Morgunblaðið - 09.02.1996, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
SJÓIMMENNTAVETTVANGUR
ÞAÐ ER alltaf eitthvað sem
heldur við tímans rás og úr-
eldist aldrei, lifír af allar nýj-
ungar, allar stjórnbyltingar og öll
stjómlagarof. Meðal þess er að koma
manninum til þroska og til þess eru
nokkur grundvallaratriði nauðsynleg.
Ekkert verður til af sjálfu sér eins
og sjálf heimssagan er til vitnis um
svo og víddir alheimsins. Tónlistin
væri ekki til án nótnanna, bókmennt-
ir án stafrófsins og myndlistin án
grúnnatriðanna.
Og hvað grunnmenntun í myndlist
snertir, hefur fyrri gildum um þýðingu
hennar verið varpað fyrir róða að
mestu á undangengnum • áratugum,
ný, harðsoðin og kreddukennd gildi
tekin við, sem engin marktæk reynsla
er fengin fyrir, og þannig fátt sem
réttlætir að sígildum aðferðum, alda-
langri reynslu sé varpað fyrir róða.
Að sjálfsögðu kemur þetta ekki nýj-
ungum né hvers konar tilraunastarf-
semi par við, en ef skólamir eru alfar-
ið lagðir undir nýjungar og tilraunir
kenningasmiða er hætta á ferðum,
því listin hefur á öllum tímum þróast
á nokkuð annan veg en slíkir hafa
boðað.
- Hverri þjóð ber nauðsyn til að
móta sér kennslukerfí í öllum náms-
greinum, sem er í góðu samræmi við
legu hennar, upplag, atvinnulíf og
menningarlega stöðu. Það leitast
þjóðir heims einmitt við að gera á
meðan við íslendingar höfum hunsað
orð indverska spekingsins, sem sagði
svo snemma sem árið 1927: „Ef hin
litla skáldhneigða þjóð villist inn á
glapstigu evrópskra uppeldismála á
hún mikið á hættu.“
Hugnist svo einhveijum að gagn-
rýna þessa þróun mála, er hinn sami
umsvifalaust úthrópaður af kerfínu,
gerður tortryggilegur, settur utan-
garðs um leið ög ýmsar furðusögur
fara að spretta upp um hann og hans
„úreltu“ skoðanir.
En vel á minnst, umræður um
myndlistarkennslu hafa farið fram
um alla Evrópu og Ameríku á und-
anfömum árum, eins og inngangur
neðanmálsgreinar (króniku) Barböru
Vetland í Aftenposten í Osló er til
vitnis um. Framlag hennar var hið
síðasta í sex greina rökræðu, eftir
jafn marga lærða einstaklinga um
vandamál menntunar og rannsókna í
norska skólakerfinu. Vetland fórust
þannig orð: „Undangengnar vikur
hafa farið fram rökræður um skort
á kennslu á hlutlægum grunni (fíg-
urativ formsprák) við listaskóla í
Noregi.“ Umræðan væri ekki ný af
nálinni, því að hún hafði farið fram
um árabil, en orðið harðari og hvass-
ari næstliðinn áratug. Deilur um
myndlistarfræðslu hafa þannig ber-
sýnilega farið fram á opinberam vett-
vangi í Noregi um árabil. Að patald-
urinn hafí færst í aukana er helst til
komið af því, að stöðugt fleiri af yngri
kynslóð listamanna leita til hlutlægra
tjámiðla með fígúrana í forgranni.
Og sem hún segir: „Einnig er það sá
tjáningarmáti sem er meira ögrandi
og gefandi en hinn óhlutlægi og hug-
myndafræðilegi módemismi. I lista-
háskólum okkar mætir hið fígúratíva
nú afgangi, sem fag er skiptir minna
máli. Nemendumir era ei heldur ör-
vaðir til átaka á vettvanginum og
geri þeir það upp á eigin spýtur, er
litið á þá sem einfalda og utanveltu.
Þetta verður til enn frekari tog-
streitu, fyrir leitandi nemendur, vegna
þess að mörgum þeirra fínnst sem
hin viðtekna kreddufasta nýstefna
hafí rannið sitt skeið.“
FRÁ kennslutíma í myndhöggvaradeild hins nýstofnaða skóla „The New York Academy of Art“,
sem á fáum árum er orðinn eftirsóttasti Iistaskóli Bandaríkjanna.
Listaháskólar
Vetland segir einnegin: „Þeir
straumar fijálslyndis sem léku um
skólana á níunda áratugnum, og tima-
bil postmódemismans, bára í sér von
um nýja menntunarmöguleika. Marg-
ur óskaði eftir fráhvarfí til hlutlægu
kennslunnar, ekki endilega til að
verða hlutlægir listamenn, heldur
vegna þess að hið hlutlæga og þá
helst fígúran hefur á öllum tímum
reynst áhrifaríkasta aðferðin til skiln-
ings áhrifameðala og formvandamála.
