blaðinu í gær föstudag.
Þar voru lögð til grundvallar bein laun
ráðherra og þingmanna en jafnframt voru
lífeyrisréttindi þessara aðila metin til
launa svo og bifreiðahlunnindi þeirra.
Þótt lífeyrisréttindi séu launakjör, sem
ekki koma til útborgunar fyrr en síðar
er eðlilegt að reikna þau með vegna þess,
að þetta eru þau heildarkjör, sem þjóðin
býður þessum sérstöku trúnaðarmönnum
sínum og koma úr vösum skattgreiðenda,
þótt sumt greiðist ekki fyrr en löngu síðar.
Þegar launakjör ráðherra eru reiknuð
með þessum hætti nema þau a.m.k. 706
þúsund krónum á mánuði og ef 40 þús-
und króna kostnaðargreiðslu, sem forsæt-
isnefnd Alþingis hefur ákveðið að skuli
einnig ganga til þeirra er bætt við og hún
uppreiknuð sem brúttólaun, nema launa-
kjör ráðherra á mánuði 755 þúsund krón-
um. Rökin fyrir því, að bæta 40 þúsund
krónunum við era einfaldlega þau, að
þeim er ætlað að greiða kostnað þing-
manna, sem telja verður víst, að ráðuneyt-
in greiði fyrir ráðherra að langmestu
leyti. I þessari heildarapphæð eru lífeyris-
réttindi ráðherra metin sem 276.500
krónur á mánuði. Vel má vera, að ein-
hver ágreiningur geti verið um þá tölu
en á móti kemur hitt að í þessum útreikn-
ingum eru bifreiðahlunnindi ráðherra
metin skv. þeim ákvörðunum, sem teknar
hafa verið um að meta þau með allt öðr-
um hætti en almennt gerist, þegar vinnu-
veitandi leggur starfsmanni til bifreið.
Samkvæmt þessum útreikningum
nema heildarkjör almennra þingmanna
um 280 þúsund krónum á mánuði en
ákveðnir embættismenn þingsins geta
komizt upp í um 365 þúsund krónur á
mánuði. Þetta eru auðvitað aðrar tölur
en almennt er rætt um, þegar fjallað er
um launakjör þingmanna og ráðherra og
mun nær þeim tölum, sem fram hafa
komið í fjölmiðlum um launakjör æðstu
stjórnenda stórra fyrirtækja. Á hinn bóg-
inn er ljóst, að sérstök lífeyrisréttindi
vega mjög þungt í þessum heildartölum.
Þegar litið er til hækkunar þingfarar-
kaups frá 1. maí 1989 og til þessa dags
er ljóst, að þingmenn hafa ekki fengið
beina kauphækkun umfram aðra laun
þega. Hins vegar er ljóst, að breytingar
á þingfararkaupi koma sjaldnar og þess
vegna í stærri stökkum en á hinum al-
menna vinnumarkaði og það er m.a. eitt
af því, sem veldur óánægju. Alla vega
er ekki sanngjarnt að gagnrýna þingmenn
á þeirri forsendu, að þeir hafi fengið bein-
ar launahækkanir umfram aðra.
Enda er það svo, að gagnrýni almenn-
ings og verkalýðsfélaganna sérstaklega
hefur ekki sízt beinzt að ákvörðunum
forsætisnefndar Alþingis um kostnaðar-
greiðslur. Og þá alveg sérstaklega að
greiða þingmönnum og ráðherrum fasta
upphæð á mánuði sem er framtalsskyld
en skattfijáls og að þessir aðilar þurfi
ekki að leggja fram reikninga á móti til
þess að sanna gagnvart skattayfírvöldum
að peningarnir hafí farið í kostnað.
Nú er öllum þeim, sem fylgzt hafa með
störfum þingmanna úr einhverri nálægð
ljóst, að þeir hafa ekki verið ofhaldnir í
launum. Raunar er merkilegt að fylgjast
með því hvað framkvæmdavaldið hefur
búið vel að ýmsum háttsettari embættis-
mönnum sínum bæði í launum og starfs-
aðstöðu á sama tíma og öll starfsaðstaða
alþingismanna hefur verið með þeim
hætti, að aðrir mundu tæpast hafa látið
bjóða sér slíkt. Það hefur þurft að fara
töluvert langt niður í metorðastigann í
embættismannakerfinu til þess að fínna
sambærilega starfsaðstöðu og þingmenn
hafa búið við.
Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri
skoðun, að æðstu embættismenn Alþingis
ættu að búa við sömu starfsskilyrði og
ráðherrar bæði í launum og öðrum aðbún-
aði. Framkvæmdavaldið sækir umboð sitt
til Alþingis en ekki öfugt. Það er alveg
ljóst, að þingmenn hafa margvíslegan
kostnað af starfi sínu, sem aðrir hafa
ekki. Sumir þeirra halda tvö heimili. Ef
þingmaður landsbyggðarkjördæmis flytur
á höfuðborgarsvæðið vegna þess, að þar
starfar hann meirihluta ársins, liggur
hann undir stöðugri gagnrýni frá kjósend-
um sínum fyrir að hafa flutt á brott.
Þess vegna reyna sumir þingmenn að
halda uppi tveimur heimilum. Allir þekkja
kostnað við eitt heimili, hvað þá tvö! Það
er því ekkert óeðlilegt við það, að þing-
menn, sem halda tvö heimili fái greiddan
kostnað við annað þeirra.
Þá er alveg ljóst, að mikil krafa er
gerð til þingmanna um að heimsækja
kjördæmi sín allt árið um kring. Um leið
og þeir slaka á í þeim efnum liggja þeir
undir gagnrýni heima fyrir að þeir sjáist
aldrei í kjördæminu. Ferðalög um kjör-
dæmin kosta hins vegar umtalsverða pen-
inga. Flestir landsmenn þekkja hvað það
kostar að ferðast um ísland að sumar-
lagi. Þingmenn hafa nákvæmlega sama
kostnað af ferðalögum sínum. Það er
áreiðanlega liðin tíð að langmestu leyti,
að þeir geti ætlast til að kjósendur þeirra
hýsi þá á ferðum um kjördæmin eins og
áður tíðkaðist. Þess vegna er ekkert óeðli-
legt við það, að þingmenn fái ferðakostn-
að greiddan, hvort sem er vegna almennr-
ar yfirreiðar um kjördæmin eða til að
sækja sérstaka fundi í kjördæminu.
Forsvarsmenn sveitarfélaga, fyrirtækja
og margvíslegrar félagsstarfsemi fara í
tíðar ferðir til Reykjavíkur til að reka
ýmis erindi. Það fer tæpast á milli mála,
að til þess er ætlast, að þingmenn sinni
þessu fólki með einhveijum hætti og hafi
þess vegna einhvern risnukostnað af þess-
um sökum. Það er ekki óeðlilegt að slíkur
kostnaður sé endurgreiddur.
Flest af því, sem hér hefur verið nefnt
á við um þingmenn landsbyggðarkjör
dæma enda eru kostnaðargreiðslur til
þeirra hærri en til þingmanna Reykjavík-
ur- og Reykjaneskjördæma.
Vilji menn skoða þessi mál af sann-
girni er þess vegna hvorki hægt að halda
því fram, að almennir þingmenn hafi
fengið meiri launahækkanir en launþegar
almennt frá 1. maí 1989, né heldur er
hægt að halda því fram, að óeðlilegt sé
að þingið greiði umræddan kostnað fyrir
Dingmenn. Ef slíkt væri talið óeðlilegt
jafngilti það ákvörðun um, að þeir einir
gætu gegnt þingmennsku, sem væra vel
efnum búnir. Það eru hins vegar aðrir
jættir í ákvörðun forsætisnefndarinnar
sem eru gagnrýnisverðir.
Skattameð-
ferðin
Grundvallarmistök
Alþingis eru þau
að ætlast til þess,
að almennir skatt-
greiðendur taki því
með þegjandi þögninni, að ráðherrar og
íingmenn fái aðra skattameðferð en
skattgreiðendur almennt. Og það er fyrst
og fremst sá þáttur málsins, sem veldur
Jeirri miklu gagnrýni, sem upp er komin.
