Morgunblaðið - 09.02.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.02.1996, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Andstaða gegn nýju PanAm RÁÐAGERÐIR um að endureisa Pan Am flugfélagið hafa mætt andstöðu aðstandenda þeirra sem fórust í sprengingunni í farþega- þotu félagsins yfir Lockerbie í Skotlandi í desember 1988 að sögn blaðsins Miami Herald. „Við tökum þessu ekki með þegjandi þögninni," sagði Susan Cohen frá New Jerseý, sem stend- ur fyrir andstöðunni, að sögn blaðsins. Tvítug dóttir Cohens var ein þeirra 270 sem fórust í spreng- ingunni, sem hryðjuverkamenn stóðu fyrir. Nýi forstjórinn flæktur í málið? Cohen heldur því fram að Mart- in Shugrue, forstjóri hins nýendur- reista Pan Am flugfélags, sé flæktur í Lockerbie-málið. Shugrue var einn af framkvæmda- stjórum Pan Am þegar slysið varð og Cohen segir að þótt hann hafi látið rannsaka farangur með rönt- gengeislum hafi hann ekki látið skoða töskur sem voru fluttar til Pan Am frá öðrum flugfélögum. Kviðdómur komst að þeirri nið- urstöðu 1992 að Pan Am félagið hefði gert sig sekt um vísvitandi vanrækslu með því að koma ekki í veg fyrir að sprengju var komið fyrir í vélinni. Slíkur úrskurður var nauðsynlegur samkvæmt samn- ingi um skaðabótaábyrgð flugfé- laga áður en Pan Am gæti greitt ijölskyldum þeirra sem fórust hærri fjárhæðir en samkvæmt lág- marks skaðabótakröfum. Samkvæmt vitnisburði í málinu samþykkti Shugrue áætlun um að grunsamlegur farangur yrði rann- sakaður með röntgengeislum. Shugrue hætti störfum hjá Pan Am í janúar 1988, tæpu ári áður en slysið varð. Hóta mótmælum Bud Coddington, einn lögfræð- inga Pan Am í málinu, sagði að allur farangur Lockerbie-vélarinn- ar hefði verið röntgenskoðaður. Hann sagði einnig að því færi fjarri að Shugrue hefði borið beina ábyrgð á öryggismálum félagsins. Að sögn Chens mun fólk úr hópi aðstandenda þeirra sem fór- ust beijast gegn tilraunum nýja félagsins til að fá skráningarskír- teini í bandaríska samgönguráðu- neytinu. Takist það ekki verði efnt til mótmæla við skrifstofur Pan Am á New York-svæðinu. Valdabarátta innan Olís? MIKLAR hækkanir á gengi hlutabréfa í Olís eru, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins á verðbréfamarkaði, fremur taldar skýrast af valdabaráttu eða viðleitni einhverra hluthafa til auka hlut sinn í félag- inu, en breytingum á þeim væntingum sem gerðar hafi verið til rekstrarafkomu félagsins á nýliðnu ári. Hér & nú tilnefnd til verðlauna AUGLYSINGASTOFAN Hér & nú var tilnefnd í úrslit EPICA- verðlaunanna, en líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í gær áskotnaðist Hvíta húsinu einnig sá heiður. Þetta er annað árið í röð sem Hér & nú hlýtur þessa viðurkenningu, í þetta sinn fyr- ir auglýsingu sem unnin var fyrir Námuna, námsmannaþjón- ustu Landsbankans. Að sögn Ólafar Þorvaldsdóttur hjá Hér & nú er litið á þessa viðurkenn- ingu sem hvatningu til þess að halda áfram á þeirri braut sem unnið hefur verið á. Microsoft varar við nýrri veiru Redmond, Washingtonríki. Reuter. MICROSOFT tölvufyrirtækið hefur varað notendur við því að Windows 95 stýrikerfinu stafí hætta frá nýrri töívu- veiru, sem geti komizt í kerf- ið um alnetið eða smitaðan diskling. Veiran kallast „Boza“ og er ekki að fínna í Windows 95 þegar kerfið er keypt. Veiran er ekki útbreidd, en Microsoft vill benda not- endum á að þeir ættu að gera sér grein fyrir tilvist hennar. Microsoft reynir að draga úr útbreiðslu veirunnar með samvinnu við hugbúnaðarfyr- irtæki, sem sérhæfa sig í baráttu gegn tölvuveirum, Symatec Corp og McAfee Associates. Hugbúnaðarfyrirtæki að nafni Sophos í Abingdon á Englandi varð veirunnar vart. Oðru hveiju birtir tölvu- veiran dularfulla orðsendingu og stundum ruglar hún forrit í ríminu þannig að þau verða ónothæf. