Morgunblaðið - 17.09.1995, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FHsetti
svipá
mestan
mótið
Morgunblaðið/Ásdís
Fimmfaldur meistari!
BJARNI Þór Traustason úr FH varð fimmfaldur slgurvegari
á MeistaramÓtl íslands í frjálsíþróttum í flokkl 15 til 22 ára.
Hér kemur hann fyrstur í mark í 200 metra hlauplnu en Jón-
as Páll Jónsson úr ÍR fylgir fast á eftir.
MEISTARAMÓT íslands í
frjálsíþróttum 15-22 ára fór
fram á Laugardalsvelli um síð-
astliðna helgi og var keppni
jöfn og spennandi í mörgum
greinum. Mest bar á íþrótta-
fólki frá FH og vann það til
flestra verðlauna. Má þar
nefna Bjarna ÞórTraustason
sem sigraði í fimm greinum auk
þess að vera f sigursveitum FH
íbáðum boðhlaupunum. Lauf-
ey Stefánsdóttir, FH, sigraði í
þremur greinum svo og Magn-
ús Aron Hallgrímsson HSK og
Vigdís Guðjónsdóttir frá sama
héraðssambandi sigruðu í
þremur greinum hvert.
ijú íslandsmet voru sett á mót-
inu og eitt var jafnað. Sveinn
Þórarinsson, FH, setti nýtt íslands-
met í flokki sveina í
100 m grindahlaupi
Benediktsson ^ann hljóp á
skrifar 15,90 sek. og sigr-
aði í greininni.
Seinni daginn hljóp Sveinn 400 m
grindahlaup á 58,04 sek. ogjafnaði
þar með met Viggós Þ. Þórissonar,
FH. Sigrún Össurardóttir bætti eig-
ið met í þrístökki í meyjaflokki þeg-
ar hún stökk 11,45 m. Þá bætti
strákasveit FH íslandsmetið í
4x400 m boðhlaupi í strákaflokki,
hljóp á 4:32,77 mín.
„Ég er að sjálfsögðu mjög
ánægður með árangurinn um helg-
ina. Þetta er síðasta mótið sem ég
keppi á í sumar og ég er orðinn
mjög þreyttur. Reyndar ætla ég að
hlaupa 300 m grindahlaup um
næstu helgi til að freista þess að
slá metið sem þar er, en að öðru
leyti er ég hættur að keppa utan-
húss í ár,“ sagði Sveinn Þórarinsson
að mótslokum á laugardag. „Ég
stefni ótrauður að þvi að æfa af
krafti áfram og bæta mig, en mig
langar að fara út í keppni í tug-
þraut í framtíðinni. Ég tók þátt í
Bikarkeppni FRÍ í tugþraut fyrir
tveimur vikum og náði þar fimm
þúsund sexhundruð þjátíu og sex
stigum, sem er gott, og því er það
freisting að hella sér út í tugþraut-
ina,“ bætti þessi ungi afreksmaður
við að lokum.
Bjami Þór Traustason var án
nokkurs vafa afreksmaður mótsins.
Hann sigraði í 100 og 200 m hlaup-
um, 110 m grindahlaupi auk lang-
stökks og hástökks auk þess að
vera í sigursveit FH í báðum boð-
hlaupunum. „Ég hef verið meiddur
í allt sumar og því hefur sumarið
farið fyrir ofan garð og neðan,“
sagði Bjarni Þór í viðtali við Morg-
unblaðið. „Nú er ég hins vegar að
ná mér á strik og þá er sumarið
búið. Annars kitlar það mig mest
að ná lágmarkinu fyrir Norður-
landamótið í tugþraut næsta sum-
•ar. Mér tókst ágætlega upp í Bikar-
keppninni í tugþraut um daginn og
í framhaldi af því er lágmarkið
ekki svo fjarlægur draumur," sagði
Bjarni Þór ennfremur.
„Sumarið hefur verið langt hjá
mér og ég „toppaði" á Smáþjóða-
leikunum í vor og þreyta er farin
að segja til sín. Auk þess vantaði
mig meiri keppni á mótinu og því
var ég nokkuð fjarri mínu besta,“
sagði hin efnilega nítján ára gamla
hlaupastúlka úr FH, Laufey Stef-
ánsdóttir, en hún sigraði af miklu
öryggi í 800, 1.500 og 3.000 m
hlaupum á Meistaramótinu. En er
Laufey farin að hugsa um að slá
met þjálfara síns Ragnheiðar Ólafs-
dóttur á þessum vegalengdum?
