Morgunblaðið - 09.02.1996, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1ð96
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JAKOBINA ANNA
MAGNÚSDÓTTIR
+ Jakobína Anna
Magnúsdóttir
fæddist á Grund í
Arnarneshreppi í
Eyjafirði 30. ágúst
1920. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
hinn 1. febrúar síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Arnþrúður Frið-
riksdóttir, f. 1879,
d. 1963, og Magnús
Þorsteinsson, f.
1878, d. 1956, er
lengst bjuggu á
Syðsta-Kambhóli í Arnarnes-
hreppi. Systkini Jakobinu eru:
Áslaug Ágústa, f. 1904, d. 1985;
Hildigunnur, f. 1905, d. 1961;
Anna, lést í frumbernsku; Frið-
rik, f. 1916; og Þorsteinn, f.
1919, d. 1994.
Jakobína giftist 12. mai 1938
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Garðari B. Ólafssyni, f. 1908,
og bjuggu þau allan sinn bú-
skap á Eyrarlandsvegi 27 á
Akureyri. Þau eignuðust fimm
börn og ólu upp einn kjörson.
Elstur er Jóhannes
Óli vallarstjóri í
Reykjavík, kvænt-
ur Huldu Jóhanns-
dóttur og eiga þau
þrjá syni; Anna
húsmóðir í Reykja-
vík og á þrjá syni;
Magnús skipstjóri,
býr í Reykjavík og
er kona hans
Hrafnhildur Jó-
hannsdóttir og eiga
þau þrjár dætur;
Kristján Björn
verkfræðingur, bú-
settur á Akureyri
og kvæntur Helgu Alfreðsdótt-
ur og eignuðust þau fjögur
börn en misstu lítinn dreng,
Alfreð; Ingvar rafmagnseftir-
litsmaður á Akureyri, og Berg-
ur sjómaður í Grundarfirði,
kvæntur Margréti Frímanns-
dóttur og eiga þau fjórar dæt-
ur, en Bergur á tvö börn áður,
og eru barnabörnin orðin níu
talsins.
Útför Jakobínu fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
+ Elín Óladóttir
fæddist á
ísafirði 27. október
1929. Hún andaðist
á sjúkrahúsi Isa-
fjarðar 1. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðrún Ás-
geirsdóttir og ÓIi
- Pétursson. Þau Óli
og Guðrún eignuð-
ust fjögur börn og
var Elín eina
stúlkubarnið. Syn-
irnir eru Ásgeir,
Guðmundur og
Gunnar Pétur, allir búsettir á
ísafirði. Óli missti konu sína frá
fjórum börnum hinn 11. febr-
úar 1935. Seinna giftist Óli
Sveinsínu Jakobsdóttur og
eignuðust þau þrjá syni. Þeir
eru: Birgir, hann býr í Kópa-
vogi, Jakob, búsettur á Isafirði,
og Krislján, hann býr í Reykja-
vík. Hinn 25. desember 1952
giftist Elín eftirlifandi eigin-
manni sínum, Jens Markússyni
frá Súðavík, f. 14. júní 1924.
Þau eignuðust þijár dætur.
Þær eru: Halldóra, gift Jóhanni
Marinóssyni, börn þeirra eru
Rakel, Aron, Enok, Orri og
Tanja; Guðmunda, gift Halldóri
Halldórssyni, börn þeirra eru
Elísabet og Sigurjón Veigar;
Ásgerður, sambýlismaður
hennar er Guðmundur Jónsson.
Hennar börn eru Elmar Jens,
Hrannar Freyr og Jenný Ág-
ústa.
Útför Elínar fer fram frá
Isafjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 15.
í DAG kveðjum við tengdamóður
mína, Elínu Óladóttur, en hún lést
í Sjúkrahúsi ísafjarðar að kvöldi
1. febrúar eftir löng og erfið veik-
indi.
Ég kynntist Elínu fyrir nær 30
árum, er ég kom inn í fjölskylduna
sem væntanlegur tengdasonur. Við
urðum fljótlega mjög góðir vinir
og tók hún mér sem væri ég henn-
ar eigin sonur.
Elín var mjög barngóð og naut
þess að hafa bamabörnin hjá sér,
oft í langan tíma, stundum sumar-
langt. Er þau eltust unnu þau með
henni í fiski. Þetta varð til þess að
þau kynntust ömmu sinni vel.
í mörg ár vann hún hjá íshúsfé-
lagi ísfirðinga og átti hún þar
marga góða vinnufélaga og vini
sem reyndust henni vel og minntist
hún þeirra oft.
Elín hafði gaman af að ferðast
og fór talsvert í ferðalög til út-
landa, aðallega Evrópu. Einnig
ferðaðist hún mikið innanlands.
