Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 1
92 SÍÐUR B/C/D
33. TBL. 84. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
FRIÐURINN í Bosníu hangir ekki aðeins á bláþræði í Sarajevo, heldur einnig í borginni Mostar
þar sem Króatar og múslimar hatast hvorir við aðra. Hér er verið að kanna skilríki króatísks bíl-
sljóra, sem farið hefur yfir í múslimska borgarhlutann.
Jeltsín á fáa góða kosti í Tsjetsjníju
Hefur áhyggjur
af endurkjöri
Moskvu. Reuter.
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands,
sagði í gær að hann stæði frammi
fyrir erfiðu vali vegna Tsjetsjníju-
deilunnar og báðir kostirnir gætu
haft alvarlegar afleiðingar fyrir sig
ef hann biði sig fram í forsetakosn-
ingunum í júní. Jeltsín tilkynnir á
fimmtudag í næstu viku hvort
hann gefur kost á sér til endur-
kjörs.
„Ef við köllum hermennina heim
hefjast blóðsúthellingar í
Tsjetsjníju," sagði Jeltsín við
blaðamenn. „Ef við flytjum ekki
hermennina úr héraðinu er útilok-
að að ég verði forseti, fólk myndi
ekki kjósa mig.“
Forsetinn bætti við að nauðsyn-
legt væri að finna einhverja „mála-
miðlunarlausn sem myndi henta
öllum“.
Jeltsín sagði að Viktor Tsjerno-
myrdín forsætisráðherra hefði ver-
ið falið að ganga frá nýrri áætlun
um hvernig leiða ætti Tsjetsjníju-
deiluna til lykta. Áætlunin ætti að
vera tilbúin innan tveggja vikna.
Styðja Jeltsín
Margt hefur bent til þess að
Jéltsín gefi kost á sér í forsetakosn-
ingunum en hann hyggst tilkynna
lokaákvörðun sína þegar hann
heimsækir heimabæ sinn, Jekater-
inburg, á fimmtudag. Tsjernomyrd-
ín sagði í gær að flokkur hans
myndi styðja Jeltsín í kosningunum
ef hann yrði í framboði.
Bosníu-Serbar hafa slitið sambandi við fulltrúa NATO og Bosníustjórnar
Framkvæmd friðarsamn-
inganna talin vera í
Vín. Reuter.
BOSNÍU-Serbar tilkynntu í gær,
að þeir hefðu hætt öllum samskipt-
um við fulltrúa NATO-herliðsins
vegna handtöku tveggja serbneskra
foringja, sem Bosníustjórn ætlar að
sækja til saka fyrir stríðsglæpi.
Áður höfðu þeir ákveðið að sækja
ekki lengur fundi með fulltrúum
Bosníustjórnar. Vaxandi ótti er við,
að þetta mál hafi alvarleg áhrif á
framkvæmd friðarsamninganna um
Bosníu.
Stríðsglæpadómstóllinn fór fram
á það í fyrradag, að serbnesku for-
ingjarnir, Djordje Djukic hershöfð-
ingi og Áleksa Krsmanovic ofursti,
yrðu í haldi meðan kannað væri
hvort þeir væru sekir um stríðs-
glæpi. Richard Goldstone, forseti
réttarins, kynnti þessa ákvörðun
.hjá ÖSE, Óryggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu, í gær en vildi ekk-
ert um það segja hvaða sannanir
væru gegn mönnunum, aðeins að
ástæða væri til að kanna mál þeirra.
Serbar segja, að handtaka mann-
anna sé brot á Dayton-samkomu-
laginu og hafa krafist þess, að
NATO leysi þá úr haldi en talsmenn
þess segja, að NATO muni ekki
hafa nein afskipti af málinu. Banda-
ríkjastjórn hefur lýst nokkrum
skilningi á óánægju Serba með
handtökuna en telur, að hún rétt-
læti ekki viðræðuslit. Ætlar hún
að senda samningamann sinn, Ric-
hard Holbrooke, aftur til Bosníu
vegna málsins.
Gratsjov styður Serba
Pavel Gratsjov, varnarmálaráð-
herra Rússlands, sagði í Belgrad í
hættu
gær, að sleppa ætti serbnesku for-
ingjunum strax þar sem þeir væru
ekki á lista yfír þá, sem stríðsglæpa-
dómstóllinn hefur ákært fyrir
stríðsglæpi.
Fréttaskýrendur segja, að Serb-
um sé þetta mál ekki jafn leitt og
þeir láti. Með handtöku foringjanna
tveggja og sex serbneskra her-
manna að auki hafi Bosníustjórn
gefið harðlínumönnum meðal
Bosníu-Serba kærkomið tækifæri
til að stöðva framkvæmd friðar-
samninganna.
