Morgunblaðið - 09.02.1996, Side 16

Morgunblaðið - 09.02.1996, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Ottast að EMU muni kljúfa ESB Brussel. The Daily Telegraph. ÓTTA er farið að gæta í Brussel um að hinn efnahagslegi og peningalegi samruni Evrópuríkja (EMU) gæti valdið alvarlegum og jafnvel endanlegum kiofningi innan Evrópusambandsins. Háttsettir embættismenn segjast ótt- ast að þau ríki er ekki taki þátt í sameiginlegu myntinni frá upphafi árið 1999 gætu hugsanlega aldrei orðið aðilar að EMU. ERLENT Þotan sem fórst undan strönd Dóminíkanska lýðveldisins Reuter BJÖRGUNARMENN af bandarísku strandgæsluskipi draga brak úr tyrknesku Boeing-757 þotunni upp úr sjónum undan strönd Dóminíkanska lýðveldisins. Aðstæður til björgunar- og leitarstarfa voru góðar þar sem komið var besta veður en slæmt veður var er þotan fórst. Hátækní beitt við leit að flugritanum Sérfræðingar er hafa undanfarið lagt mat á afleiðingar þess að lítill kjarni ríkja ríði á vaðið varðandi sam- eiginlegu myntina eftir þijú ár hafa greint fjölmörg vandamál í tengslum við aðild á síðara stigi, t.d. árið 2001 eða síðar. Telja þeir að hugsanlega hafi vandkvæðin verið verulega van- metin til þessa. Háttsettir embættismenn viður- kenna þetta nú í einkasamtölum. Major vildi könnun Á leiðtogafundinum í Madrid í des- ember í fyrra sannfærði John Major, forsætisráðherra Bretlands, starfs- bræður sína um að rétt væri að láta fara fram könnun á þessu máli. Voru rök breska forsætisráðherrans þa.u að ef ekki tækist vel til í upphafí væri hætta á að áformin um sameiginlegan gjaldmiðil yrðu að engu. Frumniður- stöður rannsóknarinnar verða kynntar á næsta leiðtogafundi er haldinn verð- ur í Flórens á Ítalíu í júní. Nú eru taldar líkur á því að þau ríki sem ekki verða með frá upphafí geti átt mjög erfitt um vik að koma inn á síðari stigum. Er þetta talið ýta undir líkumar á því að EMU-áformin verði tekin til endurskoðunar á ríkjar- áðstefnunni er hefst 29. mars. Peningalegi samruninn er sem stendur ekki á dagskrá ráðstefnunnar þrátt fyrir að sífellt fleiri hallist að Bonn. The Daily Telejrraph. HELMUT Kohl Þýskalandskanslari er í vaxandi mæli að einangrast sök- um EMU-stefnu sinnar að mati full- trúa fijálsra demókrata (FDP), sam- starfsflokks kristilegra demókrata (CDU) í ríkisstjórn. „Eins og stendur er kanslarinn eini maðurinn innan CDU og við eini flokkurinn á þingi er heilshugar styð- ur efnahagslegan og peningalegan samruna," sagði Helmut Haussman, talsmaður frjálsra demókrata í Evr- ópumálum. „Kohl hefur mjög lítinn stuðning í þessu máii í eigin flokki en þar má nú í fyrsta skipti greina ágreining í grundvallarmáli." Lét Haussmann þessi orð falla í kjölfar þess að Wolfgang Scháuble, leiðtogi CDU á þingi, lýsti því yfir að ef nægilega mörg ríki uppfylltu ekki skilyrðin varðandi EMU árið 1998 ættu menn að velta fyrir sér að fresta EMU. Þó að halda mætti að Scháuble hafi verið að greina frá sjálfsagðri staðreynd var þetta í fyrsta skipti sem einn af leiðtogum CDU lýsti því yfír að tímasetningarnar varðandi EMU einkenndust af of mikilli bjart- sýni. Scháuble telst til hörðust Evr- ópusinna Þýskalands og var einn höfunda skýrslu þar sem lagt var til að minni ríkjahópar innan ESB gætu því að óraunhæft sé að ætla að heíja samrunann 1. janúar 1999. Samkvæmt Maastricht-sáttmálan- um geta þau ríki er ekki taka þátt frá upphafí (að öllum líkindum öll aðildarríki ESB að Þýskalandi, Lúx- emborg, Frakklandi, Hollandi og Austurríki undanskiidum) sótt um aðild að sameiginlegu myntinni að tveimur árum liðnum. Þau verða hins vegar að uppfylla ströng efnahagsleg skilyrði. Má verðbólga til að mynda ekki vera meira en Vh prósentustigi hærri en í þeim þremur ríkjum þar sem hún er lægst. Verðbólga er vandamál Innan