Morgunblaðið - 17.09.1995, Side 28

Morgunblaðið - 17.09.1995, Side 28
28 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MEYJARRÓS með aldinum. Ber vikunnar NÚ ER hafin hin ár- vissa barátta mín og þrastanna um berin í garðinum, barátta sem ég tapa alltaf, þar sem þeir standa svo miklu betur að vígi. Þeir eru að allan dag- inn frá birtingu fram í rökkur' og fylgjast með þroskanum frá degi til dags og eru löngu byijaðir á fyrstu yfírferð, já, jafnvel á annarri eða þriðju, þegar mér dettur sultugerð í hug. Ég verð líka að játa að ég hef verulega gam- an af að fylgjast með þessum '‘vængjuðu beijaræningjum og hvemig þeir leggja sér til munns ber eins og ylli- eða reyniber sem krakkamir í hverfmu skyrpa út úr sér eftir fyrsta hnefann. Dálæti þrastanna leynir sér ekki, enda skila þeir mér „endurunnum beij- um“ langt fjarri móðurplöntunum, gjarnan undir stóra birkitrénu. Ég hef viðað að mér ýmsum sultuupp- skriftum, sem ég hef haft gaman af prófa þótt ekki sé nema rétt sem sýnishom, enda er spumingin hver hefur með aðra eins óhollustu og sultu að gera? Ég ætla að þessu sinni að deila nokkrum uppskrift- um með lesendum blóms vikunnar, enda eiga þær það sameiginlegt að vera gerðar úr afurðum garðs- ins. Allar uppskriftirnar eiga að vera gerðar úr hreinum og hæfi- lega þroskuðum beijum og sultan sett í tandurhreinar kmkkur, sem eru lokaðar þétt og geymdar á svölum stað. Yllibeijahlaup Ellu. 1 kg ber - 1 1 vatn - 1 kanelstöng - 1 kg syk- ur á hvem 1 safa. Ber og vatn soðið í lokuðum potti í 20-30 mín. og þá hellt á fremur þétt sigti og berin kramin dálítið um leið til að fá sem mest af safa. Safinn er mældur og soðinn með sykrinum og kanelstönginni í 2 klst. í opnum ^ potti. Þetta var nú forskriftin, en hún hefur tekið töluverðum stakkaskiptum í meðförum mínum, enda hef ég aldrei komist yfír nema nokkur hundruð g af beijunum. Ég nota ber af dúnylli, þótt erlend- is sé alltaf notaður svartyllir. Dúnyllirinn gefur fallega gula saft, sem verður svo skemmtilega sterk- rauð við suðu með sykrinum. Kan- elstönginni sleppi ég alveg og læt saft-sykurlöginn aðeins krauma stutt í opnum potti við lægsta hita eða þangað til mér finnst lögurinn vera farin að þykkna hæfílega. ' Rabarbarasulta Svölu. 2 kg rabarbari - 1 kg krækiber eða bláber - 2,5 kg sykur. Soðið sam- an í 5 mín. Saxað einu sinni í söx- unarvél. Soðið aftur í 10-15 mín. Einfalt og verulega bragðgott. Stikilsber Siggu. 750 g sykur - 5 dl kryddedik - 1.250 g stikils- — ber. Sykurinn leystur upp í edik- inu, stikilsberin spðin í blöndunni undir loki uns þau verða mjúk en ekki meyr. Vökvinn síaður frá og soðinn í þunnt síróp. Þá er honum hellt yfir berin. Eftir 1-2 vikur er skoðað hvort lögurinn er of þunnur. Ef svo er, er hann soðinn aftur. Stikilsbeij ahlaup. 1 kg ber - 1 kg syk- ur. Berin soðin með helmingi sykurs uns þau eru meyr. Síað í gegnum sigti. Afgang- inum af sykrinum bætt í og suðan látin koma hratt upp. Froðan veidd ofan af áður en sett er á krukkur. Meira að segja græn ber gefa fallega rautt hlaup. Sama uppskrift gildir fyrir rifsber, nema hvað þau eru soðin fyrst með stilk- unum. Reynibeijahlaup. 2 kg reyniber - 7,5 dl vatn - 750-1.000 g sykur í 1 af saft - 1-2 sítrónur. Venju- lega eru notuð reyniber sem hafa frosið áður en þau eru tínd. Gott er að láta berin liggja í vatni með svolitlu ediki í 1-2 sólarhringa eða setja þau í frystikistuna í sólar- hring til að milda bragðið. Vatn og ber eru soðin við vægan hita í lokuðum potti uns berin eru meyr - u.