Morgunblaðið - 17.09.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 35
irnir voru skírðir í Mælifellskirkju
| og er minnisstætt, hve Svavar
Guðmundsson, afi Önnu Maríu,
söng fagran tenór og hve hlýtt og
festulegt viðmót Sigurbjargar Ög-
mundsdóttur ömmu hennar var.
Sigurbjörn var skírður heima hjá
föðurömmu sinni, Sigrúnu Sig-
urðardóttur frá Möðruvöllum, en
hún hefur alla tíð verið náinn vinur
| Önnu Maríu og hinn besti félagi
I drengjanna og hjá henni hafa þeir
alltaf átt samastað í Reykjavík. í
I langri sjúkdómslegunni var Sigrún
sú, sem Anna María og synir henn-
ar sóttu mestan styrk til, og hún
var með, þegar sjúk móðirin fékk
tíðindin um ólæknandi meinið. Nú
lætur Sigrún henni eftir legstaðinn
í Fossvogskirkjugarði við hlið Ein-
ars, sem lést á Þorláksmessu fyrir
sex árum. - Leiðir ungu hjónanna
! skildu þó áður og fór Anna María
norður með syni sína og vann hörð-
I um höndum við að framfleyta þeim
öllum. Aldrei féll henni verk úr
hendi og ótrúlega seiglu átti hún
til, þessi granna og fínlega kona.
Þegar fjölskyldan flutti til
Hvammstanga, lágu leiðir okkar
saman á ný, ekki hvað síst eftir
að þau Eyjólfur Vilhelmsson hófu
sambúð og fluttu svo heim á ábýlis-
jörð hans Fögrubrekku. Þar skap-
aði Anna María þeim notalegt
heimili sem endranær. Þá vorum
við aftur sveitungar og glöddumst
við hvern endurfund. Hér sem ann-
ars staðar vann hún ósleitilega
m.a. við ræstingar í Staðarskála,
afgreiðslustörf hjá Kaupfélagi
Hrútfirðinga og síðast en ekki síst
skulu talin störf hennar við kerta-
verksmiðjuna á Borðeyri. Að öðrum
ólöstuðum er óhætt að segja, að
hún bar þá starfsemi uppi, ötul við
að kynna framleiðsluna með Eyj-
ólfi og hlúa að henni á állan hátt.
Oftast var Anna María þjáð af
verkjum, jafnvel kvölum og skiljum
við samferðamenn hennar kannski
nú eftir á hversu mjög. En áfram
hélt hún óbuguð og fór jafnvel í
fiskvinnu vestur á Grundarfjörð á
sl. vetri, er önnur atvinnutækifæri
voru ekki fyrir hendi. Hún á að-
dáun og virðingu okkar sveitunga
hennar, en það kom glögglega í
ljós á sl. vori og eins nú fyrir fáum
dögum, er margir nágrannar þeirra
Eyjólfs heyjuðu túnið á Fögru-
brekku og komu heyfengnum í
hlöðu.
Anna María gladdist gjarnan
með glöðum og naut þess að vera
veitandi. Margir heimsóttu hana á
fertugsafmælinu í fyrrasumar og
hittu þar fyrir frábæra húsmóður
og gestgjafa. Og engum gleymist
reisn hennar og glatt fas við ferm-
ingu Sigurbjörns í vor, en þá var
hún orðin mjög veik. Þakklátur
hugur var ríkur þáttúr í skapgerð
hennar og þremur dögum fyrir
andlátið var hún enn að hugsa um
þakkarkortið, sem hún ætlaði að
senda norður í sveitina. Við sjúk-
dómsleguna í sumar bættust
áhyggjur af yngsta syninum, sem,
þurfti að fara til uppskurðar til
Gautaborgar, og lágu þau mæðgin-
in sitt á hvorri stofunni á Borgar-
spítalanum um tíma. Hughreysting
var henni þó, að hann yrði þar á
vegum föðurafa síns Sigfúsar B.
Einarssonar læknis og í fylgd Önnu
Böðvarsdóttur, eiginkonu Sigurðar
föðurbróður hans. Hún var innilega
þakklát fyrir, hve vel sú ferð gekk
og eins hve ljúfmannlega hjónin í
Skálholtsvík, Jóhanna Brynjólfs-
dóttir og Sveinbjörn Jónsson, tóku
erindi hennar símleiðis fyrir fáum
vikum um að Sigurbjörn sækti
skóla frá heimili þeirra í vetur.