Það geta verið rök fyrir því að greiða
jingmönnum ákveðna peningaupphæð í
mánuði hveijum til að standa undir marg-
víslegum kostnaði, þótt rökin fyrir því
að láta sömu upphæð ganga til ráðherra
séu ekki jafn augljós, vegna þess að þeir
kostnaðarþættir, sem nefndir hafa verið
í þessu sambandi eru áreiðanlega að lang-
mestu leyti greiddir fyrir þá af ráðuneyt-
unum. Það era hins vegar engin rök fyr-
ir því, að þeir þurfí ekki að gera skattayf-
irvöldum grein fyrir þessum kostnaði.
Víða um lönd gera skattayfírvöld mjög
ákveðnar kröfur um að gerð sé grein
fyrir kostnaði, sem fyrirtæki greiða fyrir
starfsmenn sína og þá ekki sízt ferða-
kostnaði. Starfsmenn einkafýrirtækja hér
á landi, sem fá greiddan svonefndan bif-
reiðastyrk verða t.d. að halda sérstakt
akstursbókhald til þess að fá þann kostn-
að dreginn frá skatti.
Með sama hætti og það geta vel verið
rök fyrir því að greiða þingmönnum og
jafnvel ráðherram ákveðna krónutölu á
mánuði til að standa undir ákveðnum
kostnaði er eðlilegt og réttmætt að gera
þá kröfu á móti, að þeir leggi fram með
skattskýrslu sinni yfirlit yfir þann kostn-
að, sem þeir hafa greitt með þessum pen-
ingum.
í raun og veru á hið sama við um al-
mennan ferðakostnað, hvort sem um er
að ræða innanlands eða erlendis. Morgun-
blaðið hefur áður gagnrýnt dagpeninga-
greiðslur til ráðherra og maka þeirra á
ferðalögum erlendis, þar sem þessir aðilar
fá umtalsverða dagpeninga, þegar kostn-
aður er að langmestu leyti greiddur þar
fyrir utan. Þessar dagpeningagreiðslur
geta hins vegar verið réttlætanlegar í
einhveijum tilvikum, ef á móti kemur
krafa um að lagt sé fram yfírlit um hvaða
kostnaður hefur verið greiddur með þess
um peningum og annað þá skattlagt.
Þingmenn og ráðherrar eiga að búa
við viðunandi launakjör og það er alltaf
vondur tími til að leiðrétta það, sem úr-
skeiðis kann að hafa farið í þeim efnum.
En það er auðvitað betri tími til þess í
efnahagsuppsveiflu en í samdrætti eins
og var 1992. En þeir eiga líka að sitja
við sama borð og aðrir landsmenn í
skattalegu tilliti. Það er fráleitt af þessum
aðilum að ganga á undan og gefa það
fordæmi, að einhveijir hópar í þjóðfélag-
inu geti búið við aðra skattameðferð en
landsmenn almennt.
Forsætisnefnd Alþingis og formenn
þingflokka hafa setið á fundum og fjallað
um viðbrögð við þeirri hörðu gagnrýni
sem komið hefur fram. Þetta mál má
ekki verða til þess að hleypa hér öllu í
bál og brand. Skattalegt jafnræði á öllum
sviðum er áreiðanlega lykillinn að lausn
þess og þá er sjálfsagt að fjalla ekki ein-
ungis þær kostnaðargreiðslur, sem mest
hafa verið ræddar að undanförnu heldur
einnig aðrar kostnaðargreiðslur, sem
umdeildar hafa verið, svo og skattameð
ferð t.d. bifreiðahlunninda en ívilnanir
þeim efnum snúa ekki einungis að stjórn
málamönnum heldur einnig að öllum
þeim, sem hafa afnot af bílum í eigum
fyrirtækja og félagasamtaka.
„Frá 1. maí 1989
og fram í septem-
ber á þessu ári
hefur launavísi-
talan hækkað um
31,8%. Launavísi-
talan á að mæla
meðallaunaþróun
í landinu. A sama
tíma hefur þing-
fararkaup hækk-
að um 30,7%.
Þetta þýðir að
launahækkun
þingmanna á því
tímabili, sem gert
hefur verið að
umtalsefni í þessu
Reykjavíkurbréfi,
er heldur lægri en
sem nemur með-
allaunahækkun-
um í landinu.“