Morgunblaðið - 09.02.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 19
Danmörku aflað sér ómældrar virð-
ingar með því að taka á þessum
málum.
Halda má lengi áfram því af nógu
er að taka, en að lokum skal rétt
aðeins vísað til umræðu um stöðu
listaháskóla „pro contra“ í aprílhefti
tímaritsins „art“, sem gefið er út í
Hamborg og er eitt hið virtasta í
heimi. Þar leiða saman hesta sína
Wieland Schmied (66) sem er fasta-
kennari í listasögu við akademíuna í
Múnchen og Harry Kramer (70), sem
var prófessor í skúlptúr við sameigin-
legu háskólana í Kassel 1970-92.
Spurt var hvort akademí nútímans
væru hlutverki sínu vaxin um mennt-
un listamanna 21. aldarinnar. Schmi-
ed telur listaháskólana tímaskekkju,
„þar sé kennt það sem ekki er hægt
að kenna. í öllu falli er það skoðun
allra mikilsverðra listamanna sem
innan þeirra hafa starfað í rúmlega
200 ár. Það sé ekki hægt að kenna
list“.
Þetta er nú einmitt það sem menn
hafa verið sér meðvitandi um til
skamms tíma, eða þar til sprengingin
varð og allir gátu orðið listamenn og
fengið próf upp á það.
En mikilvægt er að skilja þetta
rétt, því að list er eins konar fram-
lenging náttúrunnar, lífsins og guð-
dómsins og þau atriði verða ekki
kennd, en hægt er að auka mönnum
þroska í vitneskjunni um þau. Þeir
sem þykjast geta búið til kenningar
á skjön við þessi lögmál og eru um
leið í andstöðu við náttúruna ganga
jafnframt í skrokk á henni með afleið-
ingum sem hvarvetna blasa við.
Kjaminn í svari Schmied felst í því,
„að hér sé ranglega spurt. Menn geti
menntast til ýmissa fræða, orðið
bankastarfsmenn, starfsmannastjór-
ar, rafmagns- eða tölvufræðingar, en
ekki listamenn. Hið verklega tileinka
menn sér gjarnan og sennilega eitt-
hvað af lífsreynslu og dómgreind
kennarans. Menn geta aukið við
þroska listnemans, stuðlað að víkkun
sjónhrings listgáfu hans, aukið honum
hugsæi og dirfsku til athafna. En
enginn býr til listamann, sem ekki
hefur hvöt og upplag til þess og fyrir
einhveija óræða skikkan hefur hlotn-
ast það sem við nefnum innblástur,
að viðbættri drjúgri giftu“.
Orða ætti því spuminguna „Hafa
listaskólar ennþá einhvem tilgang?
Eiga listaskólar rétt á sér í framtíð-
inni?“ Svarið er hik- og vafningalaust
já.
Schmied telur þó ekki allt í sóm-
anum innan akademíanna og rýnir í
sitthvað sem betur má fara.
Hany Kramer, sem er sjálflærður
í listinni, segist hafa verið kallaður
til starfa 1970, sem hann telur tveim
árum of seint, því hin mikla uppstokk-
un hafði þegar átt sér stað og hinn
gamli virðuleiki innan listaskólanna
hafði vikið fyrir hinu samvirka frjáls-
lyndi, sem hafði að kjörorði „Samein-
uð emm við óþolandi", hann hafí því
misst af rólega tímabilinu. Hann vísar
til offjölgunar myndlistamema og
nefnir, að háskólinn í Kassel taki ár-
lega til sín 25-40 listnema. Á fimm
ára tímabili verði það samanlagt
meira en öll Dokumenta sýningar-
framkvæmdin lyftir á stall á fjögurra
ára fresti, sem er heilt tímabil í hnot-
skurn. Hann ræðir um trúvillinga í
listinni sem stofni til nýrra trúar-
bragða og þá staðreynd að sumir
þeirra hafi orðið kennarar, sem bjóði
hættunni heim - vegna þess að trúar-
leiðtogar leiti að söfnuði sem fylgi
þeim skilyrðislaust. Sjálfir séu þeir
hvorki reiðubúnir til né færir um að
mennta nýja trúvillinga.
Kramer finnst það uppörvandi þeg-
ar nafngreindur háskólakennari seg-
ist einungis geta meðhöndlað nem-
endur sem viðvaninga, sem eigi að
koma fram við á gagnrýninn hátt. í
ljósi þróunarinnar telur hann listina
geta dafnað án listaháskóla og þar
sem þeir geti ekki sjálfír lagt sig nið-
ur ættu menn að líta til fortíðarinn-
ar. „Á átjándu og nítjándu öld voru
hlutimir í föstum skorðum og voru
þess vegna raunhæfar stofnanir, en
Bauhaus leysti úr læðingi þróun, sem
hafði mikil áhrif og stöðugt hefur
undið upp á sig alla öldina.“
Af öllu má marka, að hið óhefta
frelsi hafí farið úr böndum, stefna
framtíðarinnar verði meira aðhald og
markvissara vinnulag. Skilgreining
Platóns er þannig í fullu gildi þrátt
fyrir öll frávik í tímans rás.