Hið mikla mótlæti reyndi mann-
inn og þroskuð sál Önnu Maju okk-
ar er nú komin til sæluvistar á
himnum. Drengirnir hennar og
Eyjólfur syrgja hana mjög og við
öll vinir hennar nær og fjær. Eyjólf-
ur vakti við dánarbeð hennar af
kærleika, sjálfur reyndur frá barns-
aldri í sorg og veikindum. Guð
blessi ykkur alla og gefi, að við
höfum lært af fórnfýsi hennar,
þolgæði og hinni einu sigurvon.
Guðrún L. Ásgeirsdóttir,
Prestbakka.
STOFMSETT 19S8
&É FASTEIGNAMIDSTÖÐIN f M
SKIPHOLTI 50B - SÍMI 562 20 30 - FAX 562 22 90
Magnús Leópoldsson, löggiltur fasteignasali
SU M ARHÚS/H El LSÁRSH ÚS
OPIÐ HÚS
13154
Til sölu í landi Miðdals í Mosfellsbæ mjög gott sumarhús
sem mætti nýta sem heilsárshús. Húsið stendur á tæp-
lega 1 ha eignarlandi rétt við borgarmörkin.
Stefán og Guðrún verða með opið hús í dag frá kl. 14 til
17. Fáið leiðarlýsingu í síma 896 3933.
Búseti Garðabæ,
Bæjargili 46, Garðabæ
FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR TIL SÖLU
í SEPTEMBER
Staður:
Nónhæð 1,210 Garðabæ
Stærð:
3ja herbergja
Til afhend.-.
Afhendist í nóvember
ALMENNARIBUÐIRTIL SOLU
í SEPTEMBER
Allir félagsmenn geta sótt um þessar íbúðir, þ.á m
þeir, sem eru yfir eigna- og tekjumörkum:
Staður:
Krókamýri 78, 210 Garðabæ
Bæjargií 50, 210 Garðabæ
Stærð:
3ja herbergja
5 herbergja
Til afhend.:
Afbendist í nóvember
Afhending samkomulag
Umsóknarfrestur er til 25. september.
Allar frekari upplýsingar eru veittar í sima 565 6886 fró kl. 14 til 17.
BÚSETI
FASTEIGNA
MARKAÐURINN HF
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540
Klettagata - Hafnarfjörður
%
Fallegt 305 fm einbýli. Innb. bílskúr 50 fm. 4 svefn herb. auk vinnuherb. Góð stofa
með arni, parket og flísar á gólfum. Húsið er allt hið vandaðasta. Falleg lóð.
Frábær staðsetning.
Laugateigur
Mikið endurnýjuð neðri sérhæð í þríb. 104 fm og 30 fm bílskúr. Nýtt eldhús og nýl.
flísal. baðherb. Saml. stofur og 2 herb. Steypt upphitað plan.
„Penthouse" í miðbænum
Skemmtileg 84 fm íb. á efstu hæð í nýlegu steinh. v. Laugaveginn. 2 svefnherb.
Parket. 40 fm flísal. svalir. Stórkostlegt útsýni. Þvottaaðstaða i íb. Bílastæði fylgir.
Garðastræti
Mikið endurgerð 82 fm íb. á 3. hæð. Saml. stofur og 1 herb. Parket. Góð lofthæð.
Útsýni. Áhv. 4,3 millj. húsbr. Verð 7,9 millj. Falleg og björt íb.
Kópavogur
Góð 3ja herb. íb. m. sérinng. á jarðhæð. Stórar suður svalir, yfirbyggðar að hluta.
Áhv. húsbr. og byggsj. 3,6 millj.
Eyjabakki
Snyrtil. 60 fm íb. á 1. hæð. Suðursvalir. Baðherb. m. glugga. Áhv. langtlán 1,8
millj. Verð 5,5 millj.
ATVINNUHÚSNÆÐI
MiðbærVorum að fá í sölu heila húseign v. Hafnarstræti. Hús ið er tvær hæðir auk
kj. og ris að heildargólffl. 440 fm. Húsið sem er bárujámsklætt timburh. er mikið
endurn. og í góðu ásigkomulagi.
Ingólfsstræti - heil húseign
430 fm húseign sem skiptist í 220 fm götuhæð ásamt tveimur skrifsthæðum sem
eru 105 fm hvor.
Laugavegur
Til sölu heil húseign heildargólffl. 570 fm. Á götuhæð eru þrjú verslpláss. Á 2. hæð
eru skrifst. auk matstofu og á 3. hæð og í risi eru íbúðir. Allt húsið hefur verið tekið
I gegn nýlega og er í.mjög góðu ásigkomulagi.
í miðborginni
Skrifstofuhúsnæði á 2. hæð um 270 fm í lyftuhúsi. Laust strax. Góð greiðslukjör.
Snorrabraut - Laugavegur
Verslhúsnæði um 130 fm I nýl. húsi. Engin útborgun, einungis yfirtaka áhv.
langtimalána.