Metatvinnuleysi í Þýskalandi
Flokkarnir taka
höndum saman
Bonn. Reuter.
STJÓRN og stjórnarandstaða í
Þýskalandi ákváðu í gær að snúa
bökum saman í baráttu gegn at-
vinnuleysinu en þá voru birtar tölur,
sem sýna, að það hefur aldrei verið
meira en nú frá lokum síðari heims-
styrjaldar.
I janúar voru 3,86 milljónir manna
án atvinnu í Þýskalandi eða 10. hver
vinnufær maður. Skoraði Helmut
Kohl kanslari á jafnaðarmenn, sem
eru í stjórnarandstöðu, og verkalýðs-
félögin að rétta ríkisstjórninni hjálp-
arhönd í baráttunni gegn þessu þjóð-
félagsböli.
„Við verðum að taka höndum
saman í þessu stríði," sagði Kohl á
þingi í gær og Oskar Lafontaine,
leiðtogi jafnaðarmanna, brást vel
við.
„Við munum verða við þessari
tímabæru áskorun. Ef við getum
ekki komið okkur saman um ein-
hverjar aðgerðir mun atvinnulaust
fólk kunna okkur litlar þakkir, jafnt
stjórnarandstöðunni sem stjórninni,"
sagði Lafontaine.
Gúnter Rexrodt efnahagsráðherra
sagði, að aukið atvinnuleysi mætti
rekja til hás gengis þýska marksins,
of mikilla kauphækkana og minni
umsvifa í efnahagslífinu, einkum í
byggingariðnaði. Ekki yrði komist
hjá ýmsum kerfisbreytingum því
jafnvel góður hagvöxtur myndi ekki
sjálfkrafa leiða til aukinnar atvinnu.
ÍVMalcl javiUurs livtia muF
ISXtciJumm cnWit I
má.»»íitiitit ankTnEt
Æ'Æ m m
Ýim ('PMwn wöwfflr-
Reuter
Rándýrseðlinu mótmælt
AINA Jonsson og fleira fóik úr
Samaþorpinu Ammarnas í
Norður-Svíþjóð efndi til nýstár-
legra mótmæla í Stokkhólmi í
gær. Komu þau fyrir nokkrum
hreinsdýrsskrokkum á götu í
borginni til að sýna hvernig úlf-
ar, gaupur, birnir og ernir léku
búsmalann þeirra. A spjaldinu
stendur meðal annars, að úlfar
hafi drepið dýrin án þess að éta
þau.
Farþegar
voru var-
aðir við
Frankfurt. Reuter.
LÆKNIR stjórnvalda í Dóminíska
lýðveldinu sagði í gær, að svo virt-
ist sem farþegar Boeing-757-þot-
unnar, sem fórst undan strönd
landsins aðfaranótt miðvikudags,
hefðu á síðustu stundu fengið við-
vörun um hvert stefndi því að
minnsta kosti eitt líkanna, sem
komið var með til lands í gær, var
íklætt björgunarvesti.
„Farþegarnir hafa verið látnir
vita að eitthvað var að,“ sagði lækn-
irinn. Hann sagði útlit líka fórnar-
lamba flugslyssins benda til þess
að þotan hafi skollið á haffletinum
með miklu afli.
Með þotunni fórust 189 manns,
þar af 176 farþegar, og voru þeir
flestir þýskir. Helmut Kohl, kansl-
ári Þýskalands, vottaði aðstandend-
um þeirra virðingu fyrir hönd
þjóðarinnar og þingmenn höfðu
einnar mínútu þögn á þingfundi í
sama skyni.
Varað við ódýru leiguflugi
Þýskir fjölmiðlar ræddu öryggi
flugvéla leiguflugfélaga í umfjöllun
sinni um slysið í gær. Beindist
gagnrýni að útlendum leiguflugfé-
lögum og sagt var að viðhaldi flug-
véla þeirra væri ábótavant, áhafnir
vanþjálfaðar og yfirkeyrðar af of
mikilli vinnu.
Þá var fólk varað við því að taka
ódýrustu tilboðum í ferðir til vin-
sælla áfangastaða; ódýrasti miðinn
væri ávísun á minni þægindi og
minna öryggi.
Skip og flugvélar bandaríska
flotans hófu í gær leit að flugrita
þotunnar. Þrátt fyrir að hann lægi
á a.m.k. 1.200 metra dýpi sögðu
talsmenn flotans mörg dæmi um
að hlutir á stærð við flugritann
hefðu fundist og náðst upp af miklu
dýpi.
■ Hátækni beitt/16