Morgunblaðið - 09.02.1996, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fyrsta sérhannaða hjartadeildin hérlendis opnuð
Greidd
með lán-
veitingu
NÝ OG fullkomin hjartadeild var
opnuð formlega á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur í gær, og er hún
fyrsta sérhannaða hjartadeildin
hér á landi. Við sama tækifæri
var fagnað afmæli deildarinnar,
en starfsemin hóf göngu sína á
Borgarspítala fyrir aldarfjórð-
ungi. Deildin flutti inn i nýtt hús-
næði 25. nóvember sl., á 7. hæð
Borgarspítala, en þar hafði engin
aðstaða verið frá því að B-álma
var steypt upp fyrir um 14 árum.
„Hérna var ruslakompa fyrir
nokkrum árum,“ segir Guðmund-
ur Oddsson, yfirlæknir hjarta-
deildar.
Álag við sameiningu
„Um alllangt skeið hefur verið
ráðgert að innrétta hjartadeild á
7. hæð B-álmu, en fjárskortur
ævinlega staðið í veginum.
Ástæða þess að ráðist var í þessa
framkvæmd nú er sá mikli þrýst-
ingnr sem varð vegna bráðaþjón-
ustu við sameiningu Borgarspít-
ala og Landakots. Það bar brýna
nauðsyn til, því að við sameining-
una jókst álagið á hjartadeildina
gífurlega, enda hafði Landa-
kotsspítali áður annað þriðjungi
allra vakta.“
Kostnaður við deildina er nú
53-54 milljónir króna og ákvað
sljórn Sjúkrahúss Reylyavíkur að
taka lán til að fjármagna fram-
kvæmdina, sem var ekki innan
fjárlaga sjúkrahússins. Borgaryf-
irvöld samþykktu þessa leið og
sömuleiðis heilbrigðisráðherra.
Enn á eftir að innrétta aðgerða-
stofu og endurnýja rafsjár til að
fylgjast með líðan sjúklingsins,
og er sá kostnaður áætlaður um
20 milljónir króna.
Guðmundur segir hönnun
deildarinnar gera starfsfólki
kleift að fylgjast betur með
Morgunblaðið/Asdís
GUÐMUNDUR Oddsson, yfirlæknir hjartadeildar, kvað vinnuað-
stöðu á nýrri deild til fyrirmyndar, en hjartadeild Borgarspítala
hóf starfsemi sína 8. febrúar 1971.
INNLAGNIR á hjartadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur voru
1.594 í fyrra, en með nýjum
húsakynnum er auðveidara að
fylgjast með líðan sjúklinga.
hjartasjúklingum en áður, einkum
þeim veikustu sem eru á hjarta-
gjörgæslu. Á deildinni eru 29
rúm, þar af 11 hjartagjörgæslu-
rúm á innri hluta hennar. Fjórir
sjúklingar eru í fjarskiptarafsjá
þannig að þeir geta verið hvar
sem er á deildinni, en hinar raf-
sjárnar átta eru tengdar rúmum.
275% aukning
á áratug
Hjartaþræðingar hófust 1990 á
Borgarspítala og voru þær 100
talsins fyrsta árið og var upphaf-
lega áætlað að þær yrðu 150 tals-
ins, en á síðasta ári voru þær hins
vegar 417 alls.
Nýrri deild fylgir lítil aðgerð-
arstofa þar sem skapast að sögn
Guðmundar möguleiki á að setja
gangráði í sjúklinga þegar tilætl-
aður tækjabúnaður kemur, auk
ýmissa minni aðgerða og rann-
sókna.
Fjöldi innlagna á deildina hefur
aukistjafnt ogþétt. Árið 1985
voru þær 580 talsins en í fyrra
1.594, sem telst vera 275% aukn-
ing á einum áratug. „Sem dæmi
um álag á deildina má geta þess
að nýting hennar var 103% á sein-
asta ári, sem þýðir að einhveijir
sjúklingar hafi þurft að liggja á
gangi um tíma. Slík nýting er að
sjálfsögðu komin langt fram yfir
öryggismörk og þýðir raunar
stöðugar yfirlagnir á deildina og
óhóflegt álag á starfsfólk," segir
Guðmundur.
Laxveiðiréttindi
Þursstaða keypt
NORÐUR-Atlantshafslaxasjóðurinn,
NASF, hefur fest kaup á laxveiði-
réttindum jarðarinnar Þursstaða á
Mýrum, en hún er ein sex
jarða hér á landi sem veitt
hefur lax í sjó samkvæmt
sérstakri undanþágu frá
aðalreglu sem Alþingi sam-
þykkti 1932. Síðustu árin
hafa verið þreifingar um
kaup á öðrum laxveiðijörð-
um við sjó, en þær eru auk
Þursstaða, Rauðanes og
Lambastaðir á Mýrum,
Orri Vigfússon
Kirkjubói og Kúludalsá við utanverð-
an Hvalfjörð og loks Hámundarstað-
ir í Vopnafírði. Síðustu tíu árin hafa
veiðst að jafnaði 359 laxar frá Þurs-
stöðum.