Var þá legið í tjaldi og voru marg-
ar skemmtilegar sögur sagðar af
þessum ferðum.
Hér áður ferðuðumst við hjónin
talsvert með þeim innanlands og
gerðist ýmislegt spaugilegt í þess-
um ferðum. Einu sinni var tjaldað
á grasbala inni í Djúpi. Var þetta
seint að kvöldi og allir þreyttir.
Næsta morgun þegar við vöknuð-
um vorum við næstum flædd. Sjór-
inn náði nærri upp að tjaldinu.
Vorum við fljót að taka upp tjaldið
og forða okkur. Oft var hlegið að
þessu og batnaði sagan alltaf eftir
því sem hún var sögð oftar.
Óli, faðir Elínar, og Sína, kona
hans, voru oft með í þessum ferð-
um. Mjög gott samband var á milli
Elínar og föður hennar og stjúp-
móður.
Þótti henni mjög vænt um föður
sinn, Óla Pétursson, sem margir
ísfirðingar þekktu. Guðrún, móðir
Elínar, lést þegar Elín var fimm
ára o g ólst hún upp hjá föður sínum
og Sveinsínu seinni konu hans.
Elín átti sex bræður.
Heimili tengdaforeldra minna
var gott og notalegt í litla húsinu
á Hnífsdalsvegi 10,
við kölluðum húsið
Tíuna. Þar áttu þau
gott skjól. Lítill falleg-
ur garður er við húsið,
sem þau fengu viður-
kenningu fyrir.
Tengdamóðir mín
hafði gaman af að
dansa og var hún dug-
leg og þolinmóð að
kenna okkur hinum,
sem gekk misvel að
halda takti. Hún hlust-
aði mikið á harmón-
ikumúsik, aðallega
danstónlist með gömlu
dönsunum.
Þar sem hún var lítillega
heyrnarskert frá unga aldri var
stundum spilað hátt í litla eldhúsinu
á Tíunni og sungið með.
Tíu dögum áður en hún lést hitti
ég hana í síðasta sinn. Var hún
þá sárþjáð en hafði fótavist. Þegar
ég var að hjálpa henni upp í rúmið
aftur greip ég í höndina á henni
og sagði: ;,Eigum við'áð dansa?“
Kom þá fallegt bros á andlit henn-
ar og tók hún utan um mig í síð-
asta sinn. Nú hefur síðasti dansinn
verið stiginn.
Mörg síðustu æviár hennar voru
erfið, langvarandi veikindi og bar-
átta við illkynja sjúkdóm.
Tengdafaðir minn hefur verið
henni góður eiginmaður og gerði
allt sem hann gat til að létta henni
erfið veikindi og sömuleiðis Ásgerð-
ur, dóttir hennar, og hennar maður.
Elín hlaut frábæra aðhlynningu
í Sjúkrahúsi ísafjarðar og vil ég
fyrir hönd fjölskyldunnar þakka
alla þá hlýju og vinsemd sem starfs-
fólk spítalans sýndi henni.
Ég vil að lokum þakka Elínu
minni áralanga vináttu og þakka
samfylgdina.
Farðu í Guðs friði.
Jóhann Marinósson.
Ég kynntist Ellu, en svo var hún
kölluð, í vinahóp þegar hún hóf
búskap með Jens, bróður mínum.
Maður fann fljótt hversu miklum
mannkostum hún var búin. Hún
mátti ekkert aumt sjá, öllum vildi
hún gott gera, ljúf í skapi en föst
fyrir ef svo bar við. Eftir að gagn-
fræðaskóla lauk vann hún ýmis
störf, við afgreiðslu í Gamla bakarí-
inu um árabil, en lengst af vann
hún hjá íshúsfélagi ísfirðinga eða
þar til að hún varð að hætta er
sjúkdómur sá fór að herja á hana,
sem síðar varð henni að bana.
Það er margs að minnast þegar
litið er yfir farinn veg og góð kona
er kvödd og ekki hægt að gera
því full skil í stuttri minningar-
grein. Margar voru gleðistundirn-
ar sem við hjónin áttum með þeim
Ellu og Jenna, bæði hér syðra og
ekki síst þegar við heimsóttum þau
á ísafjörð. Ekki vantaði gestrisn-
ina á því heimili og þegar maður
var búinn að raða í sig svo að
maður stóð á blístri og gat ekki
innbyrt meira var Ella vön að
segja: „Þið borðið ekkert.“ Börn-
um okkar reyndist hún alltaf vel
og tók þeim alltaf opnum örmum,
hvort heldur þau komu í heimsókn
til þeirra hjóna eða dvöldu þar
sumarlangt. Ella var á sjötta ári
þegar hún missti móður sína og
alltaf var söknuður í tali Ellu er
hún minntist hennar. Faðir Ellu
lést 21. október 1988, en milli
þeirra var ætíð náið samband.