þ.b. 30 mín. Vökvinn síaður frá, mældur og soðinn í opnum pott í 15-20 mín. með sama magni af sykri og einnig safanum úr sítr- ónunum. Sé vökvinn of þunnur eftir þessa suðu, er settur í hleyp- ir skv. forskrift hans. Úlfareynir og epli. 1 kg (úlfa) reyniber - 1 kg epli - 0,5 1 vatn - 1,5 kg sykur. Soðið saman í mauk. Meyjarrósarsulta. 1 kg hreinsuð rósaaldin - 500 g sykur - 2 dl vatn - 1 tsk. sítrónusýra. Blómleif- ar og steinar hreinsaðir úr aldinum, soðið með vatninu uns aldinin eru meyr. Sykrinum hrært saman við og soðið við vægan hita í 5-6 mín. Sítrónusýra leyst upp í dálitlum vökva og hræit saman við. Látið bullsjóða, froðan veidd ofan af. Meyjarrósarmauk Kristins. 1,5 1 rósaaldin - vatn - 2 epli - niðursoðnar apríkósur (410 g) - 400 g þurrkaðar apríkósur - 1 kg sykur á 1,2 kg saft - 1 tsk. sítrónu- sýra. Þetta hef ég ekki prófað sjálf, en fylgi lýsingu Kristins. Honum leiðist að hreinsa steinana úr aldin- unum, leggur þau bara í bleyti í vatn svo rétt flýtur yfír, hellir svo öllu í matvinnsluvél og maukar og notar svo berjapressu til að fjar- lægja steinana og hratið. Mælir safann og setur 1 kg sykur á 1,2 1 safa. Sýður saft, sykur, epli og apríkósur í hálftíma, leysir sítrónu- sýruna upp í örlitlum vökva, hrær- ir saman við og sýður í 3 mín. Þá setur hann hleypi í samkvæmt for- skrift hans. - Vill ekki einhver prófa? S.Hj. BLOM VIKUNNAR 319. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir Hannes Hlífar sigraði á Friðriksmótinu Hannes Hlífar SKAK Þjóöarbókhlaðan AFMÆLISMÓT FRIÐ- RIKS ÓLAFSSONAR OG SKÁKSAMBANDS ÍS- LANDS 2.-16. september 1995 HANNES Hlífar Stefánsson sigraði á Friðriksmótinu í skák sem lauk á föstudagskvöldið. Eftir sigur á Bent Larsen í næstsíðustu umferð dugði Hannesi jafntefli við Smyslov til að tryggja sér sigur. Aldursforsetinn var sáttur við það eftir aðeins 10 leikja taflmennsku. Hannes var í lægð fyrri hluta ársins en náði góð- um endaspretti á móti í Hollandi í ágúst og með þann meðbyr í far- teskinu tefldi hann loksins af fullum styrkleika í Þjóðarbókhlöðunni. Það fór eins og spáð var hér í skákþættinum að Friðrik seig á í lokin eftir gloppótta byijun og komst mjög vel frá mótinu. Hann hlaut aðeins einn vinning úr fyrstu fímm skákunum, en tapaði svo ekki skák eftir það. Nú bíða menn spenntir eftir því hvort ekki verði framhald á taflmennskunni. íslendingar röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Erlendu gestimir sýndu oft mikil tilþrif en þau voru of gloppótt til að geta blandað sér í baráttuna um efstu sætin. Bent Larsen átti sitt langlélegasta mót á íslandi, en hann hefur yfirleitt teflt vel hér. Hann tefldi skemmti- legast, en byijanaval hans með svörtu var svo bjartsýnislegt að keyrði um þverbak. Af þessu móti að dæma virðist öfgamar í skák- stíl manna skerpast eftir því sem líður á ferilinn. Úrslit síðustu umferðanna: 10. umferð: Hannes — Larsen 1-0 Friðrik — Margeir y 2—'/2 Jóhann — Helgi Áss 1-0 Helgi Ól. — Þröstur 1-0 Soffía Polgar — Gligoric 'h-'h Jón L — Smyslov 'h-'h 11. umferð: Smyslov — Hannes 'h-'h Helgi Áss — Friðrik 'h-'h Margeir — Soffía Polgar 1-0 Larsen — Helgi Ól. 'h-'h Þröstur — Jóhann 'h-'h Gligoric — Jón L. 'h-'h Lokastaðan: 1. Hannes H. Stefánsson 8 v. 2. Margeir Pétursson 7 'h v. 3.-4. Helgi Ólafsson 6 'h v. 3.-4. Jóhann H(jartarson 6 'h v. 5. Soffía Polgar 6 v. 6.-7. Vasílí Smyslov 5 ‘A v. 6.-7. Jón L. Árnason 5 'h v. 8.-10. Svetozar Gligoric 4 ‘A v. 8.-10. Friðrik Ólafsson 4 'A v. 8.-10. Bent Larsen 4 'h v. 11.