Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 31
LEIFUR
HARALDSSON
4- Leifur Haralds-
■ son fæddist á
Seyðisfirði 6. des-
ember 1934. Hann
lést á Landspítalan-
um 11. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Haraldur
Aðalberg Aðal-
steinsson, f. 20. jan-
úar 1900, d. 12.
mars 1982, og Sig-
urbjörg Björns-
dóttir, f. 16. maí
1905, d. 14. janúar
1982. Leifur átti
einn bróðir, Aðalbjörn, f. 17.
nóvember 1929. Hann er bú-
settur á Seyðisfirði.
Eftirfarandi eiginkona
Leifs er Steinunn Jónína ÓI-
afsdóttir, f. 16. júní 1935.
Eignuðust þau fjögur börn.
Þau eru: 1) Hulda Kristjana,
f. 30. janúar 1960,
búsett í Reykjavík.
Sambýlismaður
hennar er Stefán
Jón Sigurðsson,
saman eiga þau
eitt barn, Stein-
unni Bóel, f. 4. nóv-
ember 1993. Fóst-
urdætur Huldu,
dætur Stefáns, eru
þær Una og Rúna.
2) Haraldur Einar,
f. 27. september
1962, búsettur á
Seyðisfirði. 3) Ól-
afur Þór, f. 13. júní
1966, búsettur á Seyðisfirði.
4) Sigurbjörg Þóra, f. 16. des-
ember 1969, búsett í Reykja-
vík.
Útför Leifs fer fram frá
ISeyðisfjarðarkirkju á morgun,
mánudaginn 18. september, og
hefst athöfnin klukkan 14.
GÓÐUR heimilisvinur, Leifur Har-
aldsson, er kvaddur á morgun með
miklum söknuði. Hann var mikill
og góður vinur föður okkar, sem
nú liggur veikur á Sjúkrahúsi Seyð-
isfjarðar. Kynni þeirra hófust í ferð-
um yfir Fjarðarheiði, þegar Leifur
var við nám í Eiðaskóla, en pabbi
var landpóstur á þeim tíma. Síðar
urðu þeir miklir vinir og samstarfs-
menn í pólitísku starfí og á fleiri
sviðum. Alltaf var hægt að leita til
hans þegar erfíðleikar steðjuðu að
á heimilinu. Hann var einstaklega
barngóður og gaf sig einatt á tal
við okkur krakkana þegar hann
kom í heimsókn og ræddi við okkur
um ýmis málefni. Eftir að við kom-
umst á fullorðinsár styrkist vin-
skapurinn við okkur og fjölskyldur
okkar enn frekar.
Leifur lærði rafvirkjun og hóf
ungur atvinnurekstur sinn á Seyðis-
firði, þar sem hann rak fyrirtæki
sitt til síðasta dags, oftast með
miklum umsvifum. Kona hans,
Steinunn Ólafsdóttir, studdi hann
alltaf með ráðum og dáð í gegnum
stórsjói lífsins. Hún bjó fjölskyld-
unni fallegt og gott heimili, en þau
eiga fjögur mannvænleg börn.
Leifur hafði brennandi áhuga á
þjóðmálum og tók virkan þátt í
mótum samfélagsins á Seyðisfirði
með því að opna umræður í bænum
um mál sem horfðu til framfara.
Hann sat í bæjarstjórn í tvö kjör-
tímabil, þ.e. árin 1966-1974, auk
þess sat hann í mörgum nefndum
á vegum kaupstaðarins. Hann setti
gjarnan skoðanir sínar fram á þann
hátt að fólk sá hlutina í nýju ljósi.
Oft gustaði um hann, þar sem ekki
voru allir sammála hugmyndum
hans, enda var hann oft langt á
undan sinni samtíð.
Leifur tók mjög virkan þátt í
félagsstarfi í Sjálfstæðisflokknum.