Woody
Allen í
tónleika-
ferð
BANDARÍSKl kvikmyndagerð-
armaðurinn Woody Allen heldur
síðar í þessum mánuði í tónleika-
ferðalag um Evrópu. Allen hefur
um árabil komið vikulega fram
á mánudagskvöldum í Michael’s
Pub á Manhattan og leikið á
klarinett með sjö manna djass-
hljómsveit, sem leikur tónlist
kennda við New Orleans. Nú
ætlar Allen að taka félaga sína
með sér til Evrópu og kveðst
sjálfur vera eini áhugamaðurinn
um borð.
Þótt Allen geri lítið úr sjálfum
sér, hafa tónlejkahaldararnir
ekki hikað við að leggja áherslu
á leikstjórann til að laða að
áhorfendur. Auglýsingar boða
Woody Allen ásamt New Orleans
djasshljómsveit sinni.
Mánuður í Evrópu
Ferðalagið mun standa í mán-
uð. Fyrstu tónleikarnir verða
Teatro Monumental í Madrid 25.
Kjarvalsstaðir
Ingólfur
Arnarsson
leiðbeinir
safngestum
LISTAMAÐURINN Ingólfur
Arnarsson mun leiðbeina safn-
gestum um sýningu sína á
Kjarvalsstöðum, sunnudaginn
11. febrúar kl. 16.
Leiðsögn Ingólfs verður í
tengslum við almenna safnleið-
sögn um sýningar safnsins sem
er skipulögð alla sunnudaga kl.
16. Þátttökugjald er innifalið í
aðgangseyri safnsins.
Síðasta sýn-
ingarhelgi Sossu
SÝNINGU Sossu í Listasetrinu
Kirkjuhvoli á Akranesi lýkur
nú um helgina, 11. febrúar.
Sossa sýnir nýunnin olíumál-
verk.
Listasetrið er opið virka daga
frá kl. 16-18 og frá kl. 15-18
um helgina.
KVIKMYNPIR
Rcgnboginn
„Waiting to Exhale" ★ ★
Leikstjóri Forest Wliitaker. Haud-
ritshöfundar Ronaald Bass og Terry
McNillan. Kvikmyndatökustjóri Toy-
omichi Kurrita. Tónlist Kenneth
Edmonds. Aðalleikendur Whitney
Houston, Angela Bassett, Loretta
Devine, Lela Rochon, Wesley Snipes,
Gregory Hines. Bandarísk. 20th
Century Fox 1995.
VINSÆLDIR þessarar kvenna-
myndar komu á óvart í Vesturheimi
á síðasta ári. Ekki minnkar ráðgátan
eftir að hafa séð þessa annæðumynd
um líf fjögurra vinkvenna - sem er
álíka merkilegt og þáttur af Santabla-
blabla. Leikstjórinn Forest Whitaker
(kunnari sem leikari og gerir hér sína
fyrstu mynd fyrir hvíta tjaldið) er
greinilega á öðru máli og handfjatlar
ódýra sápuna sem hér sé hin merk-
asta þjóðfélagsádeila á ferðinni. Til-
þrifín stinga vissulega í stúf við
ómerkilegt efnið en bjargar þó því
sem bjargað verður. Ásamt markaðs-
vísindalega útreiknaðri hljóðrás með
nýjum og gömlum slögurum sem sleg-
ið hefur heldur betur í gegn. Leikkon-
LISTIR
WOODY Allen blæs í klarinettið sitt á Michael’s Pub.
febrúar, en hann mun einnig
koma fram í Genf, Vín, Feneyj-
um, París, Mílanó, Flórens, Bol-
ogna, Róm, Frankfurt, Tórínó,
Napolí og London.
Myndir Allens hafa ætíð notið
meiri vinsælda í Evrópu en í
Bandaríkjunum og hann viður-
kennir að vera undir meiri áhrif-
um frá meisturum evrópskrar
kvikmyndagerðar en bandarísk-
um kvikmyndum, þótt aldrei
muni hann flytja frá Manhattan.
Þeir eru frábærir, en ég ekki
Allen er hógvær þegar hann
er spurður um tónleikaferðalag-
ið. „Þeir eru frábærir, en ég
ekki,“ sagði Allen í viðtali við
vikublaðið The European. „Þetta
er tækifæri fyrir mig til að spila
djass á hveiju kvöldi milli mynda,
ekkert annað."
Allen segir að hljómsveitin
hafi úr mörg hundruð lögum að
velja og lagavalið muni velta á
skapi sjömenninganna þann dag-
inn.
Allen kenndi sjálfum sér að
leika á hijóðfæri. Hann byrjaði á
sópran saxófón, en skipti yfir í
klarinettið. Hann kann ekki að
lesa nótur og lærði stuttlega hjá
Gene Sedric.