-12. Þröstur Þórhallsson 3 7z v. 11.-12. Helgi Áss Grétarsson Vel heppnað mót Markmiðið með að halda svona óvenjulegt mót var að laða áhorf- endur á mótsstað og það heppnað- ist vonum framar. Aðstaðan fyrir þá í Þjóðarbókhlöðunni var með því besta sem sést hefur hér og það kunnu skákáhugamenn vel að meta. Aðsókn var sú mesta að skákmóti um árabil og skáklistin á greinilega miklum meðbyr að fagna um þessar mundir. Þá var mjög mikið lagt í sýningu á ljósmyndum og munum úr sögu íslenskrar skákhreyfingar og margir komu ekki síður til að skoða hana en að fylgjast með tafl- mennskunni. Svo glæsilegt mótshald kostaði sitt og þar lögðu margir hönd á plóginn. Stærsti auglýsandinn var Búnaðarbanki Islands, en samn- ingur við bankann sl. vetur réð úrslitum um það að umgjörð af- mælismótsins varð jafn vegleg og raun bar vitni. Það er með ólíkind- um hversu farsæll bankinn hefur verið í stuðningi sínum við skák- ina. Búnaðarbankamótið 1984 olli þáttaskilum vegna góðs árangurs ungra íslenskra skákmanna og síð- an kostaði bankinn þátttöku Jó- hanns Hjartarson í einvígi hans við Viktor Kortsnoj árið 1988. Enn jafnt í New York Heimsmeistaraeinvígið er ennþá í járnum. Anand átti góð færi í þriðju skákinni. Byijun hans í þeirri fjórðu virtist vafasöm en hann jafnaði taflið með laglegri peðsfórn. Víst er að þetta er logn- ið á undan storminum. 3. skákin: Hvítt: Anand Svart: Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — a6 6. Be2 - e6 7. 0-0 - Be7 8. a4 - Rc6 9. Be3 - 0-0 10. f4 - Dc7 11. Khl - He8 12. Bd3 - Rb4 13. a5 - Bd7 14. Rf3 - Bc6 15. Bb6 - Dc8 16. Del - Rd7 17. Bd4 - Rc5 18. Dg3 - f6 19. e5 - Hf8 20. Bxc5 — dxc5 21. Bc4 — Bd5 22. Rxd5 - exd5 23. Bb3 - c4 24. Ba4 - Rc6 25. c3 — fxe5 26. Rxe5 — Rxe5 27. fxe5 — De6 28. Bc2 — Hxfl+ 29. Hxfl - Hf8 30. Hxf8+ - Bxf8 31. Df4 - g6 32. Bdl - Df7 33. Dd4 - Dfl+ 34. Dgl - Dxgl+ 35. Kxgl - Kf7 36. Bg4 — b6 og samið jafntefli. 4. skákin: Hvítt: Kasparov Svart: Anand Enski leikurinn 1. Rf3 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. g3 - 0-0 5. Bg2 - d5 6. Db3 - c5 7. 0-0 - Rc6 8. d3 - h6 9. e3 - He8 10. a3 — dxc4 11. dxc4 — Bxc3 12. Dxc3 - e5 13. b4 - e4 14. Rd2 - De7 15. b5 - Re5 16. Rxe4 - Rf3+ 17. Bxf3 Rxe4 18. Bxe4 - Dxe4 19. f3 - De7 20. e4 - Be6 21. Be3 og samið jafntefli. Atkvöld Hellis Taflfélagið Hellir stendur fyrir atkvöldi mánudaginn 18. septem- ber. Tefldar verða 6 umferðir eft- ir Monrad-kerfi. Fyrst eru tefldar þijár hraðskákir og svo þijár at- skákir, en þannig lýkur mótinu á einu kvöldi. Teflt verður með hin- um nýju Fischer/FIDE klukk- um. Teflt verður í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi og hefst taflið kl. 20. Mótið er öllum opið. Margeir Pétursson 3 72 v. ' Keppendur 111 111 1|1 4 5 811 7 s 9 10 11 1111 V 1 Hannes H Stefánsson >/2 1 1 /2 /2 /2 1 '/2 1 '/2 1 8 2 Helgi Ólafsson >/2 11! >/2 1 /2 ví- /2 1 1 /2 >/2 0 6/2 3 Jóhann Hjartarson 0 ’/2 /2 0 1 /2 1 ’/■ 1 1 V2 6'h 4 Friðrik Ólafsson 0 0 >/2 /2 1* /2 ‘/2 ‘/2 0 */< /2 4 V4 5 Sofia Polgar >/2 ‘/2 1 /2 >/2 0 1/2 '/2 1 0 1 6 6 Svetozar Gligoric i/2 J/2 0 0 /2 ÍÍlfll /2 "/2 ‘/2 /2 /2 /2 4/2 7 Margeir Pétursson >/2 >/2 '/2 >/2 1 ‘/2 1 1 1 ‘/2 ‘/2 7 Vi 8 Helgi Áss Grétarsson 0 0 0 í/2 /2 /2 0 ' "/2 0 1 ‘/2 3'A 9 Þröstur Þórhallsson '/2 0 >/2 1/2 >/2 /2 0 /2 111 0 0 l/2 3Vi 10 Bent Larsen 0 1/2 0 1 0 /2 0 1 1 !/- 0 4Vi 11 Vasilij Smyslov >/2 '/2 0 Ú2 1 >/2 >/2 0 1 /2 r ‘/2 5’/2 12 ]ón L. Árnason 0 1 /2 ‘/2 0 1/2 /2 '/2 >/2 1 >/2 111 5/2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.