Morgunblaðið - 09.02.1996, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 31
MINNINGAR
+ Helga Páls-
dóttir fæddist
á Seljalandi í
Fljótshverfi 24.
maí 1908. Hún lést
í Landspítalanum
aðfaranótt 27. jan-
úar síðastliðinn.
Helga var hin sjö-
unda í röð fimmtán
systkina, auk eins
hálfbróður. For-
eldrar hennar
voru Málfríður
Þórarinsdóttir, f.
1877, d. 1946; og
Páll Bjarnason, f.
1875, d. 1922. Systkini Helgu
voru Þórarinn (eldri), f. 1899,
d. 1969; Jón, f. 1902, d. 1991;
Kristín, f. 1903, d. 1983; Helgi
(eldri), f. 1904, d. 1993; Bjarni,
f. 1905, d. 1990; Helgi (yngri),
f. 1907, d. 1970; Valgerður, f.
1909; Guðríður, f. 1911; Páll,
f. 1912, d. 1983; Þórarinn
(yngri) f. 1913; Sigurður, f.
1915; Elias, f. 1916; Málfríður,
f. 1918; Pálína, f. 1919 og hálf-
bróðir Valdimar Pálsson, f.
1905, en móðir hans var Ragn-
hildur Ólafsdóttir, f. 1868.
Móðir Málfríðar var Kristín
Jónsdóttir bónda á Dalshöfða
í Fljótshverfi Magnússonar
Jónssonar hreppstjóra og með-
hjálpara („klausturhaldara") á
Kirkjubæjarklaustri Magnús-
sonar, en faðir Málfríðar var
Þórarinn Þórarinsson bónda á
Seljalandi Eyjólfssonar, en
með honum kom ættin að Selja-
landi árið 1835. Páll var sonur
Bjarna bónda og hreppsljóra í
Hörgsdal á Síðu Bjarnasonar
hreppsljóra á Keldunúpi og
Helgu, yngstu dóttur
sr. Páls Pálssonar
prófasts í Hörgs-
dal.
Eiginmaður
Helgu var Guðbjart-
ur Magnús Björns-
son f. 1903, d. 1957;
sonur Björns Jóns-
sonar bónda að
Alftavatni í Staðar-
sveit á Snæfellsnesi
og konu hans Rann-
veigar Magnúsdótt-
ur. Dóttir Helgu og
Guðbjarts er Krist-
ín, f. 1935; leikari
og leikhússtjóri. Vegna leik-
starfa í Englandi tók hún sér
nafnið Kristín G. Magnús. Eig-
inmaður Kristínar er Halldór
Snorrason forstjóri, f. 1924.
Sonur þeirra er Magnús Snorri
rafmagnsverkfræðingur, f.
1964. Hann er búsettur í Cam-
bridge við Boston í Bandaríkj-
unum með eiginkonu sinni Ad-
ine Storer og syni þeirra Ian
Helga, f. 1990.
