Morgunblaðið - 17.09.1995, Page 30
30 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Móðir okkar,
ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
á Hagamel 27,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 6. september, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. september kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á hjúkrunar-
heimilið Skjól.
Baldur Freyr Guðjónsson,
Hilmar G. Guðjónsson,
Jóhannes Þ. Kristinsson.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir og afi,
LEIFUR HARALDSSON
rafverktaki,
Botnahlíð 16,
Seyðisfirði,
verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðar-
kirkju á morgun, mánudaginn 18. sept-
ember, kl. 14.00.
Steinunn J. Ólafsdóttir,
Hulda Leifsdóttir, Stefán Jón Sigurðsson,
Haraldur Leifsson,
Ólafur Leifsson,
Sigurbjörg Leifsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
AÐALHEIÐAR OLGU
GUÐGEIRSDÓTTUR,
Borgarholtsbraut 68,
Kópavogi.
Eyþór Sigmundsson, Hulda Silvía Jónsdóttir,
Svava Sigmundsdóttir,
Þorsteinn Sigmundsson, Guðrún Alisa Hansen,
Ólafur Sigmundsson, Særún Sigurjónsdóttir,
Guðbjörg Sigmundsdóttir, Birgir Bjarnason,
Jóhanna Sigmundsdóttir, Pétur Ingi Hilmarsson,
Guðgeir Sigmundsson, Sigríður Guðjóhnsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BJÖRGVIN S. BJARNASON,
Álandi 3,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
mánudaginn 18. september kl. 13.30.
Hrefna Jóhannsdóttir,
Rúnar Björgvinsson, Jóhanna H. Þórðardóttir,
Garðar Björgvinsson,
Bryndís G. Björgvinsdóttir, Guðmundur Björnsson,
Auður Björgvinsdóttir,
Birna Björgvinsdóttir
og barnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra, sem veittu að-
stoð og sýndu samúð og hlýhug við
andlát og útför
VALDIMARS HALLDÓRSSONAR,
Kjartansgötu 7,
Borgarnesi.
Dóra Kristín Valdimarsdóttir,
María Ingólfsdóttir,
Halldór Valdimarsson,
Helga Ólöf Halldórsdóttir,
Lilja Guðrún Halldórsdóttir, Guðmundur Jónsson,
Garðar Halldórsson,
Ingólfur Halldórsson
Ólöf Halldórsdóttir,
Birgitta Jónsdóttir.
Guðlaug Sandra Guðlaugsdóttir,
Oddný O. Sigurðardóttir,
Sveinn Guðnason,
KATRÍN
MAGNÚSDÓTTIR
+ Katrín Magnús-
dóttir fæddist í
Landbrotum i Kol-
beinsstaðahreppi
28. maí 1911. Hún
lést á Borgarspíta-
lanum 10. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Magnús Jó-
hannesson verka-
maður, f. 3.11.1880,
d. 1.2.1969, og Mar-
ía Ólafsdóttir, f. 7.2.
1882, d. 17.2. 1970.
Árið 1936 giftist
Katrín Helga Krisfjánssyni
húsasmíðameistara, f. 4.2.
1909, í Ketilsstöðum í Holtum,
d. 14.11. 1983. Börn Katrínar
og Helga eru: 1) Kristjón Viðar
Helgason, f. 6.9. 1936, en hann
lést 1986. 2) María Blöndal
hjúkrunarfræðingur, f. 22.11.
1940, gift Birni Blöndal svæf-
ingalækni. 3) Guðrún Helga-
dóttir klínikdama, f. 4.8. 1943.
4) Jónína Kristín
Helgadóttir hús-
móðir.f. 11.6. 1945,
gift Sigurði Haf-
steini Björnssyni
verktaka. 5) Magn-
ús Helgason bygg-
ingatæknifræðing-
ur, f. 20.3. 1950,
kvæntur Hildi
Johnson ritara.
Barnabörnin eru 12
en tvö eru látin.
Langömmubörnin
eru fjögur. Katrín
og Helgi hófu bú-
skap sinn í Reykjavík en 1941
fluttu þau að Lambastöðum á
Seltjarnarnesi. Bjó Katrín þar
fram til ársins 1988 en þá flutti
hún í þjónustuíbúð á Skóla-
braut á Selljarnarnesi.
Útför Katrínar fer fram frá
Neskirkju á morgun, mánudag-
inn 18. september, og hefst at-
höfnin klukkan 15. Jarðsett
verður í Gufuneskirkjugarði.
