Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 29
BJÖRGVIN
SIGMUNDUR
BJARNASON
+ Björgvin Sig-
mundur
Bjarnason fæddist
í Reykjavík 5. maí
1928. Hann lést á
Grensásdeild
Borgarspítala 10.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Bjarni
Sigmundsson bif-
reiðasljóri frá
Rauðasandi, f.
26.2. 1898, d. 28.6
1978, og Guðrún
Snorradóttir
Garðakoti, Skaga-
firði, f. 13.8. 1896, d. 31.12.
1989. Systkini Björgvins voru
Inga, f. 5.6. 1923, Snorri, f.
24.09. 1925, og Bessi, f. 05.09
1930.
Hinn 12. apríl 1952 kvæntist
Björgvin eftirlifandi eiginkonu
sinni Hrefnu Jóhannsdóttur, f.
19.12. 1930, dóttur Jóhanns
Garðars Jóhannssonar
bryggjusmiðs frá Öxney í
Breiðafirði, og konu hans Frið-
rikku Eggertsdóttur úr Fremri
Langey í Breiðafirði. Börn
Björgvins og Hrefnu eru Rún-
ar, f. 21.9. 1952, kvæntur Jó-
hönnu Höllu Þórðardóttur,
Garðar, f. 31.03. 1956, Bryndís
Guðrún, f. 7.4.1957, gift Guð-
mundi Bjömssyni, Auður, f.
30.10. 1959, og Birna, f. 19.4
1962. Barnabörn
þeirra em Sigþór
Órn Rúnarsson, f.
20.3. 1973, Karen
Rúnarsdóttir, f.
28.10. 1974, Ama
Björg Rúnarsdóttir,
f.27.11. 1981, Katrín
Ósk Garðarsdóttir, f.
23.07. 1978, Hrafn
Garðarsson, f. 23.11.
1984, Tinna Garðars-
dóttir, f. 21.9. 1987,
Hörður Sveinsson, f.
2.8. 1975, Ragnheið-
ur Guðmundsdóttir,
f. 24.12. 1982, Auður
Björg Guðmundsdóttir, f.24.5.
1985, Kristín Magnusson, f 28.3.
1982, Helén Magnusson, f. 30.5
1984, Hanna Hrefna Magnus-
son, f. 10.5. 1989, og Bragi
Halldórsson, f. 7.3. 1985.
Björgvin ólst upp í Reykja-
vík. Hann stundaði nám við
Iðnskólann í Reykjavík og lauk
prófi í bifvélavirlý'un frá skól-
anum. Björgvin var sveinn á
bifreiðaverkstæði Sveins Eg-
ilssonar og hélt áfram að
starfa þar fyrstu árin að námi
loknu. Hann starfaði alla tíð
að iðn sinni og lengst af hjá
Heklu hf.
Útför Björgvins fer fram frá
Bústaðakirkju á morgun,
mánudaginn 18. september, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
FLJÓTT skipast veður í lofti. Laug-
ardaginn 9. september vorum við
hjónin stödd í Þórsmörk í þrjátíu
manna hópi úr Húnavatnssýslu. Það
hafði verið slegið upp mikilli grill-
veislu og á eftir upphófst mikill
söngur og gleðilæti sem stóðu til
miðsnættis, en þá fór fólk að tínast
til svefns. Ég vaknaði að venju
snemma sunnudagsmorguninn 10.
september. Ég hafði samt ekki ver-
ið lengi á fótum þegar égvar kallað-
ur í símann í rútunni. í símanum
var Guðrún dóttir mín og hún sagði
með sinni mjúku rödd: „Pabbi minn,
ég er nú ekki að flytja þér neina
gleðifrétt, því hann Bjöggi dó í
nótt.“ Þó að þetta kæmi mér ekki
alveg á óvart þá var þetta samt
þungt högg. Ég fann að ferðafélag-
arnir tóku innilega þátt í sorginni
með okkur hjónum á hljóðlegan
hátt og á heimleiðinni var stungið
miða í lófa minn og á honum stóð:
Hávær gleði, harmur sár,
hverfur geð til margra átta.
Líkt og peð, við leik og tár,
líf á beði dags og nátta.
