Morgunblaðið - 09.02.1996, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.02.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 15 ÚRVERINU Setja þarf hámarks- verð á kvótaleigu „ÞAÐ ER mikið ösamræmi í því hvernig kvóta er skipt,“ segir Gísli Jóhannesson, fyrrverandi útgerðarmaður. „Eg er óánægðastur með hvað leiguverð er hátt á kvóta. Þeir sem eiga kvóta fá alltof hátt verð. Það á einfaldlega að setja hámarksverð þannig að allir fái sitt út úr þorskkílóinu." Gísli segir að það hangi saman að menn séu að brölta við að verka fiskinn og koma honum í verð, t.d. með því að setja hann í salt, en fái svo sáralítið út úr því miðað við það verð sem fæst fyrir hann fuli- verkaðan. „Leiga á kvóta kostar 90 til 100 krónur á hvert kíló af þorski á meðan fiskurinn selst á 120 til 130 krónur," segir hann. „Það sjá allir að ekki má mikið út af bera. Ef ekki fæst toppverð er sá sem leigir kvótann illa staddur." Að mati Gísla þarf að milda kvótakerf- ið: „Ef við færum í helmingi lægra verð í framsali á kvóta yrði það til þess að útgerðin, sjómenn og þeir sem ynnu í landi fengju mismuninn. Þá myndi koma á jafn- ræði með öllum aðilum.“ Hann segist meta ástandið svo að 30 til 40 þúsund tonn hafi gengið á milli manna í fyrra, en það jafngildi 3 til 4 milljörðum. „Það er alveg með eindæmum að leiguliðar suður með sjó séu að fiska fyrir þá fyrir norðan." Varar við flottrollum í veiðum á loðnu og síld Gísli segist vera mótfallinn því að loðna og síld séu veidd með flottrollum. „Ég er gamalreyndur sjómaður, var í 47 ár til sjós,“ segir hann. „Ég er mjög hræddur við afleiðingar þess að veiða loðnu og síld með flottrolli. Það er bara áraspursmál,- ef það leyfist til frambúðar, að þessir stofn- ar þurrkist út.“ Hann nefnir dæmi um veiði Þjóðverja á Rauða torginu hér á árum áður og eins þegar sfldin hafi verið fyrir Suðvestur- landi. „Það voru notaðar litlar flotvörpur þá miðað við núna,“ segir hann. „Þá voru sjö bátar í sömu torfu 10 míl- ur suðsuðaustur frá Reykjanesi. Þeir köst- uðu allir og voru með 100 til 120 tonn af síld. Þá kemur bátur með troll í eftir- dragi í gegnum torfuna og eftir það var hún horfin. Það troll var þó aðeins smá- bleðill." Gísli segir að menn þurfi að hugsa sinn gang áður en þeir fari inn á þessa braut: „Ef síldin missir ákveðið magn af hreistri minnka lífslíkur hennar. Það kenndi Jakob Jakobsson okkur í eina tíð. Það þarf ekki að spyrja að því að ef hún fer of nálægt garninu í trollinu er hún fljót að missa hreistrið." Gísli Jóhannesson Fiskmarkaður Suð- urnesja kaupir end- urvinnanleg fiskiker Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson NÓTIN hífð um borð í varð- skipið Tý, en í baksýn má sjá Haföm KE-14. Fengu bjarg í nótina DRAGNÓTARBÁTURINN Haf- örn KE-14 var á veiðum á Eldeyj- arsvæðinu nýverið. Þá kom stór steinn i nótina og náðu skipvetj- ar henni ekki inn. Varðskipið Týr var á svæðinu og aðstoðuðu varð- skipsmenn við að ná nótinni upp. Hún var hífð um borð í Tý og steinninn losnaði úr. Mjög öflug- ur krani er á Tý og gekk vel að hífa nótina um borð. Haförninn tók síðan nótina aftur um borð hjá sér að mestu óskemmda. Þetta var ný nót og aðeins búið að nota hana i þrjá daga. SÆPLAST hf. á Dalvík hefur hafið sölu á endurvinnanlegum fiskikerum á innanlandsmarkaði, en hingað til hafa slík ker aðeins verið seld erlend- is. Það er Fiskmarkaður Suðurnesja, sem fyrstur íslenskra fyrirtækja, hefur pantað svona ker. Að sögn Þóris Matthíassonar, sölustjóra hjá Sæplasti hf., hefur Fiskmarkaður Suðurnesja pantað um 200 kör og verða þau fyrstu afgreidd í dag. Hann segir þessa nýju gerð hafa verið í þróun í þrjú ár og menn hafi beðið lengi eftir þeim. „Munurinn á þessum kerum og hinum gömlu er sá að í gömlu gerðinni var polyuretan einangrun- arefni en í hinum nýju er svokaliað polyetelyn plastefni. Nýju kerin eru því nánast plast í gegn.“ Sterkari og endingarbetri ker Þórir segir að fyrst í stað verði aðeins framleidd 660 lítra ker og að þó að þau verði 4 kílóum þyngri en þau gömlu, séu kostir þeirra margir. „Kerin eru algerlega endur- vinnanleg og verða auk þess mun sterkari og endingarbetri. Einn st.ærsti gallinn við gömlu kerin var sá að ef gat kom á þau, til dæmis eftir gaffla á lyftara, saug polyuret- an efnið í sig vatn sem vildi þá gjarn- an úldna í kerunum. En í nýju kerun- um er þessu ekki að skipta því að vatnið kemst ekki inn í þau,“ segir Þórir. Þórir segir að nýju kerin hafi ver- ið seld í nokkru magni til Danmerk- ur og Hollands en fram að þessu hafi ekki borist pöntun innanlands frá. „Menn hafa sett fyrir sig verðið á kerunum, en þau eru tvöfalt dýr- ari en þau gömlu. Fiskmarkaður Suðumesja hefur verið með ker til reynslu í eitt ár og ákvað í fram- haldi af því að snúa sér alfarið að þeim. Þó að kerin séu dýrari minnk- ar viðhaldskostnaður til muna. En það var langþráð markmið að fá pöntun hér innanlands og við erum því mjög ánægðir með þessa pönt- un,“ segir Þórir. Mun minni afföll Ólafur Þór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suður- nesja, segir að þau ker sem þar hafi verið til reynslu hafi reynst mjög vel. „Þessi ker endast mun betur og við teljum að þrátt fyrir að þau séu eitthvað dýrari muni það skila sér í minni afföllum og minni viðgerðarkostnaði. Þar að auki er stutt í að borga þurfi fyrir endur- vinnslu úrgangsefna og talað um að gera ísland að hreinasta landi í heimi árið 2000 og því ágætt að byrja á þessu,“ segir Ölafur. varmaskiptar stjórnbúnaður Þú finnur | varla betri j lausn. - í = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 ÓGtEYMANTEG UPPEIFUN FYRIR BRAGÐLAUKANA eykur orku og úthald Eitt hylki á dag og þú finnur muninn! Fæst í apótekinu Locobase® hentar fólki meó exem og psoríasis og þeim sem starfsins vegna eru oft í snertingu vib vatn og hreinsi- efni (ræstitæknar, fískverkunarfólk, heilbrigöisstarfs- menn o.fí.) Einnig gott sem vörn gegn kulda og veörun fyrir börn, sjómenn, skíöafólk o.fí. 30 g, lOOg túpur og 350g krukkur. ÖKKLA- SKÓR Verð: 1.995r Ath.: Ur mjúku leðri m/finum gúmmísóla Tegund: 26205 Stærðir: 36-41 Litur: Svartur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.