Á MORGUN, mánudaginn 18. sept-
ember, kveð ég konu sem mér er
sérlega kær, elskulega ömmu mína
og nöfnu Katrínu Magnúsdóttur á
Lambastöðum á Seltjarnamesi.
Löng ferð er á enda. Ánægjuleg
ferð er óhætt að segja því amma
var mjög sátt við sitt lífshlaup. Hún
var fjórða í röð sjö systkina og
minntist hún bemsku sinnar ávalt
með gleði og var kærleikur mikill
með þeim systkinum. Fjórtán ára
gömul fékk hún slæmt exem á
hendur sem kom í veg fyrir að hún
gæti stundað hefðbundin sveita-
störf. Eldri bræður hennar tóku sig
þá saman og kostuðu hana til náms.
Hún var send suður í Flensborgar-
skóla og lauk hún gagnfræðaprófi
þaðan. Hugur hennar stóð til hjúkr-
unarstarfa en vegna exemsins á
höndunum varð hún að láta af þeim
draumi. Að lokinni skólagöngu vann
amma í verslun í Reykjavík. Á þeim
ámm kynntist hún afa mínum,
Helga Kristjánssyni húsasmíða-
meistara. Þau kynntust er hún bjó
hjá móðursystur sinni en afi var í
læri hjá manni hennar. Þau áttu
saman mjög ánægjulega ævi og var
missir ömmur mikill er afi féll frá.
Veit ég að hún hlakkaði til endur-
funda þeirra.
Amma hafði mikla gleði af börn-
um og nutum við barnabörnin þess
að vera hjá afa og ömmu á Lambó.
Þá var farið í sund á morgnana og
allt látið eftir okkur. Amma fylgd-
ist vel með því sem við tókum okk-
ur fyrir hendur í leik og starfi alveg
fram á síðasta dag. Hún var ótrú-
lega minnug og oft stóðum við á
gati.
Amma var ákaflega vel gefin,
víðlesin og fróð og því gaman að
ræða við hana um heima og geima.
Ferðalög áttu hug hennar allan og
hentum við oft gaman að þessu
flökkueðli og kölluðum hana sí-
gauna fjölskyldunnar. Ferðuðust
hún og afi talsvert erlendis og oft
heyrði ég talað um Baltikaferðina.
Mína fyrstu utanlandsferð fór ég
með þeim og þá var haldið til Nor-
egs að heimsækja Mæju frænku og
Björn. Margar góðar minningar á
ég úr þeirri ferð. Minningar sem
verða dýrmætari eftir því sem frá
líður.
Nú er komið að kveðjustund og
er margs að minnast er litið er yfir
farinn veg. Það er mikið lán að
hafa átt slíka ömmu og sárt að sjá
á eftir henni. En ég veit að við eig-
um eftir að hittast aftur og sú trú
hjálpar á stund sem þessari. Því
eins og Cyprianus sagði: „Hinir
dánu eru ekki horfnir að fullu. Þeir
eru aðeins komnir á undan.“
Katrín Ruth Sigurðardóttir.
Elsku amma, okkur systkinin
langar til að kveðja þig að sinni
með nokkrum skemmtilegum minn-
ingum. Það var alltaf svo gaman
að koma að heimsækja hana ömmu.
Við komum oft til hennar í kaffi
og það var alltaf eftirminnilegt því
hun amma raðaði öllu innandyra á
kaffiborðið og fylgdist svo vel með
að við værum vel södd eftir að hafa
smakkað á öllum tegundum. Það
fór enginn svangur frá henni. Svo
gat verið svolítið erfitt að fá hana
til að setjast niður að drekka kaffið
sitt sem var þá auðvitað orðið hálf-
kalt, en hún hafði ekki áhyggjur
af því, hún var alltaf að hugsa um
að allir aðrir hefðu allt sem þeir
þyrftu á að halda. Nú, svo á leið-
inni út frá henni ömmu okkar var
hún vön að hlaða okkur smáhlutum
eða einhvers konar nammi.
Hún amma mín var alltaf að
hugsa um aðra. Hún safnaði til
dæmis öllum gosflöskum og gaf
mér alltaf þegar ég kom til hennar
svo ég'ætti smá auka aura og það
var henni mikils virði að ég fengi
þær alltaf þegar ég átti leið til henn-
ar. Svo var hún alltaf tilbúin að
hlusta af mikilli athygli á allt það
MOSAIK hf.
AtlC.D fPUHlJ
Hamarshöföi 4 15587 1960
LEGSTEINAR
Margar gerðir
Fjölbreitt úrval steintegunda
íslensk framleiðsla
sem ég sagði henni. Ég á svo mik-
ið eftir að sakna hennar ömmu
minnar.