Hvemig á nemandi til að mynda að
geta unnið á sértækum grandvelli,
ef hann þekkir ekki andlag þess sem
unnið er út frá?“
(Hvordan skal en student f. eks.
kunne abstrahere hvis han/hun ikke
kjenner det objekt man abstraherer
fra?)
Þetta er nú einmitt kjaminn í mál-
flutningi okkar sem á að vera farið
að slá í (!), því að hér er alls ekki um
að ræða að boða ákveðinn sannleika
né listastefnu, heldur að veita því
kennsluformi brautargengi sem opnar
nemandanum mesta innsýn í grann-
atriði fagsins. Eins og ég orðaði það
í grein minni fyrir 18 áram. „Álykta
má að hlutlæg miðlun fróðleiks og
hinn handverkslegi grundvöllur sé það
sem stefna beri að.“ Þetta er jafn-
framt það sem samkvæmt kenningu
Vetlands og margra annarra telst
vanta meðal listnema og listamanna
í dag og hún vísar máli sínu til stuðn-
ings til greinar eftir Fi-ank Schirrmac-
her í sérútgáfu menningarkálfs
Frankfurter Allgemeine Zeitung frá
5. mars 1994, þar sem þetta þema
var einmitt tekið skipulega til með-
ferðar.
Grein Schirrmachers er stutt en
einstaklega efnisrík, enda gengur
hann vafningaiaust inn í virkar og
safaríkar umræður. Hann nefnir grein
sína „Frumreglan handverk", undir-
titiil: „Afturhvarf til listarinnar: Stað-
an eftir áratuga tímabil klastrara og
klaufa". Samkvæmt Schirrmacher,
hiaut ógæfan nafngift fyrir þijátíu
og fímm áram. Þá kom út þýsk
þýðing á bók Jack Kerouacs, „Á
leiðinni"
(Seinni grein)
Stöðugt fleiri leita til
baka, segir Bragi As-
geirsson, að tengslum
hugmyndafræði við
handverkslega færni.
sem átti eftir að verða grannur beat-
kynslóðarinnar: „Víkjum til hliðar
bókmenntalegum, málfræðilegum,
orðskipunarlegum hindranum!" hét
það í hinum villta og ruglingslega
texta. Um var að ræða vitrun um
„hömlulausa list“, og loks kom niður-
staðan: „Þú ert ávalit snillingur."
Þannig var þetta orðað sem stórisann-
leikur á tímunum, en var í raun eld-
gamalt orðtæki frá rómantíska tíma-
bilinu. En það féll í jarðveg hraða
tímanna og árásargimi hinnar nýju
kynslóðar, og átti greiða leið til þakkl-
átra áhangenda. Frá þeim tíma, og
hin löngu gieymda bók Kerouacs var
einungis fyrirboðinn, era í listinni
snillingar og stórmeistarar hvert sem
augað lítur. Og eins og skáldið Hans
Magnus Enzensberger segir með eig-
in orðum, urðu þá til þeir snillingar
framúrstefnunnar, „sem þekja lit á
tóma fleti (og búa til ósýnilega skúlp-
túra), rita bókstafí og athugasemdir
á pappírssnepla". Hin handverkslega
hlið listarinnar hefur týnst í fagur-
fræði, sem borin er uppi af ósjálfráð-
FORMFRÆÐITÍMI hjá pró-
fessor Franz Erhard Walth-
er við listháskólann í Ham-
borg. Hann hefur vakið
s, dijúga athygli með því að
$ halda því fram, að nemend-
ur beri að meðhöndla sem
viðvaninga sem eigi að
koma fram við á gagnrýn-
inn hátt.
um hugsýnum og getspeki. Einnig
rýni á list hefur sett ofan, sökum
þess að skorður á markvissum reglum
hafa skaðað hana. Vegna þess að hún
hefur glutrað reglunum úr höndum
sér, virka gagnrýnendur oftlega fullir
sjálfbirgings og dómgreindaskorts.
Kannski þess vegna jaðrar við að
framúrstefnan sé orðin að heilögu
hugtaki, sem kveður niður allar
spumingar um metnað og árangur.
Um leið er litið framhjá því, að í raun
vora allir hinir miklu snillingar fram-
úrstefnunnar meistarar listar sinnar.
Þeir litu ekki niður á handverkið,
heldur tileinkuðu sér það til fullkomn-
unar, raddu þar næst nýjum víddum
braut. í meistaralegri endurbót Ezra
Pound á handriti vinar hans T.S. Eli-
ots að ljóðabálknum „The Waste
Land“, segir á einum stað: „Segðu,
það sem þú meinar, eða segðu alls
ekki neitt.“ Eliot þakkaði Pound fyrir
endurbótina, tileinkaði honum bálkinn
um leið og hann segir hann betri
handverksmann (il miglior fabbro).