Sextíu
ára
myndí
MÍR
RÚMLEGA sextíu ára gömul
sovésk kvikmynd verður sýnd
í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á
sunnudag kl. 16.
„Þetta er myndin „Tsapaév"
frá árinu 1934, byggð á sam-
nefndri sögu eftir D. Fur-
manov. Leikstjórar eru Vasilí-
év-bræður eins og þeir voru
nefndir, en leikarinn Boris
Babotsjkin fer með titilhlut-
verkið. í sögunni og kvik-
myndinni er fjallað um bylting-
armanninn Tsapaév, eldhuga
sem þjóðsagnakenndar sögur
fóru af, almúgamann, fyrrum
smala og trésmið, óbreyttan
hermann og síðar liðþjálfa í
her Rússakeisara, mann sem
valdist til foringjastöðu í
Rauða hernum,“ segir í kynn-
ingu.
Aðgangur er öllum heimill
og ókeypis.
Nýtt leikverk eftir Þórunni Sigurðardóttur á stóra sviðinu
LEIKENDUR, leikstjóri, höfundar og aðrir aðstandendur Tröllakirkju að lokinni æfingu í síðustu viku.
Lifaðí
sápuóperu
urnar sem fara með aðalhlutverkin
eiga sjálfsagt líka einhvem þátt í vin-
sældunum.
Söguhetjur Waiting to Exhale (ekki
hefur þótt skipta máli að þýða titilinn
en slík handvömm, reyndar lögbrot,
gerist æ algengari) eru fjórar, þel-
dökkar vinkonur í Arizona. Er það
m.a. sammerkt að eiga í útistöðum
við „sterkara kynið“ en vera búnar
að jafna málin í myndarlok. Um þessi
viðskipti kynjanna fjallar myndin að
miklu leyti. Savannah (Whitney Hous-
ton) er farsæl sjónvarpskona sem fell-
ur fyrir gömlum, giftum bólfélaga en
sendir honum í lokin óblíðar, óeftir-
hafanlegar kveðjur, og frelsast.
Bemadine (Angela Bassett) og manni
hennar hefur vegnað vel í viðskiptum
sem hún hefur átt sinn þátt í að
byggja upp. Hann skilur við hana -
og það fyrir hvíta kvenpersónu! Und-
ir lokin er hún komin í kynni við fjall-
myndarlegan lögmann, James (Wes-
ley Snipes), og búin að hafa talsvert
af reytum fyrmm bónda síns fyrir
dómstólunum. Og unir glöð við sitt.
Gloria (Loretta Devine) er stæðileg
hárgreiðsludama sem misst hefur
karl sinn í hommahendur (sem gerist
æ tíðara í lífsins ólgusjó vestrænna
mynda), þjáist mjög af karlmanns-
leysi sem siglir í farsælan endi í ná-
grannanum (Gregory Hines). Ástamál
Robin (Lela Rochon) em svo fáfengi-
leg að þau em nánast gleymd. Snú-
ast þó um einhvem dópræfíl sem hún
fleygir sigrihrósandi á dyr að leikslok-
um, hefur kauði þó bamað hana.
Þessi moðsuða hæfír sjálfsagt ein-
hverri miðdagssápunni, en tæpast
boðleg kvikmyndahúsgestum. Síst ís-
lenskum bleiknefjum. Efnið eintómar
klisjur, innantómt og ódýrt, þá eink-
um „lausnimar". Útyfír allan þjófa-
bálk tekur þó þáttur lögmannsins
James sem leitar hughreistingar hjá
Bemandine, sem hann hittir á barn-
um. Jafnvel krabbameinssjúklingar
verða fyrir barðinu á smekkleysi höf-
undanna. Bassett er mögnuð leikkona
sem á betra skilið en fáránlegt hlut-
verk þessarar Bemandinu, sem er
einhver undarlegasta persóna sem
skrifuð hefur verið lengi. Það er helst
að hárgreiðslukonan þiýstna eigi ein-
hvern mannlegan bakgrunn, hitt er
allt saman löður. Að ekki sé minnst
á „sterkara kynið“.
Sæbjörn Valdimarsson
Trölla-
kirkja
Á STÓRA sviði Þjóðleikhúss-
ins standa nú yfir æf ingar á
leikverkinu Tröllakirkju eftir
samnefndri skáldsögu Ólafs
Gunnarssonar. Höfundur
verksins er Þórunn Sigurðar-
dóttir.
Sögusvið Tröllakirkju er
Reykjavík á árunum eftir
stríð. Segir þar frá íslenskum
athafnamanni sem dreymir
um að reisa stórhýsi en
draumar hans hryi\ja til
grunna þegar ofbeldisverk er
framið í fjölskyldunni.
Bókin Tröllakirkja vakti á
sínum tíma mikla athygli,
þótti tímamótaverk og var
tilnefnd til íslensku bók-
menntaverðlaunanna 1992.
Tröllakirkja verður frum-
sýnd 1. mars.