Morgunblaðið - 17.09.1995, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.09.1995, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sérsaumuð dragt á kr. 19.950 úr ullamaberdíni. Komdu oa veldu lit. Vefnaðarvöruverslunin. textil line Faxafeni 12, s. 588 1160 Hvernig eykur þú orku þína Lærirað vinna úr neikvæðum tilfinningum og nota jákvæða hugsun ^'osun Helgarnámskeið á Snæfellsnesi .Jtál‘fsþekkln9 .•Ortcuj Gisting, fullt fæði og námskeið: 17.400 kr. Leiöbeinandi: Bryndís Júlíusdóttir, kinesiolog. FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA símar 562 3640, 562 3643, fax 562 3644. AUKIN URÉTTIN Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst miðvikudaginn 20. september kl. 18 Upplýsingar í síma 567 0300 frá kl. 13 - 20 alla virka daga. OKUSKOLINNIMJ ^arabakka 3, Mjóddinni, símj^f 0300 NISSAN-DEILDIN í HANDBOLTA í KVÖLD KL. 20.00 KR - KA í LAU GARDALSHÖLL KR - ingar með Rússa, KA með Kúbumann. Rútuferð frá KR-húsi kl. 19.15 og frá Höllinni strax að leik loknum að KR-húsi (frítt í rútuna). SjÁUMST - ÁFRAM KR! I DAG SKÁK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Við sáum í gær hvemig Úkraínumaðurinn Malanjúk (2.580) brenndi af í fyrri atskák sinni við landa sinn Ivantsjúk 8 (2.740) í London um mánaðamótin. í seinni 7 skákinni tók ekki betra við: Malanjúk * var með hvítt og átti s leik: Skákin fékk óvæntan endi:26. < Rxg6?? - Rxe3 27. Hxe3 - Df6 28. 3 Rge5?? (Leikur sig 2 beint í mát. 28. Re7+ var þvingað) 28. - ’ Dxf2+ og hvítur gaf því mátið blasir við. í staðinn fyrir þessi ósköp átti hvítur örugga vinningsleið: 26. Rg4! - Rxe3 27. Hxe3 og svartur tapar drottning- unni, því 27. - Df5 er auðvit- að svarað með hjónagafflin- um 28. Rh6+. Það er mikið í gangi í skákheiminum um þessar mundir. Hér heima er Frið- riksmótinu nýlokið en fram- kvæmd þess tókst langt framar vonum._ Undanrásir á atskákmóti íslands fara fram í vikunni og Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst næsta sunnudag. íjölmarga áhorfendur á Friðriksmótinu er vafalaust farið að klæja í fmgurna eftir að fá að tefla sjáifir og geta ekki kvartað undan skorti á verðugum verkefnum. ORÐABÓKIN Ausandi Frá því var sagt fyrir nokkru í morgunfréttum Ríkissjónvarpsins kl. átta, þegar forseti okkar var á ferð í Kína, að hann hefði daginn áður lent í ausandi rigningu. Ég hnaut um þetta lo. ausandi, enda hafði mér verið bent á það í skóla sem dönskuslettu og með öllu óþarfa í mál- inu. í dönsku er talað um osende regn, og það- an mun orðið ausandi komið í móðurmál okk- ar. Hálftíma síðar var svo fréttin endurtekin í RÚV, en þá talaði þulur um úrhellisrigningu. Svo var aftur sagt frá þessu kl. níu eða tíu, og þá var ausandi rigning aftur komin í fréttina. Um kvöldið var síðan minnzt á þessa óhemju- rigningu í Kína, og þá var talað um úrhellis- rigning rigningu. Ljóst virðist af þessu, að sá fréttá- maður, sem fyrst skrif- aði fréttina, hafi talað um ausandi rigningu, en þulur kl. hálfníu vænt- anlega breytt þessu í úrhellisrigningu. Hér vil ég nota tækifærið og vara við því að tala um ausandi rigningu, enda höfum við mörg önnur orð, sem lýsa ágætlega þessu fyrirbæri í veðr- áttunni. Segja má, að þar verði no. úrhelli efst á blaði um mjög mikla rigningu og svo sam- setningin úrhellisrign- ing um hið sama, en hún kom einmitt fram í frétt- inni. Þá má minna á heilirigningu 0g helli- skúr, og steypiregn og steypiskúr. Nokkur blæ- munur er samt á þessum orðum. J.A.J. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Slæm þjónusta EINAR Þórðarson hringdi og vildi lýsa óánægju sinni yfir frí- merkjaþjónustunni , hjá Pósti og síma. Hann þarf stundum að kaupa frímerki og hefur núna tvisvar sinnum m.eð stuttu millibili lent í því að ekki séu til algeng- ustu gerðir frímerkja, þ.e. 30 kr. og 40 kr. frímerki. í þessum tilfellum þarf þá að kaupa tvö frímerki í stað eins og fínnst honum þetta vera ófullnægjandi þjónusta og undarlegt að ekki sé hægt að hafa þessi mál í lagi. Villandi upplýsingar á mjólkur- fernunum INGIBJÖRG Elín Sigur- bjömsdóttir hringdi og vildi lýsa undrun sinni á því sem birt er aftan á mjólkurfernum. Til dæmis stendur á nýlegri mjólkurfernu skýring á orðinu örverpi. Þar er orðið skýrt svo að átt sé við síðasta barn í fjöl- skyldu — þykir Ingi- björgu