Hér er snert við kjama allrar rök-
ræðu, er menn skilja og meðtaka orð-
takið „vinur er sá er til vamms segir“
og jafnframt vísað til þess að andríkis-
fagurfræði tímanna segir varla
nokkram manni neitt lengur. Því ge-
rendur geta ekki lengur sýnt fram á
þekkingu og innsýn á efniviðinn sem
þeir hafa handa á milli (einungis nafn-
greint hann, lýst honum og skil-
greint). Hinn langdregni óskiljanleiki
þeirra leiðir oft til hreinna leiðinda
og því hafa þeir misst tengslin við
umheiminn. Um leið nefna hinir fram-
sæknu í samtíðinni allt handíð, yfír-
borð og gamlar lummur, sem fellur
ekki undir kreddukenningar þeirra.
... Homo faber, hinn skapandi mað-
ur, manneskjan sem handverksmað-
ur: Forvígismenn núlistamanna þriðja
áratugarins léku sér fram og aftur
með þessi hugtök, en þeir trúðu þó
alltaf á reglur framleiðslunnar.
Allur kálfurinn var tileinkaður
rannsóknum á gildi grannmenntunar
og mikilvægi handverksins og niður-
stöðumar rannu allar í einn
farveg, að án handverks-
ins ættu yfírburða hæfileikar og sér-
gáfa enga framtíð.
Þetta á að sjálfsögðu ekki aðeins
við í myndlist heldur einnig tónlist,
leiklist, bókmenntum og arkitektúr.
Og stöðugt fleiri og fleiri leita nú til
baka að tengslum hugmyndafræði við
handverkslega fæmi. Jafnvel í New
York, háborg framúrstefnunnar eftir
stríð, hafa menn tekið afstöðu til
vandamálanna, en þó ekki án kröft-
ugra viðbragða og mótmæla. Vegna
þess að fígúran hafði verið gerð útlæg
úr skólum vestra var stofnaður skóli,
„The New York Academy of Art“,
sem er hinn eini í Ameríku sem legg-
ur megináherslu á fígúratíva list.
Námið tekur tvö ár og skólinn hefur
þróast til að verða einn sá eftirsótt-
asti í allri Ameríku. Og að því sem
rektor skólans Albert W. Landa segir
í viðtali í Art News, febr. 1993, hefur
áhuginn verið með ólíkindum og þó
álitu menn að þetta form listakennslu
væri dautt, virtu að vettugi og töldu
óæskilegt. Það sem hefur skeð hjá
okkur er yfirþyrmandi sönnun á hinu
gagnstæða.
Ymsir þekktir amerískir myndlista-
menn láta sér fátt um fínnast, og
þykir þróunin óraunhæf, fjarstæðu-
kennd, en það sem skeð hefur er ein-
faldlega það sem endurtekið hefur
komið fram í skrifum okkar með
gagnrýna yfírsýn. Að akademisminn
hafí snúist í heilan hring, því nú er
framúrstefnan orðin að harðsoðnum
akademisma og það sem lakara er,
að allir listaskólar era að verða eins,
svona líkt og núlistasöfnin. Sýnu verst
er þó, að nú er fólk útskrifað á færi-
böndum með meistaratitla sem næsta
lítið kunna fyrir sér í handverki, en
þess meira í klisjukenndri hugmynda-
fræði, gerð ósýnilegra listaverka og
sýnilegra klastursverka. Þetta er svo
allt framkvæmt undir kjörorðinu
„frelsi" sbr. fijálsar athafnir í hinum
aðskiljanlegustu fögum, en hefur snú-
ist upp í hástig íhaldssemi, þar sem
litið er með forandran á alla þá sem
vilja fara eigin leiðir. Hér er um hug-
arfar stórmarkaða og sýndarveraleika
að ræða, heilaþvott stórlygara og
blekkingameistara þar sem framleg-
heitin, kikkið og blossinn er að vera
eins og allir hinir. Vera í sömu fötun-
um eða borða sömu fallegu og gljá-
andi eplin og appelsínumar án tillits
til einkenna og gæða, en era hag-
kvæmari í flutningi. Árangurinn er
að 200 tegundir af eplum eru horfín
af markaðinum í Evrópu og klæðske-
rastéttin er svo til fyrir bý. Fólk er
einnig alltaf að borða sömu fallegu
tegundina af banönum, vísast fram-
leiddir af fólki í drifhvítum sloppum
og gerilsneyddu umhverfí. Þá hefur
sæðisframum í fijóhirslum manna
fækkað um helming á nokkrum ára-
tugum og margir hafa þungar
áhyggjur af afturför í skapandi iðn-
aði, því ískyggilegur skortur er á
framkvöðlum og sjálfstæðum at-
vinnurekendum. Sjónmengun hefur
tekið sinn toll og mikilvægasta skiln-
ingsvitið og útvörður þeirra, sjálf
heymin, er þrautpínt af hávaðaert-
ingu. Þetta sama er að ske í listinni
því kröfumar um fjölbreytileika eða
gæði hafa orðið undir, fræðifauskar
og kreddumeistarar boða hina einu
og sönnu trú þar sem allir era fram-
legir og allir snillingar. Engan skyldi
furða þótt umhverfísmálaráðuneyti
ýmissa þjóða séu farin að hafa af
hinni efnislegu hlið þungar áhyggjur
því þetta heyrir undir
mengun, og hefur
m.a. Svend Au-
ken umhverfis-
ráðherra í
-rfSST