Helga Pálsdóttir fluttist til
Reykjavíkur um tvítugt. Hún
hóf nám í Samvinnuskólanum
1932 og útskrifaðist þaðan
1934. Hún vann ýmis störf við
kennslu, fiskverkun og af-
greiðslu. Árið 1945 tók Guð-
bjartur við rekstri á Hafnar-
böðunum í Reykjavík. Þar ráku
þau hjónin verslun fyrir sjó-
menn og þvottahús í tengslum
við Hafnarböðin og Reykjavík-
urhöfn. Heimili Helgu var
lengst af í Stórholti 30 í Reykja-
vík;
Utför Helgu verður gerð frá
Háteigskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
í BYRJUN aldarinnar var margt í
heimili víða til sveita. Aðdrættir voru
erfiðir og býlin sjálfum sér nóg um
flesta hluti. Þannig var um Seljaland
í Fljótshverfí þar sem Helga Páls-
dóttir fæddist 24. maí 1908. Foreldr-
ar Helgu, Málfríður og Páll, byrju’ðu
sinn búskap á Seljalandi í tvíbýli við
foreldra Málfríðar. Efni voru góð á
Seljalandi á þeim ánim en í hönd
fóru erfíðir tímar. í páskaáhlaupi
1917 tapaðist nær helmingur íjár-
stofnsins. Bóndinn lagðist í btjóst-
himnubólgu um sumarið og iá rúm-
fastur í hálft annað ár. Vorið 1918
var með eindæmum kalt og sumarið
graslítið. Kötlugos í október 1918
bætti gráu ofan á svart og eyðilagði
alla beit. Bústofninn komst niður í
60 kindur, 2 kýr og nokkur hross
til að framfleyta þrettán barna heim-
ili. Heilsa bóndans var brostin, en
elstu börnin léttu nú undir, og með
seiglu, útsjónarsemi og æðruleysi
komst heimilið gegnum þessar
þrengingar án nokkurra opinberra
styrkja. Bömin komust öll á legg og
döfnuðu vel. Bræðumir réðust sem
unglingar í vinnu á næstu bæi, og
hinir elstu fóm til sjós á vetmm,
gangandi um langan veg. Þannig
lögðu þeir heimilinu dijúgt til og því
var veitt eftirtekt, að systkinin frá
Seljalandi bára með sér þann brag,
sem einkenndi fólk frá góðum heim-
ilum. Þar var risna og hjálpsemi í
heiðri höfð og allar veitingar með
sönnum höfðingsbrag.
Helga fór að heiman um tvítugt
til Reykjavíkur og bjó fyrstu tvö
árin á Laufásvegi 4 hjá föðursystur
sinni Guðrúnu og Guðmundi Breið-
§örð. Hún vann um tíma við fisk-
verkun og afgreiðslustörf en réðst
síðan í vist hjá Arent Claessen stór-
kaupmanni og konsúl. Á þeim ámm
þótti það eftirsóknarvert fyrir ungar
stúlkur að komast til slíkra heimila
að læra heimilisstörf en Claessen-
fjölskyldan mun einnig hafa sann-
reynt að Helga kunni margt fyrir
sér frá stóra heimili á Seljalandi.
Hún hafði löngun til að ganga í skóla
og þrátt fyrir lítil efni innritaðist hún
HELGA
PÁLSDÓTTIR
í Samvinnuskólann árið 1932 og út-
skrifaðist þaðan 1934. Þar kyrintist
hún Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá
Fjalli á Skeiðum. Þær leigðu saman
tvö herbergi skólaárin og urðu vin-
konur ævilangt. Strax að loknu námi
var Helga ráðin sem kennari í bók-
færslu og ensku við Samvinnuskól-
ann.
Hún giftist Guðbjarti Magnúsi
Björnssyni frá Álftavatni í Staðar-
sveit á Snæfellsnesi árið 1935. Þeim
fæddist dóttirin Kristin síðla það ár.
Árið 1939 lagðist Helga á Landa-
kotsspítala vegna meiðsla sem hún
hafði hlotið í æsku. Eftir erfíð veik-
indi og langa legu komst hún aftur
til heilsu árið 1940 en þessi lífs-
reynsla setti mark sitt á viðhorf
hennar til andlegra efna. Guðbjartur
vann í fyrstu ýmis störf við Reykja-
víkurhöfn og var virkur þátttakandi
í félagsstörfum verkamanna, meðal
annars einn af stofnendum mál-
fundafélagsins Óðins. Helga var
endurskoðandi hjá Verkakvennafé-
laginu Framsókn frá árinu 1942 og
gegndi því starfi í áratugi. Árið
1945 tók Guðbjartur við rekstri
Hafnarbaðanna í Reykjavík og ári
síðar settu þau hjónin upp verslun
á sama stað. Verslunarstörf áttu
mjög vel við þau bæði og naut versl-
unin mikilla vinsælda meðal sjó-
manna sem kunnu vel að meta hlý-
legt viðmót og vingjarnleika þeirra
í allri þjónustu. Einnig ráku þau
hjónin þvottahús í sambandi við
Hafnarböðin og Reykjavíkurhöfn.