Kæri bróðir, ég veit að söknuður
þinn er sár og mikill við fráfall
ástkærrar eiginkonu en minningin
um góða konu mun lifa. Ég og eig-
inkona mín biðjum góðan Guð að
blessa þig og dætur þínar, tengda-
syni og barnabörn.
Guð blessi minninguna um mína
kæru mágkonu.
Árni Markússon.
Elsku amma.
Loksins hefurðu fengið hvíldina
eftir löng og erfið veikindi. Það er
erfitt að sætta sig við þá staðreynd
að þú, sem varst haldin mikilli orku
og lífsgleði, skulir fara svona fljótt
frá ástvinum þínum.
Ég á yndislegar minningar um
þig og allar þær sumardvalir sem
ég átti með þér og afa á Hnífsdals-
vegi 10 eða á Tíunni eins og hún
var alltaf kölluð. Alltaf var ég vel-
kominn á sumrin, sem og önnur
barnabörn, á meðan húsrúm leyfði.
Þú og afi sögðuð alltaf að ykkur
munaði ekkert um eitt barnabarn
til eða frá.
Amma var létt í lund og var
mikill húmoristi. Hún hafði óspart
gaman af því að gantast í okkur
krökkunum og alltaf tók hún gríni
okkar krakkanna vel. Amma var
einnig mikill sælkeri eins og við
barnabörnin kynntust því hún var
örlát á „nammíið" eins og hún kall-
aði það.
Helstu áhugamál ömmu voru
gömlu dansarnir og tónlist, þá sér-
staklega harmonikutónlist sem hún
hafði mikið dálæti á. Oft var eins
og slegið hafði verið upp balli á
Tíunni því amma átti það til að
stilla græjurnar hátt því hún var
með skerta heyrn og þurfti að
ganga með heyrnartæki.
Elsku amma, ég vil að þú vitir
að kynni mín við þig voru einn
stærsti og skemmtilegasti hluti
bernskuminninga minna. Því við-
móti og atlæti sem ég mætti frá
þér mun ég alltaf búa að og það
mun fylgja mér inn í framtíðina.
Þú varst tryggur og góður vinur
og hefðir gert allt fyrir ástvini
þína, sérstaklega okkur barna-
börnin.
Blessuð sé minning þín.
Þinn dóttursonur,
Aron Jóhannsson.
Mín ástkæra mágkona, Elín Óla-
dóttir, lést í Sjúkrahúsinu á ísafirði
1. febrúar eftir erfið veikindi. Þótt
orðið væri langt á milli okkar mág-
kvennanna, eftir að ég flutti til
Reykjavíkur, var vinátta okkar söm
þar til yfir lauk. "
Elín lauk prófi frá Gagnfræða-
skólanum á Isafirði, en hóf síðan
störf í atvinnulífinu. Ég þekkti
hana strax sem barn, en kynni
okkar urðu ekki náin fyrr en hún
gekk að eiga Jens, bróður minn,
25. desember 1952.
Við vorum báðar giftar sjómönn-
um og þótt við ættum margar gleði-
stundir saman, þá voru þær ekki
ófáar dökku stundirnar þegar við
biðum við gluggann og horfðum út
í sortann.
Ef önnur okkar ætlaði eitthvað
kom hin með. Þannig voru margar
ferðir farnar á beijamó, í bíó eða
á gömlu dansana, því Ella var allt-
af svo kát og hláturmild.
Við hjónin áttum þess kost að
heimsækja hana og Jens í nóvem-
ber sl. Þá var hún orðin mikið veik
og þrekið þorrið, en tryggðin skein
þó enn úr augunum, en tryggð
hennar einkenndi öll okkar kynni.
Elín var dugleg kona, að hveiju sem
hún gekk. Hún vann hjá íshúsfé-
lagi ísfirðinga um áratugaskeið
allt þar til hún veiktist.
Mig langar að minnast hennar
með orðum skáldsins Ragnars S.
Helgasonar:
Aldrei brást þér orka og þor,
önn við lífið bundin,
en við fjölmörg ævispor
ávallt hress var lundin.
Þinn andi svífur víða vega,
vorsól skín af öldungs brá.
Sigrar lífið laus við trega
ljóssins vita stefnir á.
Elsku bróðir, systkini, böm,
tengdabörn og barnabörn. Við Her-
mann biðjum Guð að styðja ykkur
og styrkja. Við vitum, að þið hafið
öll misst mikið.
En nú er hún laus við þrautina
og biðjum við henni Guðs blessun-
ar.
Guðríður Markúsdóttir.
LÁTIN er á Akureyri tengdamóðir
mín, Jakobína Anna Magnúsdóttir,
eða Bína eins og hún var kölluð,
og langar mig að minnast hennar
með örfáum orðum.