framkvæmdastjómarinnar óttast nú margir að önnur ríki muni ekki geta uppfyllt þessi skilyrði, ekki síst ef Evróið verður sterkur gjaldmið- ill og verðbólga muni fara hjaðnandi í þeim ríkjum er taka upp myntina frá upphafí. Þá gæti sterkur sameiginlegur gjaldmiðill að auki kynt undir verð- bólgu í öðmm ríkjum og útflutnings- afurðir þeirra yrðu óhagstæðari. Vangaveltur þessar, sem viðraðar vom á leynilegum fundi peningamála- nefndar framkvæmdastjómarinnar, hafa nú borist peningamörkuðum til eyma og gætir þar vaxandi efasemda um að peningalegi samruninn muni eiga sér stað árið 1999. ráðist í aukinn samruna upp á eigin spýtur ef ekki næðist um það almenn samstaða innan sambandsins. Dagblaðið General Anzeiger í Bonn sagði jafnframt frá því að „sí- felit fleiri fulltrúar stjórnarinnar telja frestun peningalega sammnans óhjá- kvæmilega. Eina vandamálið er að ríkisstjómin vill ekki segja þetta sjálf heldur bíður eftir því að vinaþjóðin Frakkland geri það.“ Þrýstingurinn á stjórnina í EMU- málum jókst einnig til muna eftir að virt efnahagsstofnun hvatti til að Maastricht-skilyrðin yrðu milduð til að koma í veg fyrir „efnahagslega niðursveiflu og félagslega spennu". Alls staðar efasemdir Otmar Issing, yfirhagfræðingur þýska seðlabankans, hefur látið í ljós efasemdir um að hægt sé að fram- kvæma peningalegan samrana á vit- rænan hátt á jafnskömmum tíma og áformað er. Þá hefur Edmund Stoi- ber, leiðtogi CSU, systurflokks kristi- legra demókrata í Bæjaralandi, sagt að ekkert vit sé í EMU án þátttöku Ítalíu og Spánar. Helmut Schlesinger, fyrmrn yfir- maður þýska seðlabankans, telur sig hafa greint hver vandinn er: „Það þorir enginn að segja: Gleymið þessu“. Puerto Plata, Frankfurt. Reuter. SKIP úr bandaríska flotanum, búin sérstökum hátæknibúnaði, hófu í gær leit að flugrita Boeing-757 þot- unnar sem fórst fimm mínútum eftir flugtak frá Puerto Plata í Dómin- íkanska lýðveldinu aðfaranótt mið- vikudags. Drógu skipin á eftir sér íeðansjávartæki sem eiga að geta staðsett flugritann á hafsbotni og náð honum upp á yfirborðið. Flakið er á um 2.000 metra dýpi og miklir djúpsjávarstraumar á slysstað. Tölv- ur búnar sérstökum straumfræðifor- ritum voru notaðar til að afmarka leitarsvæðið, en fullvíst- þykir að straumar hafi borið brak úr þotunni frá þeim stað sem hún skall á hafflet- inum. Þýskir menn, sem eru sérfróðir um flugvélar, drógu mjög í efa í gær þá kenn- ingu, að elding hefði grandað þotunni. Þotan féll í hafið og sökk samstundis 19 km undan ströndinni. Talsmenn banda- ríska flotans sögðu í gær, að þess væm mörg dæmi, að hlutir á borð við flugrita þotunnar hefðu fundist á miklu dýpi og náðst upp. Flugritinn,'svonefndur svart- ur kassi, geymir upplýsingar um starfsemi stjórnkerfa þotunnar er gætu varpað Ijósi á orsakir slyssins. „Ég þekki ekki eitt einasta dæmi þess að flugvél hafí farist eftir að verða fyrir eldingu. Nútíma þotur, þar á meðal Boeing- 757, eru mjög vel varðar gegn elding- úm,“ sagði Peter Schlegel, formaður rannsóknarnefndar flugslysa í Þýskalandi. Viðhaldi oft ábótavant Talsmaður þýska flugmannafé- lagsins gaf til kynna að öryggi far- þega væri mismunandi eftir því hvort flogið væri með leiguflugfélagi eða áætlunarfélagi. „Menn hafa eig- inlega beðið eftir því að slys af þessu tagi ætti sér stað. Viðhaldi leiguflug- véla er oft ábótavant, áhafnir þeirra vanþjálfaðar og yfírkeyrðar af vinnu. Ódýrasti flugmiðinn er því ekki sá besti," sagði talsmaðurinn. Misvísandi fullyrðingar Frásögnum embættismanna í Dóminíkanska lýðveldinu af því hvað gerðist bar ekki saman. Hector Ram- on hershöfðingi, sem jafnframt er flugmálastjóri landsins, skýrði fyrst frá því, að flugmenn tyrknesku þot- unnar hefðu tilkynnt flugumferðar- stjómm í Puerto Plata um bilun og að þeir ætluðu að snúa aftur til flug- vallarins. Emmanuel Souffront, majór í flug- hernum sem þátt tók í rannsókn slyssins, sagði hins vegar seinna, að flugmenn Boeing-þotunnar hefðu engar vísbendingar gefið um bilun eða aðra erfiðleika um borð. Kvaðst hann hafa undir höndum afrit af samtölum flugumferðarstjóra við flugmenn þotunnar. Samtölin virtust með öllu eðlileg. „Áhöfnin Iét aldrei vita um að eitthvað amaði að.