þetta ekki nógu nákvæm iýsing og vil- landi þar að auki. I orða- bók Blöndals segir: „Eggert Ólafsson segir, að þá fuglar eru afgaml- ir, verpi þeir seinast dá- litlu eggi, sem eiginlega kallast örverpi . . Af þessu má sjá að ekki er skýringin nákvæm á létt- mjólkurfernunni. Annað dæmi er þegar skrifað var aftan á mjólkurfernu „hafðu góða helgi“ og bent á að betra væri að segja’ „njóttu helgarinn- ar“. Þetta þykir Ingi- björgu ekki góð íslenska og bæti aðeins gráu ofan á svart því rétt sé að segja „góða helgi“. Ef þetta framtak er til að örva máltilfinningu barna og unglinga þá er eins gott að rétt sé með farið. Eru þetta íslensku- fræðingar eða málfræð- ingar sem sjá um þessi skrif? HÖGNIHKEKKVÍSI Víkveiji skrifar... GÍFURLEGT harðindaskeið gekk yfír land og þjóð um miðja 18. öldina. Harðindin voru af ýmsum toga, m.a. veðurfarsleg- um. Skaftáreldar (1783) kórónuðu hörmungarnar. Níu þúsund manns, tæplega fimmtungur þjóðarinnar á þeirri tíð, féllu á árunum 1783- 1785. Hundrað árum síðar var veðurfar enn og aftur sérdeilis kalt í land- inu. Tvo síðustu áratugi 19. aldar fluttust 10-15.000 manns úr landi til Ameríku. Það var hátt hlutfall þjóðarinnar á þeim tíma, þegar landsmenn voru innan við 50.000 talsins. Trúlega býr fleira fólk af íslenzku bergi brotið í Ameríku en heima á Fróni! Víkveiji rifjar þessa sagnfræði upp í tilefni fjölmiðlafárs um land- flótta annó 1995, aðallega til Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar. Raunar hafa 10-15 þúsund Islend- ingar verið við nám og vinnu að meðaltali í Skandinavíu síðustu ára- tugina. En það er önnur saga. xxx IFORY STU GREIN Frjálsrar verzlunar segir m.a.: „Á fyrstu átta mánuðum ársins hafa hvorki fleiri né færri en 1.658 íslendingar flutt úr landi, en sú tala svarar til allrar íbúatölu meðalstórra kaupt- úna í landinu." Ástæður? Að hluta til atvinnu- leysi (sem raunar er meira annars staðar á Norðurlöndum en hér). Magnús Hreggviðsson, höfundur greinarinnar í Fijálsri verzlun, ger-' ir því og skóna, að hár framfærslu- kostnaður og háir skattar, einkum jaðarskattar, hreki fólk af skerinu. Tekjutengingaráráttan, nýr „tízku- sjúkdómur“ íslenzkra stjórnmála- manna, veldur því m.a., að ungt Ijolskyldufólk, sem þarf að vinna mikið til að standa undir háum framfærslukostnaði, ítem hús- næðis- og námsskuldum, uppsker umtalsverða skerðingu, jafnvel nið- urfellingu, ýmiss konar almanna- bóta. Eftir því sem það vinnur meira, sýnir meiri sjálfsbjargarvið- leitni, hlýtur það meiri og meiri bótaskerðingarrefsingu! Niðurstaða: Atgervisflótti. Far vel Frón! Og gúrkufjölmiðlarnir standa á öndinni, einn ganginn enn. xxx LANDSFEÐUR mata krókinn þessa dagana, ef marka má fjölmiðla. Mikið vill meira. Og hvað höfðingjamir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Færri velta vöngum yfir hvernig hægt sé að stækka þá margfrægu þjóðarköku, sem til skiptanna er hveiju sinni. Áuðlind sjávar er fullnýtt, ef ekki ofnýtt. Búvörur hlaðast upp í kjötfjöll og skerða kökuna fremur en stækka. Eftir stendur óbeizluð orkan í jarðvarma og fallvötnum. - Orkufrekur iðnaður? Þangað má trúlega sækja umtalsverða kökus- tækkun, ef okkur tekst að leggja snörur fyrir erlent áhættufjármagn. Raforka um sæstreng? Minnir dulít- ið á útflutning óunnins hráefis. Og spurning er, hvort markaðsverð ytra risi undir fjalldýrum flutnings- kostnaði. Skoðunarvert samt. Fleira kemur til. Ferðaiðnaður lofar góðu. Hugvit á tölvuöld geym- ir og marga matarholuna. En lykill- inn að gæfudyrum framtíðarinnar er aðeins einn: menntun, meiri menntun. Menntun, þekking, rann- sóknir, þróun! xxx ER EKKI tímabært fyrir ASÍ, BSRB, VSÍ og aðrar skamm- stafanir að reikna út fáein framtíð- ardæmi? Hvað ber sjávarútvegurinn mörg störf og hve há laun næstu 10-20 árin? Hvað bera ferðaþjón- ustan, landbúnaðurinn, iðnaðurinn, orkubúskapurinn, verzlunin. skat- tekjur ríkissjóðs o.sv.fv. mörg störf- og há laun? Lífskjör verða nefnilega ekki til við samningaborð karphúsa, heldur í atvinnulífinu. Og er ekki kominn tími til að starfsstéttir og landsfeður hæstvirt- ir leiti svara við spurningunni, hvað getum við gert fyrir íslenzkt samfé- lag? í stað síbyljunnar í þjóðarsál- inni, hvað getur samfélagið gert fyrir okkur?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.