„Það var undirritaður samningur
við frú Guðrúnu Tryggvadóttur,
ábúanda og eiganda laxveiðiréttind-
ana á Þursstöðum, á miðvikudag.
Sjóðurinn hefur alla tíð kappkostað
að ná fram upptöku neta og kvóta
með ftjálsum samningum allra hags-
munaaðila. Vonandi kemur þessi
samningur hreyfingu á málefni ann-
arra laxveiðijarða, en um nokkurt
skeið hafa átt sér stað skoð-
anaskipti við eigendur fyrr-
nefndra hlunninda," sagði
Orri Vigfússon í samtali við
Morgunblaðið í gærdag.
Orri bætti við, að hann
skildi vel að þeim sem stund-
að hafa sjóveiðar á laxi
væri eftirsjá af hefðbundn-
um störfum, auk þess sem
laxveiðin hefði oft verið góð
búbót. „Eins og allir vita eru veiði-
réttindi, hvort sem þau éru á þorski
eða laxi, viðkvæm og vandmeðfarin.
Það er því sérstakt þakkarefni að
frú Guðrún hefur gert samning við
sjóðinn og aðstoðað þannig lax-
verndunarsinna í þessu alþjóðaverk-
efni að endurreisa villta laxastofna
í náttúrunni. Hlutur Guðmundar
Bjarnasonar umhverfísráðherra í
þessu máli er einnig þakkai'verður,"
bætti Orri við.
Greiðslubyrðin
34,6 milljarðar
GREIÐSLUBYRÐI af öllum lánum
ríkissjóðs verður 34,6 milljarðar
króna í ár, tvöfalt hærri en sem
nemur áætluðum tekjum ríkissjóðs
af tekjuskatti einstaklinga í ár.
Þetta kemur fram í svari fjármála-
ráðherra við fyrirspurn Péturs H.
Blöndals alþingismanns, sem lagði
fram fyrirspurn um hver verði árleg
verg greiðslubyrði af öllum lánum
ríkisjóðs á næstu árum og hvað hún
sé hátt hlutfall af tekjuskatti ein-
staklinga samkvæmt fjárlagafrum-
varpinu.
Greiðslubyrði ríkissjóðs af lánum
er 34.629 milljónir króna í ár. 16.286
milljónum verður varið til að greiða
af erlendum lánum, 10.300 milljónir
fara í að greiða af spariskírteinum,
afborganir ríkisvíxla og ríkisbréfa
nema í ár 5.958 milljónum og 2.085
milljónir verða greiddar af íslenskum
lánum öðrum en markaðsbréfum.
Fjárlög ársins 1996 gera ráð fyrir
að tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti
einstaklinga nemi 17,3 milljörðum
króna, helmingi þess fjár sem varið
verður til afborgana af erlendum
lánum.
Greiðslubyrðin þyngst
árið 2000
Alls nemur greiðslubyrði ríkis-
sjóðs vegna lána 251,9 milljörðum
króna fram til ársins 2005 að því
er fram kemur í svari fjármálaráð-
herra. Þyngst er greiðslubyrðin árið
2000, þegar 46.908 milljónir falla á
ríkissjóð, þar af 35.722 milljónir
króna vegna spariskírteina.
Grænlensku börnin heldur á batavegi
Oveður hamlar
frekara sjúkraflugi
til Grænlands
ÓVEÐUR hamlaði því að hægt væri
að sækja tvö ungbörn til Kulusuk í
Grænlandi í gær. Fyrir höfðu þijú
ungbörn með RSV-sýkingu verið
flutt á Bamaspítala Hringsins. Ás-
geir Haraldsson yfírlæknir segir að
bömin séu heldur á batavegi. Ef
veður leyfir verða hin bömin tvö
sótt til Grænlands í dag.
Ásgeir sagði að börnin í Græn-
landi virtust vera með RSV-sýkingu
eins og hin börnin þijú. Hann sagði
að um þijá möguleika hefði verið
að ræða til að hjálpa börnunum.
„Einn möguleiki var að flytja þau á
lítið sjúkrahús í Nuuk. Á sjúkrahús-
inu er hins vegar hvorki barnalækn-
ir né barnadeild og því báðust stjóm-
endur sjúkrahússins undan því að
taka við bömunum. Oftast eru börn-
in send til Danmerkur. Þegar hins
vegar upp koma bráð veikindi er
mikill munur á því að fara með þau
í tveggja tíma flugi hingað en lengri
leið til Danmerkur," sagði hann.
Faraldur í Ammassalik
Ásgeir sagði að öðru hvoru væru
börn send til lækninga á íslandi frá
Grænlandi. „Hingað hafa komið al-
varlega slösuð böm og öðru hvoru
höfum við tekið börn inn á vökudeild-
ina,“ sagði hann. Hann sagði að
ástandið væri óvenjulegt að því leyti
að fleiri böm væru á stuttum tíma
send frá Grænlandi vegna RSV-far-
aldurs í Ammassalik. RSV-sýking
væri ekki óalgeng í öðrum löndum
yfir vetrartímann, t.d. væri RSV-far-
aldur að ganga á íslandi, en ekki
væri vitað af hveiju svo mörg ung
börn hefðu sýkst í Ammassalik.