„Nei, ég hugsa ekki um það,“ sagði
hún stutt og laggott er hún var
spurð að því í mótslok.
Morgunblaðið/Ásdís
RAKEL Tryggvadóttir úr FH vann tvenn gullverðlaun. Hér er
hún í þrístökkskeppninni þar sem hún sigraði með yfirburð-
um, stökk 11,93 metra.
Hvers vegna tek-
ur SSÍ ödruvísi á
málum en adrir?
BRÉF þetta er svar
við bréfi frá Sundsam-
bandi íslands (SSÍ)
þann 22. júlí s.l. En
þar svaraði SSÍ bréfi
mínu frá 15. júh'.
Mál málanna er að
ég var rekin úr lands-
liðinu vegna fjarveru
minnar frá æfingabúð-
um um páskana,
13.-16. apríl, og ófull-
nægjandi mætingar á
æfingar, að sögn SSÍ.
SSÍ segir í bréfi sínu
að þegar heyrðist að
ég ætlaði að synda mig
inn í Smáþjóðaleikahópinn hafi
margir talið að ég ætti ekki að fá
að komast inn burtséð frá því hvort
ég næði tilskildum árangri, vegna
~~ þess hve lítið ég synti miðað við
aðra sundmenn. Hins vegar segir
SSÍ að landsliðsnefnd hafí ekki séð
neinn meinbug á að ég færi svo
framarlega sem ég stæði mig_ vel
á íslandsmeistaramótinu (IMÍ) í
mars. Þessu lýgur SSÍ því formað-
ur landsliðsnefndar (Sævar Stef-
- ánsson) hringdi heim til mín löngu
fyrir IMÍ til þess að
tilkynna mér að hann
myndi mæla á móti því
að ég færi út, burtséð
frá þvi hvort ég synti
mig inn í hópinn.
Að missa af æfinga-
búðum í sundi er ekk-
ert stórmál, þar fer
ekkert fram sem ekki
er hægt að gera ann-
arsstaðar. Það eina
verklega sem hægt er'
að gera í æfingabúð-
um er að æfa boð-
sundsskiptinguna, en
það var ekki gert og
hefur nánast aldrei verið gert á
meðan ég hef verið í landsliðinu.
Sundkonan Bryndís
Ólafsdóttir, sem rekin
var úr landsliðinu fyrr á
árinu, svarar hér grein
SSÍ frá því í sumar
vegna málsins.
Bryndís
Ég hringdi í sambönd eins og
Fimleikasamband íslands, Hand-
knattleikssamband íslands og
Knattspyrnusamband íslands, öll
samböndin gefa skólafólki frí í
landsliðsæfingabúðum eða ferðum
ef um próflestur eða próf er að
ræða. Hvers vegna SSÍ þarf að taka
allt öðruvísi á málunum er mér og
fleirum óskiljanlegt.
í fyrra bréfi mínu kemur fram
að SSÍ hafi ekki gert tilraun til að
nálgast sund- og lyftingaæfingar
mínar. SSÍ svarar því til að það
hafi spurt þjálfara minn um æfing-
ar mínar, þjálfari minn segir þeim
að hann geti ekki staðfest neitt um
það hvernig ég æfði. Auðvitað gat
hann ekki staðfest neitt um það sem
ég er að gera að Laugarvatni,
maðurinn býr og þjálfar í Reykja:
vík. Lyftingaæfingarnar hefur SSÍ
svo sannarlega ekki séð. Að SSI
skuli dæma árangurinn og þar með
talið þjálfun mína verri, vegna þess
að ég lyfti lóðum meira (en aðrir
sundmenn á íslandi) og syndi
minna, er hlægilegt.
SSÍ heldur áfram og segir að
ég hafi fengið tækifæri til að sanna
æfingasókn mína, en hafi ekki gert
það. í staðinn hafi komið fram
mínar eigin fullyrðingar. SSÍ leggst
svo sannarlega lágt. Ég æfði ein
svotil allan veturinn og ef SSI gat
ekki tekið við upplýsingum frá
mér, hver var þá til frásagnar?