Hann sat lengi í stjóm og var um
árabil formaður Sjálfstæðisfélags-
ins Skjaldar á Seyðisfirði og var
mikil drifíjöður í starfi félagsins
alla tíð. Því fylgdi einnig mikil þátt-
taka í starfi kjördæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins á Austurlandi og
sat hann þar í stjórn um skeið. Var
einnig mörgum sinnum fulltrúi
Seyðfirðinga á landsfundum Sjálf-
stæðisflokksins, auk annars starfs
fyrir flokkinn. Leifur hafði lag á
því að hvetja ungt fólk til starfa í
félaginu og að bæjarmálum, sem
er ómetanlegt fyrir allt stjórnmála-
starf. Hann átti t.d. mikinn þátt í,
að við sem þetta ritum hófum virka
þátttöku í stjórnmálastarfi.
Samgöngumál voru honum hug-
leikin og var hann með fyrstu
mönnum til að orða jarðgangagerð
undir Fjarðarheiðina, en hugmynd-
ina fékk hann úr erlendu tækni-
tímariti, sem hann var áskrifandi
að. En það var einmitt aðal Leifs
að fylgjast vel með ýmsum tækni-
nýjungum, sem aðrir höfðu jafnvel
ekki heyrt nefndar.
Leifur var á sínum tíma ötull
baráttumaður ásamt fleirum fyrir
uppbyggingu nýja hafnarsvæðisins,
þar sem nú er aðstaða fyrir bílfeij-
una Norrönu og fragtflutninga.
Ekki var átakalaust að koma því
málefni áfram og skiptar skoðanir
meðal bæjarbúa um nytsemi þeirrar
framkvæmdar, sem nú hefur ótví-
rætt sannað gildi sitt.
Eitt af því sem Leifur hafði mikla
trú á að gæti horft til framfara,
var að þyrla gæti leyst samgöngu-
mál Seyðfírðinga. í því skyni stóð
hann fyrir því að þyrla væri á Seyð-
isfírði um nokkurt skeið, til þess
að reyna þetta samgönguform.
Þótti mönnum þetta fulldýrt fyrir-
tæki til þess að í það yrði ráðist
að kaupa þyrslu, en óneitanlega var
þetta þægilegur samgöngumáti.
Tækniáhuginn og framsýnin komu
fram á mörgum sviðum. Hann var
með fyrstu mönnum á Seyðisfirði
til að taka tölvu í þjónustu sina og
var uppfrá því frumkvöðull Seyð-
fírðinga á því sviði, en gjarnan var
leitað til hans þegar fyrirtæki eða
einstaklingar voru að tölvuvæða og
eins þegar einhveijar nýjungar
komu fram.
Leifur var áhugamaður um kvik-
myndatöku og þegar sjónvarpið
kom til sögunnar, hóf hann að taka
frétta- og mannlífsmyndir og senda
til sýningar þar. Hann áttaði sig
snemma á því hversu góður miðill
sjónvarpið væri fyrir landsbyggð-
ina, til mótvægis við höfuðborgar-
svæðið. Fengu yfirmenn frétta-
deildar oft orð í eyra frá honum,
ef erlendar stríðsfréttir voru teknar
fram yfír innlent efni.
Margs er að minnast og margt
ber að þakka á kveðjustund, sem
&
\
FOSSVOGI
tra m
öndum
Útfararstofa KiÁjugarbanna Fossvogi
Stmi 551 1266
áfram geymist í minningunni. En
hér látum við staðar numið og þökk-
um samfylgina.
Elsku Steinunn, Silla, Óli Þór,
Halli, Hulda, Stefán, Una, Rúna og
Steinunn Bóel, við og fjölskyldur
okkar vottum ykkur innilegustu
samúð og biðjum þess að guð styrki
ykkur og veiti huggun í sorg ykkar.