Ármúl
iVel innr. 200 fm skrifsthæð. 6 skrifstherb. auk 70 fm riss þar sem er setustofa,
kaffistofa, skjalageymsla o.fl. Laust nú þegar.
Lágmúli
%
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Ólafur Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali.
Til sölu eftirfarandi:1170 fm versl,- og þjónhúsnæði á götuhæð,390 fm skrifsthús-
næði,1000 fm óinnr. skrifsthúsnæði og1000 fm iðnaðarhúsn. með góðri aðkomu
og inn keyrslu. Getur selst í einingum.
Auðbrekka
620 fm atvhúsnæði sem skiptist i tvær 310 fm eining ar. Góð aðkoma og bílastæði.
Einingarnar geta losnað fljótl. Áhv. hagst. langtlán.
Garðaflöt - Gbæ
60 fm atvhúsnæði í góðu standi. Góð aðkoma og næg bilastæði. Umhverfi og lóð
til fyrirmyndar.
Hjallabrekka - Kóp.
160 fm atvhúsnæði sem skiptist í tvö jafnstór pláss á efri hæð í mjög góðu húsi,
inng. af jarðhæð.
3
c/>
H
m
O
z
>
3
>
33
O
C
2
z
z
X
m
FASTEIGNAMARKAÐURINN HF =
■Bi
FASTEIGNA & SKIPASALA
BÆJARHRAUNI 22 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 5654511
Vantar verslunarhúsnæði
í Múlahverfi
Okkur vantar jarðhæð, verslunarhúsnæði, helst með inn-
keyrsludyrum, 300-450 fm. Æskileg staðsetning: Faxafen,
Múlahverfi og nágrenni. Traustur kaupandi.
Langamýri - Gbæ - 3ja með bílskúr
Glæsileg ca 90 fm íbúð á 2. hæð (efstu) í nýlegu litlu fjölbýli.
Sérinng. Sérþvherb. Svalir. Góður bílskúr. Áhv. byggsj. ríkis-
ins til 40 ára ca 5 millj. Verð 9,4 millj.
Setbergsland - 4ra herb.
Nýkomin sérlega falleg og vönduð 108 fm íbúð á 2. hæð í litlu
fjölbýli. Þvherb. Suðursvalir. Áhv. byggsj. ríkisins til 40 ára
ca 5 millj. Verð 9,4 millj.
Sléttahraun - 3ja herb. - skipti á bíl
Mjög falleg 80 fm íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli. Þvherb. á
hæðinni. Suðursv. Áhv. byggsj. rikisins ca 2,4 millj. Verð
aðeins 5,9-6,1 millj.
Dvergholt - parhús - nýtt
Glæsileg einlyft parhús með tvöf. bílskúr, samtals ca 200 fm.
Afh. strax fullb. að utan, fokhelt að innan. Lóð og bílaplan
frág. með hita. Áhv. húsbréf. Teikning Kjartan Sveinsson.
Verð aðeins 8,5 millj.
Nýi miðbær - Reykjavík - 4ra herb.
Glæsileg enda „lúxus“-íbúð ca 130 fm á 1. hæð. Vandaðar
innr. og gólfefni. Saml. stofur, 3 svefnherb. o.fl. Bílskýli. Eign
í sérflokki. Verð 12,5 millj.
Háakinn - sérhæð með bílskúr
Nýkomin sérlega falleg 115 fm sérhæð auk nýl. 35 fm bíl-
skúrs með jeppahurð. Sólskáli. Nýtt gler og gluggar. Góð stað-
setning. Áhv. húsbr. ca 5 millj. Verð 8,9 millj.
Hjallabraut - 4ra - 134 fm
Björt og skemmtileg 134 fm íb. á efstu hæð í nýmáluðu fjölb.
Mögul. á 4 svefnh. Nýl. eldhinnr. Sérþvottaherb. og svalir.
Frábært útsýni. Verð aðeins 8,5 millj. 25974.
Öldutún - sérhæð - 4ra
Björt og skemmtil. ca 100 fm neðri hæð í tvíb. auk 15 fm
geymsluskúrs á lóð. 3 svefnh. Sérinng. Áhv. húsbr. Laus strax.
Hagst. verð 6,5 millj. 17427.
Vesturbær - Hf. - einbýli
Fallegt litið tvilyft einbýli á þessum vinsæla stað. 3 svefnherb. Verð 6,3 millj. 28768.
Markarflöt - Gb. - einbýli
Sérlega fallegt og vel umgengið einlyft einbýli með innb. tvöföldum bílskúr og
sólskála, samtals ca 220 fm. Góður garður. Teikn. á skrifst. Verð: Tilboð. 28865.