Heimili þeirra stóð opið öllurri ætt-
ingjum sem dvelja vildu í Reykjavík.
Þar var því oft margt í heimili þótt
þröngt væri búið. Líkt og á Selja-
landi var þar hvergi sparað í gest-
risni. Málfríður móðir Helgu kom
til Reykjavíkur vegna veikinda síðla
árs 1945 og dvaldi þar til dauða-
dags 1946. Páll bróðir Helgu kom
oft til vinnu í Reykjavík um vetur
og bjó þá hjá þeim hjónum. Árið
1947 hóf hann störf við umsjón með
Hafnarböðunum ásamt Guðbjarti.
Þegar dóttirin Kristín fullorðnað-
ist stóð hugur hennar til listnáms.
Hún hélt árið 1956 til London og
lagði þar stund á ballett. Guðbjartur
veiktist'í desember 1956 og barðist
við krabbamein á Landspítala þar
til yfir lauk í maí 1957. Stuttu síðar
andaðist Margrét systir Guðbjarts,
en þær Helga voru miklar vinkon-
ur. Þetta voru erfiðir tímar fyrir
Helgu sem nú var ein eftir í heimili
þessarar samrýndu íjölskyldu.
Helga hvatti Kristínu þó til að halda
áfram námi og styrkti hana til þess
á alla lund. Kristín innritaðist síðan
í leiklistarnám við Royal Academy
of Dramatic Art í London og lauk
þaðan prófi í árslok 1959 með slík-
um glæsibrag að hún hlaut bæði
verðlaun og styrk. Helga skildi vel
gildi þess að dóttir hennar sækti sér
bestu menntun erlendis en sjálf fór
hún aidrei út _ fyrir landsteinana.
Hún var mikill Islandsvinur og naut
þess að rækta jörð og sinn garð.
Til þess hafði hún gott tækifæri í
sumarbústað þeirra hjóna Reynis-
stað að Laufskógum 10 í Hvera-
gerði. Þar dvaldi hún nær öll sum-
ur, meðan hún hafði heilsu til, og
oft með henni dóttursonurinn Magn-
ús Snorri, meðan hann hafði ekki
aldur til að hjálpa foreldrum sínum
á sumrin við rekstur Ferðaleikhúss-
ins. Þegar hann óx úr grasi og vildi
leita sér menntunar lagði hún einn-
ig sitt af mörkum til þess að hann
gæti leitað til bestu skóla í Banda-
ríkjunum og árið 1988 útskrifaðist
Magnús Snorri úr Harvard College.
Helga var trygg vinum sínum og
laus við að öfunda nokkurn mann.
Erfiðleikum tók hún með stillingu
og leysti sjálf úr. Henni þótti gaman
að gefa öðram en átti erfitt með
að þiggja. Hún vildi ekki skulda
öðrum neitt né láta þá hafa fyrir
sér. Hún var ekki mannblendin en
þó glöð og ræðin í góðra vina hópi.
Helga hafði gott lag á dýrum og
nánustu félagar hennar síðustu árin
voru páfugl og kettir sem hún tók
í fóstur af Magnúsi Snorra og ná-
grönnum. Þeim hélt hún heimili síð- -V
ustu árin sátt við guð og menn.
Sveinbjörn Björnsson.
+ Eyjólfur Elías-
son var fæddur
á Reyðarfirði 28.
maí 1909. Hann lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 31. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Guðrún
Þorbjarnardóttir
og Elías Eyjólfsson
handverksmaður á
Reyðarfirði. Alsyst-
ir Eyjólfs var Guð-
rún Björg, hús-
freyja á Reyðar-
firði, en hún er Iát-
in. Hálfsystkini Eyjólfs sam-
feðra voru: Valdór, Herborg
Margrét og Stefán, öll látin,
Matthías búsettur á Reyðar-
firði, Kristrún búsett í Reykja-
vík, Marteinn búsettur í Stykk-
ishólmi og Elín Jóna búsett í
Reykjavík.