“ Flugumferðarstjórar í Puerto Plata sáu á ratsjám að þotan byrjaði skyndilega að beygja. „Hún fór í hægri beygju og hvarf síðan af rat- sjám. Áður en hún skali í hafið heyrð- ist einhver segja „augnablik" í tal- stöðinni," sagði Souffront. Souffront sagði að ekki væri hægt að útiloka neina orsök, þar á meðal skemmdarverk. Sérfræðingar banda- rískra flugmálayfirvalda og Boeing- verksmiðjanna komu í fyrrakvöld til Dóminíkanska lýðveldisins til að að- stoða við rannsókn slyssins. Tryggingar í lagi Fulltrúi þýska samgönguráðu- neytisins staðfesti í gær, að ferða- skrifstofan, sem hafði þotuna til umráða, hefði lagt fram staðfesting- ar um tryggingar þotunnar sem væm í besta lagi. Ljóst er hins vegar að dóminík- anska flugfélaginu Alas Nacionales, sem leigði þotuna frá tyrkneska félag- inu Birgenair, hafði láðst að sækja um heimild fyrir þotuna til að fljúga til Þýskalands. Slíkri beiðni þarf m.a. að fylgja staðfesting á því að viðhald hennar hafi verið í samræmi við al- þjóðareglur. í sérstakri rannsókn bandarísku flugmálastjómarinnar (FAA) árið 1993 var Alas Nacionales meðal 14 flugfélaga í Karíbahafi sem stóðust ekki alþjóðlegar öryggiskröfur og var starfsemi þeirra stöðvuð um tíma af þeim sökum. Standast ekki lágmarkskröfur Sömuleiðis stendur yfír athugun á hvemig öryggismálum er fyrir komið í rílq'um víða um heim. Er Dóminík- anska lýðveldið í hópi 30 ríkja sem athugunin hefur náð til og er niður- staðan sú að ástandið þar standist ekki lágmarks viðmiðanir Alþjóðaflug- málastofnunarinnar um flugöryggi. í gær höfðu fundist líkamsleifar a.m.k. 128 manns en 189 voru um borð í þotunni. Til stóð að halda formlegri leit að fórn- arlömbum áfram í dag. Mikið er um hákarla á þessum slóð- um. Þotan var á leið til Berlínar og Frankfurt í Þýskalandi með viðkomu í Gander á Ný- fundnalandi er hún fórst. Um borð voru 176 farþegar, mest Þjóðveijar, og 13 manna áhöfn. Var helmingur farþeg- anna, eða 88, á leið til Berlín- ar, 44 karlar, 42 konur og tvö börn, og hinn helmingurinn til Frankfurt, 53 karlar, 33 konur og tvö börn. Það hefur vakið reiði í Þýskalandi að blaðamenn æsi- fréttablaðs komust að ætt- mennum þeirra sem fórast undir því yfirskini að ættingjar þeirra hefðu verið um borð í þotunni. Kváðust þeira hafa komist að því að á meðal þeirra sem fómst hefðu verið hjón á leið heim úr brúðkaupsferð. Þjóðveijareru harmi slegnirvegna slyssins og ráðamenn ýmsir hafa vottað ættingjum þeirra sem fórust samúð sína og þýsku þjóðarinnar. 500.000 Þjóðverjar í fyrra Dóminíkanska lýðveldið er vinsæll ferðamannastaður og þangað hafa Þjóðveijar flykkst að vetri til enda ódýrar ferðir í boði og verðlag hag- stætt. í fyrra komn þangað rúmar tvær milljónir ferðamanna og var fjórðungur þess fjölda, 500.000 manns, Þjóðveijar, að sögn Frank Jorge, ráðherra ferðamála. Flugvélin hrapaði skammt undan Cabarate- ströndinni sem nýtur mikilla vin- sælda meðal seglbrettamanna en farþegamir höfðu dvalist á sumar- leyfísstaðnum Puerto Plata, sem státar sig af fyrsta virkinu sem reist var í Nýja heiminum árið 1502. Reuter UMRÆÐUR voru um efnahagsmál í þýska þinginu í gær og sést Kohl kanslari hér ræða við Norbert Bliim vinnumálaráðherra. Kohl að einangrast vegna EMU? LÍK fórnarlamba flugslyssins við Dóminík- anska lýðveldið borin um borð í kælivagna í Puerto Plata.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.