Bóthildur Arnbjörg
og Garðar Rúnar.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Leifs Haraldssonar. Þegar
undirritaður kom á Seyðisfjörð fyrir
rúmlega tveimur og hálfu ári var
Leifur fyrstur manna til þess að
bjóða mig velkominn. Þessi stund
verður mér ávallt minnisstæð fyrir
það, að þegar hann hafði fullvissað
mig um að hér ætti mér eftir að
líða vel, var spurt að því hvað ég
ætlaði að gera varðandi reksturinn
á fyrirtækinu sem ég hafði nýtekið
við sem framkvæmdastjóri. í fyrstu
varð fátt um svör, en síðan sagði
ég: „Ég geri mitt besta.“ Leifur
svaraði um hæl: „Finnur, þú verður
að gera betur en það.“
Frá þessari stundu og þann
stutta tíma sem við áttum samleið,
var ljóst í mínum huga að Leifur
hafði ávallt gert sitt besta og ætlað-
ist til þess að við, yngri kynslóðin,
gerðum það líka. Þegar á leið áttum
við Leifur oftar en ekki skoðana-
skipti um alls konar málefni, „póli-
tík“, en Leifur leit svo á að í þessu
hugtaki væri allt innifalið, atvinnu-
líf, mannlíf, menningarlíf og yfír-
leitt allt sem máli skipti. Við vorum
ekki alltaf sammála sem betur fer,
Leifur var fastur á sínu og sínum
skoðunum, þar var aldrei verið að
fela eitt eða neitt og það sagt sem
segja þurfti. Leifur lét skoðanir sín-
ar í ljós eins og hver fijáls maður
á að gera, enda var ávallt reynslu-
ríkt að rökræða við hann, vegna
fastra skoðana og óbilandi trúar á
það að þrátt fyrir mótlæti og bar-
áttu ættum við alltaf framtíð. En
þegar hægt var að máta Leif út í
horn, þá viðurkenndi hann að það
væri hægt að gera hlutina á annan
hátt.
Eitt áhugamál áttum við Leifur
sameiginlegt umfram önnur, sem
hann hafði frumkvæði að. Það var
að koma upp litlu fyrirtæki hér á
Seyðisfirði sem ynni úr fiskafurðum
á neytendamarkað. Það vil svo til
að hugsanlega verður þessi draum-
ur Leifs að veruleika, Seyðfirðing-
um til hagsbóta í framtíðinni. Eg
segi í framtíðinni, því þó Leifur
hafi ekki alla tíð verið bjartsýnn á
það sem koma skyldi, þá trúði hann
því að framtíðin ætti eftir að skila
okkur því sem hann og hans kyn-
slóð byggði upp.
Blómastofa
Friöfinns
Suðurfandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opíð öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
Vandaðir tegsteinar
Varantcg minning
TASTEINN
Brautarholti 3. 105 Reykjavík
Sími: 562 1393
Úrval Ijóskera,
krossa og fylgihluta.
Ég vil að lokum þakka Leifi fyr-
ir þann stutta tíma sem mér auðn-
aðist að fá að læra af hans reynslu.
Leifur gaf kannski ekki mörg ráð,
en þau sem ég fékk frá honum
reyndust góð ráð. Megi góður Guð
varðveita minningu Leifs Haralds-
sonar um ókomna framtíð.
Ég votta Steinunni, börnum,
barnabörnum og öðrum aðstand-
endum mína dýpstu samúð. Megi
Guð gefa ykkur frið og blessun í
söknuði ykkar.
Finnur H. Sigurgeirsson.
Mánudagurinn 11. september
1995 rann upp hér á Seyðisfirði í
friði og ró. Fyrir hádegi syrti þó að
í huga okkar. Sú fregn barst um
bæinn að þá um nóttina hefði Leif-
ur Haraldsson rafvirkjameistari lát-
ist á Landspítalanum. Sorgin tók
völdin í fæðingarbæ hans. Bænum
sem hann fæddist í fyrir rúmum
60 árum. Bænum sem hann ólst
upp í og starfaði alla sína ævi við
fag sitt. Leifur setti mikinn svip á
umhverfi sitt og er svipur Seyðis-
Qarðar núna fátæklegri en áður,
ef svo má segja. Slíkt gerist ætíð
þegar sterkir svipir hverfa úr um-
hverfinu.
Strax á unga aldri beindist hugur
Leifs að tækni, sama var hvaða
svið hún spannaði. Sá áhugi hans
dofnaði síst með árunum. Þvert á
móti jókst áhuginn eftir því sem
þekking hans á ýmsum málum varð
meiri. Hann var því einn tæknisinn-
aðasti einstaklingur hér á staðnum,
og þótt víðar væri leitað. Oft kom
hann okkur félögum sínum á óvart
þegar hann kynnti nýjustu „galdra-
tæki“ sem hann hafði komist yfír.