Eiginkona Eyjólfs var Svein-
björg Einarsdóttir frá Norð-
„SÆLIR eru hógværir því að þeir
munu landið erfa.“ Þessi fögru fyr-
irheit Fjallræðunnar hafa ómað mér
við eyrum frá því ég fékk þá fregn
að horfinn væri af heimi hollvinur
minn allt frá bernskudögum, Reyð-
firðingurinn Eyjólfur Elíasson. Víst
áttu þessi orð við hann Eyjólf - og
eiga ekki síður nú. Við leiðarlok
leitar hugur fyrst til löngu liðinna
stunda. Oðfluga fækkar þeim eðli-
lega sem á bernskutíð mína brugðu
bjarma gleði og kærleika og einn
þeirra er þakklátum huga kvaddur
kært í dag.
Að honum varð ég sem ungur
hnokki svo elskur að með ólíkindum
var, honum hjartanlega fagnað og
úr fangi hans vart vikið meðan stað-
ið var við. Um barngæði þessa öðl-
firði, f. 19.3. 1906,
d. 20.10.1975. Börn
þeirra eru Brynjar
Elías, pípulagn-
ingamaður, búsett-
ur í Reykjavík,
Guðrún Filippía,
húsmóðir, búsett í
Reykjavík og Jar-
þrúður Margrét,
búsett í Gautaborg
í Svíþjóð.
Eyjólfur ólst upp
á Reyðarfirði og
stundaði ungur
maður sjó frá Vest-
mannaeyjum og
Hornafirði. Síðar vann hann um
árabil hjá Kaupfélagi Hér-
aðsbúa á Reyðarfirði. Þau hjón
fluttust til Reykjavíkur um ára-
mótin 1960-61 og hér vann
Eyjólfur hjá Bílasmiðjunni til
loka starfsdags.
Utför Eyjólfs verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
ings segir þetta sína fallegu sögu,
en alla ævitíð var hann mér samur
í hlýrri, fölskvalausri velvild sinni
og vináttu góðri.
Og nú er hann horfinn okkur,
ljúflingurinn og lipurmennið mikla,
hagleiksmaðurinn bægláti og hug-
umprúði og mörg mæt þökk mun
fylgja honum yfir á eilífðarlandið,
þökk fyrir margar góðar stundir.
Þá síðustu áttum við Þórir frændi
minn og systursonur Eyjólfs með
þessum höfðingja góðvildarinnar í
liðnum mánuði og okkur frændum
báðurn þessi minning munakær.
Lífsins góða gæfa gefst okkur á
ýmsan veg en ekki hvað sízt er hún
fólgin í fylgd gefandi samferðafólks
sem birtu veitir á brautina tneð sín-
um ágætu eigindum.
Eyjólfur var einn þeirra er eiga
sérstakan heiðurssess í huga mér.
Hann varð raunar hvetjum þeim
er honum fékk að kynnast hugþekk-
ur vel. Hann fór hljóðlega lífsins
leiðir og það fór ekki mikið fyrir
honum en engum duldist hversu þar
fór traustur þegn og trúr yfir hvetju
einu. Hann átti þetta undurhlýja
bros sem lýsti hans innri manni svo
afar vel, hóglætið og hæverskan
héldust í hendur, en gamansemi
átti hann dtjúga, grómi fírrta. Hann
var maður aðgætinn og athugull
vel, greindur og fróður alþýðumað-
ur sem allt lék í höndunum á, enda
lagvirkni og iðjusemi honum í blóð
borin. Það var enginn svikinn af
verkunum hans Eyjólfs míns. Hann
tókst á við verkefni lífsins af ein-
Iægni og alúð þess sem allt vill sem
allra bezt af hendi leysa. Hvort sem
hann var að störfum í Kaupfélaginu
heima á Reyðarfirði eða í Bílasmiðj-
unni hér þá voru handtökin hans
fumlaus og örugg, aldrei slegið
slöku við og kappkostað að hvergi
væri minnsta missmíð á einu eða
neinu. Eyjólfur var verkmaður góð-
ur pg vandvirkur um leið svo af bar.