Já, lífið sveiflar okkur manneskj-
unum oft snögglega til margra átta,
frá ríkidæmi til fátæktar eða frá
'gleðinni til sorgarinnar, eða skyndi-
lega til annarra heima. Á svona
stundum verður okkur ljóst að við
eigum aðeins stundina sem er að
líða. Við fáum ekki breytt þeim
glappaskotum sem við höfum gert
og við vitum ekki hvað morgundag-
urinn ber í skauti sínu. En hvort
sem okkur eru ætlaðir fáir dagar
eða margir, þá ber okkur að strá
gleði og góðvild til ferðafélaga okk-
ar á þessu ferðalagi sem við öll
tökum þátt í, og þannig maður var
hann bróðir minn hann Björgvin.
Hann hafði hjartað á réttum stað.
Nú hefur Bjöggi lokið ferð sinni hér
með okkur og er lagður af stað í
nýtt ferðalag með nýjum ferðafé-
lögum og kannski gömlum. Ég ef-
ast ekki um að ef okkar góðu for-
eldrar hafa átt þess kost, þá hafa
þeir tekið á móti honum með brosi
og útbreidda faðma.
Elsku bróðir, ég óska þér svo inni-
lega guðs blessunar og góðrar ferð-
ar, og þér, Hrefna mín, og börnum
ykkar votta ég dýpstu samúð og bið
góðan Guð að vera með ykkur.
Snorri Bjarnason.
Er ég lá andvaka í nótt og steig
fram úr, varð mér litið á bók er lá
á náttborðinu. Framan á henni er
vísa.
Sjáðu í austri röðul rísa,
rauðu bliki um himin stafar.
Lífíð allt er eins og vísa,
ort á milli vöggu og grafar.
(Rúnar Kristjánsson)
Þá sá ég hvað þetta er satt. Fyr-
ir tæpum fímmtíu árum kom ég inn
í þessa glaðværu fjölskyldu og
rændi þínum stóra bróður og besta
vini sem alltaf var að passa þig.
Þá eignaðist ég líka fyrst bræður
sem reynst hafa mér sem slíkir síð-
an. En þetta gæti hafa verið í gær,
svo fljótt rennur lífíð áfram. Ég
man þegar þú komst heim eftir að
hafa verið að skemmta þér og
mamma þín tók alltaf á móti þér
og þið fóruð saman í eldhúsið og
hún lagði harðfískinn á borðið og
svo spjölluðuð þið saman langa
stund áður en þú gekkst til hvílu.
Hún mamma ykkar sem vakti yfir
liveiju ykkar spori, alltaf svo bjart-
sýn að allt færi nú að lagast, en
einhverjir erfíðleikar voru í vegin-
um. Það var mikið hlegið og sagðar
skrítlur og afí ykkar lagði sitt fram-
lag þar í, en allt ykkar móðurfólk
hafði einstaklega létta lund. Og
samheldnin hélt áfram þó hver og
einn væri farinn að heiman að búa
fyrir sig. Ótal, ótal sinnum komstu
og hjálpaðir við viðgerðir á bílum,
sem var þitt fag, þá ekki síður í
byggingarvinnu, og var þá sama
hvert verkið var, steypuvinna, múr-
verk, smíðar og svo margt annað,
og var ekki unnið eftir klukku held-
ur lögð nótt við dag, ef því var að
skipta. Ef einhver var í vandræðum
með einhvern hlut og þú áttir hann
gafstu hann, en eins og einhver
sagði, þú varst sá gjafmildasti mað-
ur sem var til. Ekki var síður gott
fyrir unga frændur sem urðu að
yfirgefa heimilið sitt í sveitinni að
fara til borgarinnar til náms og
starfa, að frændi leit alltaf til með
þeim og þið bundust hver öðrum
traustum böndum. Kæra Hrefna,
börn, tengdabörn og barnaböm,
ykkar missir er mikill og Guð styrki
ykkur á þessari erfiðu stund. Guð
blessi minningu Björgvins Bjarna-
sonar.
Erla Aðalsteinsdóttir.