RSV-sýking leggst á öndunarfæri
og getur verið skaðleg ungbörnum
og bömum með t.d. hjarta og
lungnasjúkdóma. Tvö eins mánaðar
börn með RSV-sýkingu komu hingað
með sjúkraflugi á mánudag. Eitt til
viðbótar var sótt á miðvikudag en
vegna veðurs var ekki hægt að fljúga
með annað frá Ammassalik á flug-
völlinn í Kulusuk. Barnið er tveggja
vikna og er að sögn Ásgeirs lögð
áhersla á að ná í það. Börnin fá
sérhæfða læknismeðferð og bama-
hjúkrun á Barnaspítala Hringsins.
Þau þurfa að vera í sérstakri ein-
angrun því RSV-sýking smitast auð-
veldlega við hósta og öndun eða
snertingu.
Dönsk heilbrigðisyfírvöld bera
kostnað af flutningi og lækningu
grænlensku barnanna á Barnaspít-
alanum.
DNA-rannsókn FBI lokið
Sæðið er ekki úr
breska manninum
BOGI Nilsson rannsóknarlögreglustjóri segir að niður-
staða rannsóknar FBI, bandarísku alríkislögreglunn-
ar, á sæði úr veiju, sem lögð var fram sem sönnunar-
gagn í nauðgunarmáli gegn breskum sjómanni, sé sú
að útilokað sé að sæðið sé úr manninum. Þessi niður-
staða er í samræmi við niðurstöðu norskrar rannsókn-
ar sem gerð var á sæði úr veijunni. Lögmaður Bret-
ans er að undirbúa skaðabótakröfu á hendur ríkinu.
Islensk kona kærði nauðgun, sem hún sagði að
hefði farið fram í togaranum Þerney 8. október sl.
Breskur maður, sem var um borð í togaranum þenn-
an dag, var handtekinn og kærður fyrir verknaðinn.
Til að komast að sekt eða sakleysi mannsins var
sæði úr veiju sem fannst á staðnum sent í DNA-rann-
sókn. Niðurstaða rannsóknar, sem gerð var hér á
landi, var sú að yfirgnæfandi líkur væru á að sæðið
væri úr manninum eða einhveijum honum náskyldum.
Á grundvelli þessarar niðurstöðu dæmdi héraðsdómur
manninn sekan.
Sæði úr veijunni hafði einnig verið sent til rann-
sóknar til Noregs. Eftir að dómur hafði fallið barst
niðurstaða norsku rannsóknarinnar, en hún var sú
að útilokað væri að sæðið væri úr manninum. I kjölfar-
ið ákvað RLR að óska eftir að FBI gerði þriðju rann-
sóknina á sæðinu. Hæstiréttur taldi sig ekki hafa
forsendur til að bíða eftir niðurstöðu rannsóknarinnar
og sýknaði manninn.
RLR fékk í hendur niðurstöðu úr rannsókn FBI
6. febrúar sl. og er hún í samræmi við niðurstöðu
norsku rannsóknarinnar að sögn Boga Nilssonar.
Hann sagði að FBI hefði látið þetta mál hafa algeran
forgang og þess vegna hefði niðurstað fengist á innan
við tveimur vikum, en venjulega tekur DNA-rannsókn
nokkra mánuði.
Skaðabótakrafa undirbúin
Að sögn Ásgeirs Ragnarssonar, lögmanns breska
sjómannsins, er verið að afla gagna til þess að gera
kröfu á hendur ríkinu vegna þess tjóns sem sjómaður-
inn hefur orðið fyrir vegna málsins. Segir hann að
krafan verði fljótlega lögð fram og vonast til að samn-
ingar náist um skaðabætur til þess að ekki þurfi að
koma til málshöfðunar.
Ásgeir hefur ekki náð til umbjóðanda síns til að
skýra honum frá niðurstöðu rannsóknar FBI og um-
fjöllun um málið hér á landi. í fyrradag birti DV frétt
og sagði niðurstöðu FBI þá að sæði úr smokknum
væri úr Bretanum. Asgeir segir fráleitt af blaðinu að
birta fréttina án þess að hafa örugga tryggingu fyrir
sannleiksgildi hennar. Hann segir að sem betur fer
hafi Bretinn verið farinn af landinu og hafí því ekki
orðið fyrir eins miklum óþægindum vegna málsins
og annars hefði orðið. Hann vildi ekkert fullyrða um
það hvort farið yrði í meiðyrðamál vegna þessarar
fréttar en lýsti þeirri skoðun sinni að hann myndi
vinna málið ef það yrði höfðað.
Málið ekki rannsakað frekar
Bogi Nilsson sagði engar nýjar vísbendingar hafa
komið fram um hver nauðgaði konunni. Málið yrði
ekki rannsakað frekar af hálfu RLR nema nýjar vís-
bendingar kæmu fram.