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Lands- banka Islands: í viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 8. febrúar síðastliðinn er grein sem ber yfirskriftina „Undirboð bankans grafa undan samkeppnis- aðilum". I grein þessari er fjallað um útleigu Landsbanka íslands á vegum Rekstrarfélagsins hf. á fast- eignum sem teknar hafa verið upp skuldir og meðal annars vísað í uppgjör á skuldum Sambands ís- lenskra samvinnuféiaga í þessu sambandi. í grein þessari er hallað svo mjög réttu máli að undrun sætir og ekki síður það þekkingar- leysi blaðamanns hins sérhæfða við- Réttu máli hallað skiptablaðs Morgunblaðsins að birta umrædda frásögn án þess að kanna málið betur. Rekstrarfélagið hf. var stofnað í byijun árs 1992 og er tilgangur félagsins að annast sölu og rekstur fasteigna sem yfirteknar hafa verið til að tryggja_ fullnustu á kröfum Landsbanka íslands. Aðeins lítill hluti þeirra eigna sem Landsbank- inn hefur þurft að yfirtaka undan- farin ár hefur verið settur í útleigu og þá aðeins er ljóst var orðið að ✓ _______ Háskóli Islands Endurmenntunarstofnun Stefnumótun í meðalstórum og stærri fyrirtækjum: Hvernig skipuleggja skal stefnumótunarstarfið Efni: Hvemig kemur skipuleg vinna við stefnumarkandi áætlanagerð að notum við rekstur fyrirtækis? Hlutverk og framtíðar- sýn fyrirtækis; rekstrarumhverfj og innri rekslur skoðað á kerfisbundinn hátt, m.a. til að virkja styrk til að nýta tækifæri framtíðar. Markmiðasetning; hvemig skal stefnu í framkvæmd og hvemig má tryggja sem best að árangursmarkmið náist. Tími: 13. febrúar kl. 15-19. Þorkell Sigurlaugsson Glsli S. Arason Fyrirlesarar: Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri hjá Eimskipafélagi íslands, og Gísli S. Arason, lektor. Skráning í síma 525-4923/24/25. Myndsími 525-4080. litlar sem engar líkur væru á að viðkomandi eign seldist á næstu misserum. Af hálfu Rekstrarfélagsins hf. hefur þess verið gætt að haga leigu- verði á því húsnæði, sem þurft hef- ur að yfirtaka, með þeim hætti að fylgt væri eðlilegri markaðsleigu. í því efni verður þó jafnan að taka tillit til staðsetningar, ástands og stærð hins leigða húsnæðis. Tekið skal fram að vegna eignaumsýslu sinnar hefur félagið glöggt yfirlit yfir það leiguverð sem tíðkast á hinum almenna markaði. Þær upplýsingar sem hafðar eru eftir viðmælanda blaðamanns um leiguverð á hveijum fermetra benda hins vegar til að þar sé verið að bera saman mjög svo ólíka hluti. Það liggur í augum uppi að leiga fyrir verslunarhúsnæði á aðalversl- unarsvæðum borgarinnar er ekki það sama og óinnréttað geymslu- húsnæði, og hvað þá ef slíkt hús- næði er nú í kjallara. Fullyrðingar um að útleiga á Holtagörðum í kjölfar yfirtöku Landsbanka íslands á því húsnæði hafi valdið varanlegri röskun á leigumarkaðnum eru hreint furðu- legar. Umrætt húsnæði hafði fyrir yfirtöku bankans verið í útleigu, en þar er alls um að ræða 28 þúsund fermetra