Það er svo stutt síðan Bjöggi
frændi kom við hjá okkur Lindu í
kaffísopa, en það gerði hann oft á
leið sinni í eða úr hesthúsinu. En
hlutirnir eru fljótir að breytast og
nú er hann farinn á vit æðri máttar-
valda. Það var alltaf gaman að fá
Bjögga í heimsókn, það var rætt
um daginn og veginn og oftar en
ekki slegið á létta strengi. Húmorinn
var alltaf til staðar hjá honum, og
fyrir stuttu þegar ég heimsótti hann
á Grensásdeild Borgarspítalans,
brosti hann og lyfti hendi með þu-
mal á lofti, eins og til að segja:
„Það er allt í lagi með mig.“
Mér er minnisstætt þegar ég kom
í bæinn til náms, 15 ára gamall,
að Bjöggi og Bessi bróðir hans
gengu mér nánast í föðurstað, vom
til taks og alltaf tilbúnir að aðstoða
þegar á þurfti að halda. Á kvöldin
og um helgar var hann oft á verk-
stæðinu hjá Sturlu bróður, þar sem
við þrir bræðumir og Bjöggi frændi
gerðum við bíla. Oftast var léttur
andi og mikið grín þegar Bjöggi var
mættur á staðinn. Seinna þegar ég
fór að byggja kom Bjöggi oft.í eftir-
litsferð að fylgjast með frænda sín-
um og hvernig gengi. Hann hvatti
okkur og sýndi okkur stuðning í því
sem við vorum að gera.
Elsku Bjöggi, lífsgleði þinnar
verður lengi minnst og þín verður
sárt saknað. Við Linda biðjum góðan
Guð að geyma þig og styrkja
Hrefnu, börn þeirra og fjölskyldur
á þessari erfíðu stund.
Bjarni Snorrason.
Það gerist ýmislegt á lífsleiðinni
sem erfitt er að sætta sig við. Eitt
af því erfiðasta er að þurfa að horfa
á eftir ástvinum okkar hverfa yfir
móðuna miklu. Það var okkur systk-
inunum mikið áfall að frétta af and-
láti afa okkar og er þetta okkur öll-
um mikill missir. Það er þó mikil
hugguna að vita til þess að nú er
afí laus við alla þjáningar. Okkur
langar að kveðja afa okkar með
nokkmm fátæklegum orðum. Þó
hann sé ekki lengur héma hjá okkur
mun minningin um hann ávallt fylgja
okkur. Við þökkum honum fyrir það
liðna og biðjum góðan Guð að blessa
hann og varðveita. Fari hann í friði.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú I friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Karen, Sigþór Örn og
Arna Björg.
Mig langar í örfáum orðum að
kveðja föðurbróður minn Björgvin
Bjarnason. Bjöggi, eins og hann allt-
af var kallaður, er einn af skemmti-
legustu mönnum sem ég hef þekkt
og mun ég fyrst og fremst minnast
hans fyrir það. Ég kynntist honum
fyrst almennilega þegar ég flutti til
Reykjavíkur fyrir fjórtán árum ásamt
Bjama bróður mínum. Þá unnum við
á bílaverkstæði sem Surla bróðir okk-
ar rak og Bjöggi hafði afdrep í einu
horninu fyrir aukavinnuna sína sem
hann hafði alltaf nóg af.
Bjöggi kom okkur að vissu leyti í
föðurstað og reyndist hann okkur
góður vinur. Við leituðum oft til
Bjögga og heimsóttum hann í gegn-
um tíðina og sennilega hefur það
verið fyrst og fremst vegna þess
hvað hann var skemmtilegur. Bjöggi
er einn mesti húmoristi sem ég hef
kynnst og fáir menn höfðu betra lag
á að sjá björtu hliðarnar á öllum
málum. Ég veit að krafturinn og lífs-
gleðin sem í honum bjó mun lifa
áfram í afkomendum hans. Það er
von mín að hugarfar hans og geðslag
megi styrkja alla sem hann þekktu
í þeirri sorg sem nú er óumflýjanleg.
Guð blessi minningu Björgvins
Bjarnasonar.
Aðalsteinn Snorrason.
PÉTUR EIÐSSON
+ Rúnar Pétur Eiðsson fædd-
ist á Snotrunesi í Borgar-
firði eystra 18. september 1952.
Hann lést á Egilsstöðum 29.
maí síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Bakkagerðis-
kirkju 3. júní.
NÚNA eru u.þ.b. fjórir mánuðir
síðan fósturpabbi minn Pétur leit
sinn síðasta dag. En ástæðan fyrir
því að ég birti þessa grein núna er
sú að á morgun hefði hann orðið
43 ára.
