Morgunblaðið - 09.02.1996, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 09.02.1996, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 13 LAIMDIÐ Reynt við heimsmet ísafirði.- íþróttafélagið Höfr- ungur á Þingeyri stóð fyrir alló- venjulegri uppákomu í sundlaug staðarins um síðustu helgi. Þá freistuðu Höfrungar þess að setja heimsmet í fjölda sundlaugar- gesta og sendu 127 íbúa staðar- ins samtímis í laugina sem er 16,67 metrar að lengd og 8,1 meter að breidd. Sigmundur Þórðarson, formað- ur Höfrungs, sagði að sundlaugin rúmaði mun fleiri, en látið yrði á það reyna hvort um heimsmet væri að ræða. Til að allt færi eft- ir settum reglum mætti Sólveig Guðmundsdóttir, fulltrúi sýslu- mannsins á ísafirði, á staðinn og fylgdist með framkvæmdinni. Sigmundur sagði tilganginn með uppákomunni þann að vekja athygli á íþróttamiðstöð staðar- ins. „Vegna þeirrar umræðu um vímuefni sem fer fram í samfé- laginu vildum við vekja athygli á heilbrigðu lífemi jafnframt því að benda á það sem við ættum að iðka,“ sagði Sigmundur. Morgunblaðið/Egill Egilsson. Góður afli Flateyrarbáta Flateyri - í síðustu viku lönduðu bæði Gyllir, Styrmir og Jónína afla. Gyllir og Styrmir voru með 50 tonn hvor, en Jónína var með 40 tonn. Góð veiði hefur verið að undanförnu og hefur mest verið sótt á Hala- mið. Veðrið hefur átt stóran þátt í því hve vel hefur gengið og lítið verið um brælu. Þetta hefur skapað aukna vinnu hjá starfsfólki Kambs og verið unnið langt fram eftir á kvöldin og um helgar. Vilja sína menn í úrslita- keppnina Selfossi. Morgunblaðið. KRAKKARNIR á Selfossi eru einlægir stuðningsmenn Sel- fossliðsins í handbolta og þeg- ar liðið stendur í ströngu þiggja þeir gjarnan stríðs- málningu til þess að auka á stemmninguna á áhorfenda- pöllunum. Strákarnir á mynd- inni eru staðráðnir í að styðja Selfossliðið vel og dyggilega og koma liðinu í úrslitakeppn- ina i handbolta og segja að ef liðið spili eins vel og gegn KA á dögunum standist því ekkert lið snúning á hand- boltavellinum. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Ein stærsta sko- útsala ársins hefst í dag föstudaginn 9 . f e b r ú a r. k 1.13:00 Morgunblaðið/Sigríður lngvarsdóttir. HALLDÓRA Jónsdóttir, formaður Rauðakrossdeildarinnar, og Kristinn Georgsson slökkviliðssljóri. Rauði krossinn afhendir slökkviliði bj örgnnarbúnað Siglufirði - Rauðakrossdeild Siglufjarðar afhenti slökkviliði bæjarins fullkominn búnað til björgunar úr bílflökum og til notk- unar við rústabjörgun sl. laugar- dag. Búnaðurinn samanstendur m.a. af klippum, glennum og loft- púðum og verður hann notaður í tækjabíl slökkviliðsins. Rauði krossinn stóð fyrir söfnun meðal fyrirtækja o.fl. á Siglufirði til að fjármagna kaupin og voru undir- tektir þeirra sem leitað var til með ágætum. Það kom fram í máli Kristins Georgssonar slökkviliðsstjóra að hér væri um mikilvægan hlekk í öryggiskeðju bæjarbúa að ræða. Búnaðurinn væri af fullkomnustu tegund og getur nýst við hverskon- ar björgunarstörf. Mikilvægt væri fyrir bæjarbúa að vera sjálfum sér nægir í öryggismálum, enda langt að leita aðstoðar ef þörf væri á. Þess má og geta að Rauði kross- inn á Siglufirði hefur að undanfömu staðið fyrir kaupum á ýmsum öðr- um búnaði til notkunar ef stóráföll verða og komið upp geymsluað- stöðu fyrir hann í samráði við al- mannavarnanefnd bæjarins. í ávarpi Kristjáns L. Möller, for- seta bæjarstjórnar, við afhending- una fjallaði hann um mikilvæg störf slysavarnafélaganna í bæn- um og Rauða krossins að ýmsum öryggismálum bæjarbúa og flutti þeim og þá sérstaklega frú Hall- dóru Jónsdóttur, formanns Rauða- krossdeildarinnar og Slysavarna- deildarinnar Varnar bestu þakkir bæjaiyfu'valda. Opio a I I a virka daga, laugardag og sunnudag frá k I . 13:00 - 18:00 Borgartúni 20 Kuldaskór, götuskór, spariskór o.fl. o.fl. o.fl Stendur aðeins í örfáa daga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.