Á sínum tíma var ég í námi í
hárgreiðslu og bað hana ömmu
mína að vera módel hjá mér. Það
var auðvitað ekkert mál. Hún kom
með mér í öllum veðrum og ég fékk
að æfa mig í öllu sem ég vildi prófa.
Eina vandamálið gat verið að henni
þóttu lagningarnar fallegri ótúper-
aðar en oftast endaði hún með
smá. Ég man hversu gaman mér
þótti að koma með hana með mér
í skólann. Hún var alltaf í góðu
skapi og kennararnir höfðu alltaf
svo gaman af því að hafa hana í
tímum svo þeir áttu það til að lesa
hana upp sem eina af nemendunum.
Hún hafði gaman af því,
Elsku amma, við viljum þakka
þér fyrir allar þær skemmtilegu
stundir sem við höfum átt með þér,
en nú vitum við að þú ert komin
til afa, Viðars, Birgis og Axels bróð-
ur og við eigum eftir að hittast öll
aftur. Minning þín mun lifa með
okkur alla tíð. Guð veri með þér
og okkur öllum.
Helga Rakel og
Þorgils Rafn.
Það haustar að. Blómin fölna.
Vinir kveðja og er sárt saknað, en
lífið heldur áfram. Minningarnar
lifa og ylja hrelldum huga. Vinkona
mín er látin og mig langar að setja
á blað minningarbrot - þakklætis-
vott - um dýrmæt kynni okkar.
Hún hét Katrín Magnúsdóttir. Við
vinir hennar kölluðum hana alltaf
Daddý.
Það var á haustdögum sem þess-
um árið 1929 að komin voru saman
í gamla Flensborgarskólanum í
Hafnarfírði fimm til sex ungmenni
í þeim tilgangi að þreyta próf upp
í 2. bekk. Við nácium prófinu flest,
þar á meðal Daddý. Við þessi skil-
yrði hófust okkar kynni sem aldrei
féll skuggi á. Hún kom frá Borgar-
nesi, ég frá Stokkseyri, báðar vist-
aðar á góðum heimilum í Hafnar-
firði meðan á náminu stóð. í þá
daga þóttu það forréttindi að fá
að fara í gagnfræðanám. Nemend-
urnir voru á ýmsum aldri, þeir elstu
nær þrítugu. Daddý mín var 18
ára, ég nokkru yngri. Ég dáðist
strax að henni. Hún var svo mild
og fáguð í framkomu, gerði enga
hluti óhugsaða, ígrundaði orsakir
og afleiðingar. Alltaf hægt að
treysta henni. Er hægt að fá betri
vini? Við sátum saman þessa tvo
vetur, lásum saman heimanámið
og alltaf undir prófin. Daddý gat
þó oft farið dýpra ofan í námsefn-
ið. Henni nægði ekki að stikla á
stóru. Hún vildi btjóta til mergjar.
Sá því oft þau atriði sem við hin
komum ekki auga á. Þessi ár voru
yndisleg.
Leiðir skildu. Ég fór til Dan-
merkur, hún staðföst heima. Nokk-
ur ár liðu. Við urðum aftur sam-
ferða, síðan þá hefur þráðurinn
aldrei slitnað. Við eignuðumst báð-
ar eiginmenn, þá einu sönnu. Eign-
uðumst báðar fimm börn hvor, þrár
stelpur og tvo drengi. Lífið var
gott við okkur.
Hún Daddý var hefðarhúsmóðir.
Hélt dýrleg jólaboð sem allir vinir
hennar og ættingjar minnast með
óblöndnum fögnuði. Það var svo
gaman á Lambastöðum, mikið
sungið og dansað á gleðistundum.
Dætur sínar giftu þau Helgi og
maður hennar með miklum
myndarbrag. Tíminn líður. Gamla
Flensborg löngu horfín. Við félag-
arnir hverfum einn af öðrum yfir
móðuna miklu. Við undrumst
breytta tíma en aðlögumst þeim
þó. Þrátt fyrir allar breytingar er
manneðlið samt við sig. Sorgin sótti
Daddý heim hvað eftir annað seinni
árin. Hún missti lífsförunautinn,
elsta soninn og tvö barnabörn. En
reisn sinni og fágun með mildi
hélt hún í gegnum lífið hvað sem
fyrir kom.
„Það brá fyrir björtu ljósi í himin-
sölum. Á sama tíma skyggði ský á
jörðu."
Guð huggi syrgjendur og varð-
veiti vinkonu mína að eilifu.
Guðrún Símonardóttir.