Efst í huga er 75 ára afmælið
hennar Bínu í sumar, sem hún
ætlaði ekki að halda upp á, en
ákvað svo á síðustu stundu að
hafa afmæli og upp var slegið
veislu úti í Freyjulundi í Eyjafirði,
þar sem hún gekk í bamaskóla.
Þar mættu margir af afkomendum
hennar og áttu saman bjartan og
skemmtilegan dag, sem hún
gladdist innilega yfír.
Tengdamóðir mín var mjög
stolt kona, allt varð að vera vel
gert hvort sem það var matargerð
eða handavinna og pijónaði hún
þær fallegustu lopapeysur sem
ég hef séð. Hún var afskaplega
vel gefin kona, vissi mikið, hafði
gott minni, ættfræðin var henni
hugleikin og höfðu hún og elsti
sonur hennar jafnan margt um
að tala þegar þau hittust. Hún
fylgdist vel með fjölskyldu sinni;
barnabörnum og barnabarna-
börnum þó þau séu dreifð um
landið og utan þess. Hún naut
þeirra ömmubarna sem á Ak-
ureyri búa enda sóttu þau til
hennar því alltaf var nóg á borð-
um þar og gott að hvíla sig í sóf-
anum hjá ömmu og afa.
Að leiðarlokum kemur margt
upp í hugann og minningarnar
margar sem munu lifa með okkur.
Við Oli og fjölskylda okkar biðjum
Guð að styrkja tengdapabba og
Ingvar og aðra sem eiga um sárt
að binda.
Blessun Guðs fylgi ykkur öllum.
Hulda Jóhannsdóttir.
Amma mín, mig langar að
þakka þér fyrir það sem þú veittir
mér og þann tíma sem þú gafst
mér. Ég man hvað mér fannst
gaman að fá stóra kassann sendan
til Danmerkur. Þar voru allir jóla-
pakkarnir og pínu íslenskur mat-
ur. Þetta var það besta við jólin.
Mér eru líka ofarlega í huga núna
minningar frá heimsóknum þínum
og afa til Danmerkur og hve dug-
leg þið voruð að ferðast með okk-
ur þar. Það voru skemmtilegir
tímar.
Á næstum því hveijum degi
undanfarin ár hefur þú tekið á
móti mér eftir skóla eða sundæf-
ingar með glaðværan svip og það
þótti mér afar vænt um. Síðustu
dagana virtist sem von væri til
þess að þú hresstist og ég beið
þess að þú kæmir heim á Eyrar-
landsveginn. En svo kom dagur-
inn, mamma sótti mig í skólann
og ég sá fram á að þú kæmir
ekki aftur heim.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
(H. Pétursson.)
Guð blessi þig, elsku Bína amma.
Anna Rún Kristjándóttir.
Elsku Bína amma, núna ertu
farin. Ég hafði aldrei hugsað til
þess að þú mundir einhvern tím-
ann fara. En barnalegt. Sama dag
og ég lauk prófunum í MA varstu
kölluð burt án þess að við næðum
að kveðjast. Ég fór oft yfir göt-
una í löngu frímínútunum til þín
og afa á Eyrarlandsveg 27. Þá
fékk ég oft heitt kakó og brauð
með spægipylsu og við spjölluðum
saman.
Þú varst alltaf frekar dul í
mínum augum og það átti fremur
við þig að gefa en að þiggja. Einu
sinni varst þú að reyna að kenna
mér að pijóna og þá eins og allt-
af hafðir þú þolinmæðina en ekki
ég!
Ég hef alltaf verið svo stolt af
þér og afa. „Þarna eiga amma
mín og afi heima,“ sagði ég svo
oft þegar ég fór með einhveijum
fram hjá húsinu ykkar. Nú ertu
þar ekki lengur og sú staðreynd
er eitthvað sem _ég forðast að
hugsa um núna. Ég á erfitt með
að horfa á auðan stólinn þinn og
að sjá pijónana þína liggja á borð-
inu.
Ég hefði viljað vita meira um
þig, en þú varst fyrir mér ein af
heimsins bestu ömmum. Mér
fannst þú alltaf svo ung í anda
og með frábært skopsyn þrátt fyr-
ir að líkaminn væri víst orðinn
þreyttur eftir eril áranna.
Þú gafst mér blóm sem ég hef
inni á herberginu mínu og ég
hugsa_ til þín þegar ég horfí á
það. Ég veit að þú verður áfram
nálægt okkur og afa.
Sofðu vært hinn síðasta blund,
unz hinn dýri dagur Ijómar,
Drottins lúður þegar hljómar
hina miklu morgunstund.
(V. Briem.)
Elsku Bína amma, ég bið góðan
Guð að varðveita þig.
Inga Hrönn Kristjánsdóttir.
ELIN
ÓLADÓTTIR