Auðvitað vissi SSÍ að ég æfði
ein og notfærði sér svo um mun-
aði. Að vísu skýlir SSÍ sér á bak
við þann skjöld að það hafi upplýs-
ingar frá aðilum að Laugarvatni
um að ég æfði illa. Enginn einstakl-
ingur var staddur á hverri sund-
og lyftingaæfingu að Laugarvatni
og þessum sömu æfingum í Reykja-
vík um helgar. Þess vegna eru þess-
ir aðilar annaðhvort að segja meir
en þeir vita eða þeir eru bara til í
hugarfylgsnum SSÍ.
I fyrra bréfi mínu held ég því
fram að öðrum leyfist það sem mér
leyfist ekki. Tók ég dæmi um tvo
sundmenn í Bandaríkjunum sem
komust ekki i æfingabúðir vegna
skóla og tvo sundmenn frá Akur-
eyri sem fóru degi fyrr úr æfinga-
búðunum án ástæðu. SSÍ svarar
því til að „það hefði verið mun óhag-
stæðara fyrir piltana að koma heim
og eyða þar með dýrmætum tíma
í ferðalög og það að jafna sig vegna
tímamismunar", og „sundmennirnir
að norðan áttu að mæta í próf á
þriðjudeginum eftir páska og vegna
samgönguörðugleika urðu þeir að
fara norður á laugardagskvöldið."
Mér er það mikil ánægja að upplýsa
formann SSI að piltarnir í Banda-
ríkjunum hefðu alls ekki þurft að
koma heim (til íslands), því SSÍ var
með æfíngabúðir í Flórída. Þangað
tekur þá 2 og 4 klst að fljúga frá
heimilum sínum. Og tímamismun-
urinn? Jú, hann er heilar 1 og 2
klukkustundir. SSI lýgur því að um
samgönguörðugleika hafi verið að
ræða fyrir krakkana að norðan, því
samkvæmt Flugleiðum var flogið
sex sinnum til Akureyrar mánudag-
inn annan í páskum og samkvæmt
Vegagerð ríkisins var mokað og
fært frá Reykjavík til Akureyrar
bæði páskadag og annan í páskum.
í fyrra bréfi mínu segi ég frá því
að ég hafi tekið próf í sundi að
Laugarvatni og synt á tíma, í 50 m
skriðsundi, sem nægt hefði til að
vinna það sund á Smáþjóðaleikun-
um. SSÍ svarar: „Allir sem þekkja
til sundíþróttarinnar vita hins vegar
að mun betri tímar nást í 25 m
laug, eins og er á Laugarvatni,
heldur en í 50 m laugum. Munurinn
er allt að 1 sek. Einnig næst alltaf
betri tími þegar um handtímatöku
er að ræða. Munur á sjálfvirkri
tímatöku og handtímatöku er '7m-
Vio úr sek.“ Þama lýsir afstaða SSÍ
til mín sér mjög vel. Sambandið
lætur í veðri vaka að ég sé svo
vitlaus að ég viti ekki muninn á
25 m og 50 m laugum. SSÍ vildi
einnig meina að tími í 50 m skrið-
sundi (sem er stysta keppnisgrein-
in) segði lítið til um æfingaástand
mitt. Eg spyr þá, hvers vegna er
þá hægt að ná lágmarki á Heims-
meistaramót, Ólympíuleika og Evr-
ópumeistaramót í 50 m skriðsundi?
Eftir að mér var vikið úr landslið-
inu, barst SSÍ bréf þar sem brott:
rekstri mínum var mótmælt. SSÍ
svaraði þessu bréfi og sendi til við-
komandi. SSÍ barst líka óundirritað
bréf þar sem brottrekstri mínum
var fagnað.
Þetta bréf sendi SSÍ til allra
sundfélaga á landinu. Eru þetta
vinnubrögð sambands sem: er hlut-
laust? hefur sjálfstraust? vinnur eft-
ir málefnum en ekki mönnum? Af
þessu ofantöldu að dæma: Nei.
Höfundur er fyrrverandi
sundkona.