Þessi áhugi hans sýndi sig vel þeg-
ar umræður hófust um jarðganga-
gerð á Austurlandi. Mun hann vera
í hópi hinna fyrstu hér á Austur-
landi sem reyndu að vekja áhuga
ráðamanna á nýjustu tækni í þeim
efnum, enda lagði hann á sig að
kynna sér hana sem best. Eyru
forráðamanna í þeim efnum námu
ekki alltaf skilaboðin.
Um langt árabil var kvikmynda-
tökuáhugi mikill hjá Leifi og er til
mikið af slíku efni eftir hann. Ekki
gekk tölvuvæðingin hjá garði Leifs.
Þar gekk hún beint í hlað. Þá tækni
nýtti hann vel við rekstur fyrirtæk-
is síns. Ekki síst til samskipta víða
vegu í könnunum á margs konar
iðnrekstri sem hann hafði trú á að
yrði staðnum hagstæður. Á þeim
vegi er mér kunnugt að mörg ljón
voru í veginum, sem komu meðal
annars fram í fjármagni því sem
til þurfti, auk skilningsleysi þeirra
afla sem stuðning þurfti frá. Já,
„ljónin" geta verið erfið, en þó ekki
ósigrandi. Trúi ég að Leifur hefði
haft sigur á þeim ef „maðurinn með
ljáinn" hefði ekki læðst að honum
löngu fyrr en sanngjarnt er.
Málefni Seyðisfjarðarkaupstaðar
lét hann ekki fram hjá sér fara og
sat því í bæjarstjórn 1966-1974.
Þar átti hann frumkvæði að ýmsum
þörfum málum. í einkalífi sínu var
hann gæfumaður, sem ólst upp hjá
góðum foreldrum, ásamt eldri bróð-
ur, á annáluðu þrifnaðar- og snyrti-
heimili. Hann eignaðist góða konu,
Steinunni Ólafsdóttur, sem nú sér
á bak lífsförunauti sínum. Fyrsta
heimili þeirra hjóna var á efri hæð
í húsi foreldra Leifs á Hafnargötu
32. Síðar reistu þau sér myndarbú
í Botnahlíð 16, þar sem snyrti-
mennskan hefur að sjálfsögðu ráðið
ríkjum. Börn þeirra hjóna urðu fjög-
ur og á hér vel við að segja, sem
öll eru atgervisfólk. Eitt barnabarn,
Steinunni, dóttur Huldu Kristjönu
og hennar manns, rétti gæfan Leifi
í fang. Þar fór stoltur afi. Meðal
einkenna Leifs var snyrtimennska,
greiðvikni og gott skap sem varð
til þess að hann sá spaugilegu hlið-
arnar á flestum sviðum, bæði mönn-
um og málefnum.
Leifur minn. Nú þegar komið er
að leiðarlokum þessarar jarðvistar
þinnar, er margs að minnast um
samveru í röska hálfa öld. Minning-
in um þig er ljúf og mun ylja þeim
um hjarta, sem þér kynntust.
Þér er þökkuð samfylgdin og
beðið blessunar á vegi eilífðarinnar.
Konu þinni, bömum, bróður, afa-
barni og öðrum aðstandendum er
vottuð djúp samúð.
Jóhann B. Sveinbjörnsson.
+
Þökkum innilega vináttu, hlýhug og
samúð við andlát og útför
GUÐRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR,
Tjarnargötu 10C,
Reykjavfk.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Guðrún Jörundsdóttir,
Stefán Jörundsson,
Svanhildur Eva Stefánsdóttir.
t
Innilegar þakkirtil allra þeirra, er sýndu
okkur samúð og vinarhug við fráfall og
jarðarför
AÐALHEIÐAR HULDU
BJÖRNSDÓTTUR
frá írafossi.
Guð blessi ykkur öll.
Björn Júlfusson,
Ingibjörg Erla Björnsdóttir,
Sigurður Þorvaldsson, Marey L. Svavarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end-
urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur-
eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer
691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari
ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.