Ef þú, elsku Pétur minn, hefðir
verið á meðal okkar í dag þá hefð-
um við heimsótt þig í litla fallega
húsið þitt í Bökkunum og eflaust
fært þér eitthvað í tilefni dagsins
eins og venja var. Skrýtið að hugsa
til þess að við skyldum hafa búið
undir sama þaki í 12 ár en samt
þekki ég þig lítið meira en daginn
sem ég sá þig fyrst. Það var haust-
ið 1979, ég var bara 5 ára kríli.
Við mamma lágum uppi í rúmi, en
þá bjuggum við á Neskaupstað, svo
var bankað, ég hljóp til dyra, þú
stóðst fyrir utan frekar vandræða-
legur, virtir mig fyrir þér og spurð-
ir eftir mömmu. Ég man þetta svo
ótrúlega skýrt, mér fannst þú strax
viðkunnanlegur. Síðan fluttum við
á Borgarfjörð til þín vorið 1981.
Fyrstu árin gekk allt vel, en samt
fór ég aldrei að kalla þig pabba.
Svo þegar ég var 10 ára var allt
í einu eins og þú hefðir ákveðið
að hætta að skipta þér af mér, en
elsku Pétur hvað klikkaði! Af
hverju?
Þú getur ekki ímyndað þér hve
oft ég hef spurt mig þessarar spum-
ingar. En aldrei fengið svar. Ég
ætlaði alltaf að segja þér svo margt
og spytja svo margs. En einhvem
veginn hugsaði ég með mér, æi það
er nægur tími. Ef ég hefði nú bara
vitað að þér liði svona illa Pétur
minn, þá hefði ég kannski getað
hjálpað.
En öll þessi ef eru til einskis
núna þegar það er orðið of seint,
lífíð heldur víst áfram án þín. En
þú verður alltaf í huga mér og mér
mun alltaf þykja jafn vænt um þig
hvar sem ég verð. Þú varst nú allt-
af pabbi minn í þessi alltof fáu ár
sem þú lifðir þó svo að við hefðum
getað breytt betur.
Eitt ætla ég að segja þér, Pílu
þinni líður vel og ég ætla að reyna
að gera allt til að hjálpa elsku litla
Gumma bróður mínum að geyma
minningarnar um þig sem góðan
föður. Hann er nú smækkuð mynd
af þér.
Ég gæti skrifað endalaust en ég
ætla að hætta hér, vonandi líður
þér vel hvar sem þú ert.
Hamingjan-býr
ekki í búpeningi
og ekki
í gulli
sálin er
heimkynni
hamingjunnar.
(Demókrítos.)
Elsku Magga, mamma, Gummi
og þið öll hin, guð veri með okkur,
og vonandi mun tíminn 'vinna með
okkur í þessari miklu sorg sem
missir Péturs olli okkur.
Ykkar,
Ríkey.
Sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN JÓNSSON
múrarameistari
frá Vatnsholti,
síðast til heimilis
á Grensásvegi 60, Reykjavík,
andaðist í Landspítalanum að morgni
13. september.
Útför hans fer fram frá Búðakirkju,
Staðarsveit, laugardaginn 23. september kl. 14.00.
Jarðsett verður í heimagrafreit að Vatnsholti.
Guðlaug Gisladóttir,
Jón Hólm Stefánsson, Rósa Finnsdóttir,
Nfna Ásiaug Stefánsdóttir, Danfel Danfelsson,
Rannveig Margrét Stefánsdóttir,
Bergur Viðar Stefánsson, Ingibjörg Hildur Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinsemd vegna andláts
elskulegrar móður minnar, tengdamóður og ömmu,
SVÖVU Ó. FINSEN,
dvalarheimilinu Höfða,
áðurtil heimilis
á Vesturgötu 40,
Akranesi.
Sérstakt þakklæti færum við starfsfólki dvalarheimilisins Höfða
fyrir einstaka umhyggju og hlýju er það sýndi henni.
Inga Svava Ingólfsdóttir,
Jón Ólafsson,
Hildur Karítas Jónsdóttir.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓDÍS PÁLSDÓTTIR
frá Sólmundarhöfða,
Akranesi,
sem lést þann 10. september sl., verð-
ur jarðsungin frá Akraneskirkju þriðju-
daginn 19. september kl. 14.00.
Nína Ólafsdóttir, Steinþór B. Ingimarsson,
Ebba Ólafsdóttir, Höskuldur Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.