í minningunni merla nú allar þær
indælu stundir sem ég átti á heim-
ili hans heima á Reyðarfirði, en þar
átti ég ævinlega athvarf gott.
Heimilið var enda hans uppáhalds-
staður enda var hann sannkallaður
hamingjuhrólfur, eignaðist harð-
duglega geislandi hressa og glað-
lynda öndvegiskonu og þtjú börn
hinna beztu eðliskosta. Með þeim
hjónum var einstakt ástríki og svo
ólík sem þau voru að ýmsu leyti
voru þau einstaklega samstiga í
öllu, þar réði eindrægnin ríkjum.
Heimili þeirra Sveinbjargar var
einkar smekklegt og bar hand-
bragði beggja fagurt vitni.
Eyjólfur missti sína mætu konu
alltof fljótt en missi sinn og sáran
harm bar hann með þeirri heiðu
hugarró sem honum var svo eigin-
leg. En hann naut ástríkis og um-
hyggju sinna góðu barna.
Það er mikil heiðríkja yfir tninn-
ingu Eyjólfs Elíassonar og margt
sem mér ber að þakka. Það var
heiðríkja í svip hans við síðustu
samfundi okkar, veikum en undur-
skýrum rómi bað hann okkur
frændum blessunar og brosið hans
hlýja fylgdi okkur á leið. Þeir sem
áttu með honum farsæla fylgd
munu enda á einu máli um dreng-
lyndi hans og hlýja velvild í allra
garð, en ég á þar af einstaka sögu
sem aldrei bar á skugga.
Ég mun hafa kallað hann ein-
hverju undranafni sem smár hnokki
og oft minnti hann mig á þetta svo
og þann fögnuð í róm mínum er
hann birtist og ég flýtti mér í faðm
hans. Þar fann barnið fjarska vel
þann hjartans hlýleik sem ætíð
vermdi öll samskipti okkar.
Við Hanna sendum börnum hans
og aðstandendum öðrum okkar ein-
lægu samúðarkveðjur, sér I lagi
sendi ég æskuvini mínum, Brynj-
ari, samúðarkveðjur, en hann
reyndist föður sínum fágæta vel.
Þessi dyggi þegn hógværðar,
heiðarleika og samvizkusemi hefur
gengið göngu sína á enda. Hann
Eyjólfur minn átti einlæga og
sterka trú og hana sýndi hann sann-
arlega i öllum sínum verkum og
viðmóti. Megi honurn hafa orðið að
þeirri styrku trú sinni um fögnuð í
ríki föður síns með endurfundum
við þá sem honum voru hjarta kær-
astir. Ljómandi minning lýsir inn í
hugskot mitt, þrungið þökk.
Blessuð sé minning ntíns góða
vinar.
Helgi Seljan.
Elsku afi, okkur langar til að
kveðja þig með nokkrum orðum
og þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Minningarnar um þig geymum við
í hjarta okkar, því þú varst okkur
svo kær. Huggun er okkur þó að
vita, að nú eruð þið loks aftur sam-
an á betri stað, afi og amma í
Bræðró.
Við minnumst áranna í Bræðra-
tungu, þar sem þú varst alltaf tilbú-
inn til þess að leika við okkur og
alltaf varstu til staðar fyrir okkur
ef éitthvað bjátaði á. Rólyndi þitt
gerði það að verkum að okkur
fannst alltaf gott að vera í návist
þinni.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þokk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við systkinin kveðjum þig, elsku
afí, með söknuði og sárum trega
og þökkum þér samfylgdina. Með
tímanum hverfur sársaukinn en
minningin.um þig mun vara að ei-
lífu í huga okkar.
Eydís, Elín Hildur og Ástráður.
Skilafrestur
minningargreina
Eigi ntinningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf grein-
in að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag.
Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hef-
ur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
EYJOLFUR Þ.
ELÍASSON