eign. Við gjaldþrot Mikla- garðs hf. losnaði sá hluti hússins úr leigu. Vegna stærðar sinnar er það húsnæði með öllu ósambærilegt við það atvinnuhúsnæði sem al- mennt er í boði á Reykjavíkursvæð- inu, þannig að leiga á því, að stærst- um hluta til eins og sama aðilans, hafði ekki áhrif á hið almenna leigu- verð atvinnuhúsnæðis. Þá virðist það hafa gleymst hjá blaðamannin- um og viðmælanda hans að stærsti Ásókn ýmissa sterkra aðila í hlutabréf félagsins hefur aukist að undanförnu og er talið að þess- ir kappendur séu að reyna að styrkja stöðu sína fyrir komandi aðalfund Olís. Ekki fékkst þó uppgefið hvaða aðilar ættu hér í hlut. Viðskipti með bréfin hafa þó ekki verið mikil. Alls hafa átt sér stað viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu að nafnvirði um 5 milljónir króna, eða innan við 1% af heildarhlutafé í Olís, frá 22. janúar, en á sama tíma hefur gengi hlutabréfanna hækkað um 27%. Undanfarna tvo mánuði hafa hlutabréf í Olís að nafnvirði um 13,7 milljónir króna skipt um hendur. Þau viðskipti sem áttu sér stað fyrir 22. janúar settu þó ekki mikinn þrýsting á gengi bréf- anna. Meðal stærstu hluthafa í Olís á síðasta aðalfundi voru Olíufélagið hf. og Hydro Texaco A/S, með liðlega 35% hlut hvor, Sjóvá- Almennar með um 3% hlut, Lífeyr- issjóður Verslunarmanna, 2,4%, Lífeyrissjóður Vestfirðinga, 1,5% og Trygging hf., einnig með 1,5% hlut. Forstjóri OIís, Einar Benedikts- son, vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að fráleitt væri að tengja hækkanir á hluta-. bréfunum við valdabaráttu innan félagsins enda um litlar upphæðir að ræða. leigutaki hússins frá því áður en bankinn eignaðist húsið er enn leigutaki þar enda hafði hann lang- tímaleigusamning um húsnæði sitt. Hér er átt við Samskip hf. Um annað húsnæði í eigu Rekstr- arfélagsins hf., sem gert er að umtalsefni í greininni eins og Foss- háls 1 skal tekið fram að því fer fjarri að það húsnæði hafi verið boðið til leigu á verði sem er „langt undir öllu eðlilegu markaðsverði". Einfaldast er sennilega að vísa til þess að það hefur legið fyrir í marga mánuði að stór hluti af þessu hús- næði yrði laus til leigu frá og með síðustu áramótum, en það hefur ekki enn verið leigt þrátt fyrir fyrir- spumir og óskir um leigu. Er lík- legt að sú væri staðan ef verið væri að bjóða þetta húsnæði með þeim hætti sem viðmælandi Morg- unblaðsins heldur fram? Það skal tekið fram að allar þær eignir sem Landsbanki íslands hef- ur þurft að yfirtaka vegna uppgjörs á skuldum eru til sölu fáist viðun- andi verð fyrir eignirnar. Og það verður að segjast eins og er að kaupendur hafa ekki beðið í röðum. Hvað þá kaupendur að jafn stórri og verðmætri eign sem Holtagörð- unum, en það mætti ætla af orðum viðmælanda Morgunblaðsins að kaupendur að þeirri eign séu á hveiju strái. Sú hefur því miður ekki verið raunin. Fullyrðingar viðmælanda Morg- unblaðsins um að færa megi að því rök að bankinn verði fyrir verulegu fjárhagslegu tapi á nokkrum árum vegna útleigu fasteigna eru algjör- lega úr lausu lofti gripnar og stand- ast engan veginn. Þess hefur sér- staklega verið gætt af hálfu bank- ans að leiguverð hans væri í sam- ræmi við eðlilega markaðsleigu hveiju sinni og það leiguverð hefur ekki leitt til þess að bankinn hafi orðið fyrir tapi